FRÉTTIR

25. mars 2004

Ísfirðingar vilja heiðra Snorra!

Enn ein skrautfjöðurinn í hnappagat Snorra Ásmundssonar.
Ísfirðingar hafa sóst eftir því gera Snorra að heiðursborgara í bæjarfélaginu.
“Ég er hrærður! Þetta sýnir mér að höfuðvígi Herra Ólafs Ragnars er fallið og nú fara línur bráðum að skýrast” sagði Snorri við stuðningsmenn sýna á fundi í Smáralindinni í gær. Merkilegast þó við þetta allt saman að Snorri hefur aðeins einu sinni komið til Ísafjarðar og það var þegar hann var háseti á varðskipinu Tý fyrir tæpum tuttugu árum síðan og varðskipið hafði viðdvöl á Ísafirði í nokkra stund.
“Ég man að heillaðist af fegurð fjarðarins og ákvað að þangað myndi ég koma aftur. En Ísfirðingar hafa heldur betur komið mér í opna skjöldu með því að heiðra mig á þennan hátt. Ég er þeim mjög þakklátur og þetta er sú hvatning sem ég þurfti.!
Þetta sannar svo um muni að Ísfirðingar eru sómasamlegt fólk sem kallar ekki allt ömmu sína.”

 

© Snorri Asmundsson
Kosningasjóður. Reikningsnr.: 303-26-77777 Kt: 131166-4199