sarabj_kogb09
Sara Björnsdóttir
Hellirinn bak við ennið / The cave behind the forehead
04. 03. 2006 - 26. 03. 2006
 
Listamenn eftirnútímans hafa flestir horfið frá því að höndla sannleikann stóra,
með brotum sem sjaldnast verður rakað saman, leitast þeir við að varpa ljósi á
sundraðan veruleika.

Þegar maður kemur niður í kjallarann kviknar á nokkrum tírum í "hellinum bak
við ennið"; myndlistin er neðanjarðar eins og undirmeðvitundin, rými sem manni
er venjulega ekki boðið inní hjá ókunnugum. Titillinn gefur til kynna að maður
sé staddur í völundarhúsi hugsunarinnar. Það er dimmt og glæturnar eiga
upptök sín í afkimum, bak við hulur sem blakta, skugga sem flökta.
Hellirinn í ríkinu hans Platons lýstur niður í hugann, skuggamyndirnar,
ferðalagið að uppsprettu ljóssins og voninn um að sjá skýrt, þó ekki sé nema í
augnablik.

Eins og ljósið endurkastast í gólfinu brunar hljóðið á milli veggjana og tengir
rýmið í heild. Gólfið lítur út fyrir að vera hált, það er enga örugga fótfestu
að fá. Áhorfandinn (Maður??) kemur inn með sinn skugga sem flöktir í tjöldunum
og spelgast í hellisgólfinu og verður tímabundið partur af verkinu.
Í huganum er maður oftast einn, einn við stýrið er maður frjáls til að ferðast
hvert sem er, spóla í sama farinu eða bruna af stað á næsta ófyrirsjáanlega
áfangastað.
Það er kannski einmitt þar sem hreyfingin er mest; á leiðinni þegar allt
virðist í kyrrstöðu...(einmitt)þar sem tjaldið flettist frá og hljóðið brunar
frá einum stað til annars,þar sem engin sér þau þjóta milli afkima, óhljóðin í
hellinum bak við ennið.

Nína Magnúsdóttir
 
 
sarabj_kogb02 sarabj_kogb03 sarabj_kogb04 sarabj_kogb05 sarabj_kogb06 sarabj_kogb07 sarabj_kogb08
 
 
 
Grandagarğur 20 - 101 Reykjavík kob@this.is