#5: Guð

Inniheldur meðal annars ljóðin; Alheimsauga og Ákall til frumafla. Í guðljóðabók má finna ljóð sem tengjast hugmyndinni um æðri mátt sem sumir kalla Guð. Þetta eru ekki trúarleg ljóð í trúarbragðafræðilegum skilningi, né efnishyggjuljóð, frekar ljóð þess sem leitandi er að spurningum við öllum þessum svörum.

Smelltu hér til að sjá bókina í heild sinni í pdf

Æviágrip

Birgitta hefur búið víðsvegar um heiminn og verið virkur þátttakandi í bókmennta, lista, tónlistar og netheimum bæði hérlendis og erlendis.

Listaverk hennar má finna í opinberri eigu og meðal safnara hérlendis og í Bandaríkjunum.Ljóð Birgittu hafa verið þýdd á tólf tungumál.Verk eftir hana má finna í safnbókum, dagblöðum, tímaritum, sjónvarpi og útvarpi í Bandaríkjunum, Englandi, Japan, Kólumbíu, Marokkó, Þýskalandi, Nígeríu, Kanada, Nýja Sjálandi, Ítalíu og víðar.Hún er frumkvöðull í að koma bókmenntum og listum á Internetið og stóð fyrir fyrstu beinu myndbandsútsendingunni á netið frá Íslandi árið 1996.

Birgitta hefur starfað sem ritstjóri, greinahöfundur, ljóðskáld, listamaður, blaðamaður, rithöfundur, veflistamaður, söngkona, móðir, frumkvöðull, sögukona, útgefandi og nú síðast teiknimyndafígúran Joy B.

 

Womb of Creation
Gárungur
The Amazing Adventures of Joy B

 

Beyond Borders Útgáfa : e-mail: poems@this.is : sími: 692 8884