Beyond Borders Smákverasafn
Myndaljóðabækur Birgittu Jónsdóttur eru einstök listaverk. Birgitta hefur tekið sér tvö ár að þróa þessi smákver, þar sem hvert orð, hver lína, letur, litur, bilið á milli orða og mynda er úthugsað til að hæfa hverju þema sem best. Þetta er safn ljóða og myndverka sem spanna tímabilið 1990 til 2000. Kverin eru 10 samtals, og aðeins gefnar út í 44 eintökum hver. Engin bók er nákvæmlega eins, þær hafa mismunandi pappír og áferð. Bækurnar eru ríkulega myndskreyttar og ekkert sparað í pappír, sumar eru prentaðar á gull og silfur, aðrar á endurunninn pappír, kápan er prentuð á glæru eða mjúkan þykkan pappír. Þá eru þær allar handsaumaðar í kjölinn. Kverin eru númeruð. Hægt er að skoða bækurnar í heild sinni í pdf formatti. Hver bók kostar aðeins 2000 krónur en ef áhugi er að kaupa nokkrar bækur saman þá vinsamlegast hafið beint samband og leitið tilboðs. Bækur þessar munu ekki fást í bókaverslunum.

Smelltu á titil hverrar bókar til að fá frekari upplýsingar um Birgittu og sjá verk úr bókunum.

#1: Ástin

Inniheldur meðal annars ljóðin; Tungumál steinanna, Sólin í brosi þínu og Fórnin. Ástarljóðabók fyrir þá sem kunna að meta fiðrildi í maga og vímu þess hrifnæma ástþrungna lífs.

Smelltu hér til að sjá bókina í heild sinni í pdf

#2: Dauðinn

Inniheldur meðal annars ljóðin; Dagur beinanna, Uppgjörið, Helheimur og Til upphafsins. Dauðaljóðabókin fjallar um dauða, sjálfsmorð, sorg og leiðina til baka til lífsins.

Smelltu hér til að sjá bókina í heild sinni í pdf

#3: Ég

Inniheldur meðal annars ljóðin; Stillimynd, Konan með stálbakið og Ljóð fíflsins. Í égljóðabók eru einlæg ljóð naflaskoðarans þar sem skáldið skoðar sína innri og ytri sjálfsmynd með vægðarlausri sjálfsrýni.

Smelltu hér til að sjá bókina í heild sinni í pdf

#4: Ótti

Inniheldur meðal annars ljóðin; Fíkn í falskan veruleika, Vaxveggir og Skjaldbökuhúsið. Óttaljóðabókin átti upphaflega að heita, sjálfsvorkunarbókin, eða eymd. Skáldið var ekki viss um hvort að svona sjálfpíslarljóð ættu erindi við nokkurn mann, en komst svo að þeirri niðurstöðu að við veltum okkur öll upp úr þessum hugsunum og tilfinningum og á því jafn mikið erindi. En þessa bók ber að taka sem eins konar paródíu á þennan stað í tilverunni, enda skáldið komist að þeirri niðurstöðu að eymd sé valkostur, þó að vissulega sé gott að velta sér upp úr henni í fullkominni meðvitund.

Smelltu hér til að sjá bókina í heild sinni í pdf

#5: Guð

Inniheldur meðal annars ljóðin; Alheimsauga og Ákall til frumafla. Í guðljóðabók má finna ljóð sem tengjast hugmyndinni um æðri mátt sem sumir kalla Guð. Þetta eru ekki trúarleg ljóð í trúarbragðafræðilegum skilningi, né efnishyggjuljóð, frekar ljóð þess sem leitandi er að spurningum við öllum þessum svörum.

Smelltu hér til að sjá bókina í heild sinni í pdf

#6: Ævintýraljóð

Inniheldur meðal annars ljóðin; Kameljónið, Leðurblökukonan og Ævintýraljóðið. Í Ævintýraljóðaljóðabók eru ævintýri hverdagsleikans og hinna huldu heima alls ráðandi

Smelltu hér til að sjá bókina í heild sinni í pdf

#7: Ísland

Inniheldur meðal annars ljóðin; Fjallkonan, Jarðtengsl og Haust. Íslandsljóðabók er eins konar nútímaleg ættjarðarljóð. Rómantísk ástarljóðabók til Íslands.

Smelltu hér til að sjá bókina í heild sinni í pdf

#8: Goð & Gyðjur

Inniheldur meðal annars ljóðin; Mynd af Frigg, Heimdallur og dómdagskallið og Saga. Í GoðGyðjuljóðabók má finna ljóð sem að mestu tengjast okkar Norrænu goðafræði.

Smelltu hér til að sjá bókina í heild sinni í pdf

#9: Reykjavík

Í Reykjavík má finna; Kræklótt tré, Flókamyndir og Hótel Borg. Reykjavíkurljóðabók er óður til borgar sem er engri annarri lík, full af árstíðavillum og skringilegri birtu, furðufólki og dularfullum svörtum köttum.

Smelltu hér til að sjá bókina í heild sinni í pdf

#10: Heimurinn

Inniheldur meðal annars ljóðin; Beinakerlingin, Marglitar sprengjur og Niðurtalning til stríðs. Í heimsljóðabók eru ef til vill pólitískustu ljóðin í þessari seríu þar sem höfundurinn lætur óbeit sína á stríðsrekstri öllum glatt skína en ekki langt þar handan við má finna ákveðna trú á mannkyninu.

Smelltu hér til að sjá bókina í heild sinni í pdf

 

Beyond Borders Útgáfa : e-mail: poems@this.is : sími: 692 8884