posterwebluckyme
Darren Mark-Dýrfinna Benita Basalan-Melanie Ubaldo
LUCKY ME
30. 11. 2019 - 12. 01. 2020
 
Velkomin á sýninguna Lucky me? í boði listahópsins Lucky 3.

Listamennirnir þrír eiga það sameiginlegt að vera af filippeyskum uppruna og er þessi sýning tileinkuð nostalgískri túlkun á filippeyskri menningu.
Titill ​​sýningarinnar vísar í hinar vinsælu skyndinúðlur Lucky Me!, núðlur sem finnast á hverju filippeysku heimili.

Þótt frásagnirnar séu sundurleitar, er kjarninn hinn sami. Við viljum varpa ljósi á sundraðan hóp, fólk sem er rótlaust, er í stöðugri endurnýjun og
berst við að bjarga arfleifð sinni í ljósi menningarlegs tjóns.
Þekktir munir úr filippeyskri menningu eru teknir í sundur og endurraðaðir á óreiðukenndan hátt, þannig vaknar tilfinning sem er kunnuleg en á sama tíma vekur hún upp fortíðarþrá og tengsl við fólk sem er jaðarsett á félags- og efnahagslegum vettvangi vegna uppruna síns.
Við vonum að það verði lærdómsríkt fyrir áhorfendur sýningarinnar, sem eru að mestu leyti hvítir, að svipast inn í raunveruleika filippeyskra
innflytjenda á Íslandi.

Þessi viðburður er haldinn fyrst og fremst til þess að fagna veru filippeyskra innflytjenda hér á landi—fólki sem er enn rótlaust og sundrað sem er að
reyna að finna sér stað sem þau geta kallað heimili sitt.
Mabuhay og Salamat.

Lucky 3 er listahópur stofnaður af Darren Mark, Dýrfinnu Benitu Basalan og Melanie Ubaldo; íslenskir listamenn af filippeyskum uppruna.
 
Kling & Bang
Marshallhúsið
Grandagarður 20
101 Reykjavík
Ísland

Opnunartímar
Mið til sun 12 – 18
fim 12 – 21
lokað á mánudögum/þriðjudögum

Aðgangur ókeypis

Kling og Bang í samstarfi við Thyssen-Bornemisza Art Contemporary og Reykjavíkurborg
 
 
 
 
Grandagarğur 20 - 101 Reykjavík kob@this.is