utskr-2-8-k-b
Ingirafn Steinarsson
FUNCKTIUS/FUNGUS/FUNNUS
06. 11. 2010 - 05. 12. 2010
 
Opnun laugardaginn 6.nóvember kl.17.00

Sýningin samanstendur af hlutum, myndbandsverkum og teikningum. Verkin eru hnyttin og um leið beinskeytt. Meðal þessara verka er altarið “FUNCTIUS/FUNGUS/FUNNUS”, sem nafn sýningarinnar er dregið af. Þar er bjór stillt upp sem leikmynd fyrir samskipti, þar sem bjórinn verður flatur fyrir augum áhorfandans. Þægileg áhrif áfengisins eru sviðsett sem paródía um hugmyndirnar sem flæða með hjálp þess.

Myndbandsverkin sýna hústökur í Osló og Berlín sem listamaðurinn málar hvít í leyfisleysi. Í verkunum beitir hann hugmyndafræði hústökufólks um eignarhald og andóf til að ryðjast inn á þeirra menningarlega yfirráðasvæði og gerir þannig tilraun til að gjaldfella hústökuna með því að breyta fagurfræði bygginganna sem um ræðir. Verkin fjalla á táknrænan en um leið beinskeyttan hátt um eignarhald á menningu og fagurfræði án kreddufullrar pólitískrar hluttekningar.

Ingirafn Steinarsson lauk námi frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1999 og útskrifaðist með MA-gráðu frá Listaháskólanum í Malmö 2006. Í verkum sínum vinnur hann með innsetningar, hluti, teikningar og myndbandsverk. Að undanförnu hafa verkin verið byggð í kringum hugmyndir hans um "menningarverkfæri" og "fagurfræði virkni", sem eru tilraunir listamannsins til þess að skilja hans eigin viðfangsefni og umhverfi sitt.

Ingirafn Steinarsson lauk námi frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1999 og útskrifaðist með MA-gráðu frá Listaháskólanum í Malmö 2006.
Í verkum sínum vinnur hann með innsetningar, hluti, teikningar og myndbandsverk. Að undanförnu hafa verkin verið byggð í kringum hugmyndir hans um "menningarverkfæri" og "fagurfræði virkninnar", sem eru tilraunir listamannsins til þess að skilja hans eigin viðfangsefni og umhverfi sitt.


Kling & Bang gallerí
Hverfisgata 42
IS-101 Reykjavik

Opið fimmtudaga-sunnudaga frá kl.14-18
 
 
 
 
 
Grandagarğur 20 - 101 Reykjavík kob@this.is