fritz-routinedreamposter
Fritz Hendrik
Draumareglan
30. 06. 2018 - 19. 08. 2018
 
Fritz Hendrik er íslenskur myndlistamaður sem býr og starfar í Reykjavík. Í myndlist sinni fjallar hann meðal annars um þá meðvituðu og ómeðvituðu sviðsetningu sem einkennir lífið, listir og menningu. Fritz fæst einnig við samband hefðar, skynjunar og þekkingar í verkum sínum. Hvað vitum við, hvernig vitum við, og hvað er það sem við erum að horfa á?
Í verkum sínum hefur hann fengist við þessi viðfangsefni með ólíkum hætti, t.a.m. í samstarfi við hina skálduðu persónu Fræðimanninn sem er sérfræðingur í að skoða heiminn í gegnum það sem hann kallar „Gráu slæðuna“, sem sýnir lífið á gráan og ljóðrænan hátt.
Draumareglan (e. Routine Dream) er sýning unnin undir áhrifum hugmynda Fræðimansins um mikilvægi stöðugrar svefnrútínu. Verk Fritz samanstanda af innsetningum, málverkum, skúlptúrum, ljósmyndum og vídeó.
 
Kling & Bang
Marshallhúsið
Grandagarður 20
101 Reykjavík
Ísland

Opnunartímar
Mið til sun 12 – 18
fim 12 – 21
lokað á mánudögum/þriðjudögum

Aðgangur ókeypis

Kling & Bang works in collaboration with Thyssen-Bornemisza Art Contemporary, Vienna and The City of Reykjavík
 
profesional5
Arnar Ásgeirsson / Bergur Ebbi / Dagrún Aðalsteinsdóttir / Hrafnhildur Helgadóttir / Sæmundur Þór Helgason/ Félag Borgara
Prófessjónal Amatör
30. 06. 2018 - 19. 08. 2018
 
“Hvenær verður amatörinn að fagmanni?”

“Hvaða eiginleikar og aðstæður skapa fagmann?”

Þegar kemur að menningu og myndlist, hvað er það sem sker úr um það hver telst fagmaður?
Myndlist og menning rúma marga ólíka ferla og nálganir við að skapa list, en ímynd um atvinnulistamann er af einstaklingi sem tekst að búa til menningarlegt og efnahagslegt gildi, þar sem verkin fá viðurkenningu frá stofnunum samfélagsins. Í þessu samhengi er amatörinn einstaklingur sem er drifinn áfram af ástríðu og einlægum áhuga en tekst ekki að skapa menningarlegt eða efnahagslegt gildi innan samfélagsins. Línan á milli þess að vera fagmaður eða amatör er ekki skýr né varanleg og getur tekið óteljandi breytingum. En einstaklingurinn sem gerir tilraun til þess að skapa list þarf ávallt að mæta þessum andstæðum þar sem tíðarandinn ræður hvað fær vægi og hvað verður að menningarlegum úrgangi.

Helsta viðurkenningin fyrir verk listamanna er að verða hluti af arkífi safna og annarra menningarstofnana. Slík viðurkenning býr til efnahagslegt gildi eins og Boris Groys bendir á í bókinni On the New, þar sem slík staða er talin örugg fjárfesting.
Amatörin sem skapar afurð sem hlýtur ekki slíka viðurkenningu og gildi getur litið á þá stöðu sem mótspyrnu gegn efnahagslegum öflum, en slík staðsetning er í hæsta máta óáreiðanleg og ófyrirsjáanleg. Úrgangur gærdagsins getur auðveldlega orðið af fjársjóði morgundagsins; þar sem rusl dagsins í dag getur fengið sinn stað í sameiginlegu menningarlegu arkífi framtíðarinnar.

Opnun laugardaginn 30. Júní klukkan 5 í Kling og Bang Gallerí í Marshall húsinu. Hrafnhildur Helgadóttir mun standa fyrir gjörningi á opnuninni.
 
Kling & Bang
Marshallhúsið
Grandagarður 20
101 Reykjavík
Ísland

Opnunartímar
Mið til sun 12 – 18
fim 12 – 21
lokað á mánudögum/þriðjudögum

Aðgangur ókeypis

Kling & Bang works in collaboration with Thyssen-Bornemisza Art Contemporary, Vienna and The City of Reykjavík

Sýningarstjóri
Dagrún Aðalsteinsdóttir
 
cornelia_2
Cornelia Sollfrank
À la recherche de l’information perdue
07. 07. 2018 - 07. 07. 2018
 
a recherche de l’information perdue - Some technofeminist reflections on Wikileaks.

Gjörninga-fyrirlestur Cornelia Solfrank hefst klukkan 16.30. Ath. Aðeins þetta eina skipti.

Á gjörningafyrirlestri Corneliu Sollfrank gerir hún (net)feminískar athugasemdir við tengsl tækni, kynja og stjórnmál upplýsinga.

Með textasmíðum sínum tekur hún áhorfendur í ævintýraferð um raunveruleika núlla og einna, gagna og hreinna upplýsinga, dulkóða, merkinga og talna. Hinumegin við raunveruleikann hittum við fyrir mögulegar hetjur, leka og verkfræðinga flótta sem stjórna leyndum löngunum okkar. Nauðgun getur átt sér stað á mismunandi hátt. Í ástandi fullkomins gagnsæis: hvað eigum við að borða, þegar samfélagið nærist á þeim kúguðu? Að þekkja sjálfan sig þýðir að vita hvað maður er að leita að.

Corneila Sollfrank (phD) er listamaður, rannsakandi og fyrirlesari sem býr og starfar í Berlín. Í verkum hennar sem snerta á stafrænum miðlum og vef-menningu má sjá endurtekna þemu sem skoða nýjar útfærslur á (pólistískum) samtökum, höfundarétt, kyn og net-feminisma. Hún er einn stofenda Women-and-Technology, -Innen and Old Boys Network og stundar nú rannsóknir sínar í Zürich University of the Arts. Nánari upplýsingar á artwarez.org

 
 
cornelia_1
 
 
 
Grandagarđur 20 - 101 Reykjavík kob@this.is