31.12.09
Ótvírætt merki um að jólin séu að verða búin:


Ekkert nema vondasta makkintossið eftir í dollunni. Og mandarínurnar farnir að vera vondar á bragðið.
---
En það eru náttla jól þar til á þrettánda. Og nú er gamlárs. Ég hef keypt mér vindil í Björk. Úrvals Balmoral á 1500 kall. Kostaði 1000 í hittifyrra. Í fyrra gleymdi ég að kaupa vindil. Fann um kvöldið að mig dauðalangaði að reykja árið út. Fór á Mímisbar á Hótel Sögu og ætlaði að kaupa eitthvað, en útlendur barþjónn var bara með leiðindi og sagði að ég ætti að fara á bensínstöðina. Eins og hún væri eitthvað opin kl. 8 á gamlárskvöld. Varð að láta mér Capri nægja, sem er auðvitað skítt. Ég var flugeldasjúkt barn en hef ekki enn æst Dagbjart upp í þetta. Við förum samt og styðjum hjálparsveit á eftir.
---

Ég fór á frumsýningu Mömmu Gógó í gær eins og fínn maður. Hér eru allir að klappa að mynd lokinni. Friðrik Þór fór sem betur fer ekkert að væla um niðurskurð á ríkisstyrkjum heldur sagði bara „takk“. Ég get því miður ekki tjáð mig meira um þessa mynd, en bendi á Fbl á laugardaginn.
---
Ég er ekki búinn að sjá Bjarnfreðarson, en maður drífur sig nú í þessu langa æðislega fríi sem er framundan. Fór hins vegar á Avatar í 3D með Dagbjarti. Það var nú gaman. Mig langar eiginlega aftur. Þetta er bara indjána og kabboj mynd í geimnum og svaka ævintýri og upplifun. Haukur morðingi segir á Facebookinu sínu að hann hafi æsts upp fyrir bláu stelpunni og urðu nokkrar umræður þar um. Sjálfur hugsaði ég aldrei með neðra á Avatar, datt það ekki í hug. Bara ekkert við þriggja metra bláar geimverur sem kveikir í mér. Bogi Reynisson kom með skemmtilegt komment - sagði að Haukur ætti að tékka á Þorgerði Katrínu, hún væri líka stór og blá. He he. Nú er að vona að Haukur útlisti þetta frekar á kvikmyndabloggi sínu, Snobbhænsn
---
Ha, Icesave? Æi fokk maður. Ekki það plís. Ef Bjarni Ben og Froðufellir eru á móti einhverju þá svona hallast maður að því að vera með því þótt það sé skítt að þurfa að skeina Björgólfi Thor, sem á sama tíma er bara í stuði að kaupa gufu. Hvar er þetta helvítis Nýja Ísland? 
---
Ég get alveg komið með myndlíkingu og það af sjónum meira að segja. Skipið er sokkið. Í björgunarbátnum ættu menn að róa í sömu átt til að komast frá niðursoginu. Þeir gera það ekki heldur róa sitt í hvora áttina svo báturinn snýst bara í hringi og allir eru orðnir dúndrandi sjóveikir um borð. Margir ælandi.
---
Stundum, í verstu geðvonskuköstunum, er maður orðinn ógeðslega leiður á að vera Íslendingur. Vonar bara að við segjum fokk jú að borga Icesave, hér fyllist í kjölfarið allt af breskum herþotum og þessu helvítis fávitaskeri verði komið í erlenda forsjá því íslenskir embættismenn eru svo miklir fávitar. Nei, allir Íslendingar eru XD-krossandi fávitar. Við erum fávitaþjóð í fávitalandi. Í verstu geðvonskuköstunum, sagði ég. 
---
Ég átti ekkert að lesa svo ég gróf og fann ÞÞ í Fátæktarlandi eftir Pétur Gunnarsson sem ég hafði fengið þegar hún kom út 2007 og einhverra hluta ekki lesið, kannski af því ég las þetta, sem er það fyrsta sem gúgglið færir manni. Ég er alveg ósammála Sigurði því bókin er frábær. Kannski ekki eins frábær og Þórbergur sjálfur en maður fyllist nokkrum eldmóði við að lesa þetta - vill vera duglegur og einbeittur eins og ÞÞ. Lifa lífinu! ÞÞ var allur í kjellingunum og það er alltaf gaman af svona listamannaklíkum eins og í Unuhúsi og Mjólkurfélaginu. Ungt og leikur sér. Djöfull væri nú sniðugt að gera biopic um ÞÞ/HKL á þessum tíma, 1920-30. Fortíðin er alltaf svo spennandi.
---
Ég ætlaði að vera búinn með RLPK-pródjektið (50 stk) fyrir jól en svo gerðist ég morgunsvæfur, latur og þungur á mér. Missti blogglöngun, eins og getur gerst. Held þó ótrauður áfram núna. Ég er allur að koma til.


(39/50) The Grassroots - Midnight confessions
Ég hélt ég væri sæmilega að mér í 60s rokki en hafði þó aldrei heyrt þetta fyrr. Þetta þónokkuð grúví lag mun hafa verið vinsælasti síngull The Grassroots (#5 í USA), en annars er það bara wiki ef þú nennir.
---
Og svo bara Gleðilegt ár! Nú er maður búnað massa kreppuna 2009. Svo massar maður dobbölkreppu 2010 og svo kemur blússandi fönkítæms þegar Sjall og Framsókn komast aftur til valda 2011. E'haggi?!

24.12.09


Kæru vinir, til sjávar og sveita, mínar hugheilustu JÓLAKVEÐJUR!!!
---
Eftir allnokkra umhugsun hef ég komist að eftirfarandi:

Bestu plötur ársins 2009 - íslenskar
1. Hjaltalín - Terminal
2. Bloodgroup - Dry land
3. Morðingjarnir - Flóttinn mikli
4. Hank & Tank - Songs for the birds
5. Múm - Sing Along To Songs You Don't Know
5. Feldberg - Don't Be A Stranger
6. Hjálmar - IV
7. Hermigervill - Leikur vinsæl íslenzk lög
8. Hallur & Halldóra - Disaster songs 
9. Kimono - Easy Music For Diffficult People 
10. Caterpillarmen - Adopt a monkey

Bestu plötur ársins 2009 - útlendar
1. Micachu & The Shapes - Jewellery
2. Ovens - Ovens
3. Green Day - 21st Century Breakdown
4. The XX - XX
5. White Denim - Fits
6. Gossip – Music For Men
7. God help the girl - God help the girl
8. Lily Allen - It's Not Me It's You
9. Prodigy - Invaders Must Die
10. Jarvis Cocker - Further Complications

Ég hef ekki með Insol og Dr. Gunna Inniheldur, sem klárlega ættu að vera þarna líka. Af erlendum plötum hef ég náttúrlega ekki heyrt nema brot, svo þessi listi eru gerðir með miklum fyrirvörum. Ég hef líka líklega aldrei hlustað jafn lítið á heilar plötur á þessu ári. Maður gerist sí-randomaðri í hlustun og pleilistavæddari. 
---

38/50 The Edwin Hawkins Singers - Jesus, lover of my soul
Þá er nú aldeilis tími fyrir einn nettan gospelsöng. Þetta er B-hliðin á Oh happy days, sem Edwyn samdi einmitt líka. Lesið um hann og lagið á wiki (ef þér viljið).

23.12.09
Jó jó jó jó - hátíð nálgast í bæ og Insol er kominn út:


Insol - Þakklátir tímar
Hér erum við að tala um lag af einni albestu plötu ársins, glæsilegri safnplötu með verkum meistara Insol. 18 lög í allt, magnað innraslíf og hvert einasta lag er frábært. Það væri hörmulegt ef þú færir á mis við þessa frábæru plötu. Hún fæst í öllum bestu búðunum.


Megas & Senuþjófarnir - Græna jólamamban
Samstarfi Megasar og Senuþjófanna er lokið. Uppgefin ástæða: þreyta. Þetta er vitanlega slæmt því Megas var þarna í þéttum og góðum félagsskap sem gat af sér fjórar fínar plötur. Það er vonandi að hann finni aðra góða menn til samvinnu. Það síðasta sem bandið gerði var þetta gullfallega jólalag. Það var tekið upp 10. des sl. Senuþjófana skipuðu: Guðmundur Pétursson, Guðmundur Kristinn Jónsson,  Sigurður Guðmundsson, Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson og Kristinn Snær Agnarsson. Hitt jólalagið með köppunum, Ég sá pabba krassa á jólatréð, má enn dánlóda hér.
---
Minnir Helga Möller einhvern annan en mig á gaggandi hænu þegar hún syngur lagið Þetta aðfangadagskvöld, þetta aðfangadagskvöld? Þetta er samt eina lagið þar sem hún minnir mig á hænu - í öllum hinum er hún geðveikislega kúl og flott. Vert er að vísa á jólalagahaug Stafræns Hákonar, sem hefur gert tvö fögur tribjút á jólaMöllerinn auk þess að luma á fleiri þokukenndum jólaslögurum.

20.12.09
Sá þessa nýju Tarantinomynd sem fólk sem ég þekki hélt ekki vatni yfir. Helvítis miðjumoð bara, ef þú spyrð mig. Er búinn að kaupa jólagjafnirnar og gera jólainnkaupin í Fjarðakaupum. Þar á meðal hinn árlega pakka af Lucky Charms. Fékk djúsí enska köku í Pipar og salt, Klapparstíg. Er kominn með sex brakandi fersk ný pör af MAN BASIC nærbuxum frá Dressman, svo það má skella þessum jólum á mín vegna. Það er allt reddí.
---

Heimsendir - Hótel Volkswagen (Jólasveinn í kröppum dansi)
Áður en Tvíhöfði var Tvíhöfði voru Sigurjón og Magga Stína með vikulegan þátt á Rás 2, Heimsendi. Þetta er svona 1995. Það komu gestir í þáttinn og það var röflað og það voru leikin lög. Jón Gnarr lagði lóð á vogarskál stuðsins og kom með leikþætti. Þarna kveiknaði mörg snilldin. Framhaldsleikritið Hótel Volkswagen var á dagskrá og hér er jólaspesíal af kraumandi heitri og ævagamalli kassettu. Ahhh... hvað er betra en að láta Hótel Volkswagen koma sér í jólaskap!
---

37/50 Gautar - Okkar dans + Tvífarinn
Beat-músik frá Sigló og allir í góðu stuði. Fleiri stórglæsilegar myndir af Gautum og öðrum böndum frá Sigló má sjá hér.

16.12.09
Sá tvær bíómyndir og hef lesið allar íslensku poppævisögurnar í ár. Sjá Menning fyrir alls ekki mjög ýtarlegt álit. Er hér að hlusta á Þú og ég - 3ju plötuna Aðeins eitt líf (hvað segja trúaðir við því?), en er almennt of undinn akkúrat núna til að nenna frekari bloggi. Læt þó ekki undir hælinn leggjast að varpa fram tveimur rlpk. Í báðum tilfellum er um að ræða B-hliðar smella:

35/50 Patrick Hernandez - Born to be alive (instrumental B-side)
Frekari uppl: sjá wikipedia


36/50 Steam - It's the magic in you girl
B-hliðin af Na na hey hey kiss him goodbye. Það var reyndar ekkert band til sem hét Steam, en þessir stúdíókallar létu það ekkert stoppa sig. Eðal tyggjó. Meira á Wiki eða heimsækið Tor Pinney, sem var aðal í gervibandinu en snéri sér fljótlega að siglingum og ævintýramennsku.

09.12.09
Afsakaðu hvað ég skrifa þér lítið þessa dagana. Það er bara svo mikið að gera í vinnunni, mar. Liggur við að maður fari að öfunda atvinnuleysingjana. Nei, uss... það má ekki segja svona. Lítið svo sem af mér að frétta. Maður bara vinnur og vinnur og kemur svo heim og er með litlu fallegu klíkunni. Dagbjartur meikar það nú biggtæm í Nóa-konfekts auglýsingaherferð en ég er ekki búinn að fá einn einasta konfektkassa ennþá og ekki hann heldur. Ég hitti reyndar einhverja gaura að steggja þegar ég kom út með börnin af Arthur 2 í Smáralind (spoiler alert: Hún endar á "to be continued"). Ég selebið þurfti auðvitað að pósa með börnin með steggnum og einhver þessara gaura spurði hvort strákurinn í Nóa auglýsingunni væri ekki sonur minn. Jú jú, sagði ég og benti á Dagbjart: Það er þessi (frekar fúll að hann héldi að ég ætti endalaust af krökkum) og þá varð hann ægilega glaður og heimtaði að fá að taka í spaðann á "legendinu", eins og hann kallaði Dagbjart. Játaði svo að vera starfsmaður Nóa.
---
Áður en ég dreg mig á asnaeyrunum að kassa og glápi á skammt af Medium eru hér tvö lög handa þér:


Pascal Pinon - Ósonlagið
Þetta kallar maður almennileg afköst: Fjórar 14 áta stelpur úr Hagaskóla búnar að gefa út fínan post-krútt disk sem fær Aminu stelpurnar til að snúast á ruggustólunum. Meira á mæspeis eða út í búð (sé hún almennileg) þar sem 11 laga diskurinn fæst.
---

(34/50) The Coasters - Zing! Went the strings of my heart
Þessir voru fínir. Sungu slatta fyrir Lieber og Stoller og áttu allavega tvo smelli sem hafa verið kóveraðir á íslensku: Along Came Jones („A a, og þá kom Andrés önd“ - Laddi) og Charlie Brown („Jói Jóns“ - SAS tríóið 1959). Annar súpersmellur með þeim þarna í lokin á fiftís var svo Yakety Yak og þetta lag er B-hliðin af þeim singli.

05.12.09
Það er búið að vera brjálað að gera í vinnunni. Ég held að stærsta Fbl í sögunni hafi komið út í dag svo maður hafi staðið í ströngu. Þetta er bara vertíð. Það hafa líka staðið yfir flutningar í vinnunni. Ég er kominn á kontor eins og fínn maður beint á mót Páli Baldvini en er ekki út á miðju gólfi eins og áður. Þess vegna var kakó og kökur í gær og Ari Eldjárn kom og var með uppistand. Hann er helvíti góður. Enda emjaða liðið. Svo sá ég allavega tvo í viðbót af þessum Mið-Íslandsgaurum í Unicef rauðanefsdæminu á Stöð 2. Berg Ebba og Jóhann. Báðir ágætir, en dáldið tens kannski. Maður þarf greinilega að fá bæjarleyfi næst þegar hópurinn er með gigg. Maður var svona að svissa á milli Unicef og Bítlamyndarinnar Help! Nú tel ég Bítlana besta band í heimi, en mamma mía, hvílík leiðindi sem þessar myndir þeirra eru. Hard days night er reyndar ókei en það sem á eftir kom í bíógerð er sorp. Eins og þessi Help! Vá, hvað þetta er glötuð mynd og ógeðslega leiðinleg. Sixtís sorp. En mússikkinn vitanlega snilld og gaman að sjá þá mæma. 
---
Maður hefur ekkert komist í ræktina og svo er Lufsan að læra fyrir próf svo ég kemst ekki einu sinni eftir vinnu. Afsakið, en ég má ekki vera að þessu - bloggið um Icesave og kreppuna þarf að bíða aðeins (é ræt). Ég þarf bara að gera eitthvað í ræktinni svo ég hlaupi ekki í smákökuspik. Það er svoleiðis haldið að manni smákökum og konfekti. Hér kemur samt smá í eyrun á þér:


Cosmic Call - Owls
Svona þegar þú nefnir það þá hef ég aldrei séð uglu, a.m.k. ekki úti í náttúrunni. Þetta er öðruvísi á Akranesi þaðan sem Cosmic Call koma. Þau gáfu út ágæta EP plötu á árinu. Hér syngja þau um náin kynni af uglum, en eins og allir vita er Akranes þekkt fyrir uglubyggðir sínar við rætur Akrafjalls.


(33/50) Hljómsveit Svavars Gests og Ragnar Bjarnason - Limbó rock + Limbó dans
Menn héldu að rokkið væri bóla sem myndi hjaðna fljótt. Áður en Bítlar komu askvaðandi var talið um tíma að limbó yrði nýjasta æðið. Menn voru mikið í því að finna upp allskonar æði og dansspor, twist og ýmiskonar rugl. 1963 stukku Svavar og Raggi á limbólestina og gerðu 4laga EP með eintómum limbólögum. Ég nennti ekki að finna mynd af bandinu og Ragga til að hafa með en þegar ég var að leita fann ég athyglisverða myndasíðu á síðu Eyþórs Þorlákssonar gítarleikara. 

04.12.09
Tíminn er ekkert grín. Einu sinni voru þúsund ár í 2010 og eftir 1000 ár verða 1000 ár liðin síðan 2010 var. Pældu í því! Og hvar verður þú þá? En allavega. Í kringum árið 3000 verður fólk að spá í The Beatles. Þá verður gerður svona þáttur um þessa dularfullu hljómsveit. Þetta er mjög gott grín þó tíminn sé ekkert grín. 
---
En fáum mússikk. Alltaf meiri mússikk:

Bloodgroup - First to go
Dry land heitir nýja Bloodgroup platan og hún er gríðarlega góð. Miklu „alvarlegri“ en hin og dúndur flykki, hreint út sagt. Ég er að hugsa um að útnefna hana næst bestu plötu ársins. Terminal er best og Morðingjarnir þriðja best. Ég er svona að spá í því já.


FM Belfast - Frequency (Retro Stefson RMX)
Hér er æsandi rímix fyrir yðar hlustandi ánægju.


(32/50) The Dakotas - Magic carpet
Bítlaband frá Manchester, hér í nettum sörf/Shadows fílingi. Þeir spiluðu stundum með Billy J. Kramer og eru að sjálfssögðu ennþá að!

02.12.09
Kiljan í kvöld. Ég og Óttarr Proppé röflum við Egil um poppbækurnar í ár. Á svipuðum tíma (eða kl. 22) Dr. Gunni hitar upp fyrir Dónadúettinn á Kringlukránni. Hvað er Dónadúettinn? spyrðu kannski. Nú, alveg magnað band sem var að gefa út plötuna Venjulegt kynlíf. Hún er sem sé kynnt í kvöld á Kringlukránni. Fáum uppáhaldslagið mitt í öllum heiminum með Dónadúettinum: 


Dónadúettinn - Dagbjört og Rúna

29.11.09
Í árslok fara allir á fullt að finna besta hitt og þetta ársins. Þetta verður miklu verra í ár því nú verður allt á fullu við að finna besta hitt og þetta áratugarins líka. Því áratugurinn er víst á enda brátt. 2000 - 2009 er áratugur. Svo kemur 2010. Vó, djöfull þýtur þetta áfram. Á tveimur stöðum hef ég séð Is this it með Strokes kosna bestu plötu áratugarins. Kid A líka og Illinois  með Sufjan leiðinlega Stevens. Sigur Rós og Björk skreita þessa lista svo yfirleitt líka. Ágætis byrjun oftast talin með því hún er talin til 2000 erlendis (kom út þá) þótt hún hafi komið 1999 hér. Ég nenni varla að hugsa út í þetta svona áratugalega séð. Bara fínt að taka hvert ár fyrir sig.
---
Ricky Gervais aðdáendur athugið: Áður en hann varð frægur fyrir Office var hann með útvarpsþátt á XFM. Hér eru einhverjir búnir að taka alla þættina saman.


(31/50) The Rolling Stones - Bitch + Let it rock
Bitch er líklega uppáhalds Stóns lagið mitt. Hér er það á b-hliðinni á Brown sugar + annað slappara lag. Smáskífan er frá 1971.

26.11.09
Ég skil ekkert í þessu, en ég held að skammdegið hafi náð að bíta sig í mig. Nú sef ég eins og aumingi til allt upp í kl. 07:30 á morgnanna. Ég dauðskammast mín. Það er af sem áður var að maður spratt upp kl. 05:00 í miklu stuði og kaffið sauð á könnunni. En allavega. Þetta rjátlast vonandi af manni með hækkandi sól.
---
Sjálfsstæðisflokkurinn ber ábyrgð á liði sem skeit upp á bak í Landsbankanum og skilur eftir sig skuldahaug. Samfylkingin ber ábyrgð, líklega þó aðeins minni, á liði sem skeit upp á bak í Baugi o.s.frv. og skilur eftir sig skuldahaug. Svo er ætlast til að manni þyki annar skítahaugurinn skárri en hinn. Þetta er alveg sami haugurinn, þannig. Ég yrðu fegnastur ef allt þetta lið hyrfi úr lífi mínu eins og útrásarvíkingur á flótta í fansí djobb í Lúxemborg. Einu ríkukallarnir sem eftir væru yrðu eins og Alli ríki. É ræt, ætli þurfi ekki meira en eitt stk allsherjahrun til að breyta mannlegu eðli. Samt verður náttúrlega ekkert nýtt Ísland fyrr en þvottavélin hefur lokið sér af. Það er lágmark að mönnum sé leyft að fara almennilega á hausinn.
---
Ekki það að ég eyði ennþá tíma mínum í að hugsa mikið um þetta. Maður fær svona hruns-noju annað slagið.
---
Ömurlegir Bakþankar í dag og nammi namm þetta gerir þig feita(n)...
---
Fjölskyldan fer í svínaflensubóluefnissprautu á eftir. Þetta er því hugsanlega síðasta bloggið á meðan ég er ekki heilaþveginn af samsæri lyfjaframleiðandans Baxter.
---

(30/50) Dickey Lee - Laurie (Strange things happen)
Táningatragedía frá 1965 frá Dickie Lee sem hefur setið í stólum í 30 ár - myndir. Skv. wiki er lagið "related to the urban legends known as the vanishing hitchhiker and Resurrection Mary". Sjá.

24.11.09

(29/50) Valli og Víkingarnir - Til í allt
Þorgeir Ástvaldsson og meðlimir Start settu í tvö stuðlög sem Valli og Víkingarnir 1982. Úti alla nóttina (Oaa hele natten) sló í gegn en B-hliðin, Til í allt, var bara B-hlið og enginn í stuði fyrir það. Ágætis stuðrokkari engu að síður eins og heyra má. Platan var notuð sem aðgöngumiði (ásamt öðrum plötum sem var límt yfir, geri ég ráð fyrir) fyrir Íslandsmeistarakeppni plötusnúða í Tunglinu 1990.

23.11.09
Það er sætt og það er 1971 og það er svona:

(28/50) The Sweet - Done me wrong all right

20.11.09

Listaverkaöflun ársins hefur átt sér stað. Fyrir valinu varð mögnuð Tinna-mynd eftir meistara Ísak Óla og sveppurinn úr Dularfulla stjarnan í kaupbæti. Tinni var líka á listaverkaöflun síðasta árs (glæsileg mynd eftir Gylfa Ægisson, hvers ævisögu ég er nú að spóla mig í gegnum) og þá er kannski að vera komið nóg af Tinna. Þótt það sé náttúrlega aldrei of mikið af Tinna. Nú hefur verið opnuð heimasíða Ísaks Óla og þar má m.a. gera pöntun í verk. Þau eru á mjög ásættanlegu verði og því er mynd eftir Ísak Óla jóla- jafnt sem  tækifærisgjöfin í ár!!!
---
Besti flokkur Jóns Gnarrs er kominn með heimasíðu. Þetta er tvímælalaust besti flokkurinn. Ég er búinn að skrá sig meðlim og mun þetta því vera 3ji flokkurinn sem ég er í. Að vera í flokki hefur ekkert upp á sig nema stanslaust bögg um að mæta á fundi. Ég hef ekki mætt á einn einasta fund og mun ekki gera (nema á alla fundi Besta flokksins að sjálfssögðu). Ég verð þó að viðurkenna að ég var næstum því hlaupinn af stað þegar ég fékk nýjasta fundarboðið frá VG: Sósíalískar umræður um stöðu láglaunakvenna.
---
Nýja Ísland virðist helst ganga út á eitthvað vesen. Þetta er eins og að búa í blokk þar sem daglega er verið að reyna að fá mann á húsfund til að ræða teppið á ganginum eða litinn á veggjunum. Mér er drullusaman! Ég vil fá frið til að vera í næði með fólkinu mínu og horfa á sjónvarpið!!! Fékk einhverja helvítis teygju frá Innovit sem ég á eflaust að gera eitthvað við en ég nennti bara ekki að lesa 3 A4 blöð sem fylgdu með. Það er brjálað að gera í vinnunni for kræing át lád! Sendið þessar teygjur á atvinnulausa. Og eins gott að ég var ekki slembiúrtaksvalinn á þennan þjóðfund í Höllinni. Andskotann ætli ég nennti að hanga heila helgi yfir engu. Sorrí. Hið fullkomna þjóðfélag er þar sem maður verður ekki var við húsfundina. Að hlusta á umræðuþætti og velja á milli skít og drullu á fjögurra ára fresti er alveg nóg fyrir mig, jafnvel þótt það sé innihaldslaust prump og ekkert komi út úr því nema sama gamla ekki neitt. Eða þú veist. Vottever maður.
---
Herra Biskup, Karl Sigurbjörnsson, er á Facebook. Hann þarf náttúrlega að tala við Guð, verandi helsti umboðsmaður hans á landinu. Þá getur komið svona skemmtilegt:


---
Og alveg algjörlega óskilt: Hnakkus lætur vaða á prestana. Aumingja prestarnir. Þeir virðast meina vel, sbr. grein 8 presta í Fbl í gær um að stjórnmálamenn ættu að hætta þessu rifrildi endalaust, en bara verst að góðmennskan er grundvölluð á bulli, þ.e. eldgamla hindurvitnaruglinu í Biblíunni. Ég væri annars alveg til í að vera prestur ef maður gæti það án þess að trúa Guð og Jesú dótinu. 
---

Hjaltalín - Hooked on Chili
Hólí mólí! Haldið hestunum! Hjaltalín mæta með hnallþóru mikla eftir helgi (TERMINAL (plötu 2)), en á Gogoyoko byrjaði gleðin í dag! Það er mikið sem þarf að melta við þessa plötu, en niðurstaðan held ég að þetta sé algjör snilld. Ekki auðmelt plata, en gjörsamlega þess virði að gefa sig í hana. T.d. fannst mér Stay by you ekkert sérstakt lag þegar ég heyrði það fyrst en svo vinnur það á eins og andskotinn. Held að restin af plötunni muni gera það sama.
Fréttatilkynning frá Gogoyoko: Hlustaðu á nýja plötu hljómsveitarinnar Hjaltalín í heild sinni frítt - og kauptu á sérstöku tilboðsverði frá og með föstudeginum 20. nóvember á gogoyoko.com.
Ný hljómplata hljómsveitarinnar Hjaltalín, Terminal, kemur í verslanir mánudaginn 23. nóvember. Platan verður hins vegar aðgengileg öllum gestum gogoyoko.com frá og með föstudeginum 20. nóvember. Frá og með þeim degi geta allir notendur síðunnar hlustað á plötuna í heild sinni frítt - og keypt hana á sérstöku tilboðsverði alla helgina.
Ný plata Hjatlalín, Terminal, verður seld á sérstöku tilboðsverði alla helgina sem er 7,9 evrur, það er u.þ.b. 1.460 krónur. Sömuleiðis mun fyrri plata sveitarinnar Sleepdrunk Seasons (4,5 evrur, 832 kr) og smáskífan Suitcase Man sem inniheldur þrjár útgáfur af laginu (1 evra, 185 kr) vera á tilboðsverði.
gogoyoko.com er tónlistarbúð og samfélag á netinu þar sem þú getur keypt tónlist beint frá tónlistarmönnunum og hlustað á alla tónlist ókeypis.
Allir geta skráð sig sem notendur á gogoyoko.com, það er einfalt og fljótlegt að skrá sig - og kostar ekkert.
gogoyoko.com er rekin af íslenska sprotafyrirtækinu gogoyoko ehf. Vefurinn opnaði nýverið í Skandinavíu, þar sem viðtökur fjölmiðla og annarra hafa verið vonum framar, og á næstu misserum mun gogoyoko.com opna á fleiri markaðssvæðum.
---

(27/50) The Monotones - No waiting
Ein af ótal bítlasveitum sem fallin er í gleymskunnar dá. Voru frá Southend-on-sea og gerðu 4 smáskífur fyrir Pye útgáfuna. Eru ekki á Wiki (þar er reyndar fjallað um annað band sem hét það sama) en fann smá um þá á Garage hangover

19.11.09
Mig er alltaf að dreyma skít en er alltaf jafn blankur. Ég bind þó vonir við 75 milljón krónu desember vinning HHÍ og er þegar farinn að spá í hvað ég eigi að gera við vinninginn. Æ, nú er ég búinn að djínxa þessu. Maður er annars bara í lága drifinu í skammdegi og vinnuþrældómi, svo blöggið er líka í lága drifinu. Segi ég afsakandi.
---
Hin frábæra og ofurvinsæla heimild (24.000 búnir að skoða skv. Amx) um gúddtæms Baugs í Mónakó hefur verið fjarlægð af youtube v/ copyright claim by Sagafilm ltd. Vonandi er verið að færa myndbandið yfir í góðærisálmu Þjóðminjasafnsins as ví spík.
---

Snorri Helgason - Queen street
Sóló frá Snorra. Horfnir eru sniðugu Sprengjuhallartextarnir og allt á ensku sem maður nennir lítið að spá í. Fín mússik eins og við var að búast. Dáldið lágstemmt og inn í sig á köflum, en smá rokk líka. Hér er eitt gott sem minnir gríðarlega á eitthvað af allra fyrstu plötum The Cure. Hér er fréttatilkynningin: I'm Gonna Put My Name on Your Door, fyrsta sólóplata Snorra Helgasonar er komin í helstu plötubúðir landsins á vegum Borgarinnar. Snorri er vel þekktur sem gítarleikari, söngvari og aðallagahöfundur Sprengjuhallarinnar og eftir hann liggur eitt vinsælasta lag þessa áratugar, Verum í sambandi. Hér er hann einn á ferðinni með 11 popplög í blússkotnum og einföldum búningi. Frábærar lagasmíðar og einlægur og vandaður flutningur skilar hér plötu sem á eftir að marka spor í íslenska útgáfusögu og lifa í menningararfi þjóðarinnar um aldur og ævi, hvorki meira né minna. Platan inniheldur meðal annars lagið Freeze Out, sem hefur notið mikilla vinsælda á öldum ljósvakans síðan snemmsumars, og nýjasta slagarann, Don't Let Her. Upptökum á plötunni var stýrt af Kristni Gunnari Blöndal og Styrmi Haukssyni og meðal þeirra er lögðu hönd á plóg voru Kristinn Gunnar Blöndal, Birgir Ísleifur Gunnarsson, Teitur Magnússon og Sigurður Tómas Guðmundsson. Útgáfutónleikar verða í desember...

...en Snorri fer fyrst með Hjaltalín og Sigríði Thorlacius & Heiðurspiltunum um landið á næstu dögum:

19. nóv Blönduós – Félagsheimilið (Forsala: Potturinn og pannan)
20. nóv Húsavík – Gamli Baukur (Forsala: Gamli baukur)
21. nóv Egilsstaðir – Sláturhúsið (Forsala: Menningarsetrið Egilsstöðum)
22. nóv Höfn – Pakkhúsið (Forsala: Menningarmiðstöð Hornafjarðar)
24. nóv Keflavík – Frumleikhúsið (Forsala: Tónlistarskóli Reykjanesbæjar)
26. nóv Sauðárkrókur – Mælifell (Forsala: Ólafshús)
27. nóv Dalvík – Menningarmiðstöðin (Forsala: Kaffihús Menningarmiðstöðvarinnar)
28. nóv Akureyri – Græni hatturinn (Forsala: Eymundsson)
29. nóv Borgarnes – Landnámssetrið (Forsala: Landnámssetrið)
---

(26/50) Ævintýri - Lífsleiði
Smáskífan Illska/Lífsleiði er það þyngsta sem Björgvin Halldórsson gerði á hippaárunum. Og líklega á öllum ferinum. Þetta er seinni smáskífa Ævintýris (sú fyrri var með samnefndu stuðlagi, sem var upphaflega B-hliðarlag með Marmalade sem heitir Time is on my side). Þrátt fyrir hugmyndir þar að lútandi kom því miður ekki LP með þessu þunga Ævintýri og menn skelltu sér í kántrípoppið skömmu síðar, nema Biggi Hrafns og Siggi Karls sem tóku enn á í þungarokkinu með Pétri Kristjáns í Svanfríði. Ég biðst velvirðingar á þessu gauðrispaða eintaki, þetta stöff ætti auðvitað að vera til í toppgæðum, en þetta er skárra en ekkert.

17.11.09
Var í bústað í Húsafelli. Þetta er svæði sem maður þekkir ekki mjög vel. Gríðarlega flott. Rétt hjá er undrið Hraunfossar og Barnafoss. Það er búið að poppa svæðið upp túristalega og aðgengi er gott. Ég tók mynd:

Steinhörpuleikarinn Páll á Húsafelli býr þarna rétt hjá. Sá hann ekki, en labbaði upp á fjall. Sá jeppa og heyrði skothvell. Á leiðinni heim eru Kleppjárnsreykir, en þar er grænmetiskassi og sjálfssali. 200 kall fyrir úrvals hélaðar gulrætur.

---

Í bænum fór ég í Kost á sunnudaginn. Það var yfirþyrmandi biðröð og æsingur í fólki að sleppa loksins undan ægivaldi Baugsfeðga (eða bara sjá nýja búð). Mér sýndist þetta vera flott en nennti ekki að kaupa neitt, það hefði tekið minnst hálftíma að komast á kassann. Eitthvað er þarna af stórhættulegu en ógeðslega góðu ammrísku drasli (þó ekki rótarbjór) sem maður athugar í betra tómi. Jón Gerald stóð við innganginn og heilsaði öllum. Ég ræddi stuttlega við hann og óskaði til hamingju með búðina. Hann sagðist ekki fá kattamat frá innlendum byrgjum en var samt nokkuð viss um að þetta tækist. Sagðist svo aldrei hafa opnað búð áður og dæsti. 
---

(25/50) Hot Butter - At the movies
Lagið Popcorn er heimsfrægt og allir með það á tæru. Upphaflega útgefið 1969 af höfindinum Gershon Kingsley en náði heimsútbreiðslu þegar Hot Butter tók það 1972. Hér er B-hliðin á Popkorni. Lagið á meira að segja heimasíðu.

13.11.09
Nú ættu allir að vara sig því það er föstudagurinn þrettándi. Ef þeir trúa svona rugli, það er að segja. Hér er svoleiðis allt vaðandi í glænýju stöffi. Úlla la.


Me, the slumbering Napoleon - Thanksgiving
Ammríska slöggrokkið áður en Nirvana gerðu það vinsælt er íslenska tríóinu Me, the slumbering Napoleon hugleikið. Það má gera að því skóna að þeir eigi Jesus Lizard, Minutemen og Shellac plötur í safninu. The Bloody core of it er erfið plata (og samhangandi - það skýrir snögga endinn) sem er komin út. Þeir ætla að kynna og gleðjast á Havarí í dag kl. 17.


Megas & Senuþjófarnir - Kvöld í Atlavík
Sílspikaður 27 laga læfpakkinn Segðu ekki frá (með lífsmarki) er kominn út. Það kallar á verslunarferð fyrir yður, herra minn og/eða frú. Nú er það svart, mar, það er ekki eftir Bjartmar... Besta bandið sem Megas hefur spilað með lengi, segja menn. Allavega fyrsta bandið í langan tíma sem glápir ekki á nótnablöð allan tímann sem það spilar. Æsandi tíðindi.


BB & Blake - Spy
Megahipp plata BB&Blake er komin út. Fréttatilkynningin er á ensku, svo kúl er bandið. Ég vísa að öðru leiti á viðtal í Föstudegi Fbl í dag: Icelandic dynamic pop duo BB&BLAKE are filmmaker Vera Sölvadóttir and actor Magnús Jónsson. They have teamed up to deliver highly danceable pop ditties. Their first album BB&BLAKE is now available. They are eager to seduce you on Saturday 14th of November where they will be playing their new singles at Sódóma along with very special guests: Barði Jóhannsson, Ingvar E. Sigurðsson, Árni Kristjánsson, Unnur Birna Björnsdóttir, Hlynur Sölvi Jakobsson, Jara, Hekla Magnúsdóttir and more. Everyone is welcome to join the party starting before midnight.


(24/50) Bee Gees - Barker of the U.F.O.
Það má ekki gleyma Rispaða litlaplötu klúbbnum þó allt sé að verða vitlaust í íslenskum útgáfum svona rétt fyrir jól. Hér er B-hliðin á Massachusettes laginu með Bee Gees (e.þ.s. Patreksfjörður með Halla og Ladda). Strax árið 1967 voru menn farnir að snúa við trommubítum. Á þessum tíma voru bræðurnir studdir af tveimur gaurum sem síðar duttu úr skaftinu (hafðir neðanlega á myndum svo hægt væri að klippa þá af seinna).

12.11.09
Það er skýrt merki um að maður sé búinn að missa vitið þegar maður er byrjaður að líma myndir af einhverjum upp á vegg heima hjá sér. Kannski búinn að kroppa augun úr andlitinu og teikna typpi framan í myndirnar, eða horn og hala. Ætli svona sé til í alvöru? Ætli allir geðsjúklingar séu jafn klisjulegir og geðsjúklingar í bíó og sjónvarpinu (t.d. í Medium í gær)? Svo kemur löggan og sér myndavegginn og segir ó mæ god. 
---
Nokkrar ómerkilegar vangaveltur um dauðann eru í Bakþanka sem ég kýs að kalla Dánir og dauðir.
---
Vegna "spikmúffunnar" sem ég minntist á í fyrradag vill Hannes taka fram að þetta fyrirbæri var alltaf kallað "Dómínóshringurinn" í Breiðholtinu, að sjálfsögðu með vísan í hið upprunalega orð "björgunarhringur".
---
Þrjár nýjar spikfeitar bækur komnar á náttborðið: Villi Vill e. Jón Ólafsson og Sjúddirarírei um Gylfa Ægis eftir Sólmund Hólm. Einnig Færeyskur dansur e. Huldar Breiðfjörð. Nú þyrfti maður þrjá extra tíma í sólarhring til að lesa og ekki byrja að dotta á meðan.
---

Bróðir Svartúlfs - Rólan sveiflast enn
Af sex laga stuttskífu þessara Sauðkræklinga og nærsveitamanna. Gerðarlegt raPP/roKK sem er alveg að gera sig. Unnu Músiktilraunir í vor og eru líklegir til frekari afreka. Þetta er uppáhaldslagið mitt á plötunni. BS á Gogoyoko.
---

(23/50) T. Rex - Free angel
Þegar ég var að meikaða einu sinni með Unun fórum við á Fall tónleika í London. (Þetta voru bæ ðe vei hundleiðinlegir tónleikar og Mark E Smith í mikilli fýlu). Við vorum út í sveit að taka upp á ægilega fínu sveitasetri (gúdd tæms) og á leiðinni í bæinn keyrðum við framhjá trénu sem Marc Bolan keyrði á og dó 1977. Hann var reyndar ekki undir stýri heldur í framsæti á Austin mini og í engu belti. Vonlaust. Hér er hann á bakhliðinni á 20th century boy fjórum árum fyrr, sprelllifandi og hress.

11.11.09
Vertíðin hellist yfir. Bóka og plötu. Sífellt bætist í. Dúettinn Hank og Tank ku ætla að mæta með plötuna sína fyrir jól. Hún ku full af angurværum drykkjublús. Hér má sjá gullfallegt myndband við lagið Forsaken place, tekið á Sirkus. 
---

(22/50) Nancy Sinatra - One jump ahead of the storm
Reynt með iðnaðarrokkslegt diskó árið 1980 (kántrí hinum megin). Nancy orðin fertug og lítið gekk. Enn nokkur ár í retróið.

10.11.09
Útsendari Satans hjá auglýsingastofu hringdi og bað um Dagbjart í Nóa Síríus auglýsingu. Hann á að borða súkkulaði og fá borgað fyrir það. Ég sagði við Lufsuna að ég væri algjörlega á móti þessu því Sigga pönk og vinum hans gæti sárnað og misst svo gjörsamlega og endanlega allt álit á mér og líklega mannkyninu öllu að þeir myndu fjölmenna heim til okkar og gera aðsúg um miðja nótt. Eða kveikja í hjólinu mínu. Hún sagði að henni væri drullusama hvað einhverjum kjörklefaskítandi auðnuleysingjum fyndist, ef Dagbjarti langaði að gera þetta þá mætti hann það. Ég maldaði í móinn og tók sérstaklega fram að Siggi væri enginn auðnuleysingi heldur hörkuduglegur hjúkrunarmaður og fjölritari smábæklinga um draumaveröld stjórnleysis. Leikstjóri auglýsingarinnar, sjálfur Reynir Lyngdal, vill fá Dagbjart eftir frækna frammistöðu hans í Kjörís auglýsingunni. Ég er nú bara svona að taka þetta fram ef ske kynni að strákarnir á Aftöku væru að hugsa um að skella í nýja yfirhrauningu af þessu tilefni. Þetta er allt Lufsunni að kenna. Það hljóta allir að vera ánægðir með að feðraveldið er óþekkt hugtak heima hjá mér.
---
Fólkið í Walmart er fögur síða. Það mætti gera svona síðu á Íslandi sem héti Fólk í búðum. Það er ekkert endilega bara flott fólk í einni ákveðinni búð. Ég myndi halda að Nammibarinn í Hagkaup á laugardögum væri góð veiðilenda. Þar fjölmenna unglingar og fá sér kíló af sykri eða meira. Ég hef tekið eftir að margir nammigrísir eru offeitar fermingastelpur sem láta hvapið ekkert flækjast fyrir sér heldur flagga því á milli stretsbuxna og magabols. Bjóða upp á svokallaða spikmúffu. Þarna treðst fólk yfir hlaupköllum og smartís og er í geypilega góðu stuði. Áfram Ísland.
---

(21/50) Robert Wyatt - I'm a believer
Trommarinn í Soft Machines átti síðar eftir að verða funheitur upp úr 1980 í hjólastólnum sem hann endaði í eftir að hafa stokkið niðraf svölum á fylliríi 1973. Hér er hann ári eftir slysið með gamalt Monkees lag í létthippaðri rokkútgáfu. Wiki.

09.11.09
Má.nu.dagur. My.rk.ur. Öm.ur.legt ve.ð.ur... Væri auðvelt að detta í þunglyndi og sjálfsvorkun í dag ef maður nennti því.
---
Marteinn í sjónvarpinu á föstudaginn var, eh, athyglisverður. Gaman að Kallakaffi sé komið á stjá á ný. Svo kláraðist Fangavaktin með takmarkaðri flugeldasýningu. Þættir númer 3 og 4 höfðu gefið til að kynna að snilldin yrði ægileg en svo hjaðnaði niður þátturinn í einhverja tilfinningavellu. Næst verður maður bara að skoða bíómyndina Bjarnfreðarson. Menn hljóta að vera að spara púðrið fyrir hana. 
---

(20/50) Clint Eastwood - I talk to the trees
Klintarinn talar við trén sem hlusta ekki á hann. Úr kósí kúrekamyndinni Paint your wagon frá 1969. Á sömu mynd var Lee Marvin með strigabassaslagarann Wandering star sem er einmitt hinumegin á þessari litluplötu.

08.11.09
Það besta við 9-5 er að vera í fríi um helgar. Maður var bara að spóka sig oní bæ í góða veðrinu. Ef dagurinn var lag með Villa Vill var hann "Ég labbaði í bæinn". Nema ég keyrði. Jónas var að fá sér arabískt drullukaffi Á Café Haiti. Ég að fá mér au lait teikavei. Það var einróma álit að Reykjavík væri í fremstu röð þegar kæmi að kaffihúsamenningu. Allt vaðandi í frambærilegum möguleikum á því sviði. Miklu betra kaffi hér en í Gent, sagði hann, en Gent miklu flottari á öllum öðrum sviðum.
---
Ég ákvað að sökkva mér oní litluplötu kassana. Fyrst í yfirþyrmandi en frábæru búðinni Lucky á Hverfisgötu. Þar sagði strákurinn að stykkið af litlu kostaði 500 kall svo mér leist ekkert á þetta. Svo í Portið. Þarna var einhver Vestur-Íslendingur að leita að plötum með Þey. Það er náttúrlega alveg vonlaust. Sárasjaldan að maður rekist á efni frá íslensku nýbylgjunni, nema þá helst á brjáluðu yfirverði. Ég fattaði ekki að benda honum á að tékka á Gvendi dúllara eða Videósafnaranum, en báðir eru í Portinu. Hefði verið séns að fá Þey þar. Ég keypti hinsvegar tvær plötur með Mud og Robert Wyatt fyrir klink hjá konunni í básnum næst útihurðinni vestan megin. 
---
Seinna í Klinkið, sem hefur nú flutt sig um set í Skeifunni. Er flutt að Fákafeni 9. Keypti eðal rótarbjórinn IBC, Shasta black cherry gos (sem er gott) og tvo kassa af karamellupoppi. Svo í framtíðarborgina Kópavog, en þar er allt orðið svo ógeðslega flott á Hamraborgarhæðinni að ég næ því varla. Manni fannst það algjör ruglhugmynd þegar maður heyrði fyrst að ætti að byggja yfir þetta á milli brúnna svona 1982. Þarna er Tónlistarsafnið og ég var mættur til að sjá gítarsýninguna. Hún er gríðar góð og fólk ætti að hafa hraðann á því hún er bara opin til 17. nóv. Fullt af áhugaverðu dóti. Þessi gítar af "tegundunni" Strengir er nú bara einhver þunn fjöl með Framus borði, en athyglisvert framtak engu að síður:


Svo var þarna ónýt gítarsnúra úr eigu Ritchie Blackmore hirt á tónleikum Deep Purple í Höllinni 1971:


Hér má lesa upplýsingaspjöldin fyrir munina á sýningunni, en best er auðvitað að fjölmenna (opið daglega frá 14 til kl. 22). Hin almagnaða pönksýning er svo á neðri hæðinni, en hún er bara opin til kl. 16 (alla vega í gær). Þetta safn er á góðu flugi þessa dagana og góðir menn sem leggja því lið, t.d. Bjössi Thors sem hér er með videóviðtal við meistara Steina í Eik.
---
Kláraði loksins One train later, ævisögu Andy Summers, gítarleikara The Police. Hún er ágæt, ekkert yfirmáta djúsí þó. Hann reynir aðeins of stíft að vera gáfulegur og skrifar á köflum tilgerðarlegan texta. Nú er góssentíð og ævisögur Villa Vill og Gylfa Ægis komming öpp. Koma út e. sirka viku. Veit ekki hvort þær toppi Magnúsar Eirikssonar ævisöguna Reyndu aftur, en ég á von á góðu enda söguritarar Jón Ólafs og Sólmundur Hólm með næman skilning á efninu og topp menn. Í framhaldi af nýtilkomnum áhuga á Þóri Baldurssyni væri sniðugt að maður reddaði sér And Party Every Day: The Inside Story Of Casablanca Records. Casablanca var svona sirka álíka mikið rugl og íslensku "gömlu" bankarnir, nema þeir skilja ekkert eftir sig - ekki tonn af snilld á bakkkatalók eins og Casablanca.
---

(19/20) The Beatles - Baby, you're a rich man
Kemur hér Bítlagaul frá 1967, B-hliðin á All you need is love. Þessi tvö lög eru hér með opinberlega tvö uppáhaldsBítlalögin mín (sé hægt að velja) og þetta lag var mikið spilað í Bless-partýum 1989, svo og Magical Mystery Tour öll. Tókum við Biggi Baldurs þá jafnan Stebba Gríms-takta yfir gleraugnaslöngu-í-körfu-legu flautunni sem er í laginu.

07.11.09
Ég er faglega sáttur við viðtal mitt við Þóri Baldursson í blaðinu í dag. Mig hefur lengi langað að heyra hina mjög svo merkilegu sögu Þóris um leiðina um Savanna, diskóið og Casablanca records. Þetta viðtal er allavega betra en ekkert. Svo hef ég verið að tékka svona á kallinum á netinu en það er ekkert komplít í gangi yfir afrek hans. Smá á Allmusic og Wiki. Það þyrfti náttúrlega að koma diskógrafíu Þóris í verk enda mjög mikið og merkilegt dæmi allt saman. Hann sendi mér nokkrar myndir til að skreyta viðtalið og hér er outtake, Þórir með moog í Castle stúdíó í Milano, ætli þetta sé ekki svona 1977.

En allavega. Margt vissi ég barasta ekki. Til dæmis að eiginkona Þóris var Nina Lizell, sem söng með engum öðrum en Lee Hazlewood inn á hina frábæru plötu Cowboy in Sweden. Þetta var 1970 svo þau Þórir hafa varla verið búin að kynnast þá. Þórir var hluti af því sem var kallað "Munich Machine" og af ferlinum eru störfin í Musicland í Munchen (oft sem hægri hönd Giorgie Moroder) safaríkust, a.m.k. fyrir músiknörda. Casablanca bruðlævintýrið og diskófriskóið í New York er vitanlega mjög djúsí stöff líka. Þórir er með mikla ferilsskrá og henni hefur fáránlega lítið verið flíkað. Annað sem ég vissi ekki er að hann vann með Grace Jones í New York 1979. Mest á plötunni Muse, sem er týndi sauðurinn í katalók Grace og hefur ekki einu sinni verið settur á CD skv. Wiki. Diskóið var að deyja um þessar mundir og Grace var komin út á tún með diskósándið. Hún endurnýjaði sándið sitt á næstu plötum og sló í gegn. Kom meira að segja til Íslands, söng á Safarí (ég var svo nálægt að ég hefði getað snert hana) og rústaði herbergi á Hótel Loftleiðum (segir sagan). Á Muse syngja þau Þórir og Grace saman dúett, létt-bdsm-aðan diskósmell sem er djöfull grúví - et voila: 


Grace Jones og Þórir Baldursson - Suffer
(Þetta endar svona snögglega því lögin renna saman á hlið A.) Um lagið segir Þórir í emaili: Vorum að taka upp grunna fyrir Grace í studio Sigma Sound (sem er í Fíladelfíu) producer Tom Moulton. Nýtt lag sem Grace kunni ekki svo ég söng skratsvocal fyrir hana. Þetta lag var í miklu uppáhaldi hjá Tom (sem var annaðhvort kominn úr 'macho/mustache' skápnum eða ekki - ég pældi ekkert í því) nema þegar hann mixaði gerði hann þetta skratsvocal að aðalmálinu án þess að spyrja mig. (shoot first, then ask) Ég hefði aldrei samþykkt þetta en þar sem ég er alla jafna dagfarsprúður og seinn til vandræða lét ég þetta kyrrt liggja. Hefði sennilega getað kært hann og Salsoul records. Hér er svo ágætis discograf fyrir "Thor" Baldursson.
---
Meira af Þóri. Hann átti míní-útrás árið 1967 þegar Decca gaf út með honum tveggja laga plötu. Síðustu tvö Savanna LPin voru tekin upp í London með Tony Russell. Hann hreyfst af lagi Þóris, Brúðarskórnir. Tony þessi hafði sambönd og fékk Decca til að gefa lagið út. Ljóðið (eftir Davíð Stefánsson frá Fagraskógi) hefst á línunni "Alein sat hún við öskustóna..." Þegar þessu var snarað á ensku kom "Alein sat hún" út sem "Arlene Chatreaux", sem varð enski titillinn. Á B-hliðinni var "The Tin Soldier Painter", upphaflega lag sem Þórir hafði samið fyrir heimildarmynd um Surtseyjargosið. Þess má geta að út er kominn algjörlega spikfeitur pakki með Savanna tríóinu, heildarsafn á 3 diskum með veglegum bæklingi og alles. Ég játa á mig algjöra fáfræði um Savanna, en nú þarf maður að taka sig á. Til þess mæli ég eindregið með nýja pakkanum, og ætli maður fari svo ekki sjálfur að skima eftir LP-unum.
---

(18/50) Elvis Presley - Dixieland rock
Við háheilaga hrærivél Stínu stuð! Er ekki Elvis bara mættur í RLPK með kjaft og almenn leiðindi? Kemur hér kokhraustur upp á dekk eins og hann sé eitthvað og syngur B-hliðina á King Creole, algjört ör-lag en gott stuð íðí.

05.11.09
Aðdáendaklúbbur minn lætur ekki deigið síga upp í rassgat auðvaldsins. Það gerist fyrr en nokkrum árum seinna, skv. hefð. Hann birtir lofrollu og myndasyrpu um mig. Fjörugur umræður eru við færsluna um ágæti mitt. Það virðist vera í tísku um þessar mundir. Bestur er Þorkólfur, sem er reiðastur og róttækastur og væntanlega mest kúl. Hann hefur af djúpvisku komist að eftirfarandi: Gunni hefur aldrei haft hugsjónir. Hann var smábarn að aldri þegar pönkið stóð yfir. Hann er of latur , heimskur og hagkvæmur til að einu sinni nenna að reyna að rista djúpt. Enda myndi hann þá villast í botnlausu tómi því sem plebbaheilinn er. Hefur reynt sem fjölmiðla yfirborðsfífl að ljúga sig upp á pönkvagninn eins og lenska er hérlendis. Þar að segja sögufölsunin.
Þetta er nákvæmlega sama tuðið og 1981 þegar mussulið þess tíma hélt því fram að Fræbbblarnir væru ekki pönk. Sætt. 
---
Sem sé, mussuliðið er í miklu stuði fyrir mér og tippafýlu í terlínsbuxum-Hitlersæskan líka. Þabbasonna! Allir svona hressir? Maður er eins og nautasteik á milli tveggja rakra hamborgarabrauða. Ekki geðslegt. Maður ætti kannski að draga sig snöktandi í skel? Hætta að vera til af því allir er svona gasalega reiðir út í mann? Bú hú hú. Best að mér er svo hjartanlega sama hvað þessi haugur af leiðindaliði er að væla. Dáist reyndar að þeim fyrir að nenna þessu. Topp fólk!
---
Ekki vælir Tom Jones:

(17/50) Tom Jones - Looking out my window
Kolanámupopparinn í góðu stuði 1968. Og samdi meira að segja lagið sjálfur.

04.11.09
Það er mjög næs að aumingja litla vesæla Ísland skuli toppa lista Lonely planet yfir ákjósanlega viðkomustaði á næsti ára. Þetta er sú útgáfa sem ég nota á ferðalögum enda er þetta lang besta útgáfan. Húrra! Nú fer allt upp á ný! Segjum það allavega bara og þá er helmingurinn kominn. Hálfa glasið er hálf fullt, ja?
---
Facebooksíða Reptilicusar leitar vina. Skráið ykkur gallhart indöstríal stuðið! 
---

  Ívar Bjarklind - Nesti og nýir skór
Ívar Bjarklind er mættur með plötu númer 2. Fréttatilkynningin: “Út er komin önnur sólóplata Ívars Bjarklind, Tíu fingur og tær. Hún inniheldur átta alíslensk popplög, unninn og útsett af Orra Harðarsyni, en þeir félagar unnu einnig saman á fyrstu einherjaskífu Ívars – Blóm eru smá (2006). Tónlist Ívars nýtur sín best þegar húmar að og hugurinn reikar, enda angurværðin allsráðandi í textagerð hans og flutingi. Fyrir því hefur Orri svokallaðan sans; hljóðheimur, spilamennska og smíðar haldast fast í hendur og mynda trúverðuga heild. Tíu fingur og tær er – með öðrum orðum – kærkomið mótefni við alltumlykjandi Júróvisjon-, karókí- og grínmúsík Íslands. Allur ágóði af sölu plötunnar rennur til Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna.
Útgáfutónleikar verða haldnir á Græna Hattinum, Akureyri, föstudaginn 13. nóvember og á Batteríinu föstudaginn 20. nóvember. Hljómsveitina skipa: Ívar Bjarklind, söngur, Orri Harðarson, gítar, Ragnar Emilsson, gítar, Friðrik Sturluson, bassi, Jón Ólafsson, píanó, Erik Qvick, trommur. Notalegheit verða í hávegum höfð, en bandið spilar nýju plötuna í heild sinni, ásamt því að rifja upp fáein eldri lög Ívars.” 
---

(16/50) Conny - Ob 15, ob 16, ob 17 jahre alt (Mein daddy)
Það eru Conný dagar í RLPK. Connie Francis í gær en nú erða hin þýska Conny, acht so Cornelia Frobeoss, sem rokkar stíft 1959. 

03.11.09
Bent mér var á Marel1939, sem er mikill meistari. En ég kann engin deili á honum. Ég finn allavega engan Marel sem er fæddur 1939. Hann syngur kristilega músik og auglýsir sig með því að hringja random í fólk og segjast spila á gítar og syngja. Veit einhver hver maðurinn er?
---

Ceres 4 - Ekkert val
Ceresinn er tilbúinn með plötu tekna upp fyrir Merzedes Club aurinn og kemur með hana á næsta ári. Hann er mun minna pönk en vanalega og því meiri njúveif popp. Jón Ólafsson, Stebbi Magg og fleira prólið er með Ceresnum svo þetta er þétt og gott. Hér er harðgert kreppunjúveifpönk sem fær hárin til að rísa.
---

(15/50) Connie Francis - Lipstick on your collar
Fifties Connie í góðu stuði 1959. Löngu síðar kom glæsileg og hrá rokkútgáfa með áströlsku The Saints.

01.11.09

Tempó innrömmun (Hamraborg 1-3, Kóp) hélt upp á afmæli í gær. Tíu ár eru liðin síðan núverandi eigandi, Ási bróðir, tók við af pabba, sem keypti reksturinn 1978. Þar á undan hafði Tempó innrömmun verið til árum eða áratugum saman í Reykjavík. Tempó er ódýrasta og besta innrömmunin í bænum og selur auk þess myndir, bæði frummyndir og eftirprentanir. Þarna bjóðast nú myndir af tveimur frelsurum. Jesúsi, sem er klassískur, og Davíð Oddssyni, sem meirihluti þjóðarinnar telur að geti leitt þjóðina út úr ógöngunum. Davíðs-myndin er eftir Árna Björnsson og kostar ekki nema 40.000. Þótt Davíð sé ögn sturlaður til augnanna og með blóðhlaupið hægra auga held ég engu að síður að þetta sé jólagjöfin í ár.
---
Allt er til. Og hafi einhver áhuga þá verður því reddað. Klósettpappírs-safnið er hér. Gríðarlegra fræðandi. Og hér er síða áhugamanna um að kreista bólur og þeirra sem hafa unun af að sjá vessa spýtast úr kýlum. Verulega rómatískt.
---
Athygli sjófaranda er vakin á því að Hallur Ingólfsson verður í Rokklandi í dag. Hallur var trommari Ham á fyrstu plötunni (Buffalo Virgin). Hann var trommari Gypsy sem sigraði Músíktilraunir árið 1985. Hann leiddi síðan hljómsveitirnar Bleeding Volcano, Þrettán og Vítissóta og sendi núna á dögunum frá sér plötu undir nafninu Disaster Songs. Hallur hefur líka á undanförnum árum samið tónlist fyrir meira en 30 leikrit og danssýningar. Hallur verður heiðursgestur Rokklands í dag!!! skrifar Óli Palli.
---

(14/50) Royal Teens - Planet Rock
Þetta er B-hliðin á frægasta lagi Royal Teens, Short shorts (metnaðarfullur flutningur á Youtube). Kom út 1958. 

31.10.09
Hrekkjavaka í dag. Maður hefur stundum séð fullar búðir í Ameríku af hrekkjavökudóti í október, en þetta er eitthvað seint hingað. Helst að Partýbúðin sé að ýta á málið. Dagbjartur fór þó í glæsilegt hrekkjavökupartí í gær og kom heim með hauskúpur og köngulær. NGríðar kúl. Kannski maður leigi Addams Family í kvöld. Rispaði litluplötu klúbburinn býður vitanlega upp á hrekkjavökulegasta lagið sem fannst, eða allavega nafn sveitarinnar: Hinir rokkandi draugar frá Danmörku: 


(13/50) The Rocking ghosts - There's a difference
Ein af helstu bítgrúppum Danmerkur. Eru víst enn að skv. heimasíðunni

---
((((2009 - 6. hluti))))