Slæmur félagsskapur / Bad Company
Árni Jónsson, Ásgerður Birna Björnsdóttir, Berglind Erna Tryggvadóttir & Rúnar Örn Marinósson, Hrefna Hörn Leifsdóttir & Sarah Rosengarten, Leifur Ýmir Eyjólfsson og Melanie Ubaldo.
18. 03. 2017 - 15. 04. 2017
 
Nú flytur Kling & Bang sig af moldargólfinu á marmarann og opnar stolt dyrnar að nýju rými á 3. hæð í Marshallhúsinu með sýningunni Slæmur félagsskapur. Sýningin er samsýning átta listamanna sem eru að hasla sér völl á myndlistarsviðinu. Þau hafa komið úr listnámi á síðustu þremur árum, en flest þeirra útskrifuðust í fyrra. Einhvers konar úrval úr hinni kraftmiklu ungu Reykjavíkursenu. Listamennirnir vinna í ólíka miðla og gefst því sýningargestum kostur á að sjá gjörninga, málverk, skúlptúra og video.

Listamennirnir eru: Árni Jónsson, Ásgerður Birna Björnsdóttir, Berglind Erna Tryggvadóttir & Rúnar Örn Marinósson, Hrefna Hörn Leifsdóttir & Sarah Rosengarten, Leifur Ýmir Eyjólfsson og Melanie Ubaldo.

Sýningin opnar 18. mars kl. 14-18. Marshallhúsið verður opið sunnudaginn 19. mars kl. 12-18 og eftir það taka við reglulegir opnunartímar Kling & Bang sem verða mið-sun kl. 12-18, en opið verður lengur á fimmtudagskvöldum, eða til 21.

Sýningin stendur til 15.apríl.

Á dagskrá á sýningartímanum:

Hrefna Hörn & Sarah verða með upplestur kl. 15 og kl. 17 á laugardag.

Berglind Erna Tryggvadóttir & Rúnar Örn Marinósson flytja fyrirlestur í verki sínu A Study of International Objects no. 12: Crepes as Movement sunnudaginn 19.mars kl. 15-16
Opið verður á Dawson's Crepes þar sem listamennirnir framreiða franskar pönnukökur á eftirfarandi tímum:

18. mars kl. 14 - 18
22. mars kl. 16 - 18
23. mars kl. 18 - 21
24. mars kl. 15 - 18
25. mars kl. 12 - 17

Marshallhúsið er ný miðstöð myndlistar í Reykjavík, þar sem Kling & Bang, Nýlistasafnið og Stúdíó Ólafur Elíasson hafa aðsetur. Einnig verður starfræktur veitingastaður og bar í húsinu.

Kling & Bang er listamannrekinn sýningarvettvangur sem starfræktur hefur verið frá árinu 2003.

Unnið í samstarfi við Thyssen-Bornemisza Art Contemporary, Vínarborg.
Sýningin er styrkt af Myndlistarsjóði.
Kling & Bang nýtur styrks frá Reykjavíkurborg.
 
Árni Jónsson, Ásgerður Birna Björnsdóttir, Berglind Erna Tryggvadóttir & Rúnar Örn Marinósson, Hrefna Hörn Leifsdóttir & Sarah Rosengarten, Leifur Ýmir Eyjólfsson og Melanie Ubaldo.
 
 
 
 
Grandagarğur 20 - 101 Reykjavík kob@this.is