ýmsir listamenn / various artists
Guðs útvalda Þjóð / God´s chosen people
02. 09. 2006 - 01. 10. 2006
 
Opnun laugardaginn 2.september kl.17
Opið fimmtudaga-sunnudaga frá kl.14-18

Sýningartextinn endurspeglar ekki skoðanir Kling & Bang gallerís, hins vegar er vilji Kling & Bang gallerís að öllu jöfnu að ritskoða ekki texta né listviðburði.

Guðs útvalda þjóð

"Nú ef þér hlýðið minni röddu grandgæfilega og haldið minn sáttmála, þá skuluð þér vera mín eiginleg eign umfram allar þjóðir, því að öll jörðin er mín".

Þjóðfélag okkar stjórnast af kapítalisma og græðgi er aukaverkun hans.
Kapítalismi eru trúarbrögð samtímans og þeim mun efnaðri sem menn eru þeim mun nær Guði. Græðgin er orðin að dyggð í heimi Mammons.

Gyðingar hafa löngum verið duglegir og samviskusamir í að safna auði.
Í heimi viðskipta hafa þeir verið áberandi og sagt er að gyðingar stjórni efnahagskerfi Bandaríkjanna og líklega þá heiminum öllum.

Ísraelsríki var stofnað nokkrum árum eftir helför nasista eins og við öll þekkjum.
Gyðingar áttu samúð heimsins og eiga enn vegna helfararinnar. Nú beita þeir nágranna sína sama óréttinum og þeir hafa sjálfir þurft að þola gegnum aldirnar.
Eru gyðingar orðnir gerendur í helför gegn aröbum með efnahagskerfi Bandaríkjanna sem bakhjarl?

Bandaríski heimspekingurinn Noam Chomsky segir að öll ríki með farsælt efnahagskerfi líkist fasisma á þann hátt að ríkið verndi einkageirann. Stjórnvöld og efnahagsveldi vinna gegn hag borgaranna.

Fórnarlömb stríðs eru saklausir borgarar og stríð þjónar aðeins valdagræðgi og kapítalisma.

Sameinuðu þjóðirnar eru lamaðar vegna neitunarvalds Bandaríkjamanna, en við listamenn nýtum okkur tjáningarfrelsið og segjum hingað og ekki lengra.

eftir Snorra Ásmundsson


Á sýningunni Guðs útvalda þjóð kemur hópur ólíkra listamanna með ólíkar skoðanir saman og vinnur frjálst út frá titli sýningarinnar. Fólk sem er með, fólk sem er á móti, fólk sem er mitt á milli og fólk sem hefur enga skoðun sýnir undir sama þaki án aðskilnaðarmúra, öfga né ofbeldis. Listamennirnir vinna með eigin skoðanir, vitneskju, fordóma og samvisku. Það má ekkert vera tabú í list því þögninni fylgir fáfræði og fáfræði elur á fordómum.

Birgir Andrésson • Björk Viggósdóttir • Bryndís Ragnarsdóttir • Egill Sæbjörnsson • Einar Sebastian • Erling Klingenberg • Gjörningarklúbburinn • Guðjón Bjarnason, Gus Gus • Hafsteinn Mikael • Helga Óskarsdóttir • Hlynur Hallsson • Hulda Hákon • Ingibjörg Magnadóttir •Jón Óskar • Jón Sæmundur Auðarson • Kristín Eiríksdóttir •Kristján Björn • Lárus H. List • Ósk Vilhjálmsdóttir • Pétur Már Gunnarsson • Rúrí • Sara Björnsdóttir •
Sigtryggur Berg Sigmarsson • Snorri Ásmundsson • Spessi • Tómas Lemarquis • Unnar Örn J. Auðarson • Þorbjörg Pálsdóttir

Guðs útvalda þjóð

"Some people like the Jews, and some do not. But no thoughtful man can deny the fact that they are, beyond any question, the most formidable and the most remarkable race which has appeared in the world."
-Winston Churchill

Gyðingar eru jafn ólíkir og fjölbreyttir eins og allt annað fólk. En sem þjóð eða hópur hefur saga þeirra verið á einn veg: Blóði drifin. Egyptar hneppa gyðinga í þrældóm og reiður Guð gyðinga slátrar frumburði Egypta. Karmað að fórnarlamb verður að geranda, og aftur að fórnarlambi hefur alltaf verið til staðar. Í gegnum söguna hafa gyðingar mætt fordómum, kúgun og fjöldamorðum. Og slíkir fordómar og ofbeldi eru enn við lýði. En í dag eru börn Ísraels jafnt gerendur sem fórnarlömb þegar kemur að fordómum, kúgun og ofbeldi. Mörgum er misboðið, en allar umræður byggjast á öfgum. Þú ert annað hvort með eða á móti. Heimurinn er annaðhvort svartur eða hvítur. Hræsnin mælir með friðarröddu en hugsar og beitir sér með örmum ofbeldis. En hvar stöndum við Íslendingar? Við eigum okkur litla sögu af gyðingum en þó leynda sögu af gyðingaandúð. Hópur gyðinga býr á Íslandi en þeir eiga sér ekki skráð trúfélag, ekki sýnilegt samfélag. Þegar fjölmiðlar ræða við hina ýmsu trúarhópa á Íslandi eiga gyðingar sér sjaldnast málsvara, og ef hann er til staðar kemur hann fram undir nafnleynd. Gyðingar eru ósýnilegur hópur á Íslandi, skítugu börnin hennar Evu. Við þekkjum Ísraelsríki aðeins úr fréttum og gyðinga af stereotýpum í kvikmyndum. En setur þessi fjarlægð okkar Íslendinga við Ísrael og gyðinga í verri eða betri spor til að fjalla um þá? Erum við hin hlutlausa rödd laus við öfga eða litumst við af þeim fordómum sem fáfræðin skapar okkur? Getum við fjallað um gyðinga án þess að skipta okkur í lið?

eftir Markús Efraím
 
 
sarabjorns einarsebastian gud1 biggiandresar gud2 gud5detail gud4 helgao helgaodetail hafstmichael ilc spessi jonoskar jonsaemundur snorriasmvideo gud6 klingenberg klingenbergfun gudjonbjarna gud7 bryndisragnars hlist kristjanbjorn hlynurhalls kristineiriks ruri1 ruri2
 
 
 
Grandagarður 20 - 101 Reykjavík kob@this.is