31.05.10
Þetta fór gríðarlega vel og ég er víst orðinn fimmti varaborgarfulltrúi Besta flokksins. Það er eitthvað. Ég er alveg til í gott pönk, enda sýndist mér á umræðunum í Silfri Egils að það sé kominn tími á "öðruvísi stjórnmál" og að færa þau "nær fólkinu". Sex frá Besta flugu inn og Besti er orðinn stærsti flokkur höfuðborgarinnar, eins og þú veist. Mikil sigurhátíð var haldin í Iðuvöllum (500 kall inn - ekkert rugl) og allskonar lið mætti. Þar á meðal snillingar eins og Óli partípizza og Hrafn Gunnlaugsson og haugarnir af glöðu partíliði og skronsterum. Byltingin var glöð - þetta er það næsta sem ég hef komist svona "stríðið er búið" stemmingu þar sem hermenn kyssa hjúkrunarkonur og frægar ljósmyndir nást á filmu. Háleynilegar og viðkvæmar samstarfsviðræður standa nú yfir við Samfó, sem mér finnst það upplagðasta í stöðunni, miðað við hvað "kom upp úr kjörkössunum". Eins gott að þessar samstarfsviðræður gangi vel því annars verður maður buffaður á götum úti, a.m.k. ef Besti gerist "hækja auðvaldsins (eins og Bubbi Morthens)" - sbr. þetta
---
Undarlega lélegur árangur náðist í Euro. Hera bara #19 með 41 stig og asnalega Lily Allen vonnabíið frá Þýskalandi vann. Hver hefði trúað því? Alla vega ekki spekingarnir í Alla leið sem voru með allt aðrar hugmyndir. Sannar bara enn einu sinni að í Eurovision getur allt gerst (eða að við höfum ekkert vit á þessu). Gleðibankastemming hafði náttúrlega byggst upp og ekki var ég barnanna bestur í því. Páll Óskar hafði jú sagt að við yrðum pottþétt á meðal topp 5. Svo miklar voru væntingarnar að mér skilst að Rúv hafi kallað saman neyðarfund til að ræða hvernig ætti að bregðast við sigrinum. Eitt skil ég ekki: Ef við erum svona hrædd um að vinna af því þá förum við hausinn, af hverju erum við þá að taka þátt í þessu?
---

Vanstilltir - 27
Hér er lag úr leikritinu Rokki, sem Hugleikur hefur verið að sýna í húsnæði sínu á Örfyrisey. Verkið þótti svo æðislegt (valið "athyglisverðasta áhugaleiksýningin 2009-10" af valnefnd Þjóðleikhússins) að það verður sýnt í Kassa Þjóðleikhússins 10. júní. Þetta lag (eins og önnur í verkinu) er eftir Eggert Hilmarsson Ljóta hálfvita, Rotþró og Innvortis, en textinn er eftir Sigurð H. Pálsson, einn leikritahöfunda og fyrrum liðsmann Mosa frænda. Sem sé, skotheld rokkfortíð á öllum póstum. Lagið heitir 27 og bandið kallar sig Vanstilltir. Það má alveg mæla með þessu verki, Rokki. Það er skemmtilegt og Flosi í Ham fer á kostum sem gamall rokkkall. Myndband við lagið má sjá hér.
---

Sóli og Lydía - Steggjapartýstaupið
Þegar ég hélt að serían "Bítlarnir á íslensku" væri fullkomnuð fékk ég vísbendingar frá góðum mönnum um fleiri lög. Heil átta bítlakóver hafa nú bæst við og best að byrja að mjatla þeim út. Hér er Steggjapartýstaupið - In My Life af Rubber Soul - úr leikritinu Fullkomið brúðkaup sem nokkur leikfélög menntakólanna á höfuðborgarsvæðinu settu upp í sameiningu 2002. Hér syngja Sólmundur Hólm (sá sami og skrifaði frábæra ævisögu Gylfa Ægissonar) og Lydía Grétarsdóttir (mikið af flottri raftónlist hér, sem minnir á eldgamalt tilraunarafpopp) Steggjapartýstaupið með íslenskum texta eftir Sóla sjálfan. Þetta kom út í takmörkuðu upplagi 2002.

29.05.10
Í öllum kosningum sem ég hef tekið þátt um dagana hef ég alltaf þurft að velja það skásta, eða þá skilað auðu eða krotað svíviðringar á miðann. Ég hef aldrei getað kosið með bros á vör. Það hefur alltaf verið eitthvað ömurlegt við valmöguleikana. Í dag er allt breytt. Ég vel það Besta og það er ótrúlega auðvelt. Ég get ekki beðið eftir að kjörstaðir opni svo ég geti sett X við Æ og gefið ruglinu og leiðindunum frí. Langt, verðskuldað frí. Ég sætti mig ekki lengur við lélegt.
---
Það eina neikvæða sem ég get séð við það að Jón verði borgarstjóri er að þá yrði Tvíhöfði fyrir bí. Nema það yrði einn vikulegur borgarstjóra-Tvíhöfði, sem gæti náttúrlega verið snilld. Smásálin gæti orðið "alvöru" og borgarbúar hringt inn með málefni. Ein sígild saga úr sagnabrunni Jóns er sagan um það þegar hann var að vinna í kjötborði í búð og fékk sér hanakamb. Hér er eitthvað VR dæmi þar sem þessi saga er mjög glæsilega myndskreytt - með nýjum og ónáttúrulega ferskum endi! 
---

Diddi Fel - Sorrý með mig
Diddi Fel er einn af þessum strákum sem eru að gera góða hluti í íslenska rappinu. Syngur á ylhýra og er töff. Hér er fréttatilkynning: Sóðakjafturinn og rappundrið Diddi Fel kemur fram í Havarí á  laugardaginn 29. maí (í dag!) kl. 16. Diddi er á fullu spani að kynna spánýja plötu sína, Hesthúsið. Plötuna sem allir vilja eiga nema mömmur  þeirra. Diddi mun taka nokkra slagara af plötunni og skemmta gestum með dæmisögum sínum úr næturlífi borgarinnar.
Platan verður á tilboði í kringum tónleikana og geta gestir gert reifarakaup um leið og þeir hlýða á ljúfa tóna Didda Fel og félaga. Tónleikarnir eru hinir fyrstu í sumartónleikadagskrá Havarís. Á hverjum laugardegi munu allskyns tónlistarmenn og hljómsveitir leggja leið sína í Havarí og spila fyrir gesti og gangandi í miðborginni.

28.05.10

Kombakk! S.H.Draumur kemur fram í haust - á Airwaves! Bandið - ég, Steingrímur Birgisson gítarleikari (nú skólastjóri tónlistarskólans á Egilsstöðum) og Biggi Baldurs, trommari, Vantrúarmaður og tónlistarkennari upp á Skaga, sem leysti af Hauk Valdimarsson, gullsmið í Carat, Smáralind 1985 - starfaði frá 1982 til 1988, en við kombökkuðum síðast 1993 á tónleikum í Tunglinu þegar safndiskurinn Allt heila klabbið kom út. Sá diskur var hálfgerður gallagripur og hefur ekki verið fáanlegur í mörg herrans ár - allavega ekki síðan svona 1995. Það hefur lengi staðið til að endurútgefa stöffið okkar. Nú liggur fyrir að Kimi Records mun gefa út endurmasterað GOÐ á LP (vinýl) með öllu hinu dótinu, sem mun fylgja með á gagnadisk sem mp3. Sem sé, kombakk og endurútgáfa í október! GOÐ þarf alveg á smá sparki í rassinn að halda því platan náði ekki nema 198. sæti í bókinni 100 Bestu plötur Íslandssögunnar (en var 31. í Eru ekki allir í stuði 9 árum fyrr (ég svindlaði samt ekki neitt - alveg satt!)). Þetta verður geðveikt! Ég er að segja þér það.
S.H.Draumur - Helmút á mótorhjóli (af plötunni GOÐ (ekki búið að endurmastera!)
---
S.H.Draumur er ekki það eina sem tilkynnt er í dag sem nýjasta viðbótin á Airwaves. Það eru allskonar nöfn að koma sem maður hefur heyrt minnst á áður - TUNNG (UK), THE ANTLERS (USA), tUnE-yArDs (USA), HERCULES AND LOVE AFFAIR (USA) - og líka stöff sem maður er að sjá í fyrsta skipti á prenti: MOUNT KIMBIE (UK), EVERYTHING EVERYTHING (UK), JAAKKO AND JAY (FI) og CHARLI XCX (UK). Hægt að hlusta á þetta dót á spikfeitu Rjómabloggi.
---
Rafmagnið fór af kl. 05:10. Ég var nýsestur við tölvuna. Ef ég er háður einhverju þá er ég háður rafmagni. Hver er það ekki? Allt líf nútímamannsins snýst í kringum rafmagn. Það var rafmagnslaust í hálftíma. Maður var gjörsamlega bjargarlaus. Þurfti að fara að lesa eitthvað við birtu af götunni eins og einhver 19. aldar maður! Rafmagnið kom aftur hálftíma síðar, kl. 05:40. Þá varð allt eins og það á að vera. Hvernig getur Orkuveitan verið á hausnum? Hvaða rugl er það? Svo er verið að segja að Besti flokkurinn sé eitthvað grín. Fuss! Kemur nú úr hörðustu átt. Samkvæmt síðustu skoðunakönnunum er Besti með 7 menn en þarf 8 til að ná meirihluta. Þetta er spurning um Möggu Stínu eða Þorbjörgu Helgu Vigfúsdóttur. Ööö... er það einhver spurning? X-Æ 29. maí!
---
Það hringdi í mig blaðamaður Moggans kl. 18:10 í gær og vildi vita hvort "meðlimir Besta flokksins væru farnir að tala um það við hvern yrði stofnað til meirihlutasamstarfs". Hann hafði nefnilega "heyrt af slíku". Ég kom af fjöllum, ég hef ekki tekið þátt í þannig samræðum að minnsta kosti. Kom með staðlað stjórnmálamannasvar að "fyrst þyrfti nú að sjá hvað kæmi upp úr kjörkössunum". Það eina sem ég veit er að Jón Gnarr heimtar borgarstjórastólinn og sá sem hann vill vinna með verður að vera búinn að horfa á alla þættina af The Wire. 

25.05.10

Framboðsgrein #2 - Best að vera næs!
Kannski segir umferðamenning Íslendinga eitthvað um okkur. Í umferðinni erum við nefnilega að "taka þátt í samfélaginu" og þá gengur ekki að hugsa bara um sjálfan sig - nema maður sé algjör fáviti. Og stundum finnst manni það. Að maður sé umkringdur eintómum fávitum. Þetta lið gefur ekki stefnuljós, svínar á manni, keyrir yfir á rauðu, stoppar ekki fyrir gangandi vegfarendum - hvað þá hjólandi - og bara öslar áfram eins og það eitt skipti máli í heiminum, eða sé zombíar. 

Það er eiginlega stórhættulegt að hjóla í bænum. Flottir og kúl þessir hjólastígar út um allt auðvitað, en þurfi maður að vera innan um bíla borgar sig sko sannarlega að hafa augun opin og aldrei gera ráð fyrir því að fólk stoppi fyrir þér. Ég veit ekki hversu oft ég hef næstum því orðið fyrir bíl, t.d. þegar ég fer yfir aðrein. 

Það má kannski reyna, en það er ekki hægt - held ég - að skylda fólk til að vera tillitssamara í umferðinni. Kannski mætti þó til dæmis taka upp þá umferðarreglu að gangandi fólk og hjólandi eigi alltaf réttinn á bíla, a.m.k. í miðbænum. Þannig er það í bænum Northampton í Massachusettes í USA (og örugglega víðar - til dæmis í Osló!). Northampton er frábær borg. Kurt Vonnegut bjó þarna og þetta er lesbíuhöfuðborg USA, skilst mér. Þarna verða sem sagt ökumenn alltaf að stoppa ef þeir sjá fólk ætla að fara yfir götu í miðbænum. Þetta skapar afslappað og næs andrúmsloft - eða það fannst mér ég skynja þegar ég var þarna í heimsókn 2001. Það er enginn að ösla áfram. 

Kannski má koma svona reglum á hér. Á Íslandi væri allavega næs að sjá hugsarfarsbreytingu koma til í umferðinni (og allsstaðar annars staðar líka auðvitað!) Að manni fyndist af athöfnum samborgara sinna að dæma að við værum í sama liðinu. Við, samferðafólk á þessum stað á þessum tíma, erum öll á þessu undarlega ferðalagi saman (sjá nánar: Hótel Jörð). Að ota sínum tota endalaust og tuddast á samborgurum sínum er bara rugl. Eitthvað úrelt 2007 dæmi. Búið.

Hugarfarsbreytingin byrjar auðvitað á manni sjálfum. Ég er alls ekki að segja að ég sé einhver smælandi engill - satt best að segja get ég verið helvítis durgur og það er stutt í vega-tryllinginn (e. road rage) nema ég passi mig. Nú er ég meðvitað að reyna að snúa við blaðinu og er að tjasla mér saman í það að vera alltaf súpernæs og tillitssamur undir stýri. Ef ég rúnta niður Laugarveginn gef ég alltaf öllum séns. Ég stoppa alltaf fyrir fólki við gangbrautir (enda segja umferðarlögin að maður eigi að gera það, þótt fæstir fari eftir því). Ef ég er á aðrein og sé hjól nálgast passa ég alltaf að gefa hjólinu nægt pláss til að komast leiðar sinnar. Ég er á mörg hundruð kílóa málmhlunk og því eðlilegast að ég sýni hámarks aðgát og tillitssemi.

Þegar maður er svona næs brosir hitt fólkið við manni, margir veifa eða kinka kolli, og manni finnst bara innilega eins og maður sé að gera eitthvað rétt. Það er Besta tilfinningin.
---
Og að því sögðu er ekkert að gera nema blasta besta lagi í heimi:
Besta lag í heimi
---
Hróður Besta berst út fyrir landssteinananna, t.d. til Telegraph. Annars er víst Besti bara eitthvað svívirðilegt plott upphugsað af hinu kunna illmenni Björk "Sveðju" Guðmundsdóttur, eða svo segir þessi náungi, til þess eins að hún fái "frið fyrir áhangendum þegar hún tindilfætt töltir um götur Reykjavíkur" af því "henni er illa við Sjálfstæðismenn og hefur alltaf verið" - Þetta er allavega mun frumlegri samsæriskenning en þessi um að Besti sé bara eitthvað Silvíu Nótt flipp og það sé verið "að búa til bíómynd". Ég bíð nú bara spenntur eftir að einhver paranojusjúkingurinn komi með geimverur og frímúrara í pakkann. Vá, liðið er gjörsamlega alveg að fríka út yfir Besta! Ekki þó EIR sem fattar Besta og skrifar um það. Auðvitað maður!

24.05.10
Pol Pot. Er ekki kominn tími til að draga hann inn í "umræðuna"? 
---
Besta uppistandskvöld Besta flokksins nokkru sinni fer fram í kvöld á Venue (aka Gaukurinn). Byrjar kl. 21. Þorsteinn Guðmundsson, Davíð Þór, Anna Svava, Hugleikur Dagsson og Ari Eldjárn troða upp. Klikkar tæplega.
---
Mér fannst þetta gríðarlega vel heppnað hjá Heru og kó í Euro í gær. Massíft sjó, gott ef ekki flottasta atriði sem Ísland hefur boðið upp á só far. Ég held ég hafi fengið gæsahúð (ekki segja nokkrum manni frá þessu, sérstaklega ekki mér fyrir 20 árum). Eins gott að við komumst áfram. Ég var farinn að hafa áhyggjur af þessu. Nú halda manni því engin bönd í væntingunum. Ég spái dobbolpakka á laugardaginn. Ísland vinnur Eurovision og Besti borgina. Þú last það fyrst hér!
---
Var að drekka gos frá Taívan sem heitir því skemmtilega nafni Hey Song. Verst að það er ógeðslega vont!
---
Ég sá myndina Nowhere boy um unglinga-Lennon og samband hans við mömmu sínu og Mimi frænku. Þar sem ég er Bítlatrúar komst ég við, svona álíka og kristnir yfir biblíumyndum, geri ég ráð fyrir, enda saga Bítlanna jafn stórkostleg (fyrir mér) og saga Jesús - og sveipuð svipuðum töfraljóma. Þetta er fín mynd, hef lítið út á hana að setja. Fyrsta Quarrymen-myndin stendur undir væntingum!
---
Talandi um Guð. Steindi var með gríðarlegt spark í pung prestastéttarinnar í þættinum sínum síðast. Alveg er ég viss um að Guð er brjálaður yfir þessu. Hér er hinsvegar George Martin í léttu spjalli um drottins orð.
---
Þegar ég hélt að íslensku Bítlakóverin væru öll dottin í hús bárust mér ábendingar um tvö enn. Hér er annað:


Sumargleðin - Ó manstu je je je...
Þetta er náttúrlega drottning allra íslenskra bítlakóvera! Ómar (með þriðja innleggið í þessa seríu) fer gjörsamlega á kostum í bítlinu og kóverar hvert bítlalagið á fætur öðru í þessari mikilli syrpu (gestaþraut fyrir bítlanörda er að telja öll lögin). Lagið er af fyrstu plötu Sumargleðinnar - Sumargleðin syngur - sem var gefin út í tilefni af 10 ára afmæli hópsins 1981. ÞPlatan var hittari, enda bæði Prins Póló og Ég fer í fríið á henni. Það verður ekki undan því komist að hafa texta Ómars með, enda mikið þrekvirki:

23.05.10

Nýjasta nýtt í Besta-dissinu er að klifa á því að fylgið við flokkinn sé til marks um "hjarðeðli Íslendinga" - það sama og "leiddi okkur út í hrunið". Alveg bráðskemmtilegur hræðsluáróður, en eintómur hrokapirringur náttúrlega. Að halda því fram að Jón Gnarr sé einhver Berlusconi er ferlega mikið rugl eins og Gaukur útskýrir ágætlega hér. Gömlu þusvélarnar eru orðnar dauðhræddar um að ára(tuga)langt þus þeirra um vinstri/hægri/samfó/XD/Baug/Davíð, og af hvaða kúk í rotþrónni sé nú versta lyktin, verði hlægilegt og merkingarlaust fortíðargjamm eftir stórsigur Besta flokksins - svona álíka búið dæmi og áratugalangt rifrildið um herinn varð um leið og herinn fór. Og þusvél sem hefur misst tilgang sinn er sorgleg þusvél, eins og dæmin sanna. Það finnst engum gaman að vera úreltur. Allir eru auðvitað velkomnir í Glöðu byltinguna - þið hafið engu að tapa nema þusinu!
---
Fór í heita pottinn og hélt að allir væru æstir í að ræða kosningarnar. Það var nú eitthvað annað, maður. Það eina sem fólk hafði áhuga á var Eurovision. Hvar heldurðu að við lendum?, spurði eldri maður mig. Tja, sagði ég. Vonandi komumst við áfram og verðum meðal tíu efstu. En ég held við séum nú ekkert að fara að vinna þetta. 
Já, sagði karlinn og bætti við, fremur vandræðalega: Maður á nú ekkert að segja þetta upphátt, en ég held að Hera sé bara of þybbin til að vinna þetta!
Hvaða, hvaða, sagði ég. Hún geislar af sjálfsöryggi og líður greinilega bara vel í sínum skrokki. Hún getur ekki annað en staðið sig vel.
Karlinn umlaði eitthvað og kinkaði kolli.
---
Sjálfur var ég nú eiginlega búinn að gleyma Eurovision enda svo mikið stuð í kringum Besta. Mig minnir að ég segði (í Alla leið) að löndin sem kæmust upp úr riðlunum tveimur væru:

1. riðill - á þriðjudaginn!
Moldóva
Rússland
Finnland
Eistland
Lettland
Belgía
Grikkland
Albanía
Hvíta-Rússland
Ísland

2. riðill - á fimmtudaginn!
Litháen
Armenía
Danmörk
Holland
Sviss
Rúmenía
Írland
Úkranía
Króatía
Tyrkland

Ég sagði í þættinum að ég vonaði að Grikkland myndi vinna þetta (Opa!) eða Lettland, en svona eftir á að hyggja er ég farinn að trúa því að Danmörk taki þetta, enda með svona lag sem vinnur á og gefur fyrirheit um pottþéttustu þjóðfélagsskipun í heimi. Danska liðið lítur út eins og fólk sem allir vilja vera, ímynda ég mér. Ungt og fallegt, með áhuga á innanhúsarkitektúr og líkamsrækt.
---
Þetta er rosa skemmtileg nördasíða fyrir Eurovision-sjúklinga. Endalaust úrval af kóverversjónum af gömlum Eurovision-lögum. Maður sekkur varla dýpra í nördismann en þetta! Ég hjálpaði náunganum sem sér um þessa síðu aðeins að redda lögum frá Íslandi. Hann er búinn að gera tæmandi lista yfir íslensk Eurovision-kóverlög, sem ég get sent á hvern þann sem hefur áhuga!

22.05.10
Er flokkur sem Jón Gnarr stofnaði í góðu flippi fyrir nokkrum vikum kominn með meirihluta í borgarstjórn skv. nýjustu skoðunakönnun, eða var ég að éta ofskynjunarsveppi? Ofskynjunarsveppi, hlýtur að vera. (Skítaleitarsveitir annarra flokka athugið: Þetta er svokallað grín, ég hef aldrei notað ofskynjunarsveppi - hvað þá LSD -  og langar ekkert til þess.)
---
Besti er sem sé kominn með meirihluta skv. könnun Fbl/Stöð 2 og ég fékk kökk í hálsinn að sjá Hönnu Birnu og Dag (sem fá 3 menn hvort í sömu könnun, á meðan Besti fær 8!) í viðtali við Heimi Má á Stöð 2. Ég hreinlega vorkenndi þeim sem homo sapiens að horfa á önnur homo sapiens líða illa og vita ekki sitt rjúkandi ráð. Ég er bara svona soft náungi. Ég veit ekki hvað mér fannst þegar Dagur var spurður að einhverju og hann hrökk snarlega í stjórnmálamanns-froðufrasagírinn og hixtaði út nokkrum loftbólum. Vorkenndi honum líkega bara ennþá meira. Þetta er vandamál þessa fólks í hnotskurn, að geta ekki talað við umbjóðendur sína (í gegnum myndavélina) eins og fólk við fólk. Svokallaður almenningur er fyrir löngu orðinn dauðþreyttur á stjórnmálamönnum á sjálfsstýringu. En þeir bara skilja það ekki. Geta það líklega ekki. Kannski er lítið tæki inn í þeim sem þeir fengu grætt í sig á fyrsta flokksfundinum að koma í veg fyrir það. "Ógeðslega þjóðfélagið" sem Styrmir talaði um - var það kannski eitthvað sci-fi Matrix dæmi?
---
Jæja, þetta verður allavega athyglisverð vika, sú næsta! Ég held ég verði hreinlega að setja mér sjálfum stólinn fyrir dyrnar og banna mér að vera á Facebook, Eyjunni, Blogg.gáttinni og þessu dóti öllu, bara svo ég komi einhverju í verk! Ég skammta mér kannski tvo tíma á dag í að "fylgjast með umræðunni". Í dag mæli ég með Badabing. Þar er góð greining á úldnu íslensku pólitíkinni og afstöðunni til Besta. Jón Gnarr er í opinskáu viðtali í nýjasta Grapevine, sem þú ættir að kippa með þér, eða lesa á netinu. Hér er aðgerðaáætlun Besta flokksins. Þetta er allavega byrjun! 
---
Í gær hjólaði ég smá, bara svo ég gerði eitthvað annað þann daginn en að hanga í tölvunni. Gott veður og svona. Það eru hjólastígar meira og minna um allt stór-Rvksvæðið. Í Öskjuhlíð er komið minnismerki um Sveinbjörn Beinteinsson. Hann var topp náungi. Held ég hafi séð hann troða upp, en kannski hefur minning mín mixast við Rokk í Reykjavík:


Ég þræddi Vesturbæinn í Kópavogi (um frábærlega vel heppnaða stíga) og hugsaði um öskuhauginn sem var í Kársnesi einu sinni. Það voru engir tölvuleikir þegar ég var lítill svo maður var stundum á haugunum á leika sér eins og eitthvað barn í s/h kvikmynd sem gerist í 3ja heiminum á 8. áratungum. Alltaf að reyna að finna eitthvað dót. Ef það var ekki dót á haugunum, þá reyndi maður að finna gamalt drasl frá stríðinu í gömlum herminjum. Ryðgað skothylki hefði gert mann hamingjusamasta strák í heimi. Einu sinni reif ég lokið af plastdollu á haugnum og fékk úldinn síldarsafa yfir mig. Ekki gaman! Við Esso í Fossvogi er kominn nýr pissustrákur, en hann er hafður á bakvið stöðina:


Gamli pissustrákurinn var alltaf fyrir framan Esso og blasti við þegar maður keyrði framhjá í Kópavogsstrætó. Oddný systir, sem er 9 árum eldri en ég, lét mig sem smábarn alltaf gala í strætó - "Óli er að pissa! Óli er að pissa!" - þegar við keyrðum þarna framhjá og sumir flissuðu. Þetta er nú ekkert miðað við Jón Gnarr, sem segir í Grapevine viðtalinu að hann hafi fjögurra ára gengið upp að fólki í strætó og spurt hvort það hafi verið að ríða! 


Eftir Vesturbæinn í Kóp kom ég í Arnarnes. Þar hefur stolt almúgafólk komið sér vel fyrir í látlausum hýbýlum. Sá þennan megatöff Mustang GT350. Það sést ekki á myndinni, en á skiltinu þarna fyrir aftan hafa gárungar með tússpenna breytt Teistunesi í Eistunes. Sömu gárungar hafa líka breytt Hegranesi í Negranes. Það ríkir glundroði á Arnarnesi!


Mér hefur alltaf þótt Sjálandshverfið í Garðabæ ógeðslega töff. Þar vantar auðvitað meira "líf" þarna, en þetta lítur a.m.k. gríðarlega töff út. Svona "erlendis". Og ekki finnst manni þetta minna töff þegar maður skoðar það nánar. Þarna er lækur sem rennur undir brú við hliðina á einhverju sem mér sýndist vera sundlaug. "Velheppnað samspil náttúrunnar og mannsins", myndi ég t.d. segja ef ég væri í nefnd. Þegar þarna var komið við sögu hjólaði ég nú bara sömu leið til baka enda hafði ég ekki tekið vettlinga og húfu með. Ég er alltaf að gera þessi mistök. Að halda að góða veðrið í byrjun ferðar vari að eilífu. Muna: Taka húfu og vettlinga með! Næst ætla ég að hjóla áfram og út á Bessastaði og Hafnafjörð og einhvern risahring. Það er bara svo gaman að hjóla!

21.05.10

Björk fær víst einhver sænsk Polar verðlaun. Milljón kall sænskar takk fyrir. Fredrik Strage, sem að sögn er frægasti tónlistargagnrýnandi Svía, finnst glatað að Björk fái þessi verðlaun og skrifar um það hér. Í lauslegri þýðingu Eiríks Arnar (sem sagði fyrstur frá þessu á Facebookinu) segir Fredrik þetta: 

"Hinn óþægilegi sannleikur er sá að Björk var búin að vera um svipað leyti og tíundi áratugurinn. En nú þegar hún fær Polar-verðlaunin er henni lýst sem fullri af "ástríðu", "sprengikrafti", "norðurskauts-lunderni" og "óhemjanlegum náttúrukrafti". Ég hef notað svipuð lýsingarorð þegar ég hef hyllt Björk í gegnum tíðina, en plöturnar sem hún hefur gefið út frá aldamótum – og ég gaf alltof góða dóma þegar þær komu út – hljóma eftir á að hyggja meira útpældar en ástríðufullar. Björk er svo sannarlega áhugaverðari Polar-verðlaunahafi en margir þeirra sem fengu verðlaunin á undan henni. En að nefndin velji listamann sem hefur bara gefið út þrjár verulega góðar plötur er erfitt að kalla annað en þróunarhjálp. Með því að styðja einu súperstjörnu Íslands gefur kviðdómurinn ekki bara Björk eina milljón sænskar krónur (sem ætti að samsvara uþb 30 prósentum af þjóðarframleiðslu landsins) heldur fá landsmenn hennar í þokkabót einn skammt af sjálfstrausti. Frá því að íslensku bankarnir hrundu og Eyjafjallajökull gaus hafa margir Evrópubúar spurt sig hvort Ísland þjóni nokkrum tilgangi. Með því að veita Íslendingum Polar-verðlaunin er erfiðara að afgreiða íbúa landsins sem seinþroska rassálfa sem éta rotinn hákarl."

- Ég fæ ekki betur séð en að Ísland hafi eignast glænýjan Paul Watson!
---
Ég minni á að gamla pönkbandið The Authorities spilar á Sódómu í kvöld!!! Bacon og The Way Down hita upp. 
---

Fyrsta Gay pride í Grænlandi fór fram 15. maí. Það má skoða myndir frá hátíðarhöldunum, t.d. hér. Ég hef aldrei komið til Grænlands en langar einn daginn. Þá helst til Nuuk. Mér finnst bara svo asnalegt að fara ekki þarna af því við erum við hliðina. Það er undarlega lítið samband á milli þessara grannþjóða. Það er líka svo erfitt að komast til Grænlands, eða allavega rándýrt að fljúga. Ef maður þarf að eyða sömu upphæð til að komast til Nuuk eða New York vill maður svona frekar enda á að fara til New York, enda höfuðborg alheimsins. Grænlendingar eiga fullt af frambærilegum tónlistarmönnum, hér er smá:
- Julie Berhelsen
- Nina Kreutzmann Jørgensen
- Kimmernaq Kjeldsen
- Juno (grænlenski Haffi Haff)
- Angu (einlægur trúbador)
- Nanook (coldplayuð hljómsveit)
- Sume ("fyrsta hljómsveitin í Grænlandi" - gott hipparokk!)
- The Eskimos (bítlaband, sem ég bloggaði um í fyrra)
- Nuuk Posse (rappband)

Hér er grænlensk netbúð. Hér er grein um grænlensku senuna.
---
Mikið er karpað um Besta flokkinn og sýnist sitt hverjum. Kemur nú bersýnilega í ljós, eins og í Moby Dick (allavega myndinni, ég gafst upp á bókinni), að einfættir geðveikir menn eiga að sleppa því að eltast við hvíta hvali. Það endar bara illa. Nei, það var einhver önnur pæling. En allavega: Hér er mjög góð grein (Hver er grínistinn? e. Halldór Armand Ásgeirsson).
---

Svo virðist sem ég hafi verið hjólandi slysagildra (þá aðallega fyrir sjálfan mig) því ég var með hjálminn kolólöglegan á hausnum í hringferð minni um borgina. Eins og eitthvað fífl! Ljótt er að vita þetta og jafnvel mætti draga þetta fram í skítaherferðinni gegn Besta sem nú stendur yfir. Hvað ætlar þú að gera í borgarstjórn, kannt ekki einu sinni að festa á þig hjálm? Svo sá ég þig einu sinni tala við Guðlaug Þór - þú ert bara Berlusconi! Það má eiginlega segja að þetta með hjálminn sé jafn mikið sjokk og ef Einar í XB hefði verið í sjósundinu með typpið út úr skýlunni. Ég fékk þessa sláandi mynd senda frá miklum hjálmaspesíalista og svo slóð hingað, þar sem hægt er að hjálma sig í klessu á réttan hátt. Ég biðst auðmjúkur afsökunar á þessum glæp gegn hjólamenningunni.
---

Engilbert Jensen - Fylgdu mér
Fylgdu mér er Let it be (lag Pauls um mömmu sína, titillag síðustu plötu Bítlanna 1970). Lagið var B-hliðin á þessari smáskífu Engilberts sem Fálkinn gaf út 1970. Íslenska textann gerði Jóhanna Erlingsson. Á A-hliðinni var Raindrops keep falling on my head á íslensku. Engilbert hafði verið í Tilveru á eftir frækilegum ferli með Hljómum og á þessum tímapunkti var hann að reyna smá sóló. Hann átti eftir að koma með LP plötuna ...skyggni ágætt nokkrum árum síðar (plata sem er upplagður kandidat í "Úr glatkistunni"). Líkur nú dagskrárliðnum Bítlarnir á íslensku enda er ég búinn að setja út öll íslensk Bítlakóver sem ég veit um. Ef einhver veit um önnur Bítlalög sungin á íslensku má hann endilega láta mig vita. Íslensku bítlakóverin eru:
* Ómar Ragnarsson – Karlarnir heyrnalausu - Twist & Shout... LP 1966
* Hljómar - Einn á ferð (Nowhere man) t: Ómar Ragnarsson, Hljómar I LP 1967
* Trúbrot – Þú skalt mig fá (Things we said today), t: Þ. Eggertsson, Trúbrot LP 1969
* Sigrún Harðardóttir & Óríon – Enginn veit (I will) – t: Eysteinn Jónasson + stef út The Family way - 7” 1968
* Nútímabörn - Hvenær vöknum við? (We can work it out) – t: Ómar Ragnarsson, Nútímabörn LP 1969
* Engilbert Jensen – Fylgdu mér (Let it be), t: Jóhanna Erlingsson, 7” 1970
* Samsteypan – Friður á jörð (Give peace a change) 7” 1970
* Ómar Ragnarsson – Eitthvað út í loftið (Uncle Albert, Paul McCartney lag)
* Harpa Gunnarsdóttir – Elsku kisa mín (Obladí Oblada) – 7” EP 1975
* Alfa Beta – Hún vill ekki sjá þig (I don’t want to see you again (Peter & Gordon)) – t: Jónas Friðrik, Velkomin í gleðskapinn LP 1976
* Björk – Álfur út úr hól (Fool on the hill), Björk LP 1977
* Helgi Pétursson – Þú vilt ei mig (You wont see me), t: Helgi Péturs – Þú ert LP 1979

og má öll finna einhvers staðar hér á blogginu sé skrollað nógu langt aftur.

20.05.10
Var ég búinn að segja þér að mig dreymdi að 66°N hefði nefnt síðar nærbuxur eftir mér? "Dr. Gunni" síðar nærbuxur. Nei, ok, ég geri það þá núna. Það er náttúrlega toppurinn á "inninu" að vera eitthvað að gera fyrir 66°N. Maður gæti t.d. verið myndaður á Patreksfirði um hávetur starandi ofsa kúl í myndavélina alveg dúðaður upp í topp í nýjustu úlpunni.
---
Mér finnst mohito góður kokkteill. Ef ég á að verða fullur fæ ég mér svoleiðis. Mörgum finnst hann eitthvað "2007", en mér finnst hann nú meira svona saumaklúbbs-eitthvað. Ég hitti Frey Eyjólfsson í gær og hann var að djóka með að hann væri búinn að finna upp nýjan kokkteil sem er meira svona 2010. Hann heitir Mongólító og  það er landi, arfi og hundasúrur í honum. "Mongólító" af því maður verður "alveg eins og mongólíti" af honum.
---
Í dag er allir að teikna Múhammed dagurinn. Ég skorast ekki undan:

---
Besta fárið heldur áfram. Allir eru að skrifa eitthvað og það er svaka stuð og uppgangur. Fjör jafnvel. Allt út af því að Jóni Gnarr langaði svo í vel launað innidjobb og einkabílstjóra. Magnað helvíti! Í Besta-tengdu efni langar mig að benda á sjúklega fyndna framboðsgrein Þorsteins Guðmundssonar á síðu Besta og blogg Þorgeirs í Ljótu hálfvitum sem fær það út að Besti sé Harlem Globetrotters framboðanna í ár. Svo er formaðurinn með hverja frábæra greinina á eftir annarri, eins og t.d. Möppumessuna sem birtist líka í Fbl í dag.
---
Ég hjólaði hringinn í kringum Rvk í gær. Ég hef gert þetta áður en ekki með myndavélasíma. Borgin er að mestum hluta girt með reiðhjólastígum, sem er frábært framtak og snilld. Það er alveg slatti meira sem er fínt af því sem fyrrverandi borgarstjórnir hafa gert. Framtak Gísla Marteins að setja skilti á strætóstoppistöðvar til að maður viti hvar maður er (þjáist maður af svo sterkri nærsýni að sjá bara upp á skýlið), er t.d. alveg fínt og hefur örugglega ekki kostað svo mikið. Álíka mikið og að láta kyngreina Skýrsluna kannski. Djöfull eru VG ruglaðir með þetta kynjunarkjaftæði endalaust. Ég skal kynja Skýrsluna frítt fyrir þá: Hrunið var hvítum karlpungum á hestasterum að kenna að 98.8% leiti. Svo voru þarna 1.2% konur í dröktum og ríddu mér hælum hangandi á hliðarlínunni. Voila. Búinn að kynja Hrunið og alveg frítt. Þrjár millurnar má þá nota til að byggja vatnshelt skýli yfir biðröðina í Mæðrastyrksnefnd. Bara hugmynd.
---
Já en allavega, Rvk-hringurinn. Það er hægt að skoða leiðina á Borgarvefsjá (sem er enn eitt töff af því sem búið er að gera). Leiðin sem ég fór er svona:

Þessi rauða lína er 39.5 km samkvæmt Borgarvefsjánni (sem er með mjög töff mælinga-eiginleika). Ég var ekkert að flýta mér og fór hringinn á 3 tímum. Byrjaði hjá grásleppuskúrunum á Ægissíðu og hjólaði vestur. Það var þoka (öskufall?). Greiðfærni er mjög góð um allt Seltjarnarnes og gaman að hjóla meðfram Gróttufjöru:

1. 
Niðrí bæ lendir maður í flækjustigi. Til dæmis við Hörpuskrýmslið. Maður þarf að fara upp á gangstétt og verður að hafa sig allan við að vera ekki drepinn af ökumönnum (næsta framboðsgrein mín mun fjalla um umferðarmenninguna í Rvk). En þegar maður er kominn á hjólastíginn aftur er maður bara í góðu fjöri lengi vel. Maður húrrar niður hjá Klettagörðum (eftir Laugarnes og Laupinn) og veit ekkert hvað gerist næst. Hin ónýtta Engey blasir við ferðalangi eins og draumur um fögur fyrirheit:

2. 
Tók Vatnagarðana (leiðinlegt að hjóla gangstéttina svo ég hætti lífi mínu á veginum sjálfum), framhjá Miklagarði og ofan í iðnaðarhverfið við Elliðavogsströndina, sem er svona:

3. 
Ég hef alltaf fílað iðnaðarhverfi. Tilgangsleysi lífsins er hvergi skýrara en á svona stöðum. Loks aftur á hjólastíginn og á fleygiferð framhjá hundaleiðindunum á Geirsnefi (fyndið að við hliðina á Geirsnefi er "Gelgjutangi"). Sandverksmiðjan, eða hvað sem þetta er, er töff bygging en mætti poppa upp, t.d. með hjálp Listaháskólans:

4. 
Það er líka töff þegar maður fer fram hjá bátahverfinu (sem er töff þótt það vanti alveg eitthvað um að vera) og undir brúnna yfir á norðurhlið Grafarvogs. Undir brúnni er mjög töff og erlendis. Ég tók sjálfsmynd (reyndar ekki mjög töff):

5. 
Greiðfærni um Grafarvogsbakka er góð. Ég hentist áfram eins og skugginn. Ég hefði samt alveg þegið kort á þar til gerðu skilti þegar ég nálgaðist Vesturlandsveg því ég vissi ekkert alveg hvert ég átti að fara næst. Brá á það ráð að hjóla upp brekku við golfvöllinn. Og svo þvert á golfvöllinn (það stóð hvergi að það væri bannað) og að Hádegismóum Moggans. Og gettu hvern ég sá koma út úr Mogganum og setjast upp í svartan jeppa? Davíð Oddsson (brosandi eins og saklaust ungabarn með hárið fjúkandi í golunni). Ég þorði ekki að gera neitt nema taka trylling á pedölunum og bruna í burtu. Hann hefði örugglega bara sagt eitthvað nastí ef hann hefði þá yfirleitt þóst hafa séð mig. Þegar ég var kominn móður og másandi niður að Rauðavatni tók ég þessa mynd af vettvangi og sé hún rannsökuð vel má sjá DO á henni að aka burt:

6. 
Nú var ég að nálgast hjólaleið sem ég hef oft farið áður. Mig var farið að þyrsta og fattaði þá að ég hafði ekki séð vatnshana síðan á Seltjarnarnesi eða eitthvað. Það má nú alveg skella upp nokkrum hönum í viðbót, finnst mér. Elliðarárdalur er ævintýraland og þarf ekki kosningaloforð Framsóknar til. Fossvogurinn er síðri en fínn samt. Loks kom vatnshani í botni brekkunnar þegar maður fer upp á Fossvogsveg. Verulega fínn hani, kraftmikill og töff, en kolvitlaust staðsettur. Maður tekur ferðina á brekkur og því er fatalt að hafa vatnshana þar sem brekkur byrja. Ég lét mig hafaða, enda skrælnaður:

7. 
Greiðfærni er fín alveg heim og á leiðinni fór ég að hugsa um hina frábæru umhverfislistasýningu sem var við strandlengjuna árið 1998. Þetta var svo frábær hugmynd og vel heppnuð. Ég man enn eftir fullt af töff list sem var á þessari sýningu. Nú er allt horfið nema Geirfuglinn eftir Ólöfu Nordal (ekki varaformaður XD, held ég) og grásleppur Steinunnar Þórarinsdóttur. Alveg mætti nú gera aðra svona sýningu, en reyna að halda kostnaði í lágmarki auðvitað. Strandlengjan er dæmi um einstaklega velheppnaða listasýningu, eða allavega finnst mér það. Ég kemst alltaf í gott skap þegar ég sé Geirfuglinn og fer að hugsa um geirfugla almennt. Jafnvel fuglalíf í heild:

8. 
En allavega: Ég mæli með þessum túr. Taka með húfu og vettlinga og það á alltaf að hjóla með hjálm. Áfram allskonar hjólaferðir í Rvk!
---

Ingimar Eydal og hljómsveit - Siggi var úti / Hvít segl
Á leið minni hringinn um Rvk stöðvaði mig lítillega verslunin Notað og nýtt, held ég að hún heiti. Ég var að vanda á höttunum eftir vinýl og fann nú ekki mikið þarna, en þó LP-plötu frá 1975 með Hljómsveit Ingimars Eydal, eða Ingimar Eydal og hljómsveit, eins og bandið kallar sig á umslagi. Platan heitir bara það, Ingimar Eydal og hljómsveit. Steinar gaf út og er platan með katalók númerið STLP001. Þetta er stuðpopp að mestu, en metnaðarfyllri sprettir innan um. Þarna er léttprogguð útgáfa af "Siggi var úti" (af öllum lögum) og leikur Maggi Kjartans á klavinett. Þarna er líka instrumental seventís sintapopp (a la Popcorn), lagið Hvít segl eftir Gylfa Ægisson. Umslagið er töff (ljósmyndir: Gunnar V. Andrésson, hönnun: Auglýsingastofan Form) og aftan á er verulega krípi klippimynd af bandinu:

("Úr glatkistunni" er nýtt ætem á þessu bloggi. Eins og nafnið bendir til verða undir þessum lið dregnar fram plötur og lög sem liggja óbætt hjá garði poppsögunnar, hafa ekki verið endurútgefin og finnast jafnvel ekki á niðurhalssíðum.)
---
Svo má geta þess að lag mitt og Hvanndalsbræðra, Vinsæll, er nú on ðe hás hjá Rjómanum.

19.05.10

Trúbrot - Þú skalt mig fá
Things we said today kom út á LP plötunni A hard days night (1964) og var einnig B-hliðin á smáskífunni með titillaginu. Trúbrot settu sína útgáfu á fyrstu LP-plötuna sína (1969). Útgáfan er mjög frábrugðin orginalnum og kannski undir áhrifum frá kóverum eins og Vanilla Fudge útgáfunni af You keep me hanging on, það er bara melódían sem er lögð til grundvallar og lagið skreitt með fílingi tímans og bætt inn frumsömdu riffi. Mjög góð útgáfa hjá Trúbrot satt að segja, jafnvel besta íslenska bítlakóverið ever. Jökullinn á útopnu og allir í gríðargóðu formi. Frábært stöff. Ísl textann gerði Þorsteinn Eggertsson.
---
Framboðsgrein #1:

Risahausasmiðir hræðast breytingar
Það sem er grætilegast við hrunið og það krapp allt, er hversu hryllilega mikið klúður það er. Því þrátt fyrir allt er Ísland gullkista. Höfin full af fiski og landið af orku. Vor fósturjörð er næstum eins og paradísareyja í Kyrrahafinu þar sem menn komast upp með að teygja sig eftir ávexti úr hengirúmi eða skutla í fisk á mittisskýlu og þurfa lítið annað að dútla þann daginn. Þar sem homo sapiens er óttalegur fáviti, ekki bara á Íslandi, hefur aldrei verið hægt að viðhalda fullkomnu ástandi mjög lengi. Á Páskaeyju í Kyrrahafinu, sem var paradísareyja en er nú trévana rokrassgat, fóru hópar manna í keppni um hver gæti reist fleiri risahausa. Öll orkan og allar auðlyndir þjóðarinnar fóru í þetta rugl, svipað og hér þar sem öll orkan fór í risahausinn "hagnaður á fyrsta ársfjórðungi". Öfugt við íslensku risahausana, sem "fóru til peningahimna", standa þó Páskaeyjuhausarnir enn og glápa bjánalegir út á haf. 
Í Reykjavík hafa eintómir risahausasmiðir verið við völd sl. ár. Hæstu hæðum náði ruglið á Kjarvalsstöðum 24. jan 2008. Nema það hafi verið í risarækjueldi Orkuveitunnar - og hey! - Er Alfred enn að spá eitthvað í hátæknisjúkrahúsið?
Sumir halda að það sé bara of leiðinlegt fyrir skemmtilegt fólk að vera í borgarstjórn. Auðvitað verður það leiðinlegt ef það er gert með því attitjúdi að það sé leiðinlegt. En það fer auðvitað enginn í djobbið með það attitjúd. Þetta er spurning um viðhorf og getur átt við allt. Annað sem getur til dæmis verið leiðinlegt er að létta sig. Þegar þú ert orðinn alltof feitur og líður ekki vel og verður bara að ná af þér aukahlassinu - alveg eins og borgin og landið þarf á almennilegu aðhaldi og átaki að halda - ferðu náttúrlega ekki í það verkefni með því attitjúdi að djöfull verði þetta nú ógeðslega leiðinlegt. Nei, þú gengur til verks með niðurstöðuna lauslega formaða í kollinum (a la Secret), velur þér skyrtu sem þú ætlar þér að komast í einn daginn, gerir svo það sem þarf að gera, brennir af þér spikinu og passar að éta það ekki allt á þig aftur jafnóðum, og - Taktu nú vel eftir, þetta er mikilvægt: ÞÁ ERTU MEÐ GÓÐA TÓNLIST Í EYRUNUM Á MEÐAN ÞÚ BRENNIR!!! Þú leggur jafnvel mikla vinnu í að búa til kraftmikil mixteip fyrir átökin. Þótt gamli hljómborðsleikarinn í Ensími sé í Samfó og Gísli Marteinn hafi séð um Stuðmannaspurningakeppni er það ekkert upp í tónlistarmannauð BF. Ég skyldi áhyggjur fólks með BF ef það væru eintómir fábjánar í framboði fyrir flokkinn, en ég bara næ því ekki hvernig þetta lænöpp getur farið svona í taugarar á sumu fólki (reyndar hverfandi fáum, sýnist mér, miðað við skoðanakannanir). Er þetta ekki bara einhver hræðsla við hið ókunna? Einhver ónotatilfinning um að allt verði ekki aftur eins og það var? Hræðsla við breytingar? Við þetta fólk segi ég: Ekki vera hrædd. Þetta verður allt í lagi. Nei, þetta verður miklu betra en "allt í lagi". Þetta verður Best.
(Höfundur er í 11. sæti Besta flokksins)

18.05.10

Ísland var oggolítið smá í síðasta Simpsons. Ég tékkaði á því og Ísland var nú bara í algjöru smá framhjáhaldi. Þetta (þáttur nr. 22 í 21. seríu, "The Bob next door") var annars alveg ágætur. Ég hló alveg svona fjórum sinnum í kampinn. Sem er meira en maður hefur verið að gera að undanförnu. Sumt hefur meira að segja verið alveg sorglega lélegt. "Eins og að fylgjast með uppáhalds afa sínum míga í buxurnar af alzheimer", eins og Bobby Breiðholt orðaði það svo snyrtilega.
---
Tinni aftur á móti hélt dampi út í gegn (ókei, kannski ekki í Hákarlavatninu og Bláu appelsínunum). Nú stendur yfir Tinna-átak enda hefur Forlagið ættleitt Tinna af kjörforeldrum hans, Fjölva, sem eru látnir. Efnt var til Tinna-spurningakeppni á dögunum. Sigurvegarinn gat 17 rétt af 24. Ég komst ekki en fékk spurningarnar sendar í pósti. Ég gat nú bara 10, enda með grautarhaus, næstum tóman. Ég fékk leyfi til að birta þetta hér, svo: Voila. Ekkert svindl! Svörin eru neðst!

1. Höfundur Tinna gaf bækur sínar út undir nafninu Hergé. Hvað hét hann réttu nafni?

2. Það er oft frekar stutt í pirringinn hjá Kolbeini kafteini en fátt fer þó eins mikið í taugarnar á honum og þegar gírugur kunningi hans sem er tryggingasali að atvinnu birtist þegar síst skyldi. Í Leynivopninu sest hann að ásamt fjölskyldu sinni á óðalssetri Kolbeins þegar þeir Tinni eru erlendis að fást við flugumenn Bordúra. Í Tinna og Pikkarónunum dúkkar hann upp í suðuramerískum frumskógi með Hlæjandi fíflunum, skemmtikrafta- og góðgerðaklúbbi. Hver er maðurinn?

3. Tvær Tinna bækur sem byggðar eru á bíómyndum um kappann hafa komið út á íslensku og ekki eru allir á eitt sáttir hvort þær eigi að flokka með hinum sígildu Tinna bókum. Hvað heita þessar tvær bækur?

4. Kjaftfori sjóhundurinn Kolbeinn kafteinn er besti vinur Tinna og er með eindæmum þrautgóður á raunastund. Í hvaða Tinna bók kynntust þessir ólíku félagar?

5. Litlu munar að Inkar brenni Tinna, Kolbein og Vandráð á báli í bókinni Fangarnir í Sólhofinu. Vandráður er raunar algerlega úti á þekju eins og fyrri daginn og heldur að þeir séu staddir í sumarleikhúsinu á Lyngdalsheiði. Þeir sleppa þó úr lífsháskanum og við spyrjum hvað varð þeim til bjargar á elleftu stundu?

6. Með séríslenskum rökum má flokka Tinna sem Íslandsvin þar sem hann gerði stuttan stans hér á landi í einni bókanna. Hvar steig Tinni á land á Íslandi, í hvaða bók og í hvaða tilgangi?

7. Hvaða indíánaþjóðflokkur tilbiður skurðgoðið með skarð í eyra?

8. Á kápu hvaða bókar horfir Tinni á lesendur sína og sussar á þá?

9. Í bókinni Svarta gullið hljómar auglýsing sem byrjar á þessa leið: Ef bíllinn þinn segir búmm, búmm, búmm. Hvað kemur næst?

10. Óperusöngkonan Vaíla Veinólínó er fín frú með eindæmum og auðvitað verður hún að hafa þjónustulið til að stjana við sig. Hirð hennar samanstendur af hundtryggri herbergisþernu og undirleikara sem síðar kemur í ljós að er spilasjúklingur. Hvað heita meðlimir þessa einkennilega dúetts sem fylgir söngkonunni við hvert fótmál?

11. Í nýrri DVD-útgáfu á teiknimyndunum um ævintýri Tinna ljá þeir Felix Bergsson og Þorsteinn Bachmann persónum raddir sínar. Í fyrri útgáfu myndanna talaði einn maður fyrir allar persónurnar. Hvað heitir leikarinn sem brá sér í líki Tinna, Kolbeins, Vandráðs og allra hinna?

12. Íbúum Kiltoch stendur stuggur af Surtsey þar sem þar heldur til ófreskja nokkur sem talin er bera ábyrgð á þó nokkrum mannshvörfum. Tinni lætur slíkt auðvitað ekki aftra sér og heldur til eyjarinnar þar sem hann hittir fyrir ófreskjuna og skrollandi húsbónda hennar. Hverrar tegundar er skrímslið og hvað heitir það?

13. Í Dularfullu stjörnunni reynir Kolbeinn kafteinn að hafa hemil á alkóhólisma sínum og þarf að fara fínt í drykkjuna, ekki síst þar sem hann er forseti samtaka sem eru skammstöfuð BSS. Fyrir hvað stendur sú skammstöfun?

14. Á bakhlið Tinna-bókanna má sjá ýmsar persónur og muni sem koma fyrir í sögunum. Þar eru líka fleiri karakterar sem koma lítið sem ekkert fyrir í Tinna-bókunum heldur í öðrum verkum Hergés. Annars vegar eru pörupiltarnir Palli og Toggi, hins vegar ævintýragjörn systkini sem eiga simpansa. Hvað heita systkinin og apinn?

15. Lykilpersóna í bókinni Veldisspoti Ottókars er hinn strompreykjandi prófessor Aðalsteinn Allsoddi sem Tinni fer með til Sýldavíu í fyrsta sinn. Í hvaða fræðum er Aðalsteinn þessi prófessor?

16. Kolbeini kafteini þykir sopinn býsna góður. Hvað heitir uppáhalds viskíið hans og í hvaða bók varð Tobbi fullur af þeirri ágætu áfengistegund?

17. Í hvaða þremur bókum koma þessar sögupersónur fyrir: Gils Gjebban, Páll Pumpa og Magnsteinn múrarameistari?

18. Kolbeinn er yfirleitt bara kallaður Kolbeinn kafteinn. Í einni bók kemur þó ættarnafn hans fram. Hvert er það?

19. Hinn vafasami harðjaxl Alkazar hershöfðingi kemur nokkrum sinnum við sögu í Tinna bókunum. Hvað gekk hann með í veskinu sínu sem ber vott um hjátrú hans?

20. Einn af illræmdari skúrkum Tinna-bókanna er af þýskum uppruna. Hann fæst við peningafölsun í Svaðilför í Surtsey, býr til sprengiblöndu sem spillir bensíni í Svarta-Gullinu, og aðstoðar Bab-el-Er við valdaránstilraun í furstadæminu Kémed í bókinni Kolafarmurinn, þá undir nafninu Múli Pasa. Hvað heitir þessi fantur?

21. Annað annálað illmenni, sjálfur Rassópúlos, kemur líka fyrir í Kolafarminum, þá í gervi markgreifa sem heldur dýrlegar veislur á lystisnekkjunni Seheresade en á bak við tjöldin stýrir hann stórfelldri þrælaverslun. Hvert er dulnefni Rassópúlosar í þessari bók?

22. Fyrstu Tinna-bækurnar komu ekki út á Íslandi fyrr en árið 1971 en þá gaf Fjölvi út tvö stykki. Nefnið aðra hvora þeirra.

23. Af hvaða gerð eru herflugvélarnar í Kolafarminum?

24. Leyndardómur Einhyrningsins verður fyrsta bíómyndin í Tinna þríleik sem Steven Spielberg og Peter Jackson eru komnir á fulla ferð með að gera. Hver leikur Kolbein kaftein í myndinni.

25. Þótt Tinna-bækurnar séu skáldskapur þá sækir Hergé efnivið sinn gjarnan í samtíma sinn, flestar bækurnar hafa skýrar sögulegar vísanir. Ein bókanna sker sig verulega úr sökum þess hversu persónuleg hún er. Hana skrifaði Hergé á árunum 1958-59 til að vinna sig úr mikilli sálarkreppu sem stafaði af vandamálum í einkalífinu. Birtingarmynd þessarar krísu voru ítrekaðar martraðir þar sem allt var umlukið hvítri kæfandi birtu. Því kemur það kannski ekki á óvart að hvíti liturinn setur mjög svip sinn á bókina. Illmennin er þar hvergi að finna , helsti óvinurinn í bókinn eru óblíð náttúruöflin. Hvaða bók er þetta?


Tinni og Kolbeinn fullir í Krabbanum með gylltu klærnar. Sjaldan hefur alkóhólisma verið lýst á jafn fyndinn hátt. En nú - Svörin:

1. Georges Rémi
2. Flosi Fífldal.
3. Hákarlavatnið og Bláu appelsínurnar. 
4. Krabbanum með gylltu klærnar.
5. Sólmyrkvi sem Tinni hafði lesið um í dagblaðsrifrildi.
6. Akureyri. Dularfulla stjarnan. Til þess að taka olíu.
7. Arúmba-indíjánar.
8. Vandræði Vaílu Veinólínó.
9. Hringdu þá í Simba Súmm.
10. Ívar eltiskinn og Irma.
11. Eggert Þorleifsson.
12. Górilluapinn Glámur (Glámug).
13. Bindindis-Samtök-Sjómanna.
14. Alli, Sigga og Simbó.
15. Innsiglisfræðum.
16. Loch Lomond. Svaðilför í Surtsey.
17. Bláa lótusnum, Flugrás 714 til Sydney og Vandræði Vaílu Veinólínó.
18. Kaldan (Í Tinna og Pikkarónunum).
19. Fjögurra laufa smára.
20. Dr. J.W. Müller.
21. Gorgonzóla.
22. Svaðilför í Surtsey og Dularfulla stjarnan. 
23. De Havilland Mosquito eða Moskítóur eins og glæpamennirnir kalla þær í bókinni.
24. Andy Serkis.
25. Tinni í Tíbet.
---
Persónulega myndi ég segja að Fangarnir í sólhofinu  og Veldissproti Ottókars konungs séu uppáhalds Tinnabækurnar mínar. Líf mitt verður svo ekki fullkomnað fyrr en ég kemst hingað, í Tinnasafnið í Belgíu.

17.05.10
Noh, Frímann Gunnarsson leggur orð í belg. Þetta gengur náttúrlega ekki lengur, að eitthvað lélegt grín sé að stela öllum atkvæðunum frá alvöru stjórnmalaflokkum. Hvað ætlar þessi grínflokkur svo að gera eftir kosningar? Ha? Alveg rétt hjá Frímanni!
---
Fékk email frá ónefndum aðila sem benti mér á að Sigurður Einarsson, flóttamaður, er í stjórn Aurora með Ólafi Ólafssyni og fleiri góðborgurum. Aurora er "bakhjarl" Kraums, sem svo er "bakhjarl" ýmissa listamanna og hljómsveita. (djöfull er "bakhjarl" eitthvað 2007-legt orð.) Hér er brauðmolahagfræðin á fullu. Ríkikallinn, sem hefur komist yfir auð sinn með súpergáfum og ofurmannlegum hæfileikum náttúrlega, lætur brauðmola falla til blankra listamanna (og enn fátækari þriðja heims barna) og lúkkar ægilega góður og næs fyrir vikið. Líður þá kannski betur í óhófinu. Er þetta ekki alveg undursamlega frábært kerfi? Gerist ekki betra. Nema kannski þegar Sálin fékk úr pokasjóði Baugs! Ekki það að ég myndi ekki koma skríðandi sjálfur á fjórum fótum með buxurnar á hælunum í brauðmolana, eins og dæmin sanna. Hey, maður verður að borga moðerfokking reikningana! 
---
Menningarsjóður Finns Ingólfssonar, Kremja, hefur úthlutað Dr. Gunna 300.000 kr. til að taka upp plötuna Étið skít, ríkukallar. Athöfnin fer fram í Höfða í kvöld.
---
Ég keypti nýjan bíl sem er svo kúl að hann er með spoiler! Það var límmiði frá Bylgjunni á afturrúðunni en hann var rifinn af með snatri. Ekki það að Bylgjan sé eitthvað ömurleg stöð, en þú veist hvað ég meina. Þetta er eiturlyfjasalasvartur VW Passat, 2002 árgerð, keyrður 117.000 á 920.000 kall. Bankalán á það. Beinskiptur reyndar, sem tottar, en maður verður að lepja þann kaleik. Hér er glæsikerran:


Er ég þá laus við stökkbreytta martraðarbílinn Renault Scenic sem ég tók á þriggja ára rekstrarláni og í smáa letrinu stóð að lánið væri myntkörfugengistryggt. Hann er sjálfsskiptur fjölskyldubíll:


Þægilegur og svona, en alltaf með eitthvað vesen. Ef pera fór í framljósinu þurfti svaka aðgerð til að skipta um peru því ljósin voru allt eitthvað unit sem þurfti að krukka í upp í umboði. Verst var auðvitað stökkbreytingin á afborgununum, eitthvað sem flestir ættu að þekkja og mér dettur ekki í hug að fara að væla yfir - a.m.k. ekki hástöfum. Samkvæmt upphaflegu greiðsluplani átti ég að borga 45.000 á mánuði í 3 ár. Það var náttúrlega dáldið mikið, en maður lét sig hafaða upp á þægindin. Svo byrjaði ruglið (sjá: Skýrslan) og þegar verst lét var ég að borga 99.000 á mánuði fyrir þennan bíl sem nú hét "helvítis djöfulsins bíldrusla". Aðallega þó svona 90-95 þús á mánuði! Það var hátíð í bæ og tappi úr kampavínsflösku þegar það var kreist úr veskinu fyrir síðustu afborguninni. Ég tók saman "að gamni mínu" hvað ég hafði borgað mikið meira fyrir bílinn en skv. upprunalega planinu og það var "ekki nema" 800.000 kall. Hvert fór þessi 800.000 kall? Í hvaða hagfræðisvartholi er hann núna? Ég hef ekki hugmynd um það! Kannski gufaði þessi 800.000 kall bara upp. Björgólfur Thor myndi ábyggilega segja það.
---

Ég fór á leikrit í gær, Rokk sem áhugamannaleikhópurinn Hugleikur sýnir nú í plássi sínu að Eyjarslóð 9. Sýningin hefur verið valin athyglisverðasta áhugaleiksýning leikársins í árlegri keppni Þjóðleikhússins og verður sýnd í Kassanum fimmtudaginn 10. júní kl. 20.00. Höfundar eru fjórir en Eddi í Ljótu hálfvitunum samdi tónlistina. Hún er mjög fín. Hugmyndin er sniðug, þetta gerist í æfingarhúsnæði, sem strákarokkband deilir með krúttkenndri kvennasveit. Svo gerast ýmis unglingaleg atvik a la Gauragangur eða eitthvað svoleiðis. Það sem er gott er músíkin, flutningurinn (hæfileikafólk!), hugmyndin, sannfærandi umgjörðin og Flosi í Ham fer á kostum sem "gamall" leigjandi húsnæðisins. Símalandi og hress, einskonar sambland af Hr. Rokk í leikritinu Abbababb! og Saxondale í samnefndri sjónvarpsseríu Steves Coogans. Síðan Flosi fór með stórsniðugan mónólóginn um að hann vildi verða heimildarþáttarþulur í fyrri Ham-myndinni (ég man ekki hvað fyrri Ham myndin hét, en svo kom önnur vandaðri, "Lifandi dauðir" eftir Togga kúl) hef ég beðið eftir frekari leiklistarafrekum og eftir Rokk bíð ég eftir ennþá meiru! Flosi er alveg með þetta. Það sem er verra er að handritið er dáldið þunnt og götótt, leikur full áberandi mikill "leikur" á köflum og það hefði mátt kötta fituna af verkinu og þétta þetta allt mikið betur. Manni var dáldið farið að leiðast eftir hlé. Samt fínt stykki og ég hvet fólk eindregið til að tékka á þessu, sérstaklega ef það er rokklega sinnað.
---

Bergur Ebbi Benediktsson - Eftirmiddagur í júlí
Bergur Ebbi (Sprengjuhöllin/Mið-Ísland) er að gefa út ljóðabók. Hún kemur út á morgun þriðjudag, heitir "Tími hnyttninnar er liðinn" og kemur út hjá Máli og menningu.
Hann er að rembast við að vera móðins og öðruvísi, og með eitthvað "edge", sem þykir nauðsynlegt í dag. Hann tók öll ljóðin upp á audio og lét upplesturinn fylgja með bókinni sem niðurhal. Hann gerði líka, ásamt félaga sínum Brynjari Birni Ingvarssyni, hljóðmynd við flest ljóðin þannig að þetta eru svona hálf-partinn lög núna. Textinn er ekki sunginn en það er eitthvað voða kósí undir, eða dularfullt, eða bara allt eftir stemningunni.
Ljóðið hér er lesið upp af Rún Ingvarsdóttur (hún er mágkona Bergs og fréttamaður á RÚV og les rosalega vel upp).
Bergur segist vera að fíla sig í ljóðabransanum: "Já, ég er að fíla mig í þessu. Held að það megi gera mun meira af svona, þ.e. stemnings "tónlist" með textanum lesnum upp, en þetta hefur svo sem verið gert talsvert áður. Þór Eldon gerði eitthvað með Degi Sigurðarsyni (hina stórgóðu plötu Dauðaskammtur) og svo hefur Sjón örugglega gert eitthvað svona margoft (já, t.d. plötuna Kanildúfur með Baldri)."
Bergur gerði líka "myndband" (betra kannski að kalla það "myndskreytingu") við annað ljóð
"Tími hnyttninnar er liðinn" kemur út á morgun og það verður útgáfuhóf í boði Forlagsins/Máls og menningar í bókabúð Eymundssons við Skólavörðustíg kl. 17.30 þann dag og um að gera að maxa á sér menningarinnvolsið! Má lesa meira um viðburðinn hér.

16.05.10
Besta kosningaskrifstofan er að Aðalstræti 9 og þar var Besta kosningaskrifstofukakan. Fjölmenni var á svæðinu og auðvitað bara Besta fólkið. Opið daglega!
---

Hið metnaðarfulla cameo-hlutverk í Steinda Jr. má nú sjá á jútjúb. Þarna eru líka fleiri Steinda atriði og flest góð. Nú gefst tækifæri til að kjósa lagið Vinsæll sem ég samdi fyrir Hvanndalsbræður á vinsældarlista Rásar 2. Verði lagið vikum saman í efsta sæti fæ ég sirka 20.000 kr. í Stef-gjöld í desember 2011 og því til mikils að vinna! Svo skaltu endilega kjósa Vax og lagið Hot in here líka, en þar sýni ég þolfimi á bassagítar.
---
Það er gott að græða. Ég man að Davíð Oddsson tók þetta fram í frægu Kastljósviðtali þar sem hann sagði að Íslandi myndi ekki borga skuldir óreiðumanna og talaði um ömmu sína. Græðgin verður bara að vera innan ramma - væntanlega þess ramma sem er smíðaður í Valhöll. Einu sinni voru ríkukarlarnir gamlir og með hatt og urðu kannski ríkir á að manga við Kanann og vera með umboð fyrir straujárn og gospillur. Old tæm kapítalistar sem héngu fyrir innan stórisa á Seltjarnarnesinu og hlustuðu á Wagner. Svo varð allt vitlaust þegar dólgakapítalismi frjálshyggjunnar stakk sér niður með hókus pókus aðferðum til að græða og í stað gömlu karlanna með hattana urðu heimskir hnakkar aðal kapítalistarnir, menningarlega snauðir fábjánar með sítt að aftan og bling bling. Plebbar með excelskjöl í stað heila. Þeir vildu éta gull, fá Elton í afmælið sitt, taka lagið með Tom Jones og ríða hórum útúrkókaðir á snekkjum í Flórída. Gömlu kapítalistarnir, og þá sérstaklega eðal kapítalistar eins og Alli ríki, höfðu snefil af samfélagslegri ábyrgð, en þessi öfgakeis sem nú er vonandi verið að koma á viðeigandi stofnanir, hugsuðu ekki um neitt annað en að láta bókhaldið líta vel út. Allt fyrir hluthafana (les: okkur)! Ekkert fyrir samfélagið (les: ykkur, skítapakk)! var þeirra heróp. Því fór sem fór. 
---
segir Dr. Hannes Hólmsteinn (enn gjammandi hress þrátt fyrir augljóst hrun alls sem hann stóð fyrir) að Jónásageir megi ekki koma óorði á kapítalistana eins og róninn á brennivínið. Þetta er mjög gott hjá honum. Eins og að fókusa bara á einn kúk í rotþrónni í von um að þá finni maður ekki óþefinn. En hvað með alla hina útrásarkúkana, Hannes? Eru þeir eitthvað skárri en Jónásgeir? Liggur þetta lið ekki allt undir grun um að hafa mergsogið fyrirtækin í eigin þágu? Það er frekar augljóst hvað skilur á milli alkóhólista og fólks sem getur drukkið "í hófi", en verða ekki allir blindir í græðgi sinni ef þeir komast upp með það? Eða hvað heldur Hannes? Getur Hannes, sem hugmyndafræðingur XD, og kannski með aðstoð vina sinna, komið með skipun að ofan um hversu mikil græðgi sé ásættanleg fyrir XD? Eða mega kannski bara sumir græða ógeðslega mikið og þá með því skilyrði að þeir séu ekki að snuddast utan í Samfylkingunni? Á hvaða tímapunkti verður græðgi ekki lengur góð? Þegar sá gráðugi hættir að styrkja XD? Hvað telur Dr. Hannes ásættanlegan mismun á milli þjóðfélagshópa? Er í lagi að einn fái 100 sinnum meira á mánuði en "meðalmaðurinn", eða 1.000 sinnum meira, eða 10.000 sinnum meira? Eða verða skil við 100.000? Gaman væri að fá skoðun hugmyndafræðingsins á þaki græðginnar. Kannski er þakið ótakmarkað eins lengi og sá sem græðir er í rétta liðinu.
---

The Authorities - I hate cops
The Authorities - Pig death
The Authorities, ævagamalt pönkband frá Kaliforníu, spilar á Sódómu Reykjavík á föstudaginn 21. maí með The Way Down og Bacon Live support. Ég hafði nú reyndar aldrei heyrt um þessa hljómsveit áður, en þetta er alveg ekta skítapönk sem spilaði með mörgum af þessum Kalifornísku risum í pönkinu á árum áður. Eða eins og segir á myspace-spacesíðunni: Legendary KBD punk rock band the Authorities are back. The Authorities, from Stockton, California were formed in 1978 and has played over the years with bands such as DOA, the Dead Kenedys, Black Flag, Circle Jerks, Agent Orange and many others. In 1982 the Authorities released the much sought after Soundtrack for Trouble EP which is coveted by record collecting scum everywhere. The Soundtrack for Trouble is now available again on Get Hip Recordings with two bonus tracks, LSD and Between the Thighs. Other past releases include the Bourbon Decay EP (Out of Print) which was recorded with Gary Young of Pavement at his Louder Than You Think studios in Stockton, California and the recently re-released the Puppy Love LP/CD on Get Hip Recordings. The Authorities songs have also appeared on numerous punk rock compilations. 
I hate cops er af EP-plötunni Soundtrack for trouble, en Pig death af Puppy love. Þeim virðist í nöp við lögregluna.

15.05.10
Það er allt að verða vitlaust í dag. Mótmælendarokk kl. 14-15 á Austurvelli, skyldumæting enda mjög gott lænupp á þessu giggi - Fjölmenningardagurinn er í dag - og síðast en ekki síst opnar kosningaskrifsstofa Besta flokksins. Annir og appelsínur.
---

Nú er komið nýtt "erlendis" þarna á milli Skúlagötu og Lindargötu, í nýja nýtískulega Skuggahverfinu. Það er dáldið kúl að labba þarna í gegn, engin "gamla Reykjavík" og langt í frá einhver "19. aldar götumynd". Þetta væri samt enn flottara ef peningar góðærisins væru enn að spítast um æðar hagkerfisins. Mér sýndist meira að segja vera búið í megninu af íbúðunum. Inn á milli er þarna nokkuð flottur róló, með lengstu rennibraut sem ég hef séð. Hún er jafnvel lengri en rennibrautin á leikskólanum við Hallgrímskirkju. Því miður/sem betur fer er Skuggahverfisrennubrautin stöm því annars myndu krakkarnir spítast langt út á völl. Sjálfur fór ég niður og stoppaði á miðri leið, sem er kannski ekki að marka því ég stansa iðulega í rennubrautum, líka vatnsrennibrautum. Og þarf þá að smokra mér niður hoppandi á rassinum. Sem er einna minnst kúl af því sem maður getur gert.


---
Aukastig: Hvaða hljómsveit hélt afmæli sitt, stofnaði kóverband að því tilefni og kallaði Jeppar og söng alla textana sína með bara einu orði: "Rennibraut". Svar að neðan.
---
Facebook 150510 kl. 06:50

Jónas og Charlies - nýtt band? Annars lentu Charlies í bílslysi eins og lesa má um. En allir eru heilir á húfi og áfram Charlies!
---

Ómar Ragnarsson - Eitthvað út í loftið
Ómar leitar fanga á plötu Pauls McCartneys Ram frá 1971 og tekur Admiral Halsey úr lagasamlokunni Uncle Albert/Admiral Halsey og gerir að ljómandi barnastuðlagi. Gáttaþefur í glöðum hópi (1971) var síðasti hluti Gáttaþefs/jóla-trílógíu Ómars (löngu seinna hélt hann svo áfram á þessari braut). Þetta er vitanlega klassískt jólastöff. Ómari tekst sérlega vel upp í að kóvera þetta lag og það var ekki fyrr en frekar nýlega sem ég fattaði að þetta er McCartney lag, enda maður lítið að spá í sólóverk Páls fyrr en nýlega. Framgerð Páls má heyra hér
---
Svar: Ham. Þeir spila á Airwaves.

14.05.10
Steindi Jr. fékk mig í cameohlutverk í þáttinn sinn. Þetta verður víst sýnt í kvöld. Þetta er einhver steypa með íslenskum selebbum. Páll Óskar verður í hnífabardaga við Jóa Fel, Kiddi biggfúdd, Jón Ársæll og ég verða þarna að gera allskonar og svo kannski einhverjir fleiri. Fjölskyldan bíður spennt eftir þættinum, enda Steindinn að gera góða hluti.
---
Leiðtogi vor, Jón Gnarr, verður gestur í poppperraþættinum Yoko Dónó á X-inu á morgun kl. 14:00 – 16:00. Hann frumflytur nýtt lag Besta Flokksins, "Besta lag í heimi". Umsjónarmaður þáttarins, Sprengjuhallar Snorri, hyggst kynna Scott Walker, Harry Nilsson, Badfinger o.fl. Af Besta flokknum er það hins vegar helst að frétta að á morgun kl. 13 verður kosningaskrifstofan opnuð í Aðalstræti, beint á móti Fógetanum, eða Kraum eins og það heitir í dag. Allir velkomnir! Áfram Besti!
---
31. maí 2010 kemur út þessi frábæra nýja barnaplata með Pollapönk. Hér getur þú heyrt brot af öllum 15 lögum plötunnar. Pollapönk er hugarfóstur leikskólakennarana Heiðars og Halla, oft kennda við hljómsveitina Botnleðju. En auk þeirra eru þeir Arnar Gíslason og Guðni Finnsson í hljómsveitinni.

13.05.10
114 kíló af forhertri siðblindu fást ekki til að koma heim. Verður þá ekki að sækja hann, Rambo stæl? Senda íslensku sérsveitina á hann? Ég sé fyrir mér að Ómar fljúgi og lendi frúnni í skógarjaðri í London. Magnús Ver og Gazman dragi hann út á náttsloppnum, setji í strigapoka og troði í Frúnna. Málið dautt.
---
Afríka var í Höllinni. Retro Stefson tóku slurk og fimm lög. Fyrsta var eins og Santana, svo komu nokkrir hittarar. Þétt band og hressandi. Blinda fólkið var leitt inn og tók sitt prógramm. Fremur dauf framan af. Bandið trommari, ásláttargaur, bassaleikari og karl á hljómborðsstæður. Mér fannst þetta sánda dálítið hart. Var ekki alveg í skýjunum og langaði ekki nema smá til að dilla mér. Nokkuð fínt samt.
---
Fyrr um kvöldið hafði ég borðað á Kaffi Kidda Rót í Mosfellsbæ. Fékk Kidda Special rómantískan hamborgara. Hann er með feta osta, maísbaunum og fleira gúmmilaði. Rosa fínt. Flottur staður líka, allt vaðandi í poppminnisverðum popphlutum. Í góðærinu var Re/max í húsnæðinu, sem er risastórt og fáránlegt að hafi hýst fasteignasölu í Mosfellsbæ. En svona var allt, í algjöru rugli. Skrapp upp í Bauhaus, sem stendur þarna bara eins og fífl og gerir ekkert gagn. Ég ítreka að þetta yrði frábært fangelsi. Það er meira að segja girt af bakvið þar sem fangar gætu lyft lóðum og látið sig dreyma um afleiðuviðskipti. Ég gáði á gluggana, flökkusagan segir að inni eigi ríkukallarnir að geyma kaggana sína. Sá bara eitt risastórt ekki neitt. Þýskum túristum finnst svaka merkilegt að sjá tóma Bauhaus. Framtakssamir gætu því haft gott upp úr því að vera með túristarútu í sumar, The failed icelandic economic dream tour. Frá Bauhaus um Úlfarsfell og þaðan að Hörpu. Nóg er af leifum eftir brostna drauma góðærisins. Útdráttur um ósköpin á þremur tungumálum myndi fylgja með.
---

Steve Sampling með Gnúsa Yones - Klukkan fimm
Það frábærasta við íslenska hipphoppið er að nær allir rappa á íslensku. Hér er eitt gott af góðri plötu Steve Samplings, nokkuð vel af sér vikið að ríma mongólíta við senjóríta! Fréttatilkynning: Steve Sampling gaf nýverið út plötuna Milljón Mismunandi Manns. Þar er að finna 13 lög með 10 gestaröppurum en platan fjallar um dag og nótt í lífi ungs manns í hringiðu skemmtana- og næturlífi Reykjavíkurborgar. Gnúsi Yones leggur Steve Sampling lið við flutning og eins og heyra má á textanum er langt liðið á þessa nótt og menn orðnir pínu grillaðir.
Annað grúví í gangi er til dæmis nýtt lag með Ástþóri Óðni, Underneath og Diddi Fel er að gera góða hluti með Hesthúsinu. Svo verður Blaz Roca eflaust með sumarsmellinn, fyrstu sólóplötuna sína í sumar.

12.05.10
You're going down motherfucker. Landhreinsunin virðist ætla að ganga hraðar fyrir sig en maður gat ímyndað sér. Þetta virðist ekki ætla að verða neitt "Baugsmál 2" með endalausu lagahjakki og rugli. Fólk myndi brjálast. Það er enginn reyndar kominn inn for gúdd, en það ætti vera hægt að skella nokkrum áratugum á hvern aula og þá getur þjóðin kannski snúið sér að einhverju öðru en að vera endalaust að pæla í þessu liði. Mikið verður gaman þá. Þegar réttlætinu hefur verið fullnægt. Það skyldi þá ekki verða þannig að þessi bíómynd endi Hollywood stæl og allir fái það sem þeir eiga skilið? Nei, örugglega ekki allir, en kannski flestir.
---
Hef verið frekar ferskur draumalega séð síðustu tvo daga. Í gær vaknaði ég með Beach Boys lagið Be here in the morning (af 1968 plötunni Friends) í hugskotssjónum. Það kom djúpt úr undirmeðvitundinni og var í engu sambandi við annað í lífi mínu. Í morgun vaknaði ég með Statue of Liberty af fyrstu plötu XTC, White music (1978). Þar að auki dreymdi mig að ég væri eitthvað að flækjast í Belgíu. Gekk inn á búgarð þar sem Íslendingar áttu heima og var tjáð að í Belgíu byggju 1.200 Íslendingar. Ég fór einu sinni til Belgíu í alvörunni, til Brussel. Það var líklega í annarri utanlandsferð minni 1984 og ég man að það var ferlega leiðinlegt. Þetta var á þeim tíma að maður mætti bara og var ekki búinn að undirbúa sig neitt fyrir utanlandsferðir. Ég vafraði bara um skrifsstofubyggingahverfi og fannst þetta glatað land.
---

Sleigh Bells - Tell 'em
Hef verið að kynna mér nokkrar nýjar plötur. Sleigh Bells er dúett frá Brooklyn og rosa fínn á fyrstu plötunni, Treats. Svaka kraftmikið sánd og lagræn músík og góður söngur. Platan stefnir hraðbyri á listann yfir bestu plötur ársins. Bandið er eitthvað í samkrulli við listakonuna M.I.A., sem er búin að varpa út nýju lagi með sjokkerandi myndbandi. Ég er þó ekki að kaupa þetta lag með M.I.U. í heildsölu enda þekki ég byggingarefnið full vel til þess, Ghost rider með Suicide. Sleigh Bells eru hinsvegar hefí kúl. (Sleðabjöllur wiki)


The New Pornographers - Moves
Kanadíska (Vancouveríska) poppbandið The New Pornographers komst fyrst á koppinn hjá manni árið 2000 með fyrstu plötunni, Mass Romantic. Síðan hefur maður ekkert sérlega nennt að fylgjast með snyrtilegu poppinu. Nú eru þau að gera plötu #5, Together, sem hefur ratað oft á fóninn. Enn er snyrtilega poppað, lagrænt og hliðrænt og svona líka oddaflugs. Kanada er svo kúl. Við ættum að reyna að vera meira eins og Kanada. Samt veit ég ekkert um það, þannig, það er ekki eins og maður hafi komið þarna (æi jú, einu sinni til Winnipeg og Gimli, 1990. Það var 25 stiga frost en maður fann ekkert fyrir þvi). Maður getur samt alveg fengið smjörþefinn af Kanada hjá honum Birki Fjalari Spítukubbi eða með því að rifja upp kynning við teiknimyndablöðin Drawn & Quarterly. (Nýju klámhundarnir wiki)


The Apples in Stereo - Hey elevator
Ævagamalt (1992) band frá Denver með plötu #7, Travellers in Space and Time. Platan er seventís kókaín-slegin a la ELO og all unaðsleg. Sem sé: Það er fullt af góðri músík í gangi! (Víðóma eplin wiki)

11.05.10

Amadou & Mariam - Sebeke
Nú styttist í blindu Malímennina, Amadou og Mariam. Þau eru með giggið á morgun á Listahátíð. Það er skyldumæting enda gott stöff. Ekki er verra að Retro Stefson skuli hita upp. Plöturnar sem á að tékka á með Amadou og Mariam eru sú nýjasta, Welcome to Mali (2008), og sú sem þau gerðu með Manu Chao, Dimanche a Bamako (2005). Hér er eitt gott lag af þeirri nýjustu. Það er ljóst að maður verður út úr afríkaður annað kvöld.
---
Fór á MK reunion á laugardaginn og drakk eina flösku af dísætu hvítvíni í fyrirpartíi. Ég held ég hafi síðast orðið fullur á Aldrei fór ég suður 2008. Það má því draga þá ályktun að mér þyki ekki svo eftirsóknarvert að verða fullur. Það er reyndar voða gaman að vera fullur og tala út um rassgatið á sér, en svakalega leiðinlegt að vera þunnur. Ég drakk lítið og varð því diet-þunnur, sem er samt alveg nóg. Missti bragðskyn og var einhvern veginn tómur innan í mér daginn eftir. Missti næstum því löngun til lífsins. Eins og stillitækin í mér hafi öll afstillst. Þegar ég fór í Ríkið að kaupa hvítvínið sagði ég við afgreiðslumanninn að ég væri nú eiginlega meira til í að kaupa bara eins og tvær jónur af honum. Hassvíma væri miklu skemmtilegri - maður hlær bara eins og fáviti í einn klukkutíma og svo er það búið - engin þynnka eða neitt. Hann leit eitthvað undarlega á mig. Það er klassískur tvískilingur að Ríkisvaldið skuli selja manni áfengi en loka fólk inni fyrir að rækta gras. Sko, ég er ekki að hvetja til massífrar dópneyslu, svakalegt að sjá fólk eyðileggja sig á þessum efnum og allt það, en það verður ekki undan því litið að fólk vill breyta á sér skynjuninni og hugarástandinu. Hefur þörf fyrir það og sækir í það. Áfengi getur gert þig að ofbeldishneigðum fávita en gras gerir þig þó allavega bara að fávita. Miðað við öll böstin í fyrra hafa íslenskir grasræktendur náð mikilli færni í þessari tegund ylræktar og þarna mætti spara stórfé fyrir þjóðarbúið. Íslenskt hass já takk. Hugsa sér. Maður færi kannski í Björk í Bankastræti fyrir Gamlárskvöld og keypti sér eina Stórholts-jónu og einn "Guðna Ágústsson".
---
Reúníóið var fínt. Gaman að þessu. Maður sleppur ekki við að kannast við fortíðina. Menntaskólaárin voru reyndar veist of tæm - þannig - og ég lærði lítið og fór ekki að gera neitt af viti fyrr en löngu seinna. Þannig er þetta bara. Dregnar voru fram ævagamlar myndir eins og þessi af mér fullum á Akureyri 1985:

Ég var með tvo fæðingabletti framan í mér, sem gárungunum fannst minna á franska gleðikonu svo ég fór í lýtaaðgerð skömmu eftir útskrift og lét skafa þá af. Máladeildin sem ég var í, fór á þetta svaka fyllirí til Akureyrar í mars 1985. Ég tók sjálfur nokkrar myndir í þessari ferð og mætti með þær í reunionið. Þá var mér sagt að þarna væru myndir af gríðarlega merkilegum konum úr stjórnsýslunni, þeim Rögnu Árnadóttur dómsmálaráðherra og Ólöfu Ýrr Atladóttur, ferðamálastjóra. Þær voru víst í MA á þessum tíma en þekktu bekkjarsystur mínar og mættu í partíið:

Eins og sjá má voru þær ekki í miklu rugli, allavega ekki miðað við aðkomufólkið. Hér er síðasta myndin í albúminu. Get ekki séð betur en að ég sé í fullkomnu blakkáti:

Í reunioninu var svo tekin mynd af M-bekknum. Við vorum nú bara 4 strákar í bekknum og mættum bara 2, ég og Þorkell Ingólfsson. Þessi unglegi í fremstu röð er Neil McMahon, hinn frábæri enskukennari:

Allir jafn gullfallegir og hafa ekki elst um einn dag.

08.05.10
Sturlunga II heldur áfram að mjakast áfram eins og fáviti í kviksyndi. Til að varpa ljósi á tengsl mín við hina ýmsu aðila tel ég brýnt að koma þessu á framfæri. Svona í ljósi gegnsæis. Ég er vissulega í 11. sæti Besta flokksins og eflaust á leið í ráðhúsið. Hér eru því kynni mín af fólki í "umræðunni".

* Halldór Ásgrímsson. Einu sinni vorum við Felix að gera kynningarefni fyrir Popppunkt á Austurvelli þegar Bingi og Halldór komu gangandi í hægðum sínum með framsóknarglott á vör. Felix þekkti þá eitthvað svo þeir tóku í höndina á okkur. Man að lúkan á Halldóri var lin eins og ýsuflak, en að geta ekki tekið þétt og mannalega í höndina á fólki hefur löngum verið tákn um ömurlegheit. Viðtalið við hann í gær gerði lítið til að breyta skoðun minni á honum. 
* Össur Skarphéðinsson. Össur, líkt og bróðir hans Magnús, er topp gaur. Veit svo sem ekki hvort það sé eitthvað gagn af honum á Alþingi, en hann er allavega mjög hress. Er það ekki nóg?
* Sóley Tómasdóttir. Hún er nú sem betur fer ekki alveg jafn mikil þurrkunta og ætla mætti. Var bara nokkuð hress í þetta eina skipti sem ég hef talað við hana.
* Davíð Oddsson. Einu sinni, þegar ég var að ganga með Dagbjart í barnavagni, átti ég leið framhjá heima hjá Davíð. Hann var úti í einhvers konar trésmíðisverkstæðissloppi og var að henda einhverjum mat í feitan skógarkött. Ég fylltist spennu, sá fyrir mér að Davíð myndi yrða á mig og það gæti jafnvel þróast eitthvað. Ég var alveg tilbúinn að ljúga því að ég væri góður í Bridds. Því miður flýtti Davíð sér inn til sín þegar hann sá mig koma svo ég er engu nær um þessa enigmu. 
* Hannes Hólmsteinn. Hann er alltaf mjög hress þegar maður sér hann. Topp náungi!
* Sigurjón Þ. Árnason. Ungur sonur hans var með Dagbjarti í KR íþróttaskólanum svo maður sá Sigurjón stundum. Hann virtist alltaf eitthvað annars hugar og talandi í síma. Sá hann aldrei með snúð.
* Hreiðar Már Sigurðsson. Ég hef séð þennan heimsfræga fanga tvisvar sinnum. Einu sinni var ég við hliðina á Hreiðari á stigtæki í ræktinni (sjá Bakþanka). Í annað skipti var ég nýbúinn að blogga um að það væri kannski fín hugmynd að hrækja á götuna þegar maður sæi þessa karla. Svo er ég þarna að kæla mig með handklæði um mig miðjan í WC þegar Hreiðar gengur framhjá í slopp. Hann er alltaf voða strákslegur og hlæjandi og svona og segir á þann hátt: Hei, ekki hrækja á mig! sem mér fannst dáldið skrítið því það voru bara einhverjir 3 tímar síðan ég hafði skrifað þetta. Hreiðar alveg með á nótunum. Ég náttúrlega eins og kleina, enda erfitt að æsa sig upp þegar maður er hálfnakinn. Hreiðar Már er simpatískastur útlits af þessu stóði. Maður fær ekkert "út úr því" að vita af honum á Litla hrauni. Hann er ekki einu sinni á topp 10 þegar kemur að óvinsælasta útrásarvíkingnum (sjá Hvítbók). Ekki það að ég sé eitthvað æstur í að fá eitthvað "út úr því" að sjá þetta lið finna til tevatns réttlætisins.
* Jón Ásgeir. Ég hef nú bara séð þennan náunga þrisvar sinnum. Einu sinni var hann fyrir aftan mig í Hagkaupum (sjá Bakþanka). Einu sinni var hann við hliðina á mér á rauðu ljósi. Og einu sinni var hann og eiginkonan leidd um allt á Fréttablaðinu og sýnd húsakynnin, án þess þó að hann væri að spjalla eitthvað við starfsfólkið. Það hrukku allir í kút þegar hann birtist og grúfðu sig ofan í tölvurnar. Mér sýndist hann senda mér illt auga, en það getur svo sem vel verið að það hafi verið paranoja í mér.
* Ingibjörg Sólrún. Frekar næs alltaf, en sakbitin á svip í seinni tíð. 
* Geir Haarde. Geir hef ég oft séð í ræktinni. Hann er alveg ágætur, dáldið sorrí gaur bara. Áður en ég fór að smolltalka við hann fannst mér hann alltaf annað hvort á svipinn eins og hann ætlaði að berja mig eða á svipinn eins og hann héldi að ég ætlaði að berja hann.
* Ólafur Ragnar Grímsson. Hef bara séð hann í sturtu, bæði í Sundhöllinni og líkamsræktinni sem var út á Nesi. Stinnur kúlurass!
---
Búinn að sjá báða Steinda Jr. þættina. Þetta er alveg hresst. Topp náungi, Steindi Jr! Simmi var líka helvíti góður hjá Audda og Sveppa í gær. Lost byrjaði á Rúv, en ég er auðvitað kominn á 14 þátt þökk sé torrentz.com og allra allra síðasti þáttur verður sýndir úti 23. maí. Þeir lofa að öll kurl komi til grafar, en ég leyfi mér nú að stórefast um það.
---
Breiðbandið keppir í Popppunkti. Þeir sömdu lag um þáttinn sem kom þeim í hann. Gott trix, en það mun ekki ganga aftur svo önnur bönd geta gleymt því.

07.05.10
Besti flokkurinn blæs til kvennagöngu til heiðurs Íslenskum konum í dag. Gangan hefur fengið nafnið Meðgangan og verður vonandi að árlegum viðburði. Gengið verður frá Lífsstykkjabúðinni Laugavegi 82 klukkan 16.00 að Hverfisgötu 50 þar sem Bára Sigurjónsdóttir, eða Bára bleika eins og hún var gjarnan kölluð, rak sína verslun um árabil. Þar verður nýr og kynbættur listi Besta flokksins kynntur. Takk fyrir stuðninginn. Áfram allskonar konur!
---
Gaman var að lesa greinar Ólínu og Hjálmars í gær og ljóst að þau skjálfa og nötra vegna vinsælda Besta flokkinn og sjá þægilegu innivinnuna fjarlægjast. Mikið var skrifað í kommentakerfin hjá þeim, enda frekar augljóst að það auðveldasta í heimi er að snúa niður spekina um að fólk ætti frekar að kjósa þau og vini þeirra - svona í ljósi sögunnar og þess sem blasir við. Hjálmar er þó enn með kommentakerfið opið en Ólína hefur hent út öllu út. Hún er greinilega svona hrifin af lýðræðislegum skoðunaskiptum. Smjörþefinn má lesa á Eyjunni og DV.
---

Hvanndalsbræður eru með nýja plötu í bakpokanum. Næsta lag "í spilun" er lagið "Vinsæll" eftir mig. Það er stefnt á ofurvinsældir enda búið að ákveða í leynilegri nefnd að þetta verði sumarsmellur ársins. Valur Hvanndal var í viðtali á Bylgjunni í gær. Lagið er til sölu á Tónlist punktur is.

05.05.10
Sá assgoti góðan þátt um Monty Python á norsku rásinni í gærkvöldi (síðasta þáttinn af þessu). Inspírandi stöff. Til dæmis það sem Michael Palin sagði, að hann hefði líklega aldrei orðið fullorðinn. Þetta augnablik kom aldrei í lífi hans, þegar hann fór allt í einu að fá áhuga á leiðinlegum hlutum. Þetta er eina vitið. Að halda sér ferskum og ungum í anda. Láta ekki grjótmulningsvél tímans hafa þig undir með öllum sínum leiðindum. John Cleese vék að svipuðu þegar hann sagði að það væri síerfiðara að koma honum til að hlæja því hann væri búinn að heyra alla brandarana. Miklir snillingar og meistarar. Maður þarf að fara að sjá eitthvað af þessu dóti aftur. Maður sá þetta flest á unglingsárum þegar maður var ekkert svo sleipur í ensku. Man að ég sá Meaning of Life í bíó í London í minni fyrstu utanlandsferð 1983. Myndin var þá nýkomin út. Það fór margt framhjá manni, en kallinn sem át yfir sig er náttúrlega klassík sem manni fannst rosalegt atriði, enda er það það. Karlarnir sögðust vera stoltir af því að myndin sé enn sjokkerandi í dag. 
---
Svo ekki gleyma því sem skiptir mestu. Niður með borgaralegan doða! Upp með grínið og sjokkið! X-Æ!
---
Tilgangur lífsins ha? Þú getur nú bara lesið hann á Wikipedia (hvað geturðu ekki lesið þar?) Persónulega held ég að það sé bara að reyna að hafa gaman af þessu og gleyma því að þetta verður ekki endalaust. Já og svo kannski að fá sér Ford Mustang fyrir fimmtugt!

04.05.10
Samkvæmt verðmati Jóns Ásgeirs er Þórhallur Gunnarsson 2/3 af verðmæti Davíðs Oddsonar. Hvernig ætli Jón Ásgeir verðleggi Þórhall miðil?
---
Mest nagaði naghringur stjórnmála er þetta: "með ólíkindum". Segir einhver að eitthvað sé "með ólíkindum" nema frústreðaður pólitíkus í djúpum skít? Annað sem stjórnmálamenn éta upp hver eftir öðrum er að segja "auðvitað" í tíma og ótíma. Allt er "auðvitað" svona og hinsegin. Taktu eftir þessu næst þegar klisjutíkus opnar trant. "Þetta er auðvitað með algjörum ólikindum" er eitthvað sem fastlega má búast við að komi. Æi. Afhverju þarf þetta lið allt að vera svona gelt og leiðinlegt? Setja sig í gír þegar það fær mæk í andlitið. Vill enginn vera formaður húsfélags nema leiðinlegasta fólkið í blokkinni? Liðið sem vill ráðskast með hina? 
---
Já og hingað til hefur lýðræðið ekki kostað mig krónu. Ég vil samt endilega að allir monnípeningaframbjóðendur fortíðar sitji sem fastast því á meðan hrúgast fylgið á Besta flokkinn. Ekki hætta! 
---
Annars skil ég ekki afhverju Agli Helgasyni og Jónasi Kristjánssyni er ekki bara falin alhliða stjórnun landsins - tvíræði bloggkónga. Við hlytum í kjölfarið að öðlast besta samfélag í heimi, óskeikult fyrirmyndarsamfélag. Lára Hanna gæti verið með þeim og Eva Joly og Rauðbirkni kallinn Black. Þeir vita allt best, allavega Jónas - ég held að það séu allir fábjánar nema hann. Eftir hverju er verið að bíða?
Ps. Þetta er ekki kaldhæðni eða skot af því Jónas er búinn að vera með misskilning í garð Jóns Gnarrs og Besta flokksins, heldur einlæg tillaga. 
---

At Dodge City - 14 hours
At Dodge City sendi bréf: Við erum ungt band sem inniheldur reynslumikla meðlimi sem koma úr böndum eins og Fighting Shit og Brothers Majere svo dæmi séu tekin. Bandið er úr Reykjavík og hefur verið starfandi síðan í júní 2008. Ein meðlimaskipti hafa átt sér stað síðan þá en Eiríkur gítarleikari kvaddi hljómsveitina nýlega og spilaði á sínum lokatónleikum um daginn (15/04/10) á Dillon. Nýr maður hefur tekið hans stöðu og heitir hann Ólafur Örn.
Bandið:
Atli Steinn(19) - Trommur
Helgi Durhuus(21) - Gítar
Ólafur Örn(24) - Gítar
Ingi Ernir(24) - Bassi
Ingólfur Bjarni(22) - Söngur

Við spilum blöndu af hardcore/sludge/rock.

Við fórum í stúdíó í júlí árið 2009 og tókum upp 7 lög sem finna má á plötunni As Our City Falls sem er væntanleg út núna á næstu dögum. Þetta er allt D.I.Y. hjá okkur,  við sjáum um cover, prentun, áprentun á disk og allt heila klabbið. Við komum til með að selja hana fyrst og fremst á tónleikum og í gegnum netið.
Sumarið 2009 fórum við svo á Íslandstúr með hljómsveitunum Nögl, Endless Dark og Gordon Riots, sá túr gekk mjög vel. Framundan hjá bandinu er að semja mikið af nýju efni og spila á fullu í sumar vítt og dreift um landið.

Dodge á MySpace

03.05.10

Kukkan fimm, þegar maður vaknar og býr til kaffi, er fuglasöngurinn alveg á óverdrævi úti. Ég komst nú ekki að því fyrr en í gær að hér í görðum eru svartþrestir (e: Blackbird), sá hinn sami og Palli söng um á á Hvíta albúminu. Svartfuglasöng má einmitt heyra í því lagi og mér finnst helvíti töff að vakna í bítlakonsert á hverjum degi (já já, ég veit að Bítlarnir tóku þetta aldrei læf). Þetta er töff útlítandi fuglar, syngja svona líka vel og eru bítlatengdir. Ég er ekki í vafa um að svartþrösturinn sé nýi uppáhaldsfuglinn minn. Og snæuglan fer þá í annað sæti. Skv. fuglasíðu var fyrsta staðfesta varp svartþrastarins á Íslandi 1969.
---

Við fórum víða í gær. "Hoppuróló", aka Langholtsskólaróló, er besti róló borgarinnar, eins og áður hefur komið fram, og alltaf góður heim að sækja. Þar eru m.a. þessar vígalegu rólur. Algjörar ofurrólur.


Hey, mannstu eftir átakinu í kringum Helga Hós í fyrra? Minnisvarði og bla bla. Fleiri tuga þúsund manns á facebooksíðu. Ég borgaði m.a.s. þúsund kall á einhvern reikning. Er ekkert að gerast í þessum málum? Það er allavega ekki hægt að sjá neitt sem bendir til þess á gamla horninu hans. Var þetta bara rippoff? Ég trúi því nú varla. Þarf ekki að fara að krefja einhvern um svör? Það hljóta nú fleiri en ég að hafa látið eitthvað af hendi rakna.


Ísbúðir spretta upp í kreppunni. Við fórum á enn eina, Draumaís í Bæjarlind. Mjög metnaðarfull ísbúð og ágæt, þótt mér finnist nú skyrís með bláberjum frá Holtseli ennþá langbesti ís í heimi. Það er hægt að borða þarna inni, líklega er boðið upp á bestu aðstöðu til ísáts á landinu. Staðsetningin er það versta við búðina. Bæjarlind er dáldið off. Ég heyrði svo viðtal við konu í ísbúð í Laugalæk sem selur tröllapylsur, en ég missti reyndar af því hvað tröllapylsur eru. Þarf að skoða málið. 


Hrafnslaupurinn á Laugarnesi hefur að mestu sloppið óskaddað frá æðiskasti vinstri grænna borgaryfirvalda. Lufsan þorði ekki að ganga þarna í gegnum lóðina, sá fyrir sér að Hrafn birtist froðufellandi með exi, svo við gengum fjöruna, sem er nú svo sem alveg nógu frábært. 


Hér er mynd af teiknimyndasýningu ungmenna í Borgarbókasafninu. Hér leikur óþekktur listamaður (hann var ekki merktur eins og hinar myndirnar) sér að klisjunni um vælubílinn, sbr. á ég að hringja á vælubílinn? Þessi gengur lengra, fer í vælulíkhúsið og endar í vælulíkhúsinu. Fín sýning. Svo ég tali nú ekki um útskriftarsýningu LHÍ í Hafnarhúsinu. Þar er allt vaðandi í flottu stöffi. Samt sér maður hversu misgóðir listamennirnir eru. Sumir greinileg talent á meðan aðrir hafa greinilega unnið lokaverkefnið með rassgatinu. Allir virðast þó fá að útskrifast. Þriðja sýningin var í Ráðhúsinu, samsýning á vegum Listar án landamæra. Margt mjög næs þar, allavega 3 myndir sem ég hefði viljað hafa upp á vegg.
---

Samsteypan - Friður á jörð
Lag af 7" frá 1970. Popparar þess tíma jarma "Give peace a change" Lennons með íslenskum texta, sem ber tíðarandanum (mis)fagurt vitni. Þetta var fyrsta  platan sem Pétur kom að. Útgáfufyrirtækið hét Sarah Records Hljómskífugerðið Sarah. Enskt indie merki sem var hipp á 9. áratugunum hét það sama, en er alls óskylt fyrirbæri. Íslenska Sarah var rekin af Jörmundi Inga Hanssyni, síðar alherjargoða og skósölumanni í Kolaportinu. Eftir því sem ég kemst næst gaf Sarah bara út eina 7" enn, 2 lög með ensku söngkonunni Janis Carol, sem hér starfaði í kringum 1970.

02.05.10
Egill Helgason skrifar: Ótrúlega mörgu fólki virðist hrylla við að kjósa gömlu flokkanna. Fylgi Besta flokksins rýkur upp, ekki vegna þess að fólk langi endilega að kjósa Besta flokkinn, heldur vegna þess að ekkert annað er í boði. Besti flokkurinn veit hins vegar ekki lengur hvort hann er grín eða alvara – það gæti gert honum dálítið erfitt fyrir.
Byrjar nú þetta röfl um grín og alvöru. Eins og alvara hafi hingað til skilað okkur miklu? Grín og alvara í bland, má það ekki? Öllu gamni fylgir einhver alvara. Svo er ég hundleiður á þeirri ástæðu sem fólk gefur upp um stuðning sinn við Besta, að allt hitt sé bara of slappt til að hægt sé að kjósa það. Auðvitað er Besti með lang besta liðið á sínum lista og fólk á að kjósa flokkinn út af því, ekki öðru. Bendi á góða grein Hugleiks sem útskýrir muninn á liðsmönnum Besta og annarra flokka máli mínu til stuðnings. Besti er einfaldlega bestur, það er borðleggjandi. Svo get ég glatt kjósendur með því að Besti mun að sjálfssögðu fara í landsmálin í næstu alþingiskosningum og væntanlega rúlla því upp líka. X-Æ!
---
Eins og allt almennilegt fólk er ég aðdáandi hamhleypunnar Ómars Ragnarssonar. Ég var eitthvað að rölta í hægðum mínum um netið og rakst þá á gamalt komment frá Ómari við umfjöllun um eins smells undrið They're coming to take me away, sem hér var spilað í spað í Lögum unga fólksins á árum áður. 

Þar sem nördaljósið í kolli mínum ofhitnaði við að lesa þetta verð ég að staðreyndaleiðrétta Ómar:
1. Lagið með Tiny Tim heitir The Viper (ok, þetta er nú smámál). 
2. In the summertime er með Mungo Jerry, ekki Troogs og það sló í gegn sumarið 1970, ekki 69. Mungo Jerry er alls ekki eins smells undur því hann átti eftir að gera a.m.k. 3 topp hittara í viðbót á árunum 1971-1973: Baby Jump  #1, Lady Rose #5 og Alright alright alright #3. 
3. Bítlasmáskífan Penny Lane/Strawberry Fields Forever var frá upphafi kynnt sem "double A-sided", þ.e. hvorugt lagið var hugsað sem B-hlið. Síðan hafa bæði lögin orðið sígild. 
4. Það voru 4 lög á Flowers 7" plötunni, ekki 2 - enda um svokallaða EP plötu að ræða. Hin tvö lögin heita Blómið (e. Karl Sighvatsson) og Andvaka (e. Karl og Arnar Sigurbjörnsson). Það er hins vegar rétt hjá Ómari að platan er jafn góð núna og fyrir 42 árum. 
---

Tvíhöfði - Saga Dr. Gunna
Þar sem ég vil hafa staðreyndir á hreinu (sé því komið við) hefur mér alltaf fundist sagnfræðiþáttur Jóns Gnarrs í Tvíhöfða vera það eina leiðinlega í þeim annars æðislega góða þætti (þeir eru enn í fríi á Kananum, eða er þetta bara búið?). Þórir Örn Sigvaldason var svo almennilegur að senda mér mp3 af því þegar Jón Gnarr, verðandi borgarstjóri, rekur sögu Dr. Gunna. Þetta er svívirðileg aðför að sannleikanum, en ógeðslega fyndin. Myndin er af Dagbjarti Óla og strákunum sumarið 2004.

01.05.10
Áríðandi tilkynning á frídegi verkalýðsins: BESTI FLOKKURINN ÞARF PENINGA TIL AÐ BORGA FYRIR ALLSKONAR. ENDILEGA STYÐJIÐ OKKUR. 1000 KALL EÐA EITTHVAÐ. MÁ BARA ALLS EKKI VERA YFIR 300.000. PLÍS!!! Reikningur: 0137-26-1340 Kt. 611209-1340
---
Þess má geta að kosningaskrifstofa Besta flokksins verður opnuð í dag (eða fljótlega) þarna í Aðalstrætinu þar sem Frjálsblindir voru einu sinni og bókabúðin Glætan.
---

Hér er videó af mér að kynna Reykjavík, eða öllu heldur topp 10 "hluti til að gera" í borginni okkar frábæru, sem verður enn frábærari eftir stórsigur Besta flokksins. Ég hefði átt að hafa laupinn hans Hrafns með, en ég fattaði það ekki þegar við gerðum þetta. Það er engu logið með þetta, sérstaklega ekki "skyrís með bláberjum" á Íslandi. 

30.04.10

Besti er að rústa þessu! Það er augljóst að kjósendur ætla ekki að láta taka sig í rassgatið kaupa köttinn í sekknum (frambjóðanda edit) enn eina ferðina, heldur ætla þeir að kjósa það sem er best: Besti flokkurinn. En betur má ef duga skal og sjálfur skil ég nú ekki hvernig nokkur maður hefur lyst á að kjósa gamla draslið. Sjálfur er ég í #6 í BF (nema ég verði lækkaður til að kynjajafna) og Magga Stína er #5. Ég hitti hana einmitt á horninu þegar kosningakönnunarniðurstöðurnar lágu fyrir og hún var jafn undrandi og glöð og ég. Áfram Besti! Eini flokkurinn af viti.
---
Pönkarar athugið:
Fræbblarnir (nú með 2 b-um!) og Q4U (í fyrsta skipti síðan 1997!) á Sódómu Rvk í kvöld. Hér er fréttatilkynning:

Í kvöld, 30. apríl, leika Fræbblarnir og Q4U fyrir dansi á Sódómu. Dansleikurinn hefst á miðnætti og er aðgangseyrir litlar skitnar þúsund krónur.

Fræbblarnir
eru almenningi löngu að góðu kunnir fyrir geðþekkar lagasmíðar sínar og líflega sviðsframkomu. Þeir eru upphaflega úr Kópavogi en nýlega hefur þeim bæst liðsauki úr Mosfellsbæ, sjálfur Guðmundur Gunnarsson stórtrommari úr Tappa Tíkarras, Das Kapital og fleiri hljómsveitum. Hljómsveitin mun kynna nýtt efni af væntanlegri plötu auk þess sem gömlu lögin verða rifjuð upp..

Q4U
hefur ekki komið opinberlega fram síðan árið 1997. Það er því kominn tími til að þessi ástsæla hljómsveit láti í sér heyra á ný. Eins og Fræbblarnir var Q4U þekkt fyrir friðelskandi jákvæðni (eða þannig) og ekkert hefur breyst í þeim efnum. Q4U mætir með útvíðu gallabuxurnar, písmerkin og hippamussunar, sem hafa verið einkenni þeirra og tákn á ferli sínum (eða þannig). Hljómsveitin er eins skipuð og hún kom fram árið 1997, nema að í stað Gumma (sem er kominn í Fræbblana eins og áður segir) spilar Heiðar úr Buttercups á trommurnar. Ellý, Gunnþór, Ingólfur og Árni Daníel skipa Q4U auk Heiðars.

---
((((((( Annar hluti ársins 2010 )))))))