erlingposter
Erling T.V. Klingenberg
ERLING KLINGENBERG
14. 03. 2020 - 28. 06. 2020
 
Sýningin Erling Klingenberg eftir listamanninn Erling T.V. Klingenberg verður opin frá og með laugardeginum 14. mars. Erling tekur yfir bæði sýningarrými Nýlistasafnsins og Kling & Bang í Marshallhúsinu og verður opin á opnunartímum (sjá hér að neðan). Sýningarstjóri er Daníel Björnsson. Sýningin stendur til 26. apríl 2020 og verða viðburðir tengdir sýningunni kynntir síðar.

Sýningin veitir skýra og nýja sýn á tengingar, samhengi og innihald frá 25 ára litríkum ferli listamannsins. Þannig kemur í ljós að verkin eiga mun meira sameiginlegt en kann að virðast í fyrstu. Það er erfitt að vera listamaður í líkama rokkstjörnu, þetta eru nokkurs konar einkennisorð Erlings og gegnumgangandi stef í verkum hans þar sem hann rannsakar hugmyndina um listamanninn með heiðarleika og húmor. Í raun er það vinnuferlið sjálft frekar en lokaútkoman sem skipta höfuðmáli í verkum hans. Gefin verður út vegleg sýningarskrá í tengslum við sýninguna, þar sem Dorothée Kirch skrifar meðal annars í inngangi:

„Ég er ekki hrifin af sjarmerandi karlkyns listamanninum (hver er það þessa dagana?) og öllu því sem honum fylgir. Einhver sem þekkir ekki til gæti haldið að Erling væri einn af þeim. [...] þessum sem virðast greiða yfir ýmislegt með yfirþyrmandi narsissískum persónuleika og áorka hluti með því að vera mjög sjarmerandi og mjög karlkyns og alltof of oft mjög óviðkunnalegir. … Þá er Erling það einfaldlega ekki.“

Erling T.V. Klingenberg útskrifaðist frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1994. Einnig nam hann í tvo vetur við Listaháskólanna í Kiel og Frankfurt við Main í Þýskalandi. Þaðan lá leiðin til Nova Scotia College of Art & Design í Halifax, Kanada og útskrifaðist hann þaðan árið 1997 með meistaragráðu í myndlist. Erling hefur sýnt víða bæði hérlendis og erlendis, t.d. í Austurríki, Búlgaríu, Þýskalandi, Sviss, Tékklandi, Danmörku, Svíþjóð, Hollandi, Írlandi, Póllandi, Bandaríkjunum, Kanada og í Kína. Auk þess að sinna eigin myndlist er Erling einn af stofnendum Kling & Bang gallerís (2003) sem einnig rak listamiðstöðina KlinK & BanK í tvö ár; 2004 og 2005.
Hann hefur ásamt rekstaraðilum Kling & Bang, skipulagt og unnið í nánu samstarfi við hin ýmsu verkefni með öðrum myndlistarmönnum, til dæmis Sheep Plug með Jason Rhoades og Paul McCarthy, kvikmyndin Skipholt með John Bock, Two Hanks með David Askevold, Hugris með Gelitin og Sirkus Bar á Frieze Project (Frieze Art Fair 2008), A Kassen (2012 og 2019 Kling & Bang) o.fl.

Kling & Bang
Marshallhúsið
Grandagarður 20
101 Reykjavík
Ísland

Opnunartímar
Mið til sun 12 – 18

lokað á mánudögum/þriðjudögum

Aðgangur ókeypis

Kling & Bang works in collaboration with Thyssen-Bornemisza Art Contemporary, Vienna and The City of Reykjavík






 
Nýlistasafnið
Opnunartímar
Mið til sun 12 – 18

lokað á mánudögum/þriðjudögum

32 blaðsíðna sýningarskrá fylgir sýningunni þar sem 12 manns rita texta um verk Erlings.

 
rockonvan cat brunnurweb tungurdrink kobhaisalur salur1 tongurock salur1-2 safncopy1 safncopy2 lawrence kiddigumm nylogangur nyloentrance rat etvk doublegaganger lavaskull moneybrain artistshelmet storspol splashportrett jesus videospytur artistsouvenir backvan
 
 
 
Grandagarğur 20 - 101 Reykjavík kob@this.is