sh104208
Ragnar Þórisson
RAGNAR ÞÓRISSON
17. 08. 2013 - 22. 09. 2013
 
OPNUN LAUGARDAGINN 17.ÁGÚST KL.17.
ATH. SÝNING HEFUR VERIÐ FRAMLENGD TIL SUNNUDAGSINS 22.ÁGÚST-opið fimmtudag-sunnudags frá 14-15.

Málverkin á sýningunni bera augljós höfundareinkenni Ragnars; dempaða litapallettuna, óræðar mannsmyndir og álút en sterk form í hægri, öruggri þróun. Litatónarnir stillast fínlega af og strigarnir hafa stækkað sem opnar fyrir aukið frelsi og annað flæði. Grunnmyndefnið fékk hann áður m.a. úr fundnum ljósmyndum af netinu og úr bókum en nú vinnur hann sjálfstæð myndverk með nokkurri tilvísun í eldri verk. Ragnar Þórisson hafði helgað sig málverkinu löngu fyrir útskrift sína úr myndlistardeild Listaháskólans vorið 2010. Hann mætti til náms fullviss um að málverkið væri hans leið og varði námstímanum í að þróa það. Frá útskrift hefur hann unnið ötullega sem málari og stefnir staðfastlega að því að formgera sína skýru sýn. Sýningin í Kling & Bang er áfangi á þessari leið hans.


Kling & Bang gallerí
Hverfisgata 42
105 Reykjavik

Opið fimmtudag-sunnudaga frá kl.14-18
 
 
 
 
 
Grandagarğur 20 - 101 Reykjavík kob@this.is