Halla Einarsdóttir, Hanna Kristín Birgisdóttir, Smári Rúnar Róbertsson
FYLGJUR
04. 12. 2021 - 23. 01. 2022
 
Fylgjur - samsýningar Höllu Einarsdóttur, Hönnu Kristínar Birgisdóttur og Smára Rúnars Róbertssonar.

Um listamennina:

Halla Einarsdóttir (f. 1991) er íslenskur listamaður sem býr og starfar í Rotterdam þar sem hún lauk MFA námi frá Piet Zwart Institute síðastliðin júlí 2021. Þar áður útskrifaðist hún með BA í grafískri hönnun frá Gerrit Rietveld Academie í Amsterdam 2016. Í þverfaglegum verkum sínum veltir Halla fyrir sér hvernig goðsagnir, þjóðsögur og minni hafa í gegnum tíðina verið nýtt til þess að koma á og viðhalda stigveldi þekkingar. Þannig rannsakar hún hvernig þekking berst milli kynslóða, hvað misferst á leiðinni og margþætt eðli þess að endurheimta nöfn og frásagnir. Hinar ýmsu heimildir og sögulegur efniviður verkanna hefur svo áhrif á flutning handritanna, þar sem ákveðin minni og mótíf kalla fram ákveðna raddbeitingu, takta og kóreógrafíu. Halla hefur tekið þátt í ýmsum sýningum erlendis og á Íslandi.

Hanna Kristín Birgisdóttir (f. 1989) er íslenskur myndlistarmaður sem býr og starfar í Bergen, hún útskrifaðist frá myndlistardeild Listaháskóla Íslands árið 2014 og úr framhaldsnámi frá Listaháskólanum í Bergen árið 2020. Hanna hefur tekið þátt í sýningum bæði hér á landi og erlendis. Meðal sýningarverkefna hennar eru: Þögul athöfn í Skaftfelli Seyðisfirði og Eins og samanþjöppuð öndun sem verður að þunnu háu hljóði, Kling&Bang, hluti af Sequences Art Festival.

Smári Rúnar Róbertsson (f. 1992) er íslenskur listamaður sem býr og starfar í Amsterdam. Verk Smára einkennast af greiningu á listrænu ferli, þjóðsögum og merkingu. Með samsetningu ferlis, innsetninga og skrifa leitar hann marka ímyndunnar og áþreifanleika til þess að skoða þau kerfi sem stjórna umhverfi okkar, sögu og sjálfsmynd. Verk Smára standa sem skráð líkamstjáning sem vísar um leið til eigin framleiðslu. Vinna í verkum Smára má þannig líta á sem áþreifanlegt efni sem er teygt, þjappað og mótað í takt vitundar, endurtekningar og fróðleiks. Smári útskrifaðist með BFA frá Gerrit Rietveld Academie 2015 og með MA frá Sandberg Instituut í Amsterdam 2017. Hann hlaut 3Package Deal talents styrk Amsterdams Funds voor de Kunst and Bureau Broedplaatsen árið 2017.

 
Kling & Bang
Marshallhúsið
Grandagarður 20
101 Reykjavík
Ísland

Opnunartímar
Mið til sun 12 – 18

lokað á mánudögum/þriðjudögum

Aðgangur ókeypis

Kling & Bang er styrkt af Reykjavíkurborg
 
 
 
 
Grandagarğur 20 - 101 Reykjavík kob@this.is