postermaggi
Magnús Sigurðarson
Greining hins augljósa / Diagnosis of the Obvious
14. 02. 2004 - 29. 02. 2004
 
Magnús Sigurðarson
Greining hins augljósa
14.febrúar – 29. febrúar 2004

Greining hins augljósa verður ekki gerð af nauð, fremur af þörf.

Þrískipt jafnvægið, þar sem vatn, loft og jörð eru læst í virku samspili skilgreinir það
umhverfi sem við hrærumst og eyðumst í. Að greina þessa tilhögun er ekki nauð þar sem
hún er nú þegar hluti af okkar upplifun, enda erum við virkir þátttakendur í þessu
jafnvægi.

Listamaðurinn lætur hinsvegar undan þörfinni og þreifar á hinu augljósa. Safnar um það
gögnum. Raðar þeim og flokkar. Í þessari andlegu meltingarstarfsemi umbreytist
kristaltært jafnvægi frosins landslagsins í fínlegt víravirki einfaldra forma, sem með stöðu
sína, hlutföllum og innbyrðis tengslum draga upp huglagsmynd hins vestræna
frumbyggja.

Þetta verk kemur líkt og lognið á eftir ‘Storminum’. Fyrst sýnt á Gallerí Hlemmi, árið
2001, var ‘Stormurinn’ á sama hátt föngun á broti af náttúrulegu umhverfi Magnúsar,
uppfært í það að vera sterk túlkun á stöðu listamannsins í eyðilegu íslensku listaumhverfi
sem hann er jafnframt órjúfanlegur líffræðilegur partur af. Í froststillunni finnum við
hinsvegar fyrir kaldri yfirvegun og virðuleika með listamanninn fastan fyrir í sínum
frumbyggjakrafti og einsemd.

Kjartan Pierre Emilsson er doktor í eðlisfræði og leikjahönnuður hjá CCP.

 
 
 
 
 
Grandagarður 20 - 101 Reykjavík kob@this.is