fb-banner_3
Daníel Ágúst Ágústsson, Pétur Magnússon, Pier Yves Larouche & Richard Müller
Three Rearrangements - a Commonality of Escape
02. 04. 2022 - 15. 05. 2022
 
Verið velkomin á opnun sýningarinnar Three Rearrangements - A Commonality of Escape. Á sýningunni sýna listamennirnir Daníel Ágúst Ágústsson, Pétur Magnússon, Pier Yves Larouche og Richard Müller glæný verk sem unnin eru sérstaklega inn í sali Kling & Bang. Sýningin stendur til 15. maí
 
Daníel Ágúst Ágústsson (f.1996)
Umfangsmiklir skúlptúrar og innsetningar Daníels Ágústs eru unnir með aðferðum og efnivið sem vísar í iðnað og arkítektúr. Verk hans reyna gjarnan á þekkingu áhorfandans á umhverfi sínu þar sem rýnt er í tengsl milli skilnings og skilningsleysis. Daníel Ágúst útskrifaðist með BA gráður í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2020 og hefur síðan þá verið iðinn í sinni myndlist.

Pier Yves Larouch (f. 1988) býr og starfar í Montreal. Verk Pier Yves birtast sem hljóðverk og innsetningar þar sem hann reynir að hlutgera samband óáþreyfanlegra og yfirséðra eiginleika ákveðins umhverfis, svo úr verður einskonar könnun tákna og tilfinninga sem fljóta samhengislaust. Í verkum sínum bendir Pier Yves í átt að hinum fjölbreyttu blæbrigðum túlkunar og leitast hann við að varpa ljósi á óræðnina milli þess augljósa og algleymis.

Richard Müller (f. Kanada 1988) býr og starfar í London. Richard notast gjarnan við stafræna tækni í verkum sínum, oft á tíðum á vitlausan hátt, til að skapa hljóðverk, vídeóverk og innsetningar. Verk hans kanna möguleika og getu nútímatækni til að pota í hefðbundna miðla og form myndlistar með því að innleiða stafræn vídeó og hljóð í skúlptúra og innsetningar. Richard hlaut MFA frá Slade School of Art í Bretlandi og er nú í námi við University College London þar sem hann vinnur að doktorsgráðu í jarðfræði.

Pétur Magnússon (f. 1958) fæddist í Reykjavík. Eftir menntaskóla fór hann í Myndlista- og handíðaskóla Íslands og síðan áfram á Accademia delle belle Arti í Bologna, Ítalíu og að lokum í Rijksakademie van Beeldende Kunsten í Amsterdam, Hollandi. Að loknu námi árið 1986 var hann búsettur í Amsterdam til ársins 2003, en flutti þá til Íslands. Í Hollandi tók hann þátt í stofnun listaverkabókabúðarinnar „Boekie Woekie“ sem jafnframt er gallerí og útgefandi. Hann starfaði með fyrirtækinu fyrstu árin. Boekie Woekie kynnti síðan verk hans á „Art Frankfurt“ listamessunni í Þýskalandi árið 1996. Pétur lærði málun á Ítalíu og grafík í Hollandi og eldri verk hans bera þess merki. Með tímanum hefur hann fært sig yfir í ljósmyndir og skúlptúr, oft lágmyndir og einkennast aðferðir hans oft á blöndu af stálsmíði og ljósmyndun. Verk hans láta reyna á skynjunina og ögra henni meðan þau bjóða upp á nýja möguleika til að skynja umhverfið. Verkin eru oftar en ekki háð sýningarrýminu (e. site specific). Efni og fjarvídd spila oft stórt hlutverk í að eiga við umhverfið á heimspekilegan og skoplegan máta.
 
 
 
 
Grandagarğur 20 - 101 Reykjavík kob@this.is