fritz-routinedreamposter
Fritz Hendrik
Draumareglan
30. 06. 2018 - 19. 08. 2018
 
Fritz Hendrik er íslenskur myndlistamaður sem býr og starfar í Reykjavík. Í myndlist sinni fjallar hann meðal annars um þá meðvituðu og ómeðvituðu sviðsetningu sem einkennir lífið, listir og menningu. Fritz fæst einnig við samband hefðar, skynjunar og þekkingar í verkum sínum. Hvað vitum við, hvernig vitum við, og hvað er það sem við erum að horfa á?
Í verkum sínum hefur hann fengist við þessi viðfangsefni með ólíkum hætti, t.a.m. í samstarfi við hina skálduðu persónu Fræðimanninn sem er sérfræðingur í að skoða heiminn í gegnum það sem hann kallar „Gráu slæðuna“, sem sýnir lífið á gráan og ljóðrænan hátt.
Draumareglan (e. Routine Dream) er sýning unnin undir áhrifum hugmynda Fræðimansins um mikilvægi stöðugrar svefnrútínu. Verk Fritz samanstanda af innsetningum, málverkum, skúlptúrum, ljósmyndum og vídeó.
 
Kling & Bang
Marshallhúsið
Grandagarður 20
101 Reykjavík
Ísland

Opnunartímar
Mið til sun 12 – 18
fim 12 – 21
lokað á mánudögum/þriðjudögum

Aðgangur ókeypis

Kling & Bang works in collaboration with Thyssen-Bornemisza Art Contemporary, Vienna and The City of Reykjavík
 
 
 
 
Grandagarğur 20 - 101 Reykjavík kob@this.is