TOPP 5! 20. vika: Chic - Good times / 1990s - You made me like it / Jón Ólafsson - Merkilegt / The Human League - Seconds / Loved Ones - The Loved One    ELDRI LISTAR
17.05.07
Ég vil þakka Hamstrinum, klikkuðu paprikunni, Valkyrjunni og öllum hinum fyrir gömlu góðu árin tólf. Þakka ykkur kærlega fyrir að taka mark á vísbendingunni. Bráðum verður megakúl að fíla Framsókn. Eða ekki.
---
Samkvæmt könnun hjá Ómari sem hefur kært Gauk vilja fæstir bjóða Guðjóni A í mat. Hvað er það? Heldur fólk að hann éti það út á gaddinn? Aumingja Guðjón. Enginn vill fá hann í mat og enginn vill fá hann í Ríkisstjórn. Steingrímur Joð alveg á flippinu núna því það er útlit fyrir að hann komist ekki að hinum geypivinsælu "kjötkötlum" (er myndlíkingin "kjötkatlar" ekki mesta klisja sem til er?). En er það ekki bara ágætis niðurstaða og lýðræðisleg að S og D stjórni skerinu saman? Lufsunni finnst það reyndar fúlt af því hún þolir ekki S-lið en Sigurjón Kjartansson fær líklega 1500 kall í veðmálspening frá Rokkunum. Ég fæ allavega engan 1500 kall með mitt úrelta DogB.
---
Sú staðreynd sló mig í dag að árið 1981 er líklega besta árið í íslenskri tónlistarsögu. Þá var nýbylgjan fersk og möguleikarnir gríðarlegir og allt í gangi. Þarna komu út margar af bestu plötum Íslands, Tilf og Ekki enn með Purrknum, Iður til fóta og Mjötviður mær með Þey, Bjór með Fræbbblunum og spólurnar með Fan Houtens kókó (bráðum væntanlegar á disk, held ég). Og Fugladansinn með Ómari náttúrlega. Þetta er borðleggjandi.

16.05.07
Á mánudaginn gekk ég upp á Hafnarfjall sem er ágætis fjall og víst til sölu. Ekki veit ég til hvers maður ætti að kaupa það svo sem. Ferlega bratt allt og hrikalegt. Sé ekki alveg blokkir þarna í hlíðinni og 10-11 búð. Ég sá líklega tvo erni taka á loft þar sem ég gekk upp. Held þetta hafi verið ernir, en annars er maður alveg út á þekju í fuglategundum. Þetta voru allavega hvorki smyrlar né dúfur. Við Biggi fórum upp á tvo tinda, þann vestasta og svo Gildalshnúk, sem er hæstur. Drulluhressandi alltaf að vera úti í náttúrunni, jafnvel þó maður sé ekki beint afskekkt og sá bílana fyrir neðan. Borgarfjörðurinn eins og hitabeltislón ásýndum þó maður vissi betur. Meira svona í sumar!
---
Ætli maður geti ekki gert margt vitlausara en að lesa Moby Dick í sumar? Herman Melville tók málstað eyjaskeggja gegn hvíta manninum og sá fljótlega á ferðum sínum að eyjaskeggjar ættu frekar að ferðast um hinn vestræna heim og kynna sín gildi heldur en trúboðaruslið sem fór eins og eldur um sinu kyrrahafseyja með sín úrkynjuðu biblíuviðmið. Svo hvað þó menn fengju sér smá mannakjöt við rétt tækifæri?
---
Nú heldur stuðbloggið Bobby Breiðholt upp á afmælið sitt og ég hef gefið þeim Spesíal ammælisgjöf. Jæja, best að drullast til að "vinna" eitthvað.

13.05.07
Lýðræðið hefur talað. Lýðræðið bullar bara. Kannski vinn ég bara 1500 kr í veðmálinu eftir allt saman, enda spáði ég D og B áfram. Leiðinlegt að Ómar fái ekki að vera með í svona umræðuþáttum áfram, veifandi Sigmundmyndum og syngjandi gömul dægurlög. Áfram Ómar! segi ég enn og aftur.
---
Annars fannst mér merkilegast á kosninganóttinni að heyra að Sigríður Klingenberg er ekki með leg lengur.

12.05.07
Safnplatan Gefðu skít í skoðanakannanir og kjóstu Ómar, aka Topp 5imm, er komin út:


Chic - Good times: Sumar! Sól! Bassi! Diskó beibí! 1979! Hristu á þér rassinn og kjóstu Ómar!


1990s - You made me like it: Lúðalingar frá Glasgow (sjá mynd) sem einu sinni voru í því hálf vonlausa bandi Yummy Fur. Nú nýkomnir með plötuna Cookies, sem er stuðhlunkur. Ómar er líka í stuði.


Jón Ólafsson - Merkilegt: Ikearöddin er komin með plötu nr. 2, Hagamelur. Hér er sungið beint frá hjartanu í síðbítlísku spilverksgrúvi. Ofsa huggulegt. Ómar er líka huggulegur.


The Human League - Seconds: Á metsöluplötunni Dare má finna þetta þyngslalega núveif. Nýbylgjulegt þunglyndi er besta þunglyndið en Ómar er ekki þunglyndur (nema á myndinni sem á að sýna að hann sé alvarlegur stjórnmálamaður.) Áfram Ómar!


Loved Ones - The Loved One: Ein helsta sixtíssveitin í Ástralíu. Í þessu einkennislagi kallast á furðubít í erindum og hálf sillí viðlög. Inxs gerðu vinsæla ábreiðu 1981, 15 árum síðar. Ómar hefur líka gert ábreiður. 
---
Ég og Dagbjartur komumst aldeilis í feitt á Listahátíð í gær og sáum fullt af stútuðum bílum og Risessuna. Svona eiga listahátíðir að vera! Listin til fólksins. Í dag væri upplagt að sjá útskriftarnemendur í kartöflugeymslunni. Þar eru líka ónýtir bílar, skilst mér á fréttamyndum.
---
Svo kýs maður Ómar. Alveg eins gott að styrkja meistarann sem er búinn að leggja allt í sölurnar. Það kýs einhver hitt liðið hvort eð er. Svo er bara að vona að stjórnin falli og grænmetið taki við.
---
Þeir hjá SS virðast annars hafa fundið lausn á biðlistunum.

11.05.07
Það kom upp sú hugmynd að sleppa því að horfa á Eurovision á laugardag og taka frekar Borat á leigunni. Mjög svipað, bara miklu fyndnara. Áfram Ómar!
---

Mér var send mynd af stóriðjuhamstrinum. Hið rétta andlit. Áfram Ómar!
---
Ég kíkti í 4 ára gömul blöð upp á safni. Ætlaði kannski að skrifa eitthvað upp úr því á baksíðunni. Nennti ekki að fletta mikið en það var áberandi að báðir aðaldúddarnir, Halldór og Davíð, töluðu rosamikið um að stöðugleikinn yrði að haldast. Og hvað? Hélst stöðugleikinn? Áfram Ómar!

10.05.07

Sid Vicious væri fimmtugur í dag ef hann hefði ekki drepið sig á heróíni þegar hann var 21. árs. Hvað væri hann að gera í tilefni dagsins? Kannski að grilla með Nancy ef hún væri ekki líka dauð. Sid var brenndur og tvær kenningar eru uppi um hvar askan endaði. Önnur kenningin er að mamma hans hafi misst krukkuna á Heathrow og duftið farið í loftræstinguna, hin kenningin er að mamman hafi dreift öskunni yfir leiði Nancy, sem Sid drap á Chelsea hótelinu. Kallgreyið var nú enginn súperbassaleikari og frekar þunnur gaur einhvern veginn svona út á við, en John Lydon segir að heróínið og Malcolm McLaren hafi spillt honum og grét örlög hans bólstaflega í The Filty and the Fury.
---
Allir halda að ég sé einhver eurovisionfræðingur og hafa spurt undanfarna daga hvernig Eika muni ganga. 50/50 segi ég og þykist vita eitthvað. Ágætis ástæða til að hitta vini sína og éta pizzu en ekki eitt lag í þessari keppni sem kemst nálægt því að vera ágætt. Ég er samt auðvitað ekki nándar nærri eins neikvæður og Elvis 2 sem segir á heimasíðu sinni: Tónlist gerir mig ekki oft reiðann lengur en ég held grínlaust að ég myndi fagna því ef hryðjuverkamenn flygju flugvél fullri af nítróglýseríni á tónleikahöllina í Finnlandi og eyddu hverjum einasta keppanda og áhorfanda þarna, fólk sem býr til svona tónlist og er tilbúið að borga fyrir að horfa á þetta á ekki skilið að fá að draga andann, fokkíng rusl. Nei, uss, hvaða hvaða?!
---
Svarti listinn til upprifjunar tveimur dögum fyrir kosningar. Ég nennti ekki að uppfæra þetta en það mætti auðveldlega tína til stöff eins og flýtimeðferð Jónínu Bjartmarz, Árni Johnsen aftur á þing, grámygla Jóns Sigurðssonar og bara þú veist, fullt af leiðindum. ÓMAR á þing!

08.05.07
Veistu ekkert hvað þú átt að kaupa kjósa. Þá er nú gott að til sé þetta próf. Skv því er alveg öruggt hvar ég á helst að merkja við:

Stuðningur við Sjálfstæðisflokk: 12.5%
Stuðningur við Framsóknarflokk: 20%
Stuðningur við Samfylkinguna: 25%
Stuðningur við Vinstri-Græna: 25%
Stuðningur við Frjálslynda flokkinn: 40%
Stuðningur við Íslandshreyfinguna: 50%
---
Töskubrúnn eldri herramaður í heita pottinum: Ég er enginn rasisti en þessir helvítis sígaunar eru nú alveg botninn. Stelsjúkir letingjar, drasl og viðbjóður – úr landi með þetta allt! Ég gat auðvitað ekkert sagt enda hef ég aldrei umgengist sígauna. Samkvæmt bókinni Vandræði Valíu er þeir þó ekki svo slæmir.
---
Tvær sýningar eru nú eftir af Abbababbi til sumars, en svo hefjast sýningar á ný í haust.
---
Samkeppnin er kannski ekkert sjúklega hörð en þetta er líklega besta kosningaauglýsingin í ár. Dr. Lýður með gott flipp fyrir Frjálslynda.
---
Nú ríkir inniveður úti en útiveður inni, þ.e. gluggaveðrið svokallaða með moldroki, skítakulda og glampandi sól. Maður þarf að fá sér þykkari gluggatjöld.
---
Ég er annars að hugsa um að gefa skít í hvað skoðanakannanir segja og kjósa Ómar. Hann er allavega sá eini sem segir það sem hann meinar og er ekki fullur af skít eins og þetta lið allt.

05.05.07
Safnplatan Kinnfiskasogið dúndur er komin út, betur þekkt sem Topp 5imm:


Seabear - Libraries: Af glænýrri longpleiplötu The ghost that carried us away. Krúttað kántrípopp úr Vesturbænum sem er að gera sig. Bjartur gefur úr á Ísl, en berlínska Morr seinna í heim. Flott plata. Heyri ég Go-betweens í þessu lagi eða er það tilviljun?


Simian - Sick: Ensk hljómsveit á mixmag-safndiski með Soulwax. Heita víst Simian mobile disco núna. Upptalning á því hverju söngvarinn er leiður á. Alltaf gaman af svona jafntumlykjandi neikvæðni. Gæti verið lag um íslensku kosningabaráttuna.


Queens of the stone age - Sick sick sick: Meiri sjúkheit, nú glænýr singöll frá Kvíns. Þetta tekur í og lofar ekki upp í ermina á sér. Platan Era Vulgaris von bráðar.


Chemical brothers - Do it Again (Extended Mix): Stórhveli rekur á land. Efnabræður, Kristín Ómarsdóttir og vinur hans, með plötu handan við hornið (We are the night) og greinilega allir í góðu stuði ennþá.


Bow wow wow - Go wild in the country: Þegar Sid Vicious gaf upp öndina sá Malcolm Mclaren fram á að hann þyrfti ný hross í meikbúgarðinn. Hann var upptekinn af klámi hafandi verið að skrifa klámmyndahandrit og með kynlíf á heilanum. Söngkonan Annabella var 14 ára og fannst í þvottahúsi syngjandi Stevie Wonderlag og hinir í bandinu voru gamlir sauðir úr Ants, bakuppbandi Adam Ants sem McLaren hafði rekið út á gaddinn. Malcolm setti nú bandinu fyrir, þeir ættu að mellast sem mest þeir mættu í Soho til í komast í gírinn og trommarinn var gerður út til að afmeyja Önnubellu. Það tókst víst ekki. Samt sem áður tókst Malkolmi að hræra upp nokkra umfjöllun með vafasömum tengingum við ungu Önnubellu, til dæmis með því að hafa hana bera á plötuumslagi plötunnar See Jungle! See Jungle! Go Join Your Gang, Yeah. City All Over! Go Ape Crazy (1981) sem þetta lag er af. Boy George, þá þekktur sem Lieutenant Lush, átti um tíma að vera meðsöngvari Önnu í bandinu, en það gekk ekki. Þrátt fyrir djarfar heimsfrægðaráætlanir Malcolms gekk meikið aldrei almennilega upp. Nýrómantískt afríkubítið hitti aldrei almennilega nema í lokin þegar afríkubítskóver af tyggjólummunni I want candy tók flug. Á sama tíma sló hinn brottrekni Adam Ant í gegn með hverjum smellinum af öðrum og hló best sem síðast hló.

04.05.07
Hef verið að hlusta á Voltuna í morgun á NME síðu hér (innskráning nauðsynleg). Nokkru áheyrilegra en lengi áður hjá Björgu, eins og Stefán G kallaði hana einu sinni. Declare Independence er þrumupönk.
---
Nýji hressi framsóknarmaðurinn af Suðurlandi talar um að Kastljós sökkvi dýpra og dýpra í kviksyndið með því að fjalla um Jónínu Bjartmarzzz og landvistarleyfið. Djöfulsins kjaftæði. Það sér hver sæmilega óþroskaheftur maður að þetta er skandall og greinilegt dæmi um samtryggingarslefið. Ég myndi nú frekar segja að Framsóknarflokkurinn sökkvi dýpra og dýpra með því að reyna endalaust að benda eitthvað út í loftið fram hjá því augljósa. Þvert á móti er gott af Kastljósi að halda þessu máli til streitu. Mér er eiginlega alveg sama um það hvernig þessar kosningar fara ef Framsókn verður slitin frá kjötkötlunum. Hvers vegna á 10% afdankaður draslflokkur endalaust að ráða helmingnum? Þetta er geðveiki og ekki lýðræði fyrir fimmaura. Og vinstridótið sem endalaust slefar í 45% fær aldrei að slefa ofan í kjötkatlana. O jæja. Þeir fá djúsí eftirlaun.
---
Kannski verður það illskársta ofan á hjá manns lítilfjörlega atkvæði enn einu sinni þrátt fyrir það sem ég var að þusa hér. Og það illskársta er helvítis kommadraslið VG með öllum sínum húmorslausu femínisitum og klikkliði. Æi djöfulli veit ég það ekki. Ef Samfylkingin væri ekki svona smeðjulega tækifærissinnuð, sjarmalaus, foringjasnauð og full af Morfíslegu gjammi væri þetta einfaldara val. Ómar kannski ef skoðanakannanir sýndu manni ekki að maður væri að henda atkvæðinu með því að kjósa hann. Ómar er náttúrlega mikill meistari en vill maður sjá hann á þingi? Vill maður nokkrum svo illt?

02.05.07
Í ræktinni: Djöfull er alltaf óeðlilegt að sjá rígfullorðna karlmenn með ekkert hár í klofinu.
---
Aumingja fyrsti maí. Fyrst koma einhverjir flipparar frá Nóa síríus til að auglýsa Tópaz í göngunni og svo er fyrsta frétt að Bjarni "rokk" Ármannsson fái bla bla milljónir í blesskaup. Dobbel anal penetreisjón heitir þetta á fagmáli.
---
Sjálfur fór ég austur fyrir fjall í sundlaugina á Selfossi sem mætti nú alveg taka aðeins í gegn. Sturturnar á síðasta snúningi og lítið vatnsrennsli þar. Rauða húsið á Eyrarbakka var alveg í góðu formi þó og sjávarréttasúpa á 1990 kall rann niður með ábót. 
---
Egill Harðar er með haug djúss á síðunni sinni, þar á meðal glænýjan Jakobínurínu síngul, tékkitt.
---
Munið: Það er miðvikudagur í dag, ekki mánudagur.

28.04.07

Stephen Hawking varð nýlega fyrstur fatlaðra til að svífa í þyngdarleysi. Hann fór kollhnís og fannst þetta vitanlega æði. Fyrirtækið Zero G sér um flugið og eru nýlega byrjaðir að gera út frá Las Vegas. Ein ferð er á 3750 dali sem er smáaur ef dollarinn heldur áfram að lækka svona. 250.000 kall fyrir að svífa í nokkrar mínútur, hmm? Kannski verður þetta staðalbúnaður í tívolíum eftir nokkur ár. En nú...
---
...Topp 5imm!

Wild man Fischer - Merry-go-round: Horfði loksins á myndina Derailroaded um þennan geðsjúka útlaga. Hann flæktist um eftir hælisvist og söng lög á götum Los Angeles. Þar komst Frank Zappa á snoðir um hann og tók upp á arma sína. Frank hjálpaði honum að gera tvöfalda plötu, An Evening With Wild Man Fischer. Þetta er einmitt fyrsta lagið í þeim pakka og einskonar einkennislag meistarans. Heldur fór geðveikin að hrjá hann þegar á leið og Zappa hætti öllum afskiptum af honum þegar Wild man hafði næstum hent flösku í Moon unit, sem þá var smábarn. Wild man gerði þó fleiri plötur í kringum 1980 með aðstoð gríndúósins Barnes & Barnes. Í myndinni er hann orðinn ansi tjónaður af geðveikinni og ruglinu. Nokkuð góð mynd og Wild man Fischer er óefað einskonar ,,guðfaðir outsider tónlistarinnar". 


Family Fodder - Debbie Harry: Enskt kommúnupostpunk frá 1980 sem ég var að lesa um í bókinni góðu. Fór alveg á mis við dæmið til forna en náði mér í ferilsplötuna Savoir faire sem lumar á þrælgóðum bitum. Lesa má meira um bandið hér.


Art Brut - Pump up the volume: Fyrsta plata þessara Breta (Bang Bang Rock and Roll frá 2005) var eitt af því betra sem maður hefur heyrt sl. ár, gormandi gott mix af The Fall og Pulp, eða eitthvað. Í júní er von á plötu nr. 2, It's a bit complicated, og fyrir undramátt internetsins hefur mér tekist að heyra nokkur lög. Ekki á ég von á gegnheilli snilld eins og síðast (nema það hafi bara verið nýjabrumið þá?), en þetta er alveg fínt, til dæmis þetta opnunarlag plötunnar. 


Arctic Monkeys - Brainstorm: Skildi nú aldrei almennilega hæpið í kringum þetta band, ég meina ágætis stöff en óþarfa hæp engu að síður. Nú er að koma ný plata sem þetta er fyrsta lagið á. Ágætis bretarokk eins og áður.


Black Francis - Threshold Apprehension: Eða Frank Black eins og hann kallar sig líka. Hef ekkert svo mikinn áhuga á þessu lengur (eftir alltof mikið Pixies flipp fyrr á árum) en því verður ekki neitað að náunginn kann alveg að berja saman ágætis rokki. Hér er lag af nýrri sólóplötu sem heitir Bluefinger og á að koma út seinna á árinu. Það besta sem ég hef heyrt frá honum lengi og meiri Pixísstæll á þessu en vanalega.
---
Enn hefur engin menningarafurð fengið 4 stjörnur það sem af er ári. Bind engu að síður vonir við Inland Empire sem Græna ljósið sýnir nú.

26.04.07
Áður en Framsókn fann upp á djúpvitra slagorðinu sínu Árangur áfram - Ekkert stopp! voru hugmyndafræðingar flokksins búnir að prófa nokkur önnur slagorð. Til dæmis Meiri pening - OK!, Áfram í stuði - ekkert kommarugl!, Stoppum komma - virkja meira!, Ekkert vesen - Risahamsturinn rúlar!, Ókeypis brjóstastækkun til 18 ára aldurs - ekkert rugl! og Árangur í vasann - Allir fá hálfa milljón sem kjósa okkur! Hr. Rokk og Rokkarnir eru annars með kosningaveðmál í gangi, 2000 kall í pottinum. Ég segi D og B, Biggi segir V,S og F, Elvar segir D og V og Sigurjón segir D og S. Ég vinn.
---
Í fréttum: Fundist hefur pláneta í 20.5 ljósára fjarlægð sem er hugsanlega svipuð og jörðin. Hún er þó of langt í burtu til að hægt sé að taka af henni mynd. Hún er kölluð 581c. Prestar með hinn guðdómlega Prófessor Vandráð í farabroddi drulluðu enn einu sinni yfir þá samkynhneigða sem langar til að gifta sig í kirkju. Ætli Jesús, sem danglaðist árum saman í iðjuleysi með eintómum körlum í mussum, væri hress með þetta? Maður skar undan sér á veitingahúsi í London. Framsókn geldur afhroð.

25.04.07
Tók viðtal við Karl Ágúst Úlfsson fyrir Fbl. Hann var í nákvæmlega eins peysu og ég keypti mér í New York á dögunum og hann hafði keypt hana í nákvæmlegu sömu búð og ég, Urban Outfitters á 14. stræti. Tilviljun eða guðleg forsjá? Peysan er svona:

og er frá Ben Sherman. Svaka hipp og kúl, eins og við Karl Ágúst. 

23.04.07
Gekk að Helgufossi með Bigga. 2.5 km leið framhjá Gljúfrasteini. Fórum niður með sundlaug Laxness. Hún var volg. Freistandi að skella sér úr og oní. Enginn sjáanlegur. Lögreglan þurfti að hafa afskipti af tveim nöktum karlmönnum á fimmtugsaldri þar sem þeir sátu í sundlauginni að Gljúfrasteini í gær. En nei. Þetta er svæðið sem karlinn gekk um. Upp köldukvísl. Þetta var náttúrlega sældarlíf hjá karlinum. Eins og ættbálkarhöfðingi í Afríku. Kagginn í hlaðinu, sundlaugin og Grímannsfell út í garði og Auður í eldhúsinu. Þetta er víst hægt þegar maður fær nóbel. En Helgufoss er nokkuð kúl. 8 metrar. Óð berfættur. Mjög lífsmarkandi. Á heimleið Árbæjarlaug enn á ný og síðan ostabúðin Birtuhálsi. Konurnar ólmar að gefa manni ost að smakka. Keypti hollenskan Prima donna sem er svaka fínn.
---
Hér er Borat að spila með Belindu hjá Conan. Klassík.
---
Rokk í Rvk var víst 25 ára um daginn. Jón Ólafs var með fínan þátt að því tilefni (sjá hér) og ekki síðri var umfjöllun Freys Eyjólfssonar í Geymt en ekki gleymt þar sem meistari Steinn Skaptason fór á miklum kostum. Tilhlýðilegt hér. Þáttur Freys fer í sumarfrí í júní og í staðinn kemur Skemmtiþáttur Dr. Gunna þar sem einyrkjar munu m.a. keppa í popppunkti. Mun meira síðar.
---
Hitti Gísla galdur í heita pottinum (í Árbæ). Hann sagði mér að Trabant væru að taka upp nýtt efni núna í Rvk með Filthy Dukes gaurum á tökkunum. Hinir ógeðselgu hertogar gerðu sem kunnugt er mixið vinsæla af The one svo þetta stefnir í sveitta fitu.

21.04.07
Og nú hástökkvarar vikunnar á Topp fimm:


Ólöf Arnalds - Englar og dárar: Unga konan með gömlu röddina er að vinna svona þvílíkt á. Var frekar frosinn fyrir þessu í byrjun en finnst þetta frábært stöff í dag. Tékkið á Við og við.


GB3 - Actress on a mattress: Ástralinn Glenn Bennie er GB3 og hann er líka í Underground lovers, sem ég hef aldrei heyrt í en á að vera eitthvað stórhveli ástralskt. Önnur plata GB3 er Emptiness Is Our Business og kom út í fyrra. Platan inniheldur þetta lag sem er samið af Grant McLennan úr Go-Betweens, sem lést öllum að óvörum í fyrra. Þetta hafði Glenn um samstarfið að segja í Australian Music Online: "The highlight of the recording process was working with the late, great Grant McLennan in Sydney in November last year. The song we produced is called Actress on a Mattress. Grant flew down from Brisbane and I flew up from Melbourne. We met on neutral territory and worked in a fabulous studio on Sydney Harbour called Niki Nali. Our backdrop was the Harbour Bridge and the memories of the day are strong in my mind. It was the last time I was to see Grant before he died. We spent the day with engineer Wayne Connolly who is brilliant and always full of funny stories about the industry. Grant took over in the studio and wove his magic. His last idea for the track before he walked off into the night was for me to whistle part of the melody in the outro of the song. Grant loved the idea but we ditched it in the final mix. Both Tim Whitten (mixer) and I are cross at ourselves now for leaving it out. So much so that we are doing a new acoustic mix that features the whistling. Kind of a tribute to Grant."


Dave Dee Dozy Beaky Mick and Tich - Hold tight: Grindhouse er nýjasta nýtt frá Quentin Tarantino. Svaka z-mynda pakki, tvær myndir og fjögur tilbúin sýnishorn. Sándtrökkin hjá Kvintin hafa jafnan verið athyglisverð og í þessu nýjasta er m.a. að finna þetta gamla stuðlag með þessu enska stuðbandi frá sixtísinu. Gott fözz, bít og fávitalega einföld en góð melódía = Poppstuð!


The Softlightes - Heart made of sound: Skruggugott indiepopp frá Kaliforníu. Af plötunni Say No! to Being Cool. Say Yes to Being Happy frá því í febrúar. Hér má sjá gullfallegt myndband við þetta lag.


Talking Heads - Warning sign: Fékk einn daginn svona rosalega þörf til að fara í Geisladiskabúð Valda og fjárfesta í fyrstu plötum Talking Heads. Þær voru ekki til svo Soulseek kom sér vel. Hef ekki velt mér nógu vel upp úr verkum sveitarinnar þótt ég þekki auðvitað helstu lög. Í samvinnu við Brian Eno gerðu þau þrjár plötur frá 1978-1980 sem líkjast þróunarstökkum Bítlanna á Rubber Soul - Sgt Peppers - semsé "viltasta" lagið á síðustu plötu verður normið á þeirri næstu. Við erum að tala um plöturnar More Songs About Buildings and Food (1978), Fear of music (1979) og Remain in Light (1980). Hér er eitt tiltölulega normalt og grúví af 1978-plötunni. Eftir Remain sögðu þau skilið við Eno og fóru í poppið.

19.04.07
Hvernig var eiginlega morðhótunarbréfið til ísbjarnarhúnsins Knúts? Helvítis Knútur! Ég ætla að drepa þig auminginn þinn. Skera þig á háls eins og óður inúíti. Svolgra í mig úr strúpanum. Hata svona poppstjörnur eins og þig. Bíddu bara. Kveðja, XXX 
---
Er það menningarsögulegt slys að hrörlegu kofarnir þarna í Austurstræti séu brunnir til kaldra kola? Að Fröken Reykjavík, Kebab húsið og Pravda, með öllum sínum hnakkaskemmtunum, séu glötuð að eilífu? Hmm... Jú kannski. Jörundur hélt náttúrlega partí þarna sautjánhundruð og súrkál og B.A.Robinson áritaði plötur skömmu síðar. Og Karnabær. En svona er þetta. Allir fá verndunaráráttu þegar það er of seint. Þetta var náttúrlega orðið algjört kofadrasl. Það er eins og það sé búið að kýla tönn úr Reykjavík.

17.04.07
Sá Jóa á hjólinu tvisvar sinnum í gær. Hann var glæsilegur til fara að vanda og auðvitað á stórglæsilegu hjólinu. Fyrst var hann að teyma hjólið upp Miklubraut gengt Fellsmúla. Afhverju er hann í einkennisbúningi?, spurði Lufsan sem hafði aldrei séð Jóa áður. Nú af því hann er einkennismaður, svaraði ég. Þegar ég var búinn í helvíti á jörð (Ikea, Rúmfatalager o.s.frv.) sá ég Jóa aftur á bakaleiðinni. Þá var hann að hjóla niður Kringlumýrarbraut í nágrenni Nestis. Tveir Jóar á hjólinu á einum degi: Það boðar eitthvað gott. Kannski vorið.
---
Heiða segir mér að besti róló í Rvk sé við Seðlabankann. Framtíðaráform: athuga málið.
---
Framtíðaráform II: Skoða Helgufoss. (Fimmvörðuháls. Heklu. o.s.frv. Þetta er allt að gerast. Með hækkandi sól fer Ísland að verða gífurlega áhugavert göngulega séð. Það er kannski gluggaveður núna en það eru þó fyrirheit.)

15.04.07

Þegar mín sósíalíska fjölskylda keyrði til Akureyrar á hverju ári fannst pabba skást að kaupa bensín hjá Esso í Þyrli í Hvalfirði. Esso voru framsókn og því aðeins skárri, fannst honum, en sjálfsstæðis-Shell í Botnskála eða sjálfsstæðis-Olís í Ferstiklu. Þessu hefur verið lýst í laginu Hvalfjörður '78. Hér er demó af því ágæta lagi. Demóið finnst mér finnst síst verra en Stóra hvells-útgáfan (Dr. Gunni - Hvalfjörður með öllu demo). En allavega. Esso var því illskást í mínum huga af ræningjunum þrem, þótt það sé auðvitað háklassa drusluskapur að kaupa bensín hjá öðrum en AO. Lógóið hjá Esso var t.d. flott og kom mér í létta nostalgíu enda var þetta merki á pylsubréfunum á pylsunum sem ég fékk á meðan pabbi fyllti Skodann í Þyrli. Þar var líka klinkspilakassi, svona dót sem hékk upp á vegg og maður þurfti að nota gífurlega puttatækni til að senda klinkið í þartilgerðar raufar. Þetta er til á Árbæjarsafninu. En nú er Esso dautt, amk á Íslandi, og komið N1 í staðinn sem er klént nafn og margnotað, t.d. barinn N1 sem var þar sem Sirkus er núna og hljómsveitin N1+ sem átti tvö lög á safnplötunni Já takk (Japis 1994). Samt auðvitað skiljanlegt að þjófafyrirtæki vilji skipta um nafn, Shell og Olís fara kannski í þetta líka. Ef sömu aðferð verður beitt getur Shell heitið Tveir vinir og annar í fríi eða Fánar og Olís getur heitið Röðull eða Bong.
---
Hélt ég sæi æsandi myndir af Björgólfi gamla í sleik með 50 cent og fleira óguðlegt í 200 milljóna partíinu sem Séð og heyrt lofaði á forsíðu. En svo voru auðvitað engar myndir úr sjálfu partíinu heldur snyrtilega farið framhjá grautnum með því að taka myndir af húsakynnunum af netinu, skella útklipptum gömlum glansmyndum af helstu stjörnum partísins saman við og smella svo myndum af veislugestum í Leifsstöð þegar þeir voru að koma rauðnefjaðir heim. Sjálfur myndir ég ekki vilja fá 50c í afmælisveislu hjá mér enda ömurlegt rusl og ég væri dauðhræddur um að hann biti mömmu mína á barkann – eða eitthvað þaðan af verra. Nei, 10cc, væri nóg fyrir mig.

14.04.07
Þá erða Topp 5imm og allir út á gólfið.


Björk - Earth Intruders: Træbalbít frá Timbaland og gamalkunnug raddstef rjúfa innsiglið af væntanlegri Voltu. Hef ekki heyrt meira af plötunni en maður getur ekki verið annað en spenntur, til dæmis fyrir meintu pönklagi, Declare Independance.


Santogold - Creator: Santo og Gold, eitthvað lið í New York, eru Santogold og hreinlega öpp og komming. Hér er stórborgarlegt villimannabít sem alltaf má komast í gott stuð við á þrektækinu.


Kings of Leon - Charmer: Amerískt hjólhýsahyski sem stundum rambar á góðan skít. Hér er langbesta lagið sem ég hef heyrt af nýju plötunni, Because Of The Times, og gaman að þessum spangólum í söngvaranum. Það er eins og það sé verið að stinga hann í punginn með nál.


Gui Boratto - Beautiful life: Gui er brasilískur og Chromophobia er hans fyrsta plata, úrvalsfín raftaktsplata með þessu popplagi innan í sem er sungið af eiginkonu hans Luciana Villanova.


Vicarious bliss - Limousine: Nýjasta nýtt frá þessum franska náunga sem gefur út á hinu velmeinandi þrektækisfjörsleibeli Ed Banger (Skint dagsins í dag?). Aðrir listamenn þar eru t.d. "næstu Daft Punk" Justice, sem hljóta að fara að koma með stóru plötuna sína bráðum. Þeir hafa gefið út nokkuð glæsileg stuðlög, þeirra allra nýjasta er þetta: (bónus: Justice - D.a.n.c.e.)
---
Hef tekið til á hlekkjasíðunni og bætt við drasli, t.d. Eurocovers - endalaus eurokóver! og Funky czech in - fönkaðir tékkar.

13.04.07
Föstudagurinn 13. abbaðist ekkert upp á mig. Nema kannski að ég ætlaði að fara í spinning en þá var búið að breyta og kominn "gospel þrekhringur" í staðinn. Ég lét mig hafaða. Dúndrandi hundleiðinlegt gospel en þar fyrir utan ekkert jesúvæl. Óskar í Fíladelfíu var þarna og tók mér fagnandi – allir eitthvað voða glaðir og ánægðir með þetta. Örlítið svona eins og byggja-hlöðu-atriðið í Witness, bara sveittara. Ég sat á mér og fór ekkert að öskra SATAN ELSKAR YKKUR í miðjum tíma.
---
Kurt Vonnegut dauður og kannski kominn tími til að endurnýja kynnin. Ég las þetta komplett og var mikið fan. Svo lét ég hann skrifa á bók í Eymundsson 1987. Maður á aldrei að hitta goðin sín og ég missti áhugann. Ekki það hann hafi verið hranalegur. Bara eitthvað svona áhugalaus (sem eðlilegt var kannski, löng röð). Hann sýndi þó smá áhuga á útgáfunni af bókinni sem ég lét hann árita, einhver obskjúr pokketútgáfa af The Sirens of Titan sem ég hafði fundið í Frakklandi. Ekki það, fyrir 1987 var hann hvort sem er búinn að skrifa allt sitt besta stöff.

12.04.07
Baggalútar hafa ekkert verið í sérstöku stuði upp á síðkastið en koma nú sterkir inn eins og vasatölvur árið 2. Íslenskt slúður slær í gegn er snilld, Vill útrými fátækt enn meiri snilld, en forystugreinin Bændur mesta snilldin. Svona eiga bændur að vera.
---
Menn kveikja á graffitíinu. Þannig skrifar Sigurgeir Orri: Sæll, það vantar alveg kommentakerfi hjá þér maður. Man eftir einu veggjakroti sem mér þótti snilld og væri fyrirtaks titill á lagi: Fiskbúðin sökkar. Einhver hafði spreyjað á skilti Fiskbúðarinnar okkar hjá Langholtsvegi og breytt okkar í sökkar. Nú man ég eftir öðru: Bónstöð í Hafnarfirði var með stórt skilti sem á stóð BÓN, einhver grínistinn bætti við ER fyrir aftan.
Nú ástæðan fyrir því að ég lokaði innanpíkubleiku gestabókinni var að ég nennti ekki að vera úttaugaður að lesa hraunað yfir mig þar af einhverjum nafnlausum geðsjúklingum út í bæ. Maður hættir að halda partí ef það koma alltaf einhverjir og drulla út í horni.
Páll Hilmarsson bendir einnig á B.A. eip eftir sig í mannfræði sem má finna hér: reykjavik.gotuli.st. Margt athyglisvert þar þó það gagnist ekki í plötugerðinni enda verð ég að finna þessi lagaheiti sjálfur. Nú er svo bara að klára Flatus lifir enn, en eins og einhverjir muna kannski stóð upphaflega til að sólóplatan Stóri hvellur héti Flatus lifir. Í millitíðinni endurgerðu listamennirnir graffitíið upp við Esju og bættu við "enn" svo nú er engin miskun hjá Magnúsi.

11.04.07
Kannski er Jón Sigurðsson að lesa bloggið og sér þetta um sjálfan sig, að mér finnist hann minna á risahamstur með Tourette heilkenni. Eða einhver sem hann þekkir segir honum frá þessu. Heyrðu Jón. Ég var að lesa bloggið hans dr. Gunna og hann segir að þú minnir sig á risahamstur með Tourette heilkenni. Finnst þér þetta í lagi? Og auðvitað finnst Jóni þetta ekki í lagi. Og hann verður ógeðslega sár og fer að gráta. Og fyllist svo reiði og hatri í minn garð. Og ekki er það gott. Niðurstaðan er því sú að maður á ekki að vera með svona leiðindi í garð fólks út í bæ. Skamm skamm. Aðgát skal höfð í nærveru sálar, jafnvel þótt hún minni á risahamstur með Tourette heilkenni, eins og frelsarinn sagði. Þú ert ekkert eins og risahamstur með Tourette heilkenni Jón. XB!
---

Veggjakrot er rusl. Krakkafífl geta ekkert nema búið til forljót tögg. Hvar eru snilldarleg komment á þjóðfélagið? Flatur lifir enn er það eina af viti. Eða hvað? Ég var að hugsa um að búa til konsept plötuna Flatus lifir enn þar sem öll lögin eru nefnd eftir veggjakroti. Ég byrja uppi við Esju á Flatusi og rúnta svo um bæinn og leita að laganöfnum. Ég er búinn að finna lögin/krotið "Spit" og "Satan over all". Kannski nenni ég þessu samt ekkert.
---
Moodys eru búnir að lækka lánhæfismatið – vonandi drepur sig enginn.

10.04.07
Finnst engum öðrum en mér að Jón Sigurðsson minni á risahamstur með Tourette heilkenni?
---
Nú þarf maður ekki að standa upp frá tölvunni og getur bara horft á hana á kvöldin líka. Til dæmis í gegnum Tv-links eða Alluc. Eða þá South Park sem er hér.

08.04.07
Í dag er dagurinn til að horfa á Life of Brian í xta skipti. Á undan er ekki amalegt að kíkja á þessa heimildarmynd um myndina.
---
Mín bíður Nói nr. 6 svo áður en ég gef mig á vald súkkalaðisins kemur einn kámugur Topp 5imm:


Skátar - Skálholt: Skátarnir eru mættir með bílabrautina sína: Ghost of The Bollocks to Come, og tæta þar og trylla í síðproggpönklegri snarstefjun. Búast má við óeirðum. Hér er sungið um Skálholt.


Peter Bjorn and John - Ancient curse: Við erum að tala um að giggið er á föstudaginn, 13. apríl, á Nasa. Þessir sænsku andskotar eru góðir eins og fólk veit eftir Writer's Block. Hér er glimrandi b-hliðarlagið af flautumasterpísinu.


Panda Bear - Comfy in Nautica: Neil Lennox er Panda bear og hann er líka í sýrusjoppuþjóðlagabandinu Animal Collective. Býr með konu og barni í Portúgal svo nýjasta platan Person Pitch er sólrík (segja menn). Minnir óneitanlega á Beach Boys. Bara mun verra.


The Residents - Easter woman: Páskaspez 1. Fyrsta lagið á Commercial album (1980), 40 laga plötur þessara San Fransisco flipphausa þar sem öll lögin eru um 1 mínúta á lengd. Platan er ein af betri verkum Residents en ég var mikill aðdáandi á tímabili og sánkaði að mér stöffinu þeirra. Eitthvað hefur látið af áhuga á síðari æviskeiðum.


Big dipper - Easter eve: Páskaspez 2. Samferðamenn Pixies og Throwing muses frá Boston sirka 1987 af plötunni Heavens, fyrstu Big Dipper plötunni. Sveitin var skipuð gítarleikaranum Bill Goeffrier sem hafði áður verið í hinni ágætu The Embarrassment og meðlimum úr Volcano Suns. Mjög gott 80s gítarpopp og þetta bara eitt af fjölmörgum góðum lögum. (Meira)

07.04.07
Fjöldapóstsgrín frá tengdapabba: 
Fátækt á okkar dögum
Við sem höfum það svo gott og höfum allt til alls hugsum alltof sjaldan 
um fólk sem býr í fátækt.
Þessi mynd sem ég sendi ykkur nú tók ég með símanum mínum úti á götu í 
Osló á góðviðrisdeginum 28.mars og hún sýnir að fátæktin er alls staðar.
Konan sem gengur þarna um í sínum gatslitnu fötum, með allt sem hún á í 
plastpoka snertir taug í okkur öllum.
Þetta er nokkuð sem við ættum að hugsa um þegar við setjumst niður á páskum 
með góðan mat og vín.

04.04.07
Ég dauðsé eftir því að eltast við trend í netheimum. Til dæmis því að hafa fengið mér mæspeissíðu. Þetta er ekkert nema pláss fyrir eitthvað fólk út í bæ að auglýsa tónleika eða endalaust add á fólk sem vill vera vinir mínir. Auðvitað tek ég því samt fagnandi að einhver vilji vera vinur minn þótt það sé bara á mæspeis. Ég mun hvorki fá mér síðu á moggablogginu eða vísisblogginu. Heldur halda áfram með þessa hráu síðu. Einhvern tímann brýt ég hana kannski um á öðru en netscape composer. Stundum er maður í stuði og bloggar mikið, stundum er maður latur. Ef ég væri með mogga eða vísisblogg gæti ég verið voða snappí og tjáð mig um fréttir, til dæmis svona:

Miðvikudagur, 4. apríl 2007

Kaþólikkar eru klikk 
Hmm... skildi vera miklar líkur á að karlgarmurinn fái ekki dýrlingatign?

Vísir: Jóhannes Páll færist nær dýrlingstign

En hvaða stuð er í því? Ég held ég gefist ekki upp eins og aumingja Mengella. Það er leiðindarmál að hún/hann/þau hafi hætt því hún/hann/þau sem var/voru stundum sniðug. Stutt en snarpt stuð.
---
Einu sinni var ég með asnalegan starðfræðikennara í gaggó. Gamlan táfýlukall. Hann réði ekkert við gröð krakkafíflin. Það var alltaf einhver tensjón. Einu sinni var einhver pía endalaust að tala við sessunaut sinn. Kennarinn margbað hana um að halda kjafti en ekkert gekk. Á endanum missti hann stjórn á skapi sínu og sagði: annað hvort hættirðu að tala eða ég fer. Pían röflaði auðvitað áfram svo kennarinn rauk á dyr. Þá kvað í Böbba dúfu: Komdu aftur, það er svo gaman þegar þú ferð! Ég man þetta eins og gerst hafi í gær.

02.04.07
Alveg var ég viss um að viðtal við Magna með fyrirsögninni "Frægðin eyðilagði hjónabandið" myndi koma einn daginn, kannski samt ekki alveg jafn snemma og má nú sjá í nýjustu Ísafold. Þá var einnig viðbúið að viðtal við Ágústu Evu um það hversu mikinn toll tók af henni að leika Silvíu Nótt myndi birtast fyrr eða síðar, en það gerðist sem sé í Kastljósi í gær enda þarf að tjalda öllu til ef einhver á að hafa áhuga á að kaupa þessa plötu. Nú er bara að bíða eftir fleiri viðtölum sem birtast fyrr eða síðar, til dæmis: "Ég vissi alla tímann að þetta var vonlaust", viðtal við Ingibjörgu Sólrúnu, "Eintómt vesen að eiga einkaþotu – miklu skemmtilegra að vera blankur" Björgólfur Thor fer á kostum og "Ég sé ekki eftir neinu", Dr. Guðbjörg Kolbeins leggur spilin á borðið. 

01.04.07
Amma, afi, mamma, pabbi og sonur á laugardagsrúntinum í gær. Ferðinni heitið til Keflavíkur þrátt fyrir dópistana í Kastljósi. Poppminjasafnið að opna stórfína örlí rokksýningu í Duus-húsi. Þar sluxuðu örlí rokkarar með brilljantín, ekki svo elliærir að sjá. Allir sem vettlingi gátu valdið á svæðinu: Siggi Johnny, Garðar Guðmunds, Þorsteinn Eggerts, Einar Júl o.s.frv. Á sviðinu Rúnar Júl og synir og hvílík veisla! Það er ekki á hverjum degi sem maður fær Helenu og Hvíta máva, Skapta og Allt á floti og Rúnar og Fyrsta kossinn á korteri! Íslandsmet, myndi ég halda. Einnig tók Einar Júl lagið og Þorsteinn Eggerts Twist & shout. Dagbjartur hafði auðvitað mestan áhuga á gamalli glæsibifreið sem stóð á miðju gólfi, Chrysler New Yorker sirka 1958, og vélaði mig til að opna fyrir sér vinstri afturhurðina sem var sú eina sem var ólæst. Var hann þotinn undir stýri og byrjaður að burra áður en nokkuð var hægt að aðhafast. Ég var dauðhræddur um að hann myndi flauta með þeim afleiðingum að við yrðum ekki aðeins rekin út fyrir að vanvirða safngripi, heldur myndu hinir fornu rokkhundar líklega líka fá hjartaáfall. Allt fór þó vel að lokum og var sonurinn dreginn út öskrandi þegar öll önnur brögð höfðu verið fullreynd. Allir í Kef að sjá rokkið! Með í pakkann má svo taka sýnisferð að Wilson Muuga sem stendur þarna í fjörunni hjá Hvalsnesi eins og strandað skip. Ekkert spes kannski.

31.03.07
Í dag byrjar Topp 5imm í poppinu en endar í postpönkinu (svokallaða):


Underwater Sleeping Society - Silence teaches you how to sing: Finnsk hljómsveit sem er að gera nokkrar rósir heima hjá sér þessa dagana. Platan heitir All other lights go out en þetta blístrandi gæðapopp er að hefla veginn. Finnsku strákarnir.


Silverchair - Reflections of a sound: Silfurstóllinn er eitt alvinsælasta band Ástralíu með fjórar plötur í rassvasanum sem allar hafa farið á toppinn og leirað lagi á allavega topp 3. Nýjasta platan er handan við hornið og heitir Young Modern. Þrátt fyrir að koma af óáhugaverðum fjöllum varðandi þetta band sýndi ég öll merki poppaðrar heilabarkarhegðunar þegar ég heyrði þetta glæsilega popplag, enda næs bítlaáferð á því.


The Earlies - Burn the liars: Enn erða bítlaáferðin sem dregur mann að. Önnur plata Örlíanna er The Enemy Chorus. Enn erða tilraunalegt en samt poppaðara en fyrr. Bandið er skipað Bretum og Könum sem brúa bilið með tækninni og standa í tónlistarlegu pennavinasambandi.


The Desperate Bicycles - The medium was the tedium: Er loksins að lesa bókina Rip It Up and Start Again: Postpunk, 1978-1984 e. Simon Reynolds um tónlistina sem ól mig upp. Pönkið var svo sem engin tónlistarleg bylting (rokk spilað hratt) en það sem kom á eftir var það og allir möguleikar virtust opnir. Allt var ferskt og nýtt og eitthvað nýtt að gerast í hverri viku um leið og Fálkinn tók upp úr kössunum. Þetta er mjög góð bók sem tekur á Joy Division, Gang of Four, Wire, Contortions, Talking Heads, The Fall og Cabaret Voltaire, svo eitthvað sé nefnt – það sem síðar var kallað "postpönk" þó ég minnist nú ekki að það hafi verið kallað það þá. Hluti af byltingunni var DIY - Do it yourself, sá hugsunarháttur að segja: við þurfum ekkert útgáfufyrirtæki, við gerum þetta bara sjálf. Því spruttu upp ótal lítil merki og gáfu út músik og sum urðu stór, eins og Factory og Rough Trade. Hljómsveitin sem gaf tón inn í þessu DIY-i var þessi, Örvæntingafullu reiðhjólin, sem gerði litlar plötur 1977 þar sem útskýringar um plötuútgáfu voru prentaðar á umslagið. Herópið var "It was easy, it was cheap. Go and do it!" – og það á líklega ágætlega við enn í dag á tímum mæspeis (eða kannski ekki?). Hér má ná í katalók reiðhjólanna eins og hann leggur sig.


The Slits - FM: Villimennirnir í The Pop Group og villikonurnar í Slits eru hafðar í sama kaflanum í bókinni góðu. The Slits byrjuðu sem algjörlega fákunnandi hljómsveit en þær æfðu sig upp í snilldarplötuna Cut (1979). Pródúseruð af Dennis Bovell, Budgie síðar í Siouxsie & The Banshees trommar – platan er iðandi fínt meistaraverk sem allir ættu að nálgast. Önnur plata (síðri) kom 1981 en svo hvarf söngkonan Ari Up og varð fyrst snartrúuð á Hælassí lassí en svo skógardrottning og lifði með fólki með bein í nefinu, bókstaflega. Hún snéri þó aftur. The Slits fóru á bullandi kombakk í fyrra og gerðu nýja EP plötu. Þær eru enn að og í góðu stuði. (Bónus: The Slits - Slits tradition – lag af 3ja laga kombakk Epinu "Revenge of the killer Slits").
---
Mikið var leiðinlegt að sjá minn gamla skóla MK skíta á sig á lokasprettinum gegn MR. En þeir geta sjálfum sér um kennt að vera svona fljótfærir í lokaspurningunni. Kópavogur er (sem betur fer) áfram lúsertown. Áfram Breiðablik!

30.03.07
Og nú: Funheitar fréttir af frægum Íslendingum (eins og gjarnan vill gerast hafi ég hitt djúphálsaðan heimildarmann minn (hm)).

Bubbi Morthens er sífellt í skotskífu unga fólksins, enda fáir sem hafa komið ár sinn jafn vel fyrir borð (a hemm). Í menntaskólablaðinu Verðandi er nr. 4 af Topp 11 leiðum til að vera hataður það að "hlusta á Bubba Morthens". Bubbi hlær þó alla leið í bankann og er skv. hm kominn á nýjan 10.000.000 kr jeppa frá B&L. Gott hjá honum.

Glaðbeittur auglýsingamaður hringdi í Bjögga Halldórs um daginn og falaðist eftir lagi frá honum í auglýsingu. Til að Bó gerði sér nú sem minnstar grillur um kaup og kjör tók auglýsingamaðurinn það fram snemma í samtalinu að þetta væri "svona ló-fæ auglýsing". "Viltu þá ekki bara fá eitthvað ló-fæ lag," svaraði meistari Bó.

Meira af Bó. "Hva, er það ekki bara einhver Mugison með píku?" á hann að hafa sagt um Laylowu.

Talandi um suðurríkjahreimsselfyssinginn. Hún sló í gegn eins og alþjóð veit og seldi víst um 8000 plötur í fyrra. Eitthvað munu samningar við Cod Music hliðarmerki Senu hafa verið lélegir og lítið runnið til listamannsins. Hefur Laylow því fengið sig lausa frá útgáfunni eftir nokkuð stapp.

29.03.07
Atli Fannar hefur sett saman þessa fallegu tvífaramynd sem er alveg við hæfi að endurbirta:

Þá tók ég eftir því að sjálfur notaði ég "fokking" í næstu færslu á eftir færslunni um það hve dópistar í Rvk eru næntís fyrir að nota "fokking" í tíma og ótíma. Talandi um að henda gleri í steinhúsi. En nú sver ég við fánann og föðurlandið að segja eða skrifa fokking aldrei nokkur tímann aftur enda fokking glatað, nei ég meina dæmalaust glatað að nota fokking.
---
Ah ég man eftir Hómersjoppunni á Hverfisgötu. Kom samt aldrei inn í hana en skiltið var snilld.

28.03.07
Tók viðtal við Sverri Stormsker. Hann er hress! Sjá nánar í Fbl á ld. Hann vildi hittast á Hótel Holti sem er náttúrlega dúndurpleis til að taka viðtöl. Allt vaðandi í Kjarval og leðursófum og fáir á ferli. Tilvalið. Svo er Bsí ágætis staður til að taka viðtöl á líka.
---
Æsispennandi þáttaröð Kastljóss um dópista í Rvk er merkileg fyrir það helst að dópistarnir virðast ekki geta sagt heila setningu án þess að lauma inn í hana fokking. Þú hefur engan fokking rétt á að leita í fokking vösunum á mér, fokking bíttu í fokking punginn á þér, o.s.frv. Greinilega mjög næntís þessir dópistar.

27.03.07
Nokkuð er liðið frá síðustu dagbókarfærslu enda var ég við skyldustörf í borg tækifæranna í landi hamingjunnar, NYC, USA. Sjöunda ferð mín til borgarinnar síðan 1988, en samt er maður alltaf jafn hissa. Hundleiðinlegt strik í rkn setti að ég, þetta hrausta naut, varð veikur á flugvellinum og fokking slefandi á mig fúll tæm í útlöndum. Gröftur lak úr augum, hálsinn hrár og ekki bragð á gerandi, Hallstöflur bruddar í akkorði og sterkt amerískt læknadóp. Annað augað gerðist blóðhlaupið og bólgið svo ég minnti helst á Hómer Simpson. Hér er mynd:

Samt var vitaskuld ekki um neina skítaferð að ræða enda Steini Sleggja með í för og bragð í háls snéri aftur á endanum. Eins gott því eini tilgangur (ég segi það ekki, líka hitta KJG og mettast af anda stórborgar) ferðarinnar var að éta amerískt. 4 kíló af spiki bættust við á viku svo geri aðrir betur. Martraðarkennt spinning framundan. Það sem látið var ofan í sig var ekki af verri endanum. Strax í morgunsár fyrsta dags dró ég Steina á ekta diner í nágrenni Milford Plaza, Cheyenne Diner á 411 9th Ave:

Þar fékk Steini sér eggjaköku sem hefði auðveldlega getað fætt þorp í Burkina Faso en ég tróð mig út af ektaútgáfu af því sem þau á Gráa kettinum kalla Trukkarinn: hnausþykkar pönnukökur, beikon og 2 egg, plús svaka slummu af löðrandi sírópi. Svolgrað niður með lapþunnu kaffi og rótarbjór. Svona fékk ég mér daglega. Meðal annarra hápunkta í margföldu magafylli voru þrjár ferðir á Brooklyn Diner, bæði við Carnegie Hall og á Times Square. Til hvers að fara eitthvað annað? Mæli með möltuðum sjeik og rótarbjórsfloti. Í Carnegie Hall útibúinu var mjög posh krád, allir í V-hálsuðum tennispeysum og ríkidæmið lak af liði. Meiri skríll á Tæmskver, enda stutt í hvítruslið sem svarmar um brjálað torgið slefandi með myndavélar. Átum á Bond 45, sem er stór ítalskur staður með þjónum í svuntum og manni fannst maður kominn til 1950. Átum á Virgil's real bbq, skínandi staður á Tæmskver og Meskerem, ódýr eþíópískur staður á 468 W 47th St, milli 9 og 10 ave. Þar puttaði maður stöffinu í sig af brauði sem leit út eins og lak. Ljómandi.

NYC er skíturinn. Stórfenglegasta borg sem mannsandinn hefur hraukað upp. Við fórum upp í Rockefeller og skimuðum yfir ósköpin. Hallgrímskirkja myndi tínast og Kárahnjúkastífla hverfa í hauginn. Fólk eins og maurar. Ekkert eldgamla Ísafold neitt. Enginn fyrir alla, enginn fyrir einn.
---
KJG er enn ólöglegur alien, orðinn grásprengdur í vöngum en í gríðarlegu stuði enda með 7 sykurskeiðar í hverjum kaffibolla. Ekkert á heimleið nema forsætisráðherra Hr. Ómar Ragnarsson sæki hann á Frúnni í leynilegt rjóður.
---
Grín í Carolines ágætt. Svo var það rokktúrinn hans Bobby Pinn, Rockjunket. Allir aðrir búnir að afbóka svo við Steini vorum bara tveir í túrnum. Byrjuðum við heimili Joey Ramone og skröltum í 2 tíma um East Village með Bobby sem var með þetta allt á hreinu og ljósmyndir til staðfestingar. Fínt. Sjá: Gem spa þar sem New York dolls og strákarnir héngu. (Fékk mér víðfrægan egg cream, sem er einskonar gerfi sjeik og ekki gott), fyrrverandi Fillmore East, fyrrverandi Exploding Plastic Inevitable, húsið sem var framan á Physical graffity, fyrrverandi heimili Charlies Parkers og Iggys Pops, jú neim itt, og endað við leifarnar af CBGB's þar sem Steini tók þessa fallegu mynd af okkur Bobby:

Mæri heilshugar með að fólk nýti sér rokkþjónustu Bobbys í stórborginni. Það er algjört möst að sjá sem flest svæði New Yorkur enda er gríðarlega mikill stemmningsmunur eftir hverfum og fljótt að breytast fílingurinn. Gott að hafa fylgdarmann til að benda sér á söguna. Hann er með þrjá túra í gangi fyrir utan þennan pönktúr: bítlatúr, bob dylantúr og union square túr.
---
Gaman að komast úr fámenninu í maurmennið og gott að komast aftur í fámennið úr maurmenninu. Svona er þetta bara. Jing Jang. Nú er bara að sökkva sér niður í íslenska molbúann, þaullesa allt á moggablogginu og mynda sér skoðun á Spaugstofuguðsvorslandinu eða hvaða risamál rekur næst á fjörur örþjóðarinnar. Eða ekki.
---
Topp 5imm skjögrar í hús. New York spesíal vinur minn:


LCD Soundsystem - Someone great: Fyrir skömmu sagðist ég ekki skilja velsældir James Murphy, aka LCDSS. En nú er ég búinn að endurskoða hug minn enda búinn að vera með nýju plötuna Sound of Silver á nokkru rípíti. Um er að ræða mikla snilldarplötu eins og heyra má af þessu lagi (nr. 04). Slínkí veggfóður.


Alan Vega - Ice drummer: Þú ert klárlega birdbrain ef þú þekkir ekki plötur Suicide út og inn. Hinn hixtandi söngvari gerði sólóplötuna Alan Vega þegar Suicide hætti í fyrsta skipti 1980 og hér er jólalegt rokkabillípönk fyrir mannskapinn. 


The New York dolls - Personality crisis: Strákarnir fyrir utan Gem Spa. Fyrsta platan kom 1973 og er frumpönk og springdýna fyrir Malcolm McClaren og Lundúnapönkið. Slagari.


The Dictators - The next big thing: Dictators voru skrollandi pönkmenni áður en pönk varð til og gerðu plötuna Go girl crazy árið 1975 (sem þetta lag er á), nokkru áður en Ramones komu fram. Kannski meira fávitarokk en pönk, en samt... Aðaldúddinn kallar sig Handsome Dick Manitoba og sést hér á frægri mynd ásamt unnustu sinni. Ljósmyndarinn tók myndina í þakklætisskini fyrir að Handsome fann veskið hans í leigubíl og kom því til hans. Handsome rekur nú rokkbarinn Manitoba's í East village.


Ted Leo and the Pharmacists - Bomb. Repeat. Bomb.: Ekki beint njújorkari en býr þarna á austurströndinni. Traust rokk sem skríður víða og minnir mismikið á margt, Elvis Costello, Manic Street Preachers hafa t.d. skotið upp kollinum þegar ég hef hlustað á nýjustu plötu bandsins, Living with the Living, sem er skratti þétt og fín.

19.03.07
PPPönk er eitt af þessu geggjuðu íslensku böndum sem allir ættu að hafa á takteinum. Löngu hætt auðvitað en skildi eftir sig mæta plötu. Nú komst ég að því að bandið gerði eina plötu til sem má niðurhala og gæða sér á hér. Það er Maggi strump sjálfur sem bíður upp á þessa sælustund. Neðar á sömu síðu skrifar Maggi svo um Ælu sem eru að fara að æla sér yfir Breta. Stuðbandinu Bag of Joys er svo gerð skil hér.

17.03.07
Dömur mínar og herrar: Topp fimm!


Bong-Ra - Suicide speed machine girl: Geðveikt hollenskt stuð frá Bong-ra af plötu hans frá því í fyrra, Stereohype Heroin Hooker. Maður kemst í hátíðarskap og ólmast á spikbrennslunni við ærandi geðveikisstuðið.

Shitmat - Fido Dido Vs Simon Mayo: Opnunarlagið á nýjustu plötu Bretans Shitmat. Auðvitað fer þetta um víðan völl enda er þetta svona víðsvallartónlist fyrir fólk sem þjáist ekki af flogaveiki. Gott á spikbrennslunni ekki síður en í tívolí.


Thomas Leer - Private plane: Háalvarlegt tilraunapopp úr bresku svefniherbergi 1978. Thomas ræfillinn er óþekktur með flestu en hafði mikil áhrif á þá sem eftir komu sem sáu að hægt var að gera gott stöff einn og óstuddur í herberginu sínu. Lesa má sögu Tómasar hér. Virkar ekki á spikbrennslunni, nema sem síðasta lag fyrir teygjur. 


Thomas Leer & Robert Rental - Monochrome days: Thomas og Robert Rental (sem lést árið 2000) gerðu þessa plötu saman árið 1979. Hún er í þessum sama hráa tilrauna late seventís gír og var gefinn út á merki Throbbing Gristle, minnir mig. Platan skiptist í nokkuð poppað efni eins og þetta lag og síðan grárri tilraunaveggi sem þarf meirapróf til að potast í gegnum. Sleppur á spikinu.


Flís & Dóra Jóhannsdóttir - Það er svo æðislegt: Eins og fram hefur komið er músikin í Leginu voða fín söngleikjatónlist með skemmtilegum textum. Út er kominn diskur með tónlistinni og textum í vönduðum bæklingi svo maður skilur loksins alveg alla textana. Til dæmis segir á einum stað "ég var með nýrakaðan pung" sem ég missti alveg af á sýningnni. Leg er tvímælalaust næstbesti söngleikurinn á fjölunum þessa dagana. (Bónus: Flís & Kjartan Guðjónsson - Virkjallt - Rúnkforstjórinn í góðu gríni í stuttu lagi).
---
Þar sem við Lufsan sátum hnípin og átum California club á Grillhúsinu mátti sjá fína fólkið arka skælbrosandi inn í fínt samkvæmi í Listasafni Íslands. Búið var að kveikja á tveimur stærðar bálkestum og maður í smóking tók á móti gestum. Eini sem ég kannaðist við var Hreiðar Mar í KB, en þetta leit allt eins út og hann plús uppstrílað kvenfólk í galadressum. Sá ekki Elton en Bogomil var þarna. Kannski var verið að halda upp á að olíuforstjórarnir væru sloppnir? Það ku annars helvíti gott að troða upp á svona giggum. 10 mínútna grínatriði á 100.000 og veislustjórn örugglega á millu. Maður þarf einhvern veginn að komast inn í millaklíkuna. Byrja að hanga á Vox og svona sjá hvort það séu ekki lausar stöður í einhverju. Bara rugl að vera í daglaunavinnu við hliðina á þessu.

16.03.07
Rás 2 í dag kl. 15: Abbababbliðið mætir í góðu gríni og tekur lög úr söngleiknum.

15.03.07
Fast food nation er skínandi mynd gerð "eftir" skínandi bók. Kynnt er til sögunnar allskonar fólk og veltur myndin áfram í smábænum Cody í Colorado. Í lok myndarinnar sjáum við nokkrar beljur drepnar og verkaðar. Aumingja beljuaugun horfa á mann úr hakkinu. Nokkuð gott bara. Skíturinn lekur af skyndibitabransanum en hvað gerir maður? Heldur áfram að éta eins og jórtrandi belja í girðingu (frekari tengsl í myndinni). Þess má þó geta að ég át byggborgara í kvöld en það er svo sem ekkert sem koma skal.

13.03.07
Alltaf er gaman að framtíðarlýsingum. Þegar ég tók viðtalið við Hugleik barst talið að kvikmyndinni Idiocracy sem hann sagði góða. Með nýjustu sjóræningjatækni horfði ég svo á hana í gær. Myndin er eftir Mike Judge, sem gerði m.a. Beevis & Butthead og snilldarmyndina The Office Space. Í Idiocracy er lífinu árið 2505 lýst. Í stuttu máli eru allir orðnir slefandi hálfvitar eins og er eðlileg afleiðing af því að horfa á Jackass, America's Top model og fréttirnar á Fox í 500 ár í viðbót. Heimurinn hefur heimskast niður í lægsta hugsanlega samnefnara. Allt er vaðandi í auglýsingum og sponsum. Fólk drekkur bara orkudrykki og borðar á skyndibitastaðnum Buttfuckers. Þetta er nokkuð fyndin mynd. Framtíðarsýnin þarna minnir dálítið á það sem ég skrifaði í þessum pistlií DV fyrir einhverjum árum:
Árið 2100 verður loksins kominn botn í öryrkjamálið því þá verðum við öll orðin að löggiltum öryrkjum. Orðið "öryrki" verður því fjarlægt með lögum úr íslenskunni. Meðalþyngd Íslendinga verður 200 kg og lífslíkur 200 ár. Almennt samþykki verður nefnilega um það á Vesturlöndum að spikfeitt sé fallegt og eintóm geðveiki sé að sporna við eðlilegri spikmyndun. Stórfenglegar uppgötvanir DeCode munu svo lengja meðalaldurinn. 
Hver og einn liggur í alfletinu sínu og nennir aldrei út úr því, enda lítið að sækja undir bert loft nema eiturgufur frá álverksmiðjum sem verður búið að troða út um allt og stingandi augnaráð pólskra verkamanna að fara í og úr vinnu. Í alfletinu verður búið að pakka öllu sem við "þurfum" í dag í eitt tæki. Alfletið verður það sem í dag kallast íbúð, klósett, ísskápur, rúm, tölva, sjónvarp, sími o.s.frv. Í Elko (sem þá heitir Beri Beri eftir samrunann við Bónus, BT-tölvur, Rúmfatalagerinn og Ikea ) verður hægt að fá tvær tegundir; deluxe alfleti með innbyggðum Tælendingi, og venjulegt. 
---
Vinsæl dægurtónlist er orðin einstaklega einsleit og drepleiðinleg upp á síðkastið. Ég er farinn að hafa andstyggð á mörgu af því sem Rás 2 spilar. Þetta er allt einhvern veginn sama lagið, sami fílingurinn. Tökum til dæmis lagið Grace Kelly með þessum Mika gaur. Mér fannst það reyndar allt í lagi í fyrstu 2 skiptin en nú fæ ég andstyggðar tilfinningu þegar ég heyri það, svona svipaða og gerist þegar maður er búinn að vera of lengi í Rúmfatalagernum. Ekki bætir úr skák að það er alltaf verið að spila þetta helvíti í spinningtímum. Scissior Sisters eru nákvæmlega eins. Einskonar tónlistarlegt "Friends", tónrænn skyndibiti. Áðan heyrði ég í einhverjum Paolo Nutini sem er alveg sama froðan. Sé pleilisti Rásar 2 skoðaður verður samt að gefa þeim kreditt fyrir mörg ágætis lög sem afsanna allt sem ég var að segja, t.d. Amy Whitehouse, Peter Björn og John og Ruby Ruby Ruby, sem er ekkert farið að láta á sjá ennþá.
---
Sem mótvægi við alltumlykjandi froðuna er ég að hlusta á frekar geðveikan skít þessa dagana, hávaðastöff til að svitna við í ræktinni. Lið eins og hollenska breikkorgaurinn Bong-ra, bandaríska breikhávaðagaurinn End.user og Shitmat, hinn breska brjálæðing. Þá hef ég verið að tékka betur á Bretanum Thomas Leer, sem er einn fyrsti "svefniherbergislistamaðurinn". Ég hef mikið dálæti á lagi hans Private plane af safnplötunni Business Unusual sem ég eignaðist sem barn. Meira um þetta í næsta Topp 5imm.

12.03.07
Þetta er Ted Haggard:

Hann er ægilega trúaður og eins og margir trúaðir með kynlíf annars fólks á heilanum. Hann fór mikinn í biblíuþvaðri um homma sem hann hafði megnustu óbeit á, enda er samkynhneigð viðurstyggð samkvæmt biblíunni o.s.frv. Ted brá m.a.s. fyrir í þáttunum The root of all evil? Auðvitað kom það svo á daginn að Ted er sjálfur þrælsamkynhneigður og fékk fínan sörvis hjá nuddara út í bæ. Nú er nuddbekkurinn þar sem gamanið fór fram kominn á Ebay – hvað annað?! Sögufrægur nuddbekkur til sölu hér. Nuddarinn Mike Jones mun árita bekkinn sé þess óskað og einnig sendir hann með ævisögu sína I had to say something.
---
Það var ofpakkað á Abbababb! í gær. Sýningin hófst eitthvað um 20 mín of seint út af því en allir skemmtu sér ótrúlega vel þegar allt var komið í gang. Ég vona að þetta komi ekki fyrir aftur.
---
Jón Gnarr er Georg Bjarnfreðarson í væntanlegri sjónvarpsseríu. Eflaust þrumuskuð. Líkt og nú er í tísku hefur Georg opnað blogg.
---
Ég sá Leg. Alveg 3 af 4.
---
Hef tekið að mér að gera vikulegt heilsíðuviðtal í Fbl á laugardögum. Talaði við Hugleik síðast.  Maður er drullustressaður að fá á sig karlpungastimpil eins og Egill ræfillinn ef maður talar bara við karla. Því auglýsi ég eftir áhugaverðum viðmælendum, helst af kvenkyni náttúrlega.
---
Eurovisionmyndbandið hans Eiríks verður frumsýnt í kvöld í lok Kastljóss og ég og Birgitta Haukdal eigum að vera á svæðinu og tjá okkur um það. Eflaust voða sniðugt.

10.03.07
Halelúja alla leiðina heim: 5opp Timm mættur á svæðið eins og mygluð skinka:

Grinderman - No pussy blues: Gleðitíðindi! Nick Cave hefur fundið groddann á ný eftir allt biblíuvælið og ballöðusukkið. Já! Grinderman er næstum afturhvarf í sótsvartan skítaheim The Birthday Party, hljómsveitarinnar sem ég hefði étið á mér annað eyrað fyrir fyrir 25 árum. En bara næstum því, eða kannski ekkert svo næstum því, en samt. Keif spilar nú á gítar sem hann kann illa á og það gerir mikið upp á hráleikann. Með honum í bandinu eru nokkrir gaurar úr Bad Seeds og virðist línan vera sú að vera sem sáðrásarlegastur í textagerð, svitna í krikunum og rokka spikfeitt og pungþefjandi. Svona eins og glæpahyskið sem þessir Ástralar eru allir komnir af. Þokkalega! Platan heitir Grinderman og er komin út.


Gus Gus - You'll never change: "Það eru mestgustukin" segir móðir mín oft, en Gustuk mun þýða Guðsþökk. Gus Gus þýðir aftur á móti þrír 101-istar með nýja plötu (Forever) löðrandi í sékjorbútí. Útgáfutónleikar á Nasa 24. mars en hér er nett stuðlag þar sem Páll Óskar og Aaron-Carl syngja bakvið. Þetta er kóver upprunalega flutt af Bettye LaVette.


The Mops - Blind bird: The Mops voru fyrsta sækadelíska rokkband Japana, skriðu í gang sem GS (group sounds) í kringum 1966 en urðu smátt og smátt sækadelískari. Platan þeirra heitir Psychedelic sounds in Japan og kom út 1968. Þetta lag var bannað af því sungið var "Please kill me". Það þótti ekki gott í Japan.


Motion boys - Hold me close to your heart: Lag Motion Boys Waiting to happend var helvíti gott og hér eru þeir komnir með nýtt sem líka er helvíti gott. Helvíti gott allt saman sem sé. Helvíti helvíti gott! Bandið mun nú vera í hörku aksjón og er væntanlega að vinna að sinni fyrstu plötu.


The Police - Walking on the moon: Gleðitíðindi! The Police komnir saman aftur í auramokandi túr og almenna gleði. Nú er sólóferill Stínksins vitaskuld grútleiðinlegur en Polís var ágætis band þótt ég hafi nú afneitað þeim með hraði þegar alvarlegri bönd eins og Wire og Joy Division komu hugvíkkandi inn. Ég á samt mjög sterka minningu af því að vera inni á billjard- og leiktækjastofu í Bankastrætinu (líklega þar sem Sævar Karl var til húsa) og þar stóð djúkbox og ég valdi einmitt skásta lagið sem ég fann, þetta hérna gangandi á tunglinu. Skömmu síðar stal ég krít af einu borðinu (hafði ekki hugmynd um hvað þetta var en fannst samt taka því að stela því. Svona var maður mikill unglingafáviti). Undarlegt hvað heilinn á manni geymir. Ég mun samt ekki leggja á mig löng ferðalög til að sjá kombakk Löggunnar. Alveg í Höllina samt.

09.03.07
Skemmtilegir tenglar í boði Unglingafáviti ehf:

18+     Gamlar lesbíur
hljóð    Sveimhugi
wft      Geirvörtulakk
spes    Fríksjóbiblía
wtf       Feitar konur með partíhatta
bíó     Það er enginn að horfa
18+     Skordýraklám
18+     Svakaleg kameltá
spes    Trommuheilar

08.03.07
Allt hefur sína kosti og galla. Tökum til dæmis það að búa á Íslandi:

Topp 5 kostir: 
Skyr. Til dæmis Boozt og svo skyrbarinn í 10-11, og þá er ég að tala um þann í Hafnarfirði. Hann er einfaldlega geðveikt góður. Rosalegt úrval af skyri og múslídrasli og ávöxtum og risastór plastbakki til að skella þessu í og á eingöngu 299 kall. 10-11 eru líka með skyrbar í Lágmúla en sá er miklu verri og minni bakkar að auki. Samt alveg ok.
Vatn. Kalt úr krananum og heitt í potti. Gott gott gott.
Fjöll. Gaman að fara upp á þau og líka niður.
Fólkið. Sem maður þekkir, elskar og fílar.
Veður. 10% gott og þá kann maður svo vel að meta það.

Topp 5 gallar:
Verð. Fáránlega hátt þrátt fyrir nýskeða lækkun.
Veður. 90% drasl.
Laun. Lág. Ástæðan fyrir vinnugeðveikinni.
Einangrunin. Meiriháttar mál að komast í burtu. Maður skreppur ekkert í næstu stórborg. Það er bara Akureyri eða éttu skít.
Þak yfir höfuðið. Meiriháttar mál og ævilangt hark.
---
Djöfull er mér farið að hlakka til að komast til New York! Hálfsársleg viðrun er nauðsynleg.
---
Ég hef aldrei skilið afhverju fólk finnst Seinfeld skemmtilegur. Drephelvítileiðinlegt og óþolandi fólk í þessum þætti. Svo ekki sé minnst á hin glötuðu bassasóló sem fylla skorið.
---
Já auðvitað! Ég sé það núna: Auglýsingabæklingur frá Smáralind var borinn í hús í dag. Á forsíðunni má sjá unga stúlku á háum hælum í velþekktri stellingu úr klámmyndum. Hún er tilbúin til þess að láta taka sig aftan frá. Með munninn opinn býður hún lesendum af karlkyni að setja skaufa sína upp í sig. Auglýsingabæklingalöggan hefði náttúrlega aldrei leyft þessum sora að komast í gegn.
---
Stranglers voru fínir. Gott að sólbekkjahelmútinn er hættur, meira páver í þeim svona og svo sem bara ok að gamli maðurinn með vökvapumpurnar var leystur af með höggþungum unglingi. Mikið best of og unaðslegt pönkefni að mestu, nokkur lög þó frekar leiðinleg og skrýtið að juðast á Kinkslummu þegar maður á alla þessa hittara. Fræbbblar einstaklega lús á því, slatti af nýju efni sem lofar góðu og klassík í bland. Fínt kvöld á Nasa.

05.03.07
Klassískt Prins póló:

Þessara umbúða er því miður ekki getið á þessari síðu, en þar eru engu að síðar ýmsar afurðir komma-Pólands kynntar og nuddaðar upp úr fortíðarslykju (geri ég ráð fyrir, ekki kann ég pólsku).
---
Hey, blús þarf ekki endilega að vera svo leiðinlegur. Hvað með t.d. Baby Gramps sem lítur svona út:

Hmmm, drengur minn. Mmph.. mmph... Mæli með að fólk tékki á því sem Jútjúb bíður upp á með þessari blúsgeit.
---
Einnig á Jútjúb: Bítlar renna saman í Grátt.

---
Horfið í haug fortíðar