nr14scene12b_copy
Guido van der Werve & Kristleifur Björnsson
SEQUENCES - real time art festival
06. 04. 2013 - 14. 04. 2013
 
OPNUN LAUGARDAGINN 6.APRÍL KLUKKAN 17.

--------
Guido van der Werve
Nummer veertien, home (2012)

Van der Werve hefur skapað úrval verka, þar á meðal kvikmynda- og myndbandaraðir og tónverk, sem hann hefur númerað í tímaröð frá tveimur til fjórtán. Sjálfur leikur hann gjarnan aðalhlutverkið í háðskum en þó beittum verkum sínum þar sem hann vinnur með þemu á borð við þunglyndi og firringu. Kvikmyndin sem hér er sýnd, Nummer veertien, home, sem er nýjasta mynd van der Werves og meðal lykilverka úr smiðju hans, fléttar á ljóðrænan hátt saman sögum af Alexander mikla, dauða Frédérics Chopin og frásögn af eigin upplifun. Myndin er heimild um þúsund mílna þríþraut sem listamaðurinn tók sér á hendur, sem fólst í því að synda, hjóla og hlaupa frá Varsjá til Parísar; frá fæðingarlandi Chopin að grafreit hans í Frakklandi. Verkið fylgir uppbyggingu sálumessu eftir van der Werve sem samanstendur af þremur hlutum og tólf þáttum.

--------

Kristleifur Björnsson
I Don’t Want to Know Your Name (2010)
The Trial (2009-2010)
Olivia (2010)

Í verkum sínum vinnur Kristleifur með eigin ljósmyndir og fundnar myndir af internetinu og öðrum opinberum miðlum. Við fyrstu sýn virðast verkin láta uppi þráhyggju listamannsins en hann beinir þó fyrst og fremst sjónum að því valdi sem myndir búa yfir, áhrifunum sem þær hafa á líf okkar og augljósri kröfu þeirra um tafarlaus viðbrögð. Í einni verkaröðinni sem hér er til sýnis skrásetur listamaðurinn sið sem hann hafði í eitt ár þar sem hann hengdi mynd af Natalie Portman við rúm sitt hvar sem hann gisti. Önnur verkaröð byggir á endurteknum blýantsuppdrætti af andliti leikkonunnar Oliviu Wilde og sú þriðja birtir þrálátt augnaráð á konu í strætisvagni.



Kling & Bang gallerí
Hverfisgata 42
101 Reykjavik
Opið fimmtudaga-sunnudaga frá kl.14-18.
 
 
 
 
 
Grandagarður 20 - 101 Reykjavík kob@this.is