plakat_trommusolo
Sequences / Trommusólo / Drum solo
Trommusólo / Drumsolo / Sequences
04. 10. 2008 - 24. 10. 2008
 
Trommusóló H42
Myndlistartvíæringur Lortsins
4. – 25. Október 2008

Opnun laugardaginn 4.október kl.

Lortur samanstendur af óformlegum og síbreytilegum hópi
myndlistarmanna, kvikmyndagerðarmanna, rithöfunda, leikhúsfólks,
dansara, tónlistarfólks og annarra sem bera skynbragð á hlutina og
hafa þörf til að skapa. Hópurinn hefur frá árinu 2002 staðið fyrir
myndlistartvíæringnum Trommusólo og í ár mun sýningin haldin í
galleríi Kling og Bang við Hverfisgötu.

Dagskráin verður þétt, fjölbreytileg og löðrandi í sköpunargleði.
Boðið verður upp á myndlistarsýningu, myndbandadagskrá, tónleikaröð í
tengslum við Airwaves, útgáfu á bókverki, dansverk og panelumræður.

Dagskráin

Dagskráin verður þétt, fjölbreytileg og löðrandi í sköpunargleði. Boðið verður
upp á myndlistarsýningu, myndbandadagskrá, tónleikaröð í tengslum við Airwaves,
útgáfu á bókverki, dansverk og panelumræður.
Yfirumsjón myndlistarsýningar er í höndum Davíðs Arnar Halldórssonar Hamars, myndbandadagskrá er í umsjón Kristjáns Loðmfjörð, tónlistarviðburðir eru í umsjón
Sigurðar Magnúsar Finnssonar, dansverk í höndum Gunnlaugs Egilssonar, um panel- umræður sér Hafsteinn Gunnar Sigurðsson en í bókverkanefnd eru Hildigunnur Birgisdóttir, Bjarni Massi og Tinna Guðmundsdóttir.

Laugardagur, 4. október
16:00 Setningarathöfn og opnun myndlistarsýningar

Þátttakendur myndlistarsýningar: Bjarni Massi, Dagmar Atladóttir,
Davíð Örn Halldórsson Hamar, Hildigunnur Birgisdóttir, Huginn Þór Arason,
Ingi Rafn Steinarsson, Jón Thor Hansen, Kolbeinn Hugi Höskuldsson, Kristján Loðmfjörð, Libia Castro & Ólafur Ólafsson, Ólafur Egill Egilsson, Pétur már Gunnarsson, Tinna Guðmundsdóttir, Valgarður Bragason, Þrándur Þórarinsson

17:00 Trommusóló

Truckerinn stígur á stokk og lemur taktvillt trommusóló

18:00 Tónleikar - Fallega Gulrótin (endurkoma)

Föstudagur, 10. október

21:00 Kvikmyndasýning – Háveruleiki

Háveruleiki er listræn kvikmynd sem liggur á landamærum myndbandsverks og kvikmyndar. Myndin fjallar um þrjú ástarsambönd sem eru að liðast í sundur fyrir áhrif sértrúarsafnaðar sem kallar sig Háveruleika. Myndin er kaldhæðin og í senn ljóðræn sýn á leit manneskjunar að einhvers konar lífssannleika. Línulegur söguþráður er allur í molum og er myndin drifin áfram af draumraunsæi. Háveruleiki er lofgörð til ímyndunaraflsins en markmið myndarinnar er að taka áhorfendur til endimarka skilningsins. Kvikmyndin er framleidd af hópi listamanna sem starfa í sjónlista, tónlistar, kvikmynda og leikhúsgeiranum sem kalla sig “Hin Dýra List”. Markmið hópsins era að búa til kvikmyndir sem aldrei gætu verið framleiddar af hefðbundnum framleiðslufyrirtækjum. “Háveruleiki” eftir Ásdísi Sif Gunnarsdóttur og Ingibjörgu Magnadóttur er fyrsta kvikmyndinn sem hópurinn framleiðir.
Lengd 90 mín.

Laugardagur, 11. október
15:00 Útgáfuveisla - Bókverk Trommusóló H42

Hefð hefur myndast fyrir því hjá Lortinum að gefa út sjálfstætt bókverk samhliða myndlistartvíæringnum. Bókverk Lortsins eru ekki vitnisburður um sýningu eða kynning á verkum listamanna, heldur vettvangur til að gera skil á listaverkum sem komast ekki inn í sýningarrými, tónleikastað eða kvikmyndasal. Innihald bókverkanna hefur ráðist af þverskurði Lortsins og fagnar þannig margbreytileika hópsins.
Þátttakendur bókverksins: Arndís Gísladóttir, Bjarki Bragason, Bjarni Massi, Björk Viggósdóttir, Bragi Kristjónsson Daníel Björnsson, Davíð Örn Halldórsson, Elvar Már Hauksson, Friðrik Sólnes, Gunnlaugur Egilsson, Hafsteinn Gunnar Sigurðsson, Haraldur Jónsson, Hlynur Páll Pállsson, Huginn Þór Arason, Hugleikur Dagsson, Hulda Vilhjálmsdóttir, Huldar Breiðfjörð, Jón Teitur Sigmundsson, Karlotta J. Blöndal, Lóa Hjálmtýsdóttir, Markús Þór Andrésson, Oddný Eir Ævarsdóttir,
Ólafur Egill Egilsson, Pétur Már Gunnarsson, Ragnar Ísleifur Bragason,
Rakel Gunnarsdóttir, Sara Riel, Sigtryggur Berg Sigmarsson, Tobias Munthe,
Valgarður Bragason.

15:30 Lortadans

Hópdans verður stiginn undir undir stjórn Gunnlaugs Egilssonar, við trommuleik Friðriks Sólness og undurljúfa tóna Frans Lizsts. Gestir og gangandi, auk þátttakenda sýningarinnar, eru hvattir til að taka þátt í þessum einstaka gjörningi sem á sífellt meiri vinsældum að fagna meðal gagnrýnenda.

Sunnudagur, 12. október

21:00 Kvikmyndasýning – Háveruleiki

Eftir Ingibjörgu Magnadóttur og Ásdísi Sif Gunnarsdóttur
Lengd: 90 mínútur

Miðvikudagur, 15. október
17:00 Dansverk - Djöflafúgan

Íslenski dansflokkurinn sýnir hluta úr Djöflafúgunni eftir Gunnlaug Egilsson sem frumsýnt verður 16. október í sýningunni Duo á Nýja sviði Borgarleikhússins. Djöflafúgan fjallar um tvær manneskjur og togstreytu þeirra milli veruleika og ímyndunar. Stundum eru þær samhljóma en oft á flótta í gagnstæðar áttir. Með komu rafljósa stöðvaðist að miklum hluta dans skuggans við flöktandi eldstæði, kerta- og lampaljós. Djöflafúgan er óður ímyndunaraflsins til dansandi skuggans. Úthugsaður og yfirvegaður en þó á stund óbeislaður og djöfullegur, missýnilegur en þó alltaf til staðar.
Höfundur: Gunnlaugur Egilsson
Dansarar: Aðalheiður Halldórsdóttir og Steve Lorenz.
Kvikmyndataka og klipping: Sverrir Kristjánsson
Búningar: Harpa Einarsdóttir

20:30 Panelumræður - Bókverkið og 21. Öldin (í boði Útúrdúrs)

Hver hefur þróunin í bókverkagerð í íslenskri myndlist verið á undanförnum áratugum? Hver er staða bókverksins á stafrænum tímum, í heimi tölvunnar? Á það sér viðreisnar von? Fengnir verða til leiks bæði fræði-og listamenn, með sérþekkingu á miðlinum, til þess að takast á við þessar háleitu spurningar um tilvist þessa (deyjandi?) listforms í tengslum við úgáfu bókverks Trommusólós H42.
Umsjón: Hafsteinn Gunnar Sigurðsson

22:00 Heimildamyndabíó – Íslensk Alþýða (heimsfrumsýning) og Fríar fantasíur

Í Íslenskri alþýðu skyggnumst við inn í næstum því ósýnilegt samfélag 400 manna sem þrífst i innan grárra, vel afmarkaðra „borgarmúra“ í Vesturbæ Reykjavíkur. Samfélagið hefur sjálfstæða stjórn, eigin þjóðhátíðir, þjóðarsál og gildismat. Í myndinni er fylgst með nokkrum innflytjendum sem búið hafa mislengi í samfélaginu og aðlögun þeirra að nýjum heimkynnum. Þeir lýsa því hvernig þeir hafa komið sér skipulega fyrir eftir að hafa flúið kaótík stóra samfélagsins.
Stjórn: Þórunn Hafstað
Lengd: 30 mín

Fríar Fantasíur

Í Fríum fantasíum kynnumst við tveimur rosknum konum, Ritu og Gunnhild, sem búa í Færeyjum. Þær láta ekki aldurinn aftra sér heldur leyfa sköpunarkraftinum og hugarfluginu að fá útrás sem aldrei fyrr. Þær eru mjög ólíkar og beita ólíkum aðferðum við listsköpun sína en báðar eiga þær það sameiginlegt að vinna með garðinn - því "ekki getur maður horft á sjónvarpið allan daginn, eða hvað?"
Stjórn og klipping: Guðný Rúnarsdóttir
Kvikmyndataka og tónlist: Markús Bjarnason
Lengd: 30 mín

Fimmtudagur, 16. október
16:00 Tónleikar í tengslum við Airwaves - Orgelkvartettinn Ananas & gestir

Fram koma m.a: Músíkvatur, Aristocracia, Gason Bra, Ssangyoung Musso, Hip Hop Hudson og Krulli Vespa

19:00 Tónleikar í tengslum við Airwaves – Klive
21:00 Heimildamyndabíó – Íslensk Alþýða og Fríar fantasíur (endursýning)

Föstudagur, 17. október
16:00 Tónleikar í tengslum við Airwaves - Kid Twist
17:00 Tónleikar í tengslum við Airwaves – Skakkamanage
21:00 Kvikmyndasýning – Háveruleiki Eftir Ingibjörgu Magnadóttur og Ásdísi Sif Gunnarsdóttur. Lengd: 90 mínútur

Laugardagur, 18. október
16:00 Tónleikar í tengslum við Airwaves - Bob Justman
17:00 Tónleikar í tengslum við Airwaves - Sykur
18:00 Tónleikar í tengslum við Airwaves – Skátar

Sunnudagur, 19. október
16:00 Tónleikar í tengslum við Airwaves – Retro Stefson & MC Pluto

Laugardagur, 25. október
16:00 Sýningarslit og tónleikar – Forhúð forsetans

Síðasta tækifæri fyrir gesti og gangandi til að taka í trommusettið og spinna sitt eigið trommusóló.
Trommusóló H42 formlega slitið með tónleikum pönksveitar Lortsins, Forhúð forsetans. Gamalt efni leikið í bland við nýtt.

Þátttakendur eru: Bjarni Massi, Dagmar Atladóttir, Davíð Örn
Halldórsson Hamar, Hildigunnur Birgisdóttir, Huginn Þór Arason, Ingi
Rafn Steinarsson, Jón Thor Hansen, Kolbeinn Hugi Höskuldsson, Kristján
Loðmfjörð, Libia Castro & Ólafur Ólafsson, Ólafur Egill Egilsson,
Pétur már Gunnarsson, Tinna Guðmundsdóttir, Valgarður Bragason, Ingi
Rafn, Þrándur Þórarinsson, Sverrir Kristjánsson, Arndís Gísladóttir,
Bjarki Bragason, Björk Viggósdóttir, Bragi Kristjónsson, Daníel
Björnsson, Elvar Már Hauksson, Friðrik Sólnes, Gunnlaugur Egilsson,
Hafsteinn Gunnar Sigurðsson, Haraldur Jónsson, Hlynur Páll Pállsson,
Hugleikur Dagsson, Hulda Vilhjálmsdóttir, Huldar Breiðfjörð, Jón
Teitur Sigmundsson, Karlotta J. Blöndal, Lóa Hjálmtýsdóttir, Markús
Þór Andrésson, Oddný Eir Ævarsdóttir, Ragnar Ísleifur Bragason, Rakel
Gunnarsdóttir, Sara Riel, Sigtryggur Berg Sigmarsson, Tobias Munthe,
Aðalheiður Halldórsdóttir, Steve Lorenz. Þórunn Hafstað, Guðný
Rúnarsdóttir, Markús Bjarnason, Sigurður Magnús Finnsson, Fallega
Gulrótin, Orgelkvartettinn Ananas & gestir, Kid Twist, Skakkamanage,
Bob Justman, Sykur, Skátar, Retro Stefson & MC Pluto, Forhúð
forsetans, Ingibjörg Magnadóttir, Ásdís Sif Gunnarsdóttir.

sjá einnig:
www.sequences.is

Kling & Bang gallerí
staðsetning: Hverfisgata 42 - 101 Reykjavík
e-mail: kob@this.is

Opið fimmtudag til sunnudags, 14:00 – 18:00
(nema að dagskrárviðburðir séu sérstaklega
auglýstir utan þess tíma.)
 
 
seq_logo_2008_minna
 
 
 
Grandagarđur 20 - 101 Reykjavík kob@this.is