OKUR! OKUR! OKUR!
Hér eru birt okurdæmi frá lesendum (og líka ábendingar um ekki okur). Komum út úr neytendamyrkrinu! Þó það sé með valdi, eins og nú hefur gerst. Halló elsku kreppa!
Láttu vita um okur
Gagnlegar síður:
Neytendahorn Dr. Gunna á Vísi / Talsmaður neytanda (Gísli Tryggvason) / Nískupúkinn (Samanburður á vöru og þjónustu)
Rafræn Neytendastofa tekur á fyrirtækjum með leiðindi, vitlausar verðmerkingar (með sektum!) og óútskýranlegt okur.
Vaktin (verðsamanburður á tölvuvörum) / Gsmbensín (Hvað kostar dropinn?) / 
Skotsilfur (um persónuleg fjármál og sparnað) / Kári Harðarson (hugleiðingar um neytendamál)
Athugið: Bréfið þitt gæti líka birst í Fréttablaðinu, nema þú sér sérstaklega á móti þvi. Nöfn sendanda fylgja með nema nafnleysis sé sérstaklega óskað.

(Sett inn 20.10.08):

#1402    Var í Nettó í fyrradag (15.10 ´08) og keypti m. a. poka af "konfekteplum" og pokinn var frá "Family Ties". Pokinn sem var 1.3 kg kostaði þar kr. 249. Daginn eftir átti ég leið í Krónuna úti á Granda og sá þar eins pakkningar af þessum eplum á kr. 339 eða 359, man því miður ekki hvort það var. Í Nettó fæst líka einn drýgsti salernispappír í bænum sem nefnist: "Anglemark frá coop, einnig merkt Bluecare. Þessi pappír fæst líka í Samkaupum í Hafnarfirði. Verðið í Nettó er kr. 659 en í Samkaupum kr. 799.
Ýrr

#1401    Verð að segja frá verði á lambalundum hjá Nóatúni. 4998 kr. kílóið. Hver ætli sé skýringin á þessu?
BB

#1400    Ég fór á ljóðakvöldið Skáld lesa Sigurð Pálsson á kaffi Rósenberg núna í byrjun október og var ljóðalesturinn frábær í alla staði. Það sem mér fannst ekki vera jafn frábært  var að mér finnst JPV hafa svindlað á mér þetta kvöld.  Það var þarna maður frá JPV að selja ljóðabækur eftir  Sigurð og hann sagði að nýja ljóðasafnið hans væri á tilboði á 2600 kr í stað 3500. Verandi fátækur námsmaður á skítalánum fannst mér þetta vera hið fínasta tilboð og ákvað ég að skella mér á bókina. Daginn eftir fer ég í bókasölu stúdenta og sé bókina á 1990 kr!! Núna er  ég búin að athuga í Eymundsson og er hún líka á 1990 kr þar. Mér finnst ég vera illa svikin og sit eftir með sárt ennið...það eina sem huggar mig núna eru ljóðin hans Sigurðar og vona ég að þessa auka peningur hafi farið í hans vasa en ekki einhvers annars.
Birna Helena
(ATH: Hér hafa klárlega átt sér stað mistök t.d. að víxlast hafi verð á einhverri annarri bók eftir Sigurð t.d. Ljóðvegasafn sem er eldri bók með úrvali ljóða eftir Sigurð og var líka til sölu þarna um kvöldið. Það er auðvitað engin glóra í því að selja bók á 2.600,- sem er skráð með leiðb. útsöluverð á 1.990,-. Ég myndi því gjarnan vilja fá netfangið hjá Birnu Helenu til að bjóða henni endurgreiðslu á mismuninum eða aðra bók í kaupbæti eftir því hvað hún kýs sjálf.)

#1399    Fyrir mánuði síðan keypti ég bómullarkjól í Zöru á 2995 kr. Sá svo sama kjól í dag á útsölumarkaði Zöru í Smáralind á 3995 kr. Eiga föt ekki að vera ódýrari á útsölu?
Guðrún Helga

#1398    Mig langar að benda á umræðuna sem er á spjallborði sem tilheyrir nokkrum áhugamönnum um Apple vörur.

Þar hefur verið umreiknað verðhækkanir Baugsfyrirtækisins Humac sem er svo sannarlega ekki að standa með þjóðinni í kreppunni og vil bara benda fólki á að sniðganga þessa búð 100% núna og í framtíðinni

"Jú, það er rétt hjá þér - tölvan er búin að hækka í verðlista um c.a. 75% á innan við ári (úr 269.900 í 472.990) sem er í samræmi við hækkun á evrunni (úr 88 í 150). 
En annað er ekki rétt hjá þér. 
En þó að evran hækki þá er ekki þar með sagt að útsöluverð eigi að hækka jafn mikið - það heldur enginn heilvita maður því fram að það eigi að velta ALLRI veikingu krónunnar í prósentum út í verðið einfaldlega vegna þess að annar kostnaður fyrirtækisins er í íslenskum krónum."

Tökum dæmi: 
Ef við segjum að tölva sé keypt inn á 1000 evrur fyrir ári og kostar hún þá 88 þús ISK. Svo er hún seld á 200 þús. út til viðskiptavina. Þá stendur eftir 112 þús. ISK af andvirðinu sem dreifist í annan kostnað en kaup á tölvunni s.s. laun starfsmanna, húsnæði og annað slíkt. Eftir stendur svo væntanlega eitthvað í hagnað. 
Svo er sama tölva keypt inn ári seinna aftur á 1000 evrur en þær eru allt í einu orðnar 150 þús. ISK vegna 70% hækkun evrunnar. Ef við gefum okkur að kostnaðurinn hjá fyrirtækinu hafi vaxið um u.þ.b. 20% (vegna hækkunar launa, hækkunar á húsaleigu og eitthvað svoleiðis) þá ætti þessi tölva að kosta 150 þús. ISK (innkaupsverð) + 112 þús (einhver tala sem fyrirtækið telur sanngjarna upp í kostnað auk hagnaðar)*20% (vegna verðbólgu og annarrar hækkunar á kostnaði - ætti að öllu jöfnu ekki að vera svona hátt) = 284400 ISK til viðskiptavinar. Þá fær fyrirtækið jafn mikið í sinn snúð. En það er aðeins hækkun um 42,2% en ekki 70%. 
En hvað gerir Humac? Það hækkar tölvu sem kostaði 269900 fyrir ári í 472990 sem er 75% hækkun. Ef við segjum að tölvan kosti 2000 evrur í innkaup á fékk Humac út úr hverri tölvu 93900 ISK fyrir ári síðan en fær núna 172990 ISK. Er það ekki að láta taka sig ósmurt... 
Því má segja að með því að hækka tölvuna um næstum jafn mikla prósentu og evran hefur hækkað (eða frekar krónan lækkað) þá er fyrirtækið að taka til sín mun hærri krónutölu af hverri seldri tölvu heldur en fyrir ári síðan. 
Ergó - það er verið að taka okkur ósmurt... 
Auk þess verð ég að efast um að þessar tölvur hafi verið keyptar inn á genginu 150 ISK fyrir EUR þar sem lokað hefur verið fyrir gjaldeyrisviðskipti að mestu leiti í a.m.k. 2 vikur nema fyrir matvöru, lyf og olíu. 
Ég held að menn ættu aðeins að slaka á meðvirkninni og líta hækkanir á verði hjá Humac sem og annarsstaðar á Íslandi gagnrýnum augum frekar en að verja verðhækkanir.
Óskar nafnleyndar

#1397    Fór í AB-varahluti uppá höfða, hringdi á undan mér og spurði um verð í hjólalegur að framan á ákveðinni tegund af fólksbíl
6900 kr ég fór þangað, svo þegar ég mæti á staðinn og bið um legurnar 16.000kr stykkið.
Þegar ég sagði að ég hefði hringt á undan mér og fengið verðið uppgefið 6900 kr varð hann frekar undarlegur og stimplaði eitthvað inn í tölvuna, ég fékk legurnar á 6900kr.
Mjög furðulegt, svolítið eins og þeir væru að reyna selja mér þetta á 16000 kr bara því ég var ekki klæddur eins og bifvélavirki. 
Jesús

#1396    Þetta er ekki okur en frekar lélegt hjá gæðastjóra Subway. Ég lenti í því 21. sept að fá ekki tilboð sem á að vera í gangi á sunnudögum sem ég hafði alltaf fengið á öllum Subway-stöðum (3 fyrir 2) en stelpurnar sem voru í afgreiðslunni (í Hafnarfirði) vildu ekki láta mig fá tilboðið.
Miðvikudaginn 24. sept hringdi ég svo í gæðastjórann til að láta vita að ég væri ekki sáttur við þjónustuna og þá sagðist hann ætla að senda mér frímiða í pósti sem ég hef ekki ennþá fengið.
Finnst hann vera að reyna að flýja undan ábyrgð.
Óskar nafnleyndar

#1395    Drekk mikið af Egils Orku og hef tekið eftir því að verðið á henni er langt frá því að vera eins í sumum verslunum. Lægsta verðið sem ég fæ er 139kr í Samkaup Úrval á Selfossi en það hæsta er 245kr í Olís á Selfossi, þetta kalla ég okur
Ragnar

#1394    Fór í bakaríið við Rauðarárstíg sem heitir held ég Aroma. Keypti 1/4 l af blárri mjólk og borgaði litlar 155 kr fyrir  !!!! Hélt að mjólkurdropinn væri bara orðinn svona dýr en svo sá ég í 10 11 sem er okurbúð að þar kostaðir þessi fjórðungs peli af mjólk 39 kr !!
Snorri

(Sett inn 18.10.08):

#1393    Við erum fjórir ungir strákar sem ákváðum að það væri komið nóg af lítilli samkeppni á Íslandi! Við ákváðum að opna síðu sem heitir www.niskupukinn.is. Endilega kíktu á þetta hjá okkur og segðu okkur hvað þér finnst.
(Nb. Gríðargott framtak! Það þarf að uppfæra þetta mjög reglulega til að fólk geti treyst þessum upplýsingum. Ég vona að þið haldið ótrauðir áfram með þetta!)

#1392    Ekki beinlínis okur, en klárlega villandi viðskiptahættir. Fór með vinnufélaga mínum á Péturspub upp á Höfða eftir vinnu á föstudegi. Þegar við höfðum teigað nokkra öl langaði mig í eitthvað sterkara. Tók þá eftir auglýsingu fyrir aftan barinn sem sagði: Nýtt tilboð: Bjór + skot 900 krónur. Pantaði því tvo bjóra og tvo vodkaskot. Bjóst að sjálfsögðu við því að borga 1800 krónur fyrir. En það kom heldur flatt upp á mig þegar barþjónninn bað um 2400 krónur. Þó gáttaður hafi ég verið gerði ég ekkert mál úr þessu og borgaði 2400 krónur, en ég ætla allavega ekki að láta plata mig svona aftur.
Davíð
(Nb. Afhverju bentirðu ekki á auglýsinguna og baðst um endurgreiðslu?)

#1391    Nú er verið að hamra á því við fólk að velja íslenskt og hvað við eigum gott að geta borðað íslenskt kjöt og fisk. En til þess að maður geti borðað þessar vörur verður verðlagningin að vera þannig að fólk hafi efni á að kaupa þessar vörur. Fór í Bónus í gær og ætlaði að kaupa kjúklingabringu frá Ali en þær eru án viðbættra efna (vatns og bindiefna) þannig að maður er bara að borga fyrir kjúklingin en ekki vatnið og aukaefnin. Ég hætti hins vegar snarlega við þegar ég sá að kílóið af þessum bringum kostar 3568 kr! Fyrir um þremur vikum kostaði kílóið rúmlega 2900 krónur. Ég keypti því bringur frá Holtakjúklingi á aðeins 2799 krónur kílóið og sætti mig bara við að borga fyrir vatnið og aukaefnin, sá kostnaður nær ekki upp í þessar 769 krónur sem munar á kílóverðinu.
Ég keypti líka frosinn heilan kjúkling og kostar kílóið 539 krónur en fyrir um 3 vikum kostaði það 350 krónur. Merkilegt hvað þessar hænur kosta orðið mikið. Ætli kjúklingurinn fari ekki bara að víkja hjá manni og lambið taki við sem aðalkjötið.
Gaman væri nú að Bónus menn útskýrðu þessar miklu verðhækkanir á kjúklingi en ég á nú ekki von á að þeir geri það enda virðist sem þar á bæ hafi menn ekki lengur metnað til að bjóða fólki vörur á góðu verði. Nú ef að þessar hækkanir eru frá framleiðendum fiðurfésins komnar væri líka gaman að fá þeirra skýringar á þessum miklu hækkunum (bera eflaust fyrir sig miklum hækkunum á fóðri en fyrr má nú vera). Laun starfsmanna kjúklingabúanna hafa eflaust ekki hækkað mikið (og örugglega ekki neitt frekar en mín laun). Mér dettur nú bara í hug að nú sjái menn sér leik á borði að smyrja á verðið þegar ekki er í sjónmáli að hægt sé að flytja inn mat erlendis frá vegna gjaldeyrisskorts. Vonandi er það nú ekki rétt hjá mér en það verður að segjast að verslunareigendur, innflytjendur og framleiðendur eru nú ekki hátt skrifaðir hjá mörgum orðið vegna þeirrar miklu græðgi sem þeir hafa sýnt og komist upp með, oft í skjóli einokunar og innflutningsbanna.
Kristján Kristjánsson

#1390    Hef í mörg ár keypt kanilsnúða frá Pagens, sem eru afar vinsælir á
mínu heimili.  Fyrir nokkrum árum kostaði pokinn kr. 159,- í Bónus en
um kr. 199,- í Hagkaup.
Ég hef svo fylgst með verðlaginu undanfarið og hætti að kaupa þessa
indælu snúða, þegar pokinn var kominn yfir fjögurhundruð kallinn.  Nú
brá svo við að í gær, þegar ég fór í Krónuna við Jafnasel að pokinn
kostar kr. 699.-  Nú er það bara heimabaksturinn sem gildir.
Ágústa 

#1389    Fór á Pizzahut í hádeginu. Rosalegar hækkanir þar, hlaðborðið komið í 1490 kr og flatt gos í glasi 380 kr. OKUR!
Kristín Jóhannesdóttir

#1388    Vodafone eru búnir að breyta gjaldskránni hjá sér fyrir Internet. Breyttu um nöfn á leiðunum og eru hættir að bjóða upp á lægri hraða.

Vodafone, hér eru allar leiðir 12mb og bara verið að borga mismunandi fyrir erlent niðurhal.

Huggulega netið Mesti hraði 5 GB 4.190 kr. 500 kr. afsl. 
Flotta netið Mesti hraði 10 GB 5.190 kr. 500 kr. afsl. 
Ofur netið Mesti hraði 40 GB 6.190 kr. 500 kr. afsl. 
Fyrir þá sem þurfa meira Mesti hraði 80 GB 9.190 kr. 500 kr. afsl. 

Tal

1mb     4mb     8mb     12mb 
60 gb   60gb    80 gb    80 gb 
2990    3990    4990    5990 

Síminn

Hraði  1 Mb/sek 2 Mb/sek Allt að 8 Mb/sek* Allt að 12 Mb/sek* 
Innifalið erlent niðurhal 4 GB** 6 GB** 80 GB*** 80 GB*** 
Innifalin netföng 3 3 5 5 
Mánaðarverð 4.190 kr. 5.190 kr. 6.190 kr. 6.690 kr. 
Verðþak 7.500 kr. 7.500 kr. -  - 

þannig að Tal er með 4990, Vodafone 9190 og Síminn 6190kr fyrir þá áskriftarleið sem hentar mér.

Mér finnst þetta rosaleg hækkun hjá Vodafone, falin í fallegum orðun eins og "hugguleg, flott, ofur..", þetta er bara ofurdýrt.
Emil

#1387    Fór í Zöru í Smáralind í gær (16/10) og fannst verðin hærri en verið hefur. Tók eftir því að á mörgum vörum var búið að líma verðmiða ofan á annan miða. Sá t.d. peysu sem var verðmerkt á 10.995 kr, en kíkti á miðann sem var undir og þar stóð 8.995 kr. Nú er greinilega verið að nýta sér verðbólguvæntingar okkar. Ég spyr: Er þetta löglegt?? 
Gunna 
(Nb. Veit ekki með löglegheitin og þetta er dálítið lélegt kannski. Betra væri að ráða manneskju með beittar neglur til að tæta gömlu miðana af. Búðum er kannski vorkunn í verðbólgunni. Þær fá vöruna inn á einu gegni og svo þegar þarf að borga, eftir kannski 2 mánuði, er komið allt annað gengi. Við værum laus við þetta rugl og margt annað rugl ef við værum með annan gjaldmiðil en krónu ræfilinn.)

#1386    Mig langaði að benda á að ég var að versla mér Creative HS400 heyrnartól m. hljóðnema. Ég hafði keypt sömu gerð heyrnartóla fyrir nokkru á mjög góðu verði fyrir nokkru síðan, eða fyrir tæplega 3000 kr í Tölvutek, Borgartúni.
Nú þurfti ég að fá mér heyrnartól aftur og leitaði því til Tölvutek aftur.
Þessi sömu heyrnartól voru þá komin í 5.990kr. Mér fannst þetta svolítið mikil hækkun á ekki lengri tíma og ákvað að kanna málið.
Elko er að selja sömu gerð af heyrnartólum og kosta þau þar 3.295 kr. 
Þetta er næstum 100% munur!!
ELKO
Tölvutek
Ég ætla að vona að Tölvutek, sem hingað til hafa verið hagstæðir í verðum, séu ekki að falla í okurgryfjuna svipað og BT hafa t.d. gert.
Halldór

#1385    Ég fór í krónuna í lindunum á mánudaginn. keypti þar nokkra hluti meðal annars knorr lasangette. tók eftir því þegar ég kom heim að þetta væri family size pakk og á strimlinum stóð heilar 599 kr. síðan fór ég í nettó og sá alveg eins pakka þar á 392 kr. ég spurði á kassa til að vera alveg viss. finnst vera svoldið mikill verðmunur á þessu. 
Óska nafnleyndar

(Sett inn 17.10.08):

#1384    Mig langar að benda á nokkra hluti.  Ég fór í Krónuna um daginn og verslaði þar kjúklinganagga og á pakkningunni stóð að það væri 30% afsláttur við kassa. Þegar ég svo kom heim sá ég að ég hafði ekki fengið þessi 30% í afslátt.  Þetta var ekki í fyrsta skipti sem svona gerist, þetta er í þriðja skiptið hjá mér.  Ég bið fólk að vera vakandi fyrir svona lögðuð.  Ég fór að sjálfsögðu fékk endurgreitt, en áður en það gekk eftir var mér tjáð að tilboðin væru einungis í kringum helgar og jari, jari, ja.  Ég sagði þeim að þá ættu þau ekki að vera með þetta uppi í hillu á mánudegi, merkt með afslætti. 
Ég var að skoða nýjasta bæklinginn hjá Rúmfatalagernum með húsgögnum og sá þar sófasett eins og ég keypti mér í fyrra og borgaði 119,900, en núna kostar samskonar sófasett 159,900kr.,  ekkert smá hækkun á einu ári, eða meira en 33%.  Ég keypti mér líka hirslur sem kostuðu fyrir ári síðan 8.990 í Rúmfatalagernum en sé að núna kosta þær 14.990 sem gera um 66% hækkun á einu ári.
Sigrún

#1383    Ég og kærastan fórum í sund um daginn, nánar tiltekið í Vesturbæjarlauginni. Fyrir okkur tvö kostaði það 720 krónur, eða um 360 krónur á mann! Er þetta eðlilegt? Mér finnst þetta allavega vera heldur mikið!
Óskar nafnleyndar
(nb. Tja, hvað er eðlilegt? Keyptu þér bara 10 sinnum kort, það kostar miklu minna)
(ATH: Ég komst svo að síðu sem heita www.sundlaugar.is og þar kemur í ljós að hægt er að fara í sund frá 200 krónur og upp í 2400 (Lónið er þarna, sundlaug veit ég ekki)...
Annars eru flestir staðir í kringum 250 til 300, svo mér finnst 360 soldið mikið fyrir eitt skipti.)

#1382    Ég fór í Hagkaup í Skeifunni í gær 15 október 2008.  Ég keypti skyndirétt frá 1944 og hann var verðmerktur frá Sláturfélaginu á kr 580.  Þegar ég koma á kassann þá var verðið í tölvunni 610 kr.  Ég sagði afgreiðslukonunni að pakkinn væri verðmerktur á 580.  Hún bað mig að bíða augnablik , vaktstjóri kom að vörmu spori, lagaði verðið og ég greiddi 580 krónur.  Hagkaup kann enn að afgreiða viðskiptavini en þetta er lögbrot og OKUR að reyna að selja vöru á hærra verði en hún er verðmerkt á.
Geir

#1381    Bara að benda þeim, sem eru mikið fyrir Blue Dragon núðslusúpur, á að þær kosta 61 kr.stk. í Fjarðarkaup í Hafnarf. Ef þið viljið hins vegar kasta aurunum ykkar þá getið þið farið í 10/11 búðirnar og fengið þær á 139 kr. stk. Mér reiknast til þetta sé vel yfir 100% verðmunur.
Hafnfirðingur

#1380    Tökum á kreppunni og stórlækkum verð á öllum ONE smokkum og öðrum ONE vörum á smokkur.is. Smokkur.is hefur verið starfrækt í rúmt ár með frábærum viðtökum!
Hágæða vörur í mögnuðum umbúðum á góðu verði.
ATLAS smokkar á útsölu
3 í pakka á 99 kr.
12 í pakka á 250 kr.
Hrafnhildur

(Sett inn 16.10.08):

#1379    Þarftu að hafa ástarmök ódýrt og örugglega? Ódýra smokkasalan er á www.freewebs.com/smokkagaldur. Besta tilboðið er 100 stk á 5500 kall! Gúdd tæms!
Smokki Smokkason

#1378    Elko - Sendingarkostnaður, LCD sjónvarp 32"  / 20,5 kg. frá Kópavogi til Fáskrúðsfjarðar kr. 7.750 - Okur .
Gunnar Geir Kristjánsson

#1377    Ég fór á Taco Bell um daginn og keypti þar 0,4 L af gosi með salati 
sem ég fékk mér. Gosið (sem var pepsi í þessu tilviki) kostaði 189 kr!!!
Þetta finnst mér vera OKUR!
Ásdís

#1376    Fór með mömmu í Bónus um helgina. Hún keypti frosinn kjúlla á tilboði, þá í kringum 450kr/kg.  Svo fór ég sjálf 2 dögum seinna, hvorki meira né minna. Og viti menn, svakalegt tilboð á frosnum kjúlla, nema kominn upp í hátt 550kr/kg!! Sá líka að venjulegt cheerios kostar nánast það sama í 10-11 (klukkubúð og alm. dýr) og í Bónus!!! Munurinn er orðinn það lítill að það skiptir litlu máli á hvorum staðnum maður verslar!
Sandra

#1375    Undanfarið rúmt ár hef ég látið vigta pakkaðar kartöflur á kassa í Bónus um leið og ég keypti þær. Undantekningalaust hafa pokar sem áttu að vera 2 Kg  eða 5 Kg ekki náð vikt.
Poki sem átti að vera 2 Kg var iðulega undir 1.9 Kg og 5 Kg poki undir 4.9 Kg.
Réttast væri að viðskiftavinir höfnuðu kaupum á staðnum og þá mundu undirviktar pokarnir
hrannast upp og ekkert að gera við þá nema skila þeim til framleiðanda.
H. Karlsson

#1374    Krónuverslanirnar eru ekki alveg að gera sig þessa stundina. Ég hef verslað lengi við Krónuna þar sem ein slík verslun er næst heimili mínu. Ég var því fljót að taka eftir að þar hafa menn misst sig í verðhækkunum. Það gekk fram að mér þegar ég tók eftir því að ein lítil tannkremstúpa kostaði tæp 700 krónur.
Kolbrún Baldursdóttir.

#1373    Smá saga um okur í Pennanum-Eymundsson. Keypti bleika Beckman skólatösku í Griffli á 3900 í lok ágúst. Fór og skilaði henni gallaðri með ónýtan rennilás í lok september. Skólataskan var uppseld í Griffli en afgreiðslustúlkan sagði að Penninn- Eymundsson væri með sömu vörur enda sömu eigendur að verslununum. Hún fór á bakvið, hringdi í Pennan Eymundsson í Mjódd og þar væru til 3 töskur. Bauðst til að endurgreiða mér töskuna og ég gæti farið í mjóddina eftir nýrri sem ég gerði. Þar voru tvær töskur verðmerktar 7900kr. og ein á 8635kr. Ég kvartaði auðvitað og verslunarstjórinn bauð mér afslátt sem ég þáði auðvitað ekki. Sagðist hafa verið send þangað eftir nýrri tösku í stað þeirrar gölluðu. Ég var auðvitað stórhneiksluð á verðinu og eftir nokkuð þref og símhringingu til Griffils mátti ég kaupa töskuna á 3900 kr gegn því að greiða með seðlum sem hún sagðist ætla að koma til Griffils. Er vöruverði í Griffli haldið niðri með því að okra á sömu vörum í öðrum verslunum sömu eigenda?. Ótrúlegt.
Agnes Þorleifsdóttir

#1372    Mágkona mín ákvað að stoppa í 10-11 Glæsibæ til að kaupa klaka. Venjuega hefur verið hægt að fá klakaboxið á 100 kr (rann til góðgerðarmála). Nú sagði afgreiðslukonan henni að klakaboxið kostaði 500 kr! Þetta kalla ég okur!
Óskar nafnleyndar

#1371    Ég vil endilega koma á framfæri að það er búð í Mosfellsbæ -  www.skinhope.is - sem selur nærandi krem sem eru svo ódýr og góð að þau heita eiginlega kreppukrem í dag. Búðin er reyndar bara opin á milli 17 og 19 virka daga og eitthvað um helgar.....en... Ég er búin að prófa vöruna og þetta eru frábærar vörur á ótrúlegu verði miðað við gæði. Minnir að andlitskremin séu um 900 kr. Þetta er í sama húsi og pósturinn í Mosó.
Mosódama

#1370    Mig langar að benda fólki á að passa sig sérstaklega vel þessa dagana þegar það er að versla. Ég gerði könnun í tveimur verslunum á Suðurnesjum á því hvort sama verð væri á kassa og hillum og var heldur betur brugðið.
Í Kaskó í Keflavík munað hvorki meira né minna en um 1789 kr. Frá því verði sem var á hillum og því sem ég átti að greiða. Ég hafði þann háttinn á að ég hafði með mér vasareikni og sló inn jafnóðum það sem ég var að versla um leið og ég merkti verðið á vörunni í hillunni aftan við á innkaupalistanum til að hafa verðið hjá mér við kassann.
Eftir að ég var búinn að borga á kassanum fór ég yfir strimilinn og þegar ég sá hve munurinn var mikill krafðist ég þess að fá að skila og fá endurgreiddar þær vörur sem ekki voru rétt merktar. Það hófst þvílíkt fát og fum hjá afgreiðslufólkinu og eftir mikið vesen var mér boðin innlegssnóta fyrir því sem ég hafði keypt. Ég neitaði að taka við henni þar sem ég hafði fyrir það fyrsta greitt með peningum og í öðru lagi var ég enn við kassann og hafði ekki yfirgefið verslunina. Eftir nokkurn tíma hafðist þetta og ég fékk endurgreitt eftir að starfsmennirnir tveir höfðu sínt mikinn dónaskap og ókurteisi.  Það verður langt þangað til ég kem aftur í þessa verslun.
Samkaup Strax- þar voru 3 af 8 vörum sem ég keypti rangt verðmerktar en um miklu lægri fjárhæð að ræða en ég gerði það sama , skilaði vörunum og fékk endurgreitt. 
Ég mun halda áfram uppteknum hætti þar til verslanir munu passa upp á að samræmi sé á milli verðmerkinga og raunverulegs verðs.
Heiðrún

#1369    Mig langaði að benda á að þeir Íslendingar sem hafa lært í Danmörku og fengið svokölluð SU lán þar. Geta auðveldlega fengið þessi lán fryst ef hringt er á SU skrifstofuna í Danmörku. Þessi lán eru í dönskum krónum og er því sérstaklega dýrt að borga afborganir af þeim núna. 
Helga

#1368    Fór í Tiger Smáralind í gær og fann þar falleg afmæliskort sem henta bæði fyrir börn og fullorðna. 3. stykki að eigin vali kosta kr. 200.-  (= 67 kr. stykkið).
Helga Eyfeld

(Sett inn 15.10.08):

#1367    Keypti 1L dós af Kópal olíulakki í Málningu, Dalvegi í Kópavogi. Staðgreiðsluverð án nokkurra kennitöluafslátta var um 1800 kr.  Ég átti svo leið í BYKO sem er þarna rétt hjá svo ég kíkti á hvað dósin kostaði þar og brá heldur betur í brún þegar í ljós kom um 3500 kr (miðaverð í hillu).
Nú veit ég ekki hvort BYKO er dæmi um okur eða Málning er dæmi um /ekki/ okur. En næstum 100% munur er alls ekki eðlilegt.
Jóhann Þ.

#1366    Ég fór í Krónuna í Mosó og keypti afmæliskort með lítilli gjöf,
kostaði tæpar 500 krónur .... mæli núna með heimagerðum afmæliskortum
eða bara „hæ, til hamingju með ammælið" og koss á kinnina.
Ólafur Ragnarsson

#1365    Ég var að versla gjafaöskju í Office one, hef gert það oft áður, hafa þær kostað 240 kr. en í gær þegar ég fór að versla samskonar öskjur var verðið komið upp í 445 kr. og var búið að endurverðmerkja gamlar byrgðir því á einni var bæði gamla og nýja verðið og því spurði ég stúlkuna hvaða verð ætti að vera á öskjunni sagði hún að hér væri kreppa og verið væri að verðmerkja allt upp á nýtt.
Kristjana

#1364    Flugfélag Íslands hefur hækkað fargjöld um 25% á öllum sínum einokunarleiðum innanlands. Þessi hækkun er ekki réttlætanleg mtt. hækkandi eldsneytisverðs þar sem það er á niðurleið. Auk þess græðir FÍ óhemju þar sem sætanýting þess er mjög góð á Akureyrar og Egilsstað leggjunum, nær alltaf fullar vélar. Þeir ættu  vel að hafa efni á að sína biðlund eins og aðrir með verðhækkanir.

Dæmi:
Forgangs-sæti: var 12.630 fyrir viku en er nú orðið 15.720 (hækkun 24,5%) 

Þessi hækkun er gjörsamlega ólíðandi, óferjandi og úr öllum takt við þá alvarlegu stöðu í efnahagsmálum sem við búum við núna þar sem allir eru að reyna að leggjast á eitt til að halda verðlagi í skefjum. Á nú að senda landsbyggðinni reikninginn?
Þröstur

#1363    Hvað er þetta með Avant í dag? Önnur fjárfestingafyrirtæki t.d. Frjálsi fjárfestingabankinn og SP bjóða viðskiptavinum sínum að frysta greiðslur af erlendum lánum í nokkra mánuði í von um að mesta fárviðrið gangi yfir.  Viðskiptavinirnir greiða aðeins vexti á meðan. Við sem vorum svo óheppin að velja Avant fáum bara þvert nei!  Sá forsvarsmann frá þeim í Kompási áðan segja að svona er þetta bara, engar lausnir fyrir þeirra kúnna.  Sérkennileg staða að ætla að skera sig svona úr og gefa viðskiptavinum sínum puttann við svona sérstakar aðstæður eins og eru í þjóðfélaginu mína. Forsvarsmenn Frjálsa sögðu í sjónvarpsfréttum að tímanbundin frysting á greiðslum væri lausn sem þeir bjóða sínum kúnnum.  Ef Avant tekur ekki upp frystingu á greiðslum eins og hinir legg ég til að við sem erum með bílalán þar tökum okkur öll til og skilum bílunum á planið hjá þeim. 
Óska nafnleyndar (svo lánið mitt verði ekki gjaldfellt)
(ATH: Vegna umræðu/ábendingar um Avant á okursíðunni langar okkur að fá eftirfarandi birt í tengslum við færslu nr. 1363:
Avant hf. hefur ákveðið að bregðast jákvætt við ósk ríkisstjórnar Íslands um að fjármálafyrirtæki bjóði viðskiptavinum sínum að “frysta” afborganir lána í erlendri mynt þar til ró kemst á gjaldeyrismarkað. Avant býður nú skilvísum viðskiptavinum sínum að frysta afborgunarhluta bílasamninga í erlendri mynt að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Breytingin er viðskiptavinum að kostnaðarlausu. Með frystingu er átt við að greiðslu afborgunar af höfuðstól er frestað en áfram eru greiddir vextir á gjalddaga. Með þessu er bílasamningurinn lengdur um þann tíma sem nemur fjölda þeirra afborgana sem frestað er. Hægt er að sækja rafrænt um frystinguna á heimasíðu okkar, avant.is og mælumst við til þess að viðskiptavinir okkar, sem þess óska, noti þá aðferð. Aðrir, t.d. þeir sem ekki hafa aðgang að netinu, geta haft samband við ráðgjafa okkar í síma 412 8900 milli kl. 8:30 og 16:30 alla virka daga.
Jóhann Guðni Reynisson / Avant)

#1362    Ritfangaverslunin A4 í Borgartúni á hrós skilið fyrir að passa upp á það að vörur sem merktar eru með eldra verði, en er í kassanum, séu seldar á eldra verðinu.  Ég fer þangað oft og hef oft tekið eftir þessu.  Ég get ekki sagt það sama um A4 í Kópavoginum, því miður. 
Óskar nafnleyndar

#1361    Ég fór í Nóatún á Selfossi og sá þar cheerios 2faldan pakka á "súpertilboði" á kr 899, svo fór ég í Bónus og sá þar samskonar cheeriospakka á kr 575, myndir þú ekki halda að þetta væri alvöru okur?
(nb. Frjáls álagning heitir þetta víst á fagmáli.)

#1360    Hjartahlý amma fór í Hagkaup til þess að kaupa afmælisgjöf handa tveggja ára barnabarni sínu. Fyrir valinu urðu falleg hundanærföt enda barnabarnið sérlegur áhugamaður um hunda. Þegar heim var komið hugðist amman kroppa verðmiðan af enda ekki til siðs að gefa verðmerktar gjafir þá komst sú gamla að því að hún hefði verið rænd því undir verðmiðanum sem sýndi 1299 króna kaupverð var annar miði sem sýndi gamla verðið 699 krónur.Það er naumast að verðið hefur hækkað þessa fáu daga sem fallegu hundanærfötin biðu eftir hjartahlýrri ömmu sem hægt væri að ræna í skjóli kreppunar. Meðfylgjandi er mynd af miðanum. Forvígismenn Hagkaupa ættu að skammast sín, en sennilega kunna þeir það ekki.
sjá mynd í viðhengi og á slóðinni http://fillinn.blogcentral.is/blog/2008/10/13/ran-um-habjartann-dag/
Þ. Sigurvin Jónsson

#1359    Hér til skemmtunar er skjámynd frá Icelandair. Mér sýnist að með tilkomu nýja farrýmisisins sé ódýrara að fljúga á Saga Class en á Economy Plus!!! 
Jón Aðalbjörn Jónsson

(Sett inn 14.10.08):

#1358    ORA sardínur hafa hækkað um 50% ( Bónus)
Ég hringdi í Íslensk ameríska og þar var það staðfest að þeir hafa hækkað matvöru verulega til verslana en þeir eru ORA á íslandi.
Og gefa slæmt gengi og hækkanir erlendis og segja þetta pakkað erlendis og hefur ekkert með íslenska framleiðslu að gera.
Svo það kemur í ljós að Sardínur merktar ORA er ekki íslensk framleiðsla og trúlega þá allt annað líka sem hefur nafnið ORA! Þó að þetta sé merkt ORA og hefur íslenskan texta á umbúðum.
Svo ekki versla marvörur ORA því þetta er  innflutt og dýrt! Og hefur á línuna hækkað að sögn Íslensk Ameríska.
ARI

#1357    Við breyttar aðstæður er ekki annað hægt að gera en fara yfir allt sem maður skuldar og allt sem verið er að borga og skoða hvort ekki sé hægt að draga úr, breyta eða hvað best er að gera.
Í því samhengi fór ég í Lýsingu til að athuga hvort þeir væru með einhver úrræði varðandi bílalán. Jú boðist var til að færa helminginn af afborguninni næstu þrjá mánuði aftast á lánið (allir vextir, verðbætur og þvíumlíkt óhreyft) gegn því að ég greiddi þeim 10.000 krónur.
Mér var algerlega ofboðið, þótt ég sýndi stúlkunni í afgreiðslunni staka kurteisi þá verð ég að segja að fátt er meiri lágkúra en að bjóðast til að lána helminginn af bílalánsafborgun næstu þrjá mánuði á fullum kjörum gegn tíuþúsundkróna greiðslu. Ég hef aldrei heyrt um annan eins kostnað af lántöku.
Gráðugra fyririrtæki hef ég ekki kynnst heldur en Lýsingu. Þegar allir eru að leggjast á eitt þá finnst þessu fyrirtæki að enn skapist nýr möguleiki fyrir okurgróða fyrir lítið viðvik.
Lára Stefánsdóttir

#1356    Krónan á Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði er mjög sérkennileg veslun, svo ekki sé meira sagt. Verðlag í hillum og á kassa  fer mjög oft ekki saman og hefur gert í marga mánuði eða ekki ár.
Nánast í hvert skipti sem ég fer í þessa verslun þarf ég að leiðrétta verð, því það er ekki sama verð í hillu og á kassa.  Þar fyrir utan er um það bil helmingur vara í versluninni ekki verðmerktur í hillum.
Hvar er eftirlitið eða er það ekki lengur að störfum?  Í hvert skipti sem maður kvartar segja starfsmenn að þessu eigi að breyta, en ekkert hefur breyst í eitt ár að minnsta kosti .
Að mínu mati er þetta ekki ódýr verslun, af því að margar vörur eru þar dýrari  en td. Í Fjarðarkaupum  sem er svona milliverðaverslun. Í versluninni Krónan á Hvaleyrarbraut vinnur mjög mikið af ungum krökkum, það er eð segja börn í 8. bekk grunnskóla og þaðan af eldri .  Hvar eru reglurnar um lágmarksaldur barna við vinnu í verslun? Ég vildi gjarnan fá svör við því?
Ásta Reynisdóttir 

#1355    Það er tvennt sem hefur glatt neytandann í mér að undanförnu. Annað var að versla í Ellos í Húsi Verslunarinnar en þar má finna barnaföt á ágætis verði. Hitt er bakaríið Kornið sem selur öll brauð á 219 kr á miðvikudögum. Góð brauð á góðu verði.
Ágústa

#1354    Fór að versla svínakótilettur í Mín Verslun í Seljahverfi, versla oft kjöt þar því flott kjötborð og frábært verð, en í þetta síðasta sinn var mér og fjölskyldunni ofboðið, því það virðist vera svo að í þessari "kreppu" er verið að saltsprauta kjötið til að þyngja það og lítur einnig út fyrir að vera meira.
Eftir að sneiðarnar voru grillaðar minnkuðu þær aðeins eins og búist er við, jú eðlilegt, en allt kjötið var óætt því það bragðaðist eins og saltur sjór. Sprakk bara saltvatn uppí munni við hvern bita. Öllum matinum hent að lokum, þetta er til háborinnar skammar að rukka kílóverð á kjóti og saltvatnssprauta það svona líka að það verður óætt, ég hef bragðað saltkjöt með minna salti!
Einar Sigurðsson
(ATH: Lenti líklega í nákvæmlega því sama í Hagkaupum (Holtagörðum) í síðustu viku. Keypti svínahnakka á hefðbundnu verði (eitthvað um 1700 kr/kg) 
Eldaði það eins og venjulega en kjötið var algjörlega óætt, upplifunin nákvæmlega eins og er lýst í dæminu.)

#1353    Var Í nettó um daginn og sá að það er komin svokölluð cappuchino 
mjólk í 1/4 l fernum, hún var merkt Te og Kaffi. verðið á henni er 69 
kr.  Ég sá til samanburðar venjulega G-mjólk fernu sem kostaði 49 
kr.  Skoðaði báðar fernunar hlið við hlið og gat ekki séð annað en 
þetta væri nákvæmlega sama varan,  bæði eru þetta leifurhitaðar 
nýmjólk og kemur frá mjólkurasmsölunni, nema hvað Te og kaffi 
"cappachino mjólkin" var 0,1 % hærra í fitumagni, varla réttlætir það 
20 kr mismunn?
Kjartan

(Sett inn 12.10.08):

#1352    Ætlaði að kaupa teikavei á Hróa hetti fyrir liðið. Vantaði einn lítinn hamborgara með engu nema osti og tómatsósu fyrir strákinn. Ekki til nema í "barnaboxi" á 750 kall. Sleppti þessu þá bara og fór á Tomma borgara, e.þ.s. búllan. Ömurlegur díll hjá Hettinum en ég held með Tomma.
Dr. Gunni

#1351    Ég fór í Nóatún í Hafnarfirði í dag. Ætlaði að fá mér salat af salatbarnum
sem og svo oft áður en fannst ömurlegt að sjá að það var búið að minnka
salatbakkan verulega. Hann var örugglega 20 til 40 % smærri en áður. En það
var ekki allt og sumt. Hann kostar núna 659 krónur.
Jóhann

#1350    Fór í Debenhams og var að kaupa eina vöru í húsgagnadeildinni þar. Sá á miðanum að hún kostaði 3990 kr. Fer á kassa og borga og þegar ég kíki svo á miðann sé ég að ég hef verið rukkuð 4990 kr. Ég prófa að labba aftur inn í búðina og ath hvort ég hafi ekki örugglega séð 3990 kr á vörunni. Þá sé ég að sumar eru verðmerktar 4990 og sumar 3990 en sama varan. Svo ég spyr afgreiðslukonuna hvort er eiginlega rétt. Hún segir að kúnnar stundi það að skipta um verðmerkingarnar og í stað þess að segja að þetta sé þeirra mistök þá um að gera að kenna kúnnanum um. Mér fannst varan alveg nógu dýr áður en ég keypti hana á 3990 þannig að ég ákvað bara að skila henni, langði ekkert í þetta lengur. Fer á kassa og segist ætla að skila henni. Tók þónokkra stund að koma því inn í hausinn á kassakonunni um hvað málið var en loksins borgar hún mér þetta til baka og segir svo, ? vanalega borgum við ekki til baka nema fólk greiði með kreditkorti? Ég svaraði henni þá bara að það væri þá lágmark af starfsfólkinu að verðmerkja vörurnar rétt og labbaði út. Fer ekki inn í þessa okurbúllu í bráð.
ps. Á meðan ég er á kassanum að fá vöruna endurgreidda þá er mamma mín enn inn í búðinni og þá eru þvær afgreiðslukonur að baktala mig fyrir að vera að spá í svona smáaurum. :)
Óska nafnleyndar

#1349    Helga heiti ég og vildi láta vita um ömurlegt framtak og svik fyrirtækis sem kallar sig World for 2. Þannig er mál með vexti að ég hef haft svoleiðis kort síðan í febrúar, og ekki hefur nú gengið vel satt best að segja það. Í fyrsta lagi, þá virðast til dæmis veitingahúsaeigendur sem eru á lista undir samstarfsaðila oft ekki vita af því að þeir séu í samstarfi við þetta fyrirtæki. Ég fór á Prikið í vor og ég og minn maður ætluðum svona heldur betur að fá okkur borgara. Sýndum síðan kortin og þá kom fólkið af fjöllum og var okkur síðan sagt af yfirmanni þar að þau væru hætt að vera hluti af þessu. Hins vegar voru þau svo almennileg að gefa okkur tvo fyrir einn samt sem áður. Hins vegar var enn á vefsíðu World for Two Prikið nefnt sem staður sem byði upp á þessa þjónustu.
Annað dæmi, sem gerðist núna í morgun var á þessa leið: erlent vinafólk okkar er í heimsókn í viku og höfðu áhuga á að leigja bíl frá Hertz bílaleigunni. Á heimasíðu og í bæklingi World for Two segir að það sé 50% afsláttur að leigja alla bíla, með ótakmörkuðum akstri osfrv. Ég hringdi og fyrst spurði ég um hvað kostaði að leigja ódýrasta bílinn (Toyota Yaris) frá mánudegi til föstudags með ótakmörkuðum akstri og var mér sagt að það væri 46.000 krónur. Ég sagði þeim síðan að ég væri með World for Two kort og spurði hvort ég fengi þá ekki bílinn á 23.000 krónur. Stúlkan sem svaraði setti bið á símann og var greinilega að athuga málið. Þegar hún kom aftur í símann sagði hún að það yrðu 35.000 krónur! Ég spurði hana hvernig í ósköpunum væri hægt að fá það út sem 50% afslátt af heildarverði og var mér þá vísað á aðra stúlku. Sú sagði að þau væru bara með svona sértilboð. En ég vísaði á heimasíðu og í bækling world for two og sagði að það væri réttur minn að fá verðið á þeim kjörum sem mér bæri. Þá fékk ég samband við karlmann, greinilega yfirmanninn, sem baðst afsökunar á þessu og sagði að World for Two væru með tilboð frá því í fyrra í bæklingnum hjá sér og hefðu þeir beðið þá um að breyta þessu. Ég benti þá á að þessar upplýsingar væru líka á vefnum og benti líka á þá staðreynd að auðvelt væri að breyta upplýsingum sem birtast á vefsíðu. Þá sagði hann: ja ætli þeir verði ekki að hafa þetta bara samhæfðar upplýsingar?! Eins og það sé nú mjög gagnlegt þegar um er að ræða rangar upplýsingar! Og ég spurði manninn hvort rangar upplýsingar á verði ættu að bitna á neytendanum, og enn sýndi hann engan vilja til að gefa mér þann afslátt sem auglýstur var, og baðst bara aftur afsökunar og vísaði sökum alfarið á World for Two. Og á þeim nótum endaði samtalið. 
Annað dæmi um þetta ömurlega World for Two fyrirtæki er, að ég og minn maður fórum á Rossomopodoro  á Laugaveginum á sumardeginum fyrsta og fengum okkur pitsu. Þar eru tilboðin tveir fyrir einn með handhafa World for Two gild frá sunnudegi til fimmtudags. En nei, þegar kom að því að borga, þá sagði afgreiðslustúlkan að world for two kortið myndi ekki gilda á sumardaginn fyrsta ! Hins vegar segir ekkert til um það hvorki á vefsíðu fyrirtækis World for Two eða í bæklingi þeirra að slíkt ákvæði sé á þeim veitingastað. 
Vil ég benda á að á vefsíðu fyrirtækisins er tekið fram að afslátturinn sé alltaf annað hvort tveir fyrir einn eða 50 prósenta afsláttur, en ekkert talað um einhver sérstök tilboð. 
Væri áhugavert að heyra hvort fleiri aðilar hafi lent í svipuðum sporum og ég.
Helga Einarsdóttir. 

#1348    Ég var að koma heim úr ferð til Bandaríkjanna. Ferð sem var pöntuð og greidd fyrir ári síðan. Lítið annað að gera en að fara þó svo að gengið hafi verið hátt. Síðan eftir nokkra daga og kaup á jólagjöfum og fleiru þá kemur í ljós að Valitor miðar við annað gengi og var gengi dollarans 167 krónur en ekki 115 eins og hjá íslensku bönkunum. Þetta þýðir að nú hefur maður verið að greiða margfalt það verð fyrir vörur erlendis en það sem maður bjóst við. Ef til vill stendur þetta í smáaletrinu á Vísa samningnum sem ég gerði við bankann minn en er í raun síðan við Valitor. Mér þykir með ólíkindum að þetta fyrirtæki komist upp með að hirða þarna mismuninn á gengi bankanan og eigins gegni og finnst réttast að fjármálaeftirlitið skoði málið. Þetta er ekkert annað en að misnota sér aðstöðuna á íslenskum ferðamönnum erlendis sem og námsmönnum.
Óskar nafnleyndar.

#1347    Vildi vekja athygli á verði á fjórum tegundum morgunkorns í þessum tveimur verslunum, Bónus og Krónunni. Hreint ótrúlegt. Bónus er ódýrari í öllum tilfellum.
Ásdís
 
Magn Verð  Kílóverð Verðmunur %
Krónan: Weetabix 24 stk 489 1040 88.8% dýrara í Krónunni
Bónus: Weetabix  24 stk 259 551
Krónan: Hafrakoddar 500 g 798 1596 62.2% dýrara í Króunni
Bónus: Hafrakoddar 375 g 369 984
Krónan: Cheerios 369 g 369 929 67.2% dýrara í Krónunni
Bónus: Cheerios 518 g 288 556
Krónan: Kellogs All Bran 500 g 365 730 19.3% dýrara í Krónunni
Bónus: Kellogs All Bran 750 g 459 612

(Nb. Hvað varð um mottó Krónunnar "við erum alltaf einni Krónu dýrari en Bónus"? Það var annars ömurlega metnaðalaust mottó!)

#1346    Ekki okur. 10 kg af fiski á fyrir sama verði og eitt kryddlegið lambalæri út úr búð!
Get útvegað ódýran fisk fyrir hagsýnar húsmæður. Get boðið ýsu og steinbít á 600 kr.per.kg og þorsk á 950 kr.per.kg
Fiskurinn er frystur í 2 kg öskju í hverri öskju eru 6 skammtar pakkað í plast. Þorskur og ýsa eru roðrifin og beinhreinsun flök en steinbíturinn er aðeins roðrifin flök.
Frí heimsending um allt land er inní þessu verði miðað við að lágmarkspöntun er 10 kg.
Hægt er að skoða upplýsingar um framleiðsluna á www.fisherman.is og hægt er að panta fisk og fá frekari upplýsingar á fisherman@fisherman.is
Elías, Hvíldarkletti

#1345    Ekki okur! Vildi bara benda á að ég keypti fiskfars hjá Fiskisögu í gær á 125 kr kílóið!!! Eldaði úr þessu dýrindis farsi, gómsætar bollur fyrir 5 manna fjölskyldu. 
Það eina sem skyggði á gleðina var að ég fór í Samkaup og keypti kaffi – það var á 2100 kr kílóið.
Þórhildur Laufey Sigurðardóttir 

#1344    Ég er nemandi í Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri. Hér er rekið mötuneyti sem er ekki á vegum skólans en er rekið af konu sem nefnist Helga og fyrirtækið heitir Matlist. Þannig er mál með vexti að hún hefur verið að selja svokölluð kaffikort, en þá borgar þú upphæð sem samsvarar 10 kaffibollum og átt svo bollana inni. Það er þó ekki ódýrara heldur en ef þú værir að borga hvern bolla jafn óðum. Á síðustu önn (vor 08) keypti ég 10 bolla kort í góðri trú. Þetta var fljótlega fyrir sumarfrí og því hafði ég ekki nýtt nema 5 bolla. Ég borgaði 700kr því þá var bollinn á 70kr. Ég kem svo aftur eftir sumarfrí og tel mig eiga inni 5 bolla. Þegar ég er á öðrum bollanum (þ.e. þeim sjöunda) kemur áðurnefnd Helga og segir að nú sé kaffikortið mitt búið!! Hún hafi ákveðið að hækka bollan um 30kr úr 70 í 100 og ég sé því búin að þamba kaffi sem samsvari því!!!! Ég sagði við hana að þetta væri ekki löglegt. Þú getur ekki krafist hækkunar á áður seldri vöru eftirá en fékk þau svör að svona væri þetta bara!!
Ég er ótrúlega hneyksluð og finnst gróflega á rétti mínum brotið. 
Tilnefni ég þessa búllu hér með sem okurbúllu ársins!!
Rannveig Guðbrandsdóttir Nemi 
(nb. Skamm Helga kaffiokrari. Skamm!)

#1343    Fór á KFC í hafnarfirði og verslaði 5 bita og fleira í matinn.Verðið á 5 bitunum var 1299 kr eða 259,8 kr bitinn en viti menn stykkið af stökum bita er 249.
Skrýtið að þeir voru ekki búinir að lagfæra þessa villu þar sem að ég hringdi í ágúst og sagði þeim frá þessu og var mér tjáð að þetta væri villa og að þeir myndu lagfæra hana strax. Þeir hafa greinilega ekki gert það þar sem að 5 bita "tilboð" er greinilega mjög vinsælt hjá þeim.
Fríða 

#1342    Í kvöld var ákveðið að hafa gamaldags kakósúpu í matinn hér á heimilinu.  Ég skrapp því út í Hagkaup í Garðabæ og keypti tvíbökur til að hafa með kakósúpunni. Mér krossbrá verðið. Íslenskar Myllu tvíbökur (í grænum poka) voru verðlagaðar á hillunni 419,-  við hliðina á voru danskar TARTA tvibekker, verðmiðinn á hillunni á þeim hljóðaði upp á 179,-   Auðvitað keypti ég þessar dönsku.   Þegar ég skoðaði kassakvittunina þá eru dönsku TARTA tvíbökurnar verðlagaðar á 225,- .   Svo var eitthvað verið að segja okkur að vera að kaupa íslenskt í öllu þessu efnahagsástandi.
Sigurlín Margrét 

#1341    Opnuð hefur verið vefsíðan www.finnalen.is sem býður upp á kaup á .is lénum á Íslandi án 12.450 kr. Fyrirtækið borgar þessar 12.450 krónur sjálft til ISNIC en í staðin gerir viðskiptavinurinn hýsingarsamning til 12 mánaða við finnalen.is.

(Sett inn 08.10.08):

#1340    Svona í miðri kreppu vildi ég benda á ekki okur hjá Hans Petersen sem eru núna
með tilboð á framköllun á 25 kr stk.  Mér finnst þetta gott framtak þar sem að
tilboðsverðið er það sama og var hjá þeim fyrir um hálfu ári síðan.
Óskar nafnleyndar

#1339    Ég var í Kringlunni nýlega og skaust inn í Hagkaup til að kaupa smá afmælisgjöf.  Fyrir valinu varð lítil Dora the Explorer plastdúkka á 1299kr.  Það var augljóst að það var verðið því að þetta var vel merkt á nokkrum stöðum á hillunni og ekkert annað í henni en þessi dúkkutegund.  Ég greip tvo aðra hluti á leiðinni á kassann en þegar ég borgaði fannst mér heildarupphæðin hærri en ég átti von á.  Ég leit á strimilinn og sá þá að ég hafði verið rukkuð 2499kr fyrir dúkkuna sem átti að kosta 1299!!  Ég fór aftur á kassann og fékk dúkkuna endurgreidda og fór beina leið út næstu bókabúð og keypti afmælisgjöfina þar, góða íslenska bók.  Inn í Hagkaup fer ég ekki aftur í bráð nema nauðsynlega þurfi og kannski maður reyni að halda sig við að kaupa bara íslenskt ;-)
Guðrún 

#1338    Ætla ekki beint að kvarta um okur, en langar að láta vita að maður verslar á www.midi.is þá er enginn leið á að fá miða endurgreidda nema ef þeir sjálfir fella sýningar niður!  Einsog staðan er í dag, og ekki bara núna, en þá væri kannski í lagi að hafa einhverja forfallatryggingu - Ti dæmis miðar á sýningu hjá Villa eru á bilinu 5-15.000kr - Ef þú ert búin að kaupa miða á 15000kr þá færðu hann ekki endurgreiddan nema einsog fyrr sagði að þeir fella sýninguna niður! 
Lauga

#1337    Í dag hefur pósturinn gert sér lítið fyrir og hækkað verð á pökkum innanlands um 29.4%, þessari hækkun lauma þeir inn með því að breyta valkostum í pakka og ábyrgðarbréfasendingum. Nú höfum við viðskiptavinirnir val um að láta keyra pökkum til viðtakanda eða að láta viðtakanda sækja þá á pósthús. 
Nú hefði maður haldið að þetta þýddi að það yrði ódýra að láta viðtakanda sækja á pósthús en viti menn það kostar það sama og áður kostaði að keyra pakka heim en nú kostar 29.4% meira að láta keyra heim. Þetta er náttúrulega eitt svívirðilegasta dæmi um okur sem hefur sést í langan tíma og það frá ríkisfyrirtæki sen hefur alla tíð okrað á landsmönnum. Dæmi: áður (þ.e. fyrir helgi) kostaði 600 kr að senda 1 kg pakka á svæði eitt, í dag kostar það 850 kr. ef hann er keyrður til viðtakanda en áður var það innifalið. 
Verð á bögglasendingum var þó nógu dýrt fyrir og hefur haldið aftur af því að vefverslun í landinu hafi náð sér á strik því það borgar sig ekki að selja ódýra vöru sem þarf síðan að borga himinháar fjárhæðir fyrir að senda til viðtakanda. 
Gylfi Þór Markússon

#1336    Asnaðist inn í blómaval/húsasmiðjuna í keflavík síðastliðinn laugardag.
Þar sé ég stórt borð drekkhlaðið kertaluktum og stórt skilti sem á 
stendur : 50 % afsláttur á öllum luktum.
Mig hefur lengi langað í svona stóra kertalukt út á pall en hef aldrei 
tímt að kaupa mér svoleiðis því það er alltaf svo dýrt!
Eftir smá stund ákveð ég að skella mér á tvær luktur, eina stóra og 
aðra minni og reikna í huganum að þetta ætti að vera um 4500 kr í 
heildina. Er svo á leiðinni í heimsókn og sé þarna stórt ilmkerti, 
þrískipt á 1099 kr. Ég ákveð einnig að kaupa þetta kerti og gefa það í 
gjöf. ( þessi tiltekna kertategund er þekkt fyrir gæði, þannig 
réttlætti ég verðið). Síðan ákvað ég að kaupa svart sprey til þess að 
spreyja luktirnar.
Þegar kom að kassanum var eitthvað sem sagði mér að spyrja kassadömuna 
á hvaða verði stóra luktin væri. Hún svaraði því að hún væri á fjögur 
þúsund og eitthvað! Ég fer bara að hlæja og hrista hausinn og segi 
dömunni að luktin hafi kostað 5990 kr áður og væri núna á 50 % 
afslætti. Daman tekur luktina, labbar i einn enda búðarinnar, svo 
annan, kemur svo loks til baka og tilkynnir mér það að þessi tiltekna 
lukt sé bara á 30 % afsl. Luktirnar væru á 30-50 % afsl. Ég leiðrétti 
hana og bendi henni á að á borðinu sé tekið fram sérstaklega verðdæmi 
með þessa tilteknu lukt, áður 5990, nú 2900. Nei, luktin er á 30 %. 
Segir að ég geti rætt þetta við þær inni í blómaval.  Ég spyr hana 
hvort hún sé að grínast og spyr einnig hvort ég megi ekki bjóða henni 
að fara að lögum og selja mér þetta á því verði sem gefið er upp inni 
i búðinni. Neibb, tala við þær í blomavali. Þarna var farið að fjúka 
svolítið í mig. Fólkið sem stóð fyrir aftan mig í röðinni var einnig 
farið að hrista hauinn yfir þessu. Ég semsagt arka aftur inn í 
verslunina og tala við dömu í blómavali. Hún skannar þetta inn og 
tilkynnir mér að luktin sé á 30 % afslætti. Þarna var ég orðin reið og 
bið hana vinsamlegast að labba með mér að borðinu þar sem luktunum er 
stillt upp. Bendi henni á stóra skiltið og hitt sem á stendur 50 % 
afsl af öllum luktum. Hún kemur af fjöllum og labbar aftur að borðinu 
sínu og segir mér að ég geti fengið þetta á 50 % og prentar út fyrir 
mig miða sem ég á svo að fara með að hinum kassanum. Ok fínt hugsa ég 
en hvað með alla hina???? Nennti ekki að standa í þessu, var búin að 
fá mínu fram og var að flýta mér. Kem aftur að kassanum og er loksins 
að fara að borga. Rétti miðann með réttu verði á luktunum, svo skannar 
hún inn kertið og spreyið. Ég spyr hvað kertið kosti. 1990 krónur. Er 
þetta grín?!?!?!?! Ég bið kassadömuna vinsamlegast að labba með mér 
inn í búð og bendi henni á rétt verð. 1099 kr. Förum aftur að kassanum 
og ég spyr hvað spreyið kosti. Það var 1300 og eitthvað. Það lá við að 
ég færi að klappa fyrir því að loksins rambaði rétt verð inn í 
kassann. Af fjórum vörum var ein rétt verðmerkt. Ég fer klárlega ekki 
þangað aftur og þetta fékk mig til þess að endurskoða hvað ég er að 
eyða peningunum í. Hef grun um að hafa verið tekin margoft í rassgatið 
með þessum hætti. Þjónustan var líka ömurleg.
Óskar nafnleyndar

#1335    Fórum á KFC í Mosó pöntuðum vefjur, minna af öllu inni þeim við þurftum að
leita að kjúklingnum og eins salatinu. Fyrir um 1/2 mánuði þá var svo mikið á þeim.
Guðrún

#1334    Ég fór í Nóatún í Hafnarfirði og sá vínarbrauð í bakaríishorninu hjá þeim.  Merkt verð var 489 kr fyrir lengjuna.  Það var búið að skera þær allar í tvennt svo mér datt nú í hug að þeir seldu þá ½ lengju á væntanlega helmingi lægra verði. Þetta var smá stykki.  Þegar ég kom á kassann tók ég eftir því að það stimplaðist inn heil lengja á 489 krónur og spurði strákinn sem afgreiddi hvort þetta væri virkilega heil vínarbrauðslengja en ekki hálf?!  Hann fór inn og ræddi við konuna sem sér um bakaríið og tjáði mér að hún hefði sagt að þetta væri heil lengja.  Mjög skrýtið að skera lengjurnar í tvennt og rukka fyrir heila lengju! Ég hætti strax við þessi kaup enda þvílíkt okur eða hreinlega svindl!  Þá er nú betra að kaupa bara heila lengju í bakaríi þótt þetta kosti sitt. 
Ingunn

#1333    Ég fórum í Hagkaup í dag. Þar voru fimm starfsmenn að líma nýja verðmiða á rekka með lífrænu vörunum. Ég spurði hvað þeir væru að gera og þeir sögðu að þeir væru að skrá ný verð. Það voru líka nokkrir starfsmenn út um alla búð að líma ný verð. Það sem ég skil ekki er að verð skuli hækka í hillum þó gengi  breytist þar sem Hagkaup hefur keypt vöruna inn á einhverju ákveðnu verði. Af hverju hækkar verðið ekki bara þegar ný vara er keypt inn? Voru þetta allt nýjar vörur í hillunum? Þessir fimm starfsmenn límdu nýjan miða við hverja einustu vöru!!!
Jón

#1332    Almenn bifreiðarskoðun, Frumherji. Fyrir fólksbíl kostar almenn skoðun 7300 kr. Þeir voru ekki lengur en 15 mín. að renna yfir bílinn. Fyrir hvað er ég að borga svona mikið? Fyrir stærri bíla þá hækkar gjaldið! 
Gísli

#1331    Í gær fór ég í Hagkaup og ætlaði að kaupa mér Toro Stroganoff grýtu (duft í litlum pakka) en hrökk í kút þegar hún var verðmerkt á kr. 697!  Fór í Krónuna í dag og fékk sama pakka á kr. 448 svo það segir mér að Hagkaup taldi sig þurfa 56% meira fyrir vöruna en Krónan!
SB 

(Sett inn 04.10.08):

#1330    Ég bara get ekki setið á mér, því ég var að hringja á nýjan pizza stað hérna á Akureyri og fékk svo yndislegt viðmót að ég bara veð að hrósa þeim hjá Bryggjan Eldsmiðja, en þar er frábært fólk að vinna, pizzurnar þarna eru einnig bara einstaklega góðar og allt á frábæru verði. Svona einu sinni verður maður að finna eitthver til að hrósa og ég vil hrósa þeim, enda eru tilboðin hjá þeim hlægilega lág miðað við samkeppnina hérna á Akureyri. Þannig skál fyrir Bryggjunni Eldsmiðju. 
Hrafnhildur 

#1329    Ég var svo óheppinn að glata hjólkopp af Suzuki Baleno árgerð 1998.  Ég hringdi
í umboðið og bað um verð og þar kostar einn hjólkoppur 7.128 kr (sjöþúsund
eitthundrað tuttugu og átta krónur).  Hafði samband við Bílabúð Benna og þar
kostar hjólkoppur 695 kr.  Það er vísu ekki orginal koppur en hjá þeim kostar
orginal GM koppur (sambærilegur við plast draslið hjá Suzuki) 2.900 kr. 
Addi afi
(ATH: Mig langaði bara til að minna á Valda Koppasala :)

#1328    Hér eru tvær sögur. Ég sótti tvo staka jakka úr hreinsum í efnalauginni Björg, Háleitisbraut. Reikningurinn hljóðaði upp á 5940, sem er ekki langt frá því sem ég borgaði fyrir jakkana tvo, að vísu á útsölu, en þetta er þó a.m.k. meira en helmingur af fullu verði. 
Hin sagan er af IKEA, sem er nú ekki þekkt fyrir okur. Við keyptum þar húsgögn í ágúst s.l. og tókum eftir auglýsingum um alla búð um að boðið væri upp á heimsendingu gegn VÆGU GJALDI. Við nýttum okkur þetta, enda hillan of löng til að komast með góðu móti í bílinn. Reikningurinn fyrir þennan akstur var 5000 kr (frá Ikea Garðabæ í Vogana Rvk), en bíllinn kom ekki fyrr en um kvöldið þar sem þeir safna saman pöntunum dagsins til að nýta bílana. Af nýlegri reynslu með skutlubíla myndi ég áætla að ekki hefði kostað meira 2000-2500 að taka venjulegan lítinn sendibíl þessa vegalengd. Við hefðum náttúrulega átt að spyrja um verðið, en treystum því einhvern veginn að það sem IKEA kallar vægt gjald sé ekki okur.
Gísli 

#1327    Fór í Krónuna Mosó og keypti Pepsi Ligth 2 ltr. sem var verðmekt á  89 
kr. en mér láðist að kíkja á strimilinn fyrr en ég kom heim , þá sá eg 
að ég verðið sem ég hafði greitt á kassa hafði verið 152 kr.!!!!!!! 
Þetta er ekki fyrsta svona skekkjan sem ég verð var við hjá Krónunni.
Óskar nafnleyndar

#1326    6 fyrir 1! Já það er rétt.  Ég ætlaði að kaupa mér snúru til að tengja tölvu við sjónvarp. Fór bæði í Elko og BT, þar gat ég keypt þessa snúru á rúmar 6þúsund kr sem mér fannst frekar mikið, hætti þar af leiðandi við þessi kaup.
Fór heim og ákvað að ath hvað svona snúra kostaði á Ebay.  Þar þurfti ég ekki að leita lengi, fann netverslun sem er að selja nákvæmlega eins snúru á litla 11 dollara með sendingarkostnaði.  Þetta var selt! Gengið stóð í ca 100 þannig að ég fékk þessa snúru heimsenda fyrir rétt rúmar 1100kr.  Þessi snúra er lítil og nett og kom til mín í litlu bólaplastumslagi beint í gegnum lúguna 3 dögum eftir að ég pantaði hana, þannig að tollar og gjöld voru enginn.
Þetta er náttúrulega bara skömm að það sé hægt að kaupa 6 stk fyrir sama pening og þú færð 1stk hérna heima hjá þessum OKUR-búllum og það þrátt fyrir að erlend mynt sé skelfilega dýr þessa dagana. Það er best að forðast þessar búðir eins mikið og maður getur.
Ísak

#1325    Fékk lyfseðil fyrir tabl. Lamisil 250 mg  #  3 x 28 stk. Í Lyfjavali kostaði  þessi lyfjaskammtur 37.251 kr. Í Lyfjaveri kostaði þessi sami skammtur 11.776!  Sjúkrasamlagið tekur ekki þátt í greiðslu þessa lyfs því um sveppalyf er að ræða. Verðmunurinn er 25.475,- kr. Lyfjaval Álftamýri 1, en Lyfjaver Suðurlandsbraut 22. Leitaði skýringa: 1.10 sóku gildi nýjar reglur um afslætti heildverzlana, þær gilda fyrir allar lyfjaverslanir. Því er skýringin annars staðar.
HM
(ATH: Hámarksverð á lamisil 250mg 98 stk. eru samkvæmt lyfjastofnun 15.597 kr. Apótek mega ekki samkvæmt lögum rukka meira en það verð sem lyfjastofnun ákveður. Það er uppfært mánaðarlega og er þetta verðið í október.
Ég vil benda fólki á heimasíðu lyfjastofnunar www.lyfjastofnun.is. Þar er hægt að sjá hámarksverð á öllum lyfseðilsskyldum lyfjum.
Heiða Hrönn)

#1324    Ég þurfti að kaupa hvarfakút undir 89 árgerð af Renault Megan. Ég fór síðasta föstudag að kanna verð, þar á meðal hjá Bílanaust (N1). Þar var mér tjá að þeir ættu Universal kút fyrir mig sem kostaði 9600 kr. Á mánudeginum kem ég aftur til að kaupa kútinn en þá er búið að hækka þennan Universal kút uppí rúmar 20 þúsund kr. Þetta er svívirðilegt okur!!!
Aðalbjörg

#1323    Ég hef gert litla verðkönnun á Powerade Mountain Blast. Hér eru verðin. Þetta var gert frá c.a 15 sept til 27 sept, Krónan 198, Skeljungur 206 en var síðan breytt í síðustu þar síðustu viku í 245 sem vakti ekki mikla lukku hjá mér, Olís 219, N1 240 og Síðan er það að sjálfsögðu Bónus 158 íslenskar krónur. Svo er það zendium classic tannkrem bónus 185 og samkaup 345.
Björn Ingi. 

(Sett inn 03.10.08):

#1322    Fór í Bernhöftsbakarí um daginn við Bergstaðarstræti vegna auglýsingar sem ég
sá "Rúnnstykki á 50kr". Jú mikið rétt, frábær rúnnstykki á 50kr og svo besta
ciabatta rúnnstykki sem ég hef smakkað á 100kr. Það er heldur stærra og mjög
matarmikið. Ég fer mikið í bakarí um helgar og ég sá fleiri verð hjá
Bernhöftsbakaríi sem er ódýrara heldur en annars staðar. Það er alveg á hreinu
að ég fer um hverja helgi þangað í framtíðinni!!!
Þórunn

#1321    Í einfeldni minni sendi ég dóttur mína með 500 kr. út í 10/11 Austurstræti til að kaupa hvítlauk fyrir sunnudagsmatinn. Hún hringdi í úr versluninni þar sem ekki var hægt að kaupa stakan hvítlauk, aðeins 5 stykki í knippi og kostuðu herlegheitin 540 kr. Ég var nokkuð viss um að um einhvern misskilning eða rugling væri að ræða, en svo virtist ekki vera. Ég er nú ekki viss um hvað meðal hvítlaukur er þungur en það væri gaman að reikna út kílóverðið á þessum hvítlauk. Mér láðist reyndar að spyrja dóttur mína hvort hann hafi verið gullsleginn :)
Guðný

#1320    Fór fyrir nokkru síðan í seinustu klippinguna mína hjá Hárlausnum Háteigsvegi.  Ég borgaði 3450 kr. fyrir herraklippingu með vélarskurði í hliðum.  Þetta tók c.a. 10 mínútur og mér blöskrar algjörlega hversu verðið er búið að hækka þarna undanfarin 2 ár.  Þegar ég fór fyrst borgaði ég um 2200 krónur fyrir sömu klippingu. 
Nú borgar það sig fyrir mig að fara í klippingu á Akranesi þar sem klippingin er um 3000 kr. og maður lætur smyrja bílinn sinn í leiðinni á Smurstöðinni Smiðjuvöllum (sem kostar á bilinu 4-5000 kr) og kemur út í plús þrátt fyrir kostnað í bensín og göng!  Hananú!
Óli
p.s.
Bláa kortið (gildir í 9 mánuði) hjá Strætó BS kostar 30.500 og á eflaust eftir að hækka með breyttri verðskrá. Þá er bara um að gera að gera sér ferð uppí Borgarholtsskóla og skrá sig í dagnám þar. Skólagjald á bóknámsbraut er 12.100 krónur og maður fær nemakort Strætó frítt með!!!

#1319    Afsláttarkort Strætó bs er ekki hliðholl unglingum:

Almennt gjald fyrir fullorðna er 280 kr og 11 miðar kosta 2500 kr eða ca. 19% afslátt.
Almennt gjald fyrir unglinga er 100 kr og 16 miðar kosta 1600 kr og enginn afsláttur
Almennt gjald fyrir börn er 100 kr og 20 miðar kosta 750 kr eða ca. 63 % afsláttur

Ef keypt eru afsláttarkort t.d. 3 eða 9 mánaða þá eru þau á sama verði fyrir fullorðna og unglinga.
13 ára unglingur sem kaupir 9 mánaðakort þarf að borga sama og fullorðin einstaklingur eða 30.500 kr.
Ég er með unglinga og við búum langt frá skólanum sem er safnskóli, (sem börn eru færð í þegar þau fara í 8 bekk).  Ég þarf því að kaupa þessi afsláttarkort á sama verði og fullorðnir og ekki get ég notað fríkortið til að kaupa afsláttarkortið.  Reykjavíkurborg er ekki að greiða niður ferðir fyrir unglingana nema þeir búi í meira en 2 km fjarlægð frá skólanum. Aðeins nemendur í framhaldsskólum fá frítt í strætó jafnvel þó þeir búi í sömu götu og skólinn sem þeir stunda nám í.
Björgvin Jónsson

(Sett inn 02.10.08):

#1318    Ég má til með að segja frá dásamlegri ekki-okur reynslu sem ég varð fyrir nýlega.  Bíllinn fór að vera með einhver óhljóð og bílakall fjölskyldunnar ætlaði að redda því ef ég keypti varahlutinn, ég fór því af gömlum vana í N1 en snéri snarlega við þegar ég komst að því að umræddur hlutur kostaði þar rúmlega 20 þúsund krónur.  Ég ákvað að hringja á nokkur verkstæði og fór í kjölfarið með bílinn til Kvikk þjónustunnar á Bíldshöfða, þar var gert við hann samdægurs og reikningurinn undir átta þúsund krónum fyrir varahlut og vinnu.  Það munar um muninn á þessu!  Gott verð og frábær þjónusta, ég held að það sé ekki hægt að biðja um meira.
Anna Kristinsdóttir.

#1317    Pizzahut okur: hádegishlaðborð 1390 kr og kókglasið á tæpan 400 kall! DAUÐI. Þarna fer ég ekki aftur.
Rebekka Magnúsdóttir 

#1316    Fór í Ellos í Kringlunni 7 (húsi verslunarinnar) í vikunni og vil eftir þá góðu ferð vekja sérstaka athygli á því að verslunin heldur sama lága verðinu þrátt fyrir hrun íslensku krónunnar og er svo komið að þeir eru ódýrari en á Norðurlöndunum.  Ellos er með kven- og barnafatnað sem einnig er hægt að panta á netinu og í gegnum vörulista þeirra www.ellos.is. Þetta kemur sér sérstaklega vel þegar versla á fatnað fyrir haust og vetur á fjölskylduna.
Gott og þarft framtak af verslunarinnar hálfu og vonandi að fleiri verslunareigendur taki sér þetta til fyrirmyndar og leggi sig fram við að stemma stigu við verðhækkunum. 
Íris

#1315    Versla mikið í Krónunni og tek vel eftir verðum.  Eitt sem slóg mig um helgina var 12 stk pakkning af klósettpappír. Verðið var í síðustu viku um 420 kr en um helgina var þetta komið í 619 kr.  Ca. 50% hækkun er það eðlilegt !!!
Nafnleyndar óskað

#1314    Ég veit ekki hvar maður á að byrja. En Samkaup Úrval í Grundarfirði er eitt OKUR! 33cl maltdós kostar 159kr. en ½ lítra maltdós kostar 140 kr.  Til að byrja með þá er 159kr náttúrulega bara OKUR fyrir maltdós, en ég spurði hvort þetta væri ekki einhver vitleysa, neibb þau í búðinni segja þetta eiga að vera svona. Ha?
Keypti svo nokkrar brauðsneiðar í pakka, þær voru verðmerktar um 150kr en svo þegar ég átti að borga þá kostar það rúmar 200kr. Óþolandi, ENGAR verðmerkingar réttar!
Óska nafnleyndar

#1313    Ég vil benda á óeðlilega hækkun á vöru í versluninni Vörðunni. Þessi tiltekna búð er umboðsaðili fyrir Emmaljunga barnavagna. Fyrir um ári síðan kostaði dýrasti vagninn þeirra 89.900 kr. Fyrir um mánuði kostaði vagninn 99.900 kr. Núna kostar hann hinsvegar 127.900 kr.
Óska nafnleyndar 

#1312    Mig langar til að benda á nýjan veitingastað á laugavegi sem heitir Af lífi og sál (Laugavegi 55b). Við fórum þangað 5 saman vinkonurnar og fengum okkur að borða. Við vorum allar sammála um að maturinn var æðislegur og staðurinn mjög kósý. Matar skammtarnir voru stórir og verðið á matnum var mjög sanngjarnt til dæmis fengum við allar fullt glas af Rauðvíni hússins á 600 krónur. Og ég vill endilega mæla með þessari rosalega góðu súkkulaði köku sem þau bjóða uppá hún er alveg ekta nammi. Svo skoðuðum við dagseðil staðarins sem var fullur af rosalega ódýrum og girnilegum réttum. Þetta var sko pottþétt næsti staðurinn okkar þar sem við förum til að gera okkur glaðan dag. 
Kreppukveðjur! Helena. 

#1311    Mig langar til þess að koma eftirfarandi á framfæri: Ég fór til að endurnýja vegabréfið hjá Sýslumannsembættinu í Hafnarfirði sem er ekki í frásögur færandi,nema þegar ég ætlaði að greiða fyrir vegabréfsaðgerðina með VISA-kortinu mínu þá sagði gjaldkerinn: nei við tökum ekki VISA kort,og eitthvað í þá áttina að þau tækju ekki lánaða peninga,aðeins debetkort,en ég sagði henni að þetta VISA-kort mitt væri VISA plús,en það virkar eins og debetkort; við tökum ekki VISA-kort hélt afgreiðslumærin þvermóðskulega áfram.
Þetta kostaði mig aðra ferð til embættisins með debetkort til þess að greiða fyrir vegabréfið,en eftir liggur spurningin um hvað búi að baki hjá ríkinu að taka ekki við VISA-kortum.
VISA plús kortið er góður kostur fyrir þá sem vilja aðhald í fjármálum sínum,en það virkar þannig að þú leggur sjálfur inn á það sem þú vilt,það er ekki með yfirdrætti,þú getur verslað með því á netinu,en ekki notað það fyrir raðgreiðslur og kostnaður við það er sáralítill og engin færslugjöld.
Kristján Blöndal

#1310    Nei  nú ætla ég ekki að segja frá okri heldur hvar er hægt að fá ódýrt brauð á þessum okur tímum.  Í pólsku búðinni í Breiðholti  Mini Market er selt samlokubrauð bæði gróft og fínt heilar 23-24 sneiðar fyrir krónur 129     brauðin eru svo stór að gott er að skipta þeim í tvo hluta og frysta helminginn.  Brauðið er nýbakað sérstaklega fyrir hinn pólska markað.
Elísabet Brekkan

#1309    Ég ákvað að gera verð samanburð á bremsuklossum að framan í Mercedes Benz ML 320 ´02 og hérna eru niðurstöðurnar:
Poulsen....5556kr. 
Stilling......8900kr.   60%
N1.............9270kr.   67%
Askja........33000     594% 
Það má altaf búast við að það sé eithvað dýrara í umboðinu en þetta er ....OKUR!!!
Engin spurning hvar ég kaupi klossana.
Hörður


#1308    Þessa dagana auglýsa Elko útsölumarkað, eins og sjá má í bæklingnum frá þeim og á heimasíðunni þeirra. Í bæklingnum má sjá DVD myndir auglýstar frá 399 kr. Sjá meðfylgjandi mynd. Þar á meðal eru myndir eins og The Simpsons Movie, Die Hard 4, Ice Age og margar fleiri myndir, ég fór niður í elko og ENGIN af DVD myndunum sem eru auglýstar í bæklingnum undir 399 kr, eru á 399 kr! 
Það ódýrasta sem ég fann var 899 kr! Og sumar af þessum myndum á 1.990 kr!   OKUR!!
Þetta verður í síðasta sinn sem Elko platar mig til að kíkja á útsölu hjá þeim.
(Nb. Þetta er nú gamalt trix til að æsa fólk á útsölur. Verð frá 99 - 999, svo er allt á 999 nema kannski einn hlutur og þá er hægt að réttlæta trixið.)

(Sett inn 01.10.08):

#1307    Ég hef lent í þeirri ótrúlega jákvæðu lífsreynslu tvisvar sinnum á síðustu 2 mánuðum að fara út að borða á stöðum þar sem mér blöskraði ekki verðmiðinn, og maturinn var framúrskarandi.
Fyrra skiptið fór ég út að borða á Langbesta á vallarsvæðinu, þetta var á Ljósnótt svo ég bjóst nú ekki við miklu. En við 13 manna hópurinn fengum mat og þjónustu sem að ég hef ekki fengið í áravís á "hamborgarabúllu". Fyrir mitt stóð var keypt, 2 beikonborgarar, 1 barnamáltíð með hamborgara og önnur með nöggum, og tvo kaffi og fyrir þetta greiddum við um 4000 kr. Með máltíðunum fylgir gos, og kokteil og franskar, og þjónusta!
Ekta þjónusta, komið er með matinn á borðið, og svo ganga þjónarnir um og athuga hvort þeir geti aðstoðað viðskiptavini frekar og hvort að ekki sé í lagi með matinn!
(þið munið svona eins og þetta var í gamla daga, og í dag á dýrar veitingahúsum.)
Það kom í ljós að pöntun hjá einum hópnum var afgreidd eitthvað vitlaust, viðkomandi fékk tvo hamborgara í stað pizzu og hamborgara. Eigandinn spurði hvort hann væri sáttur við að njóta hamborgarans, og fá svo bara pizzuna í kassa að máltíð lokinni, ekki málið, allir sáttir.
Hitt skiptið var hádegistilboð  á Tilverunni í Hafnarfirði. Þeirra sérgrein er fiskur. 
Á veggjum hanga listaverk sem eru til sölu, borðbúnaður og innréttingar eru fallegar og látlausar.
Ef að fiskurinn fékkst ekki á markaðnum þann daginn, þá er hann ekki í boði. (Sem sagt ekki verið að kippa út þorski úr frystinum ef að hann var ekki til á markaðnum.)
Matur og þjónusta var framúrskarandi. Við fórum 3 saman út að borða , valdir voru 2 fiskréttir af föstum matseðli og einn fiskur dagsins. Súpa fylgir öllum réttum í hádeginu, við fengum þessa ljómandi rjómalöguðu sveppasúpu og brauð. Sem sagt hádegismatur fyrir 3 og kaffi 5400 kr !
Mér finnst að við neytendur sem viljum vera vakandi fyrir okrinu ættum að nýta okkur þann mátt sem við höfum. Kjósum með peningunum okkar og verslum við þá aðila sem eru með mannsæmandi verð.
Helga Lára Pálsdóttir

#1306    Fór í Nóatún verslunina til þess að kaupa mér minni stærð úr salatbarnum. Þetta eru samasafn af ódýru hráefni og líklega afgangar sem ennþá er hægt að selja. Oftast er hér um ágætis málsverð sem ég taldi að væri hóflega verðlagður og hef nýtt mér það síðust árin. Verðið hefur staðið í stað í kringum 419 kr. fyrir bakkann (að mig minnir). Rétt áðan keypti ég mér í hádeginu og þurfti ég að greiða svo mikið sem ….. ja haldið ykkur kr. 624. Hækkun uppá 50% takk fyrir. Dýrt er drottins…. fæðið.
Helgi 

#1305    Skoðaðu þetta! Ef þetta er ekki okur þá hvað? Þriggja klukkutíma námskeið um íslenskt samfélag fyrir innflytjendur á 45.000 krónur! http://www.ahus.is/is/78.html
Páll Gunnarsson

#1304    Ég fór í Miss Sixty í Kringlunni fyrir helgi (sept ’08) og rek þar augun í kápu sem ég vissi að væri ársgömul (ég hafði sjálf keypt mér svona kápu í London í október í fyrra á 25.000 kr). Ég spyr afgreiðslustúlkuna hvort þessar kápur hafi komið aftur eða hvort hún hafi geymt þær frá því í vor. Stúlkan hikar aðeins og segist hafa geymt þær því hún hafi átt nokkrar eftir í vor. Ég spyr hana þá hvers vegna kápurnar hafi hækkað í verði því þær kosti nú 43.000 en í janúar kostuðu þær 38.000 (ég man það mjög greinilega því mér fannst verðmunurinn milli landa fáránlegur, sérstaklega í ljósi þess að verslunin opnaði hér á landi með haustvörum í janúar þegar útsölur voru hafnar alls staðar í heiminum en hér var allt á uppsprengdu verði og engin útsala) . 
Hún þvertekur fyrir að þær hafi hækkað en segir samt augnabliki síðar að þetta sé bara venjuleg álagning og það hafi nú verið gengishækkanir! Ég upplýsti hana um það að engar gengishækkanir hafi orðið á flíkum sem keyptar hafi verið inn fyrir janúarmánuð þar sem gengið hefði byrjað að hækka í febrúar og að undarlegt væri að taka flík sem farið hefði á útsölu um vorið og hækka hana um 5000 krónur og setja hana með nýju vörunum um haustið. 
Svona starfsaðferðir eru til þess fallnar að fólk eins og ég (sem fagnaði komu Miss Sixty til landsins í upphafi árs) beinir viskiptum sínum annað og lætur ekki bjóða sér slíkt okur. 
Nafnleyndar óskað

#1303    Gott dæmi um skrítna álagningu.   Ég nota mikið hvítlauksolíu sem heitir Fyrirtaks hvítlauksolía frá Ömmubakstri þetta eru 100 ml flöskur.

Í Bónus kostar flaskan  129.kr
Í Krónuni kostar flaskan 356.kr
Í Nettó kostar flaskan  433.kr

Ég þorði ekki að gá fleyri staði því verðið fór bara hækkandi.
Sem sagt enn einu sinni hefur Bónus vinningin.
Linda Rós

(Sett inn 30.09.08):

#1302    Fór í Nóatún 17, Tölvulistann, las í fréttablaðinu að morgni dags að tölvur væru á góðum tilboðum. Þegar búðin opnaði fór ég inn að skoða og viti menn, engin tölva undir 50 þúsund krónum var til, en líklega 4-5 tölvur voru auglýstar á undir 50 þúsund þennan morgun !
Semsagt: daginn sem auglýsingin kom í fjölmiðlum voru þessar vörur EKKI til í verslunum fyrirtækisins !
Lenti í þessu fyrir ári síðan, mætti kl 10.oo daginn sem auglýsing kom um ódýra tölvu. En engin tölva var til þegar búðin opnaði.  Ég lét afgr.manninn hringja og í Keflavík var til ein tölva, ég lét taka hana frá og ók rakleiðis til KEF og keypti hana. Þetta er því í annað skiptið sem ég stend fyrirtækið að þessu.
--------
Á MacDonalds kostar 15” pizza margarita 1550 kr.
Hver áleggstegund kostar hins vegar 495 kr svo  15”  pizza með tveim áleggstegundum
Kostar 2.540 krónur !!!    heil pizza á 15oo kr en nokkrar pepperonisneiðar og sneiddir 1-2 sveppir kosta semsagt 1000 kr samanlagt !!!   þetta er fáránleg álagning og hrein Fölsun á því hvað pizza kostar í raun.
Börkur.
(nb. Pizza á MacDonalds? Ha?)

#1301    Vildi bara benda á að gengi evrunnar hjá Kaupþingbankaer 137.531 (29.09 2008) og væntanlega mjög svipað hjá öðrum bönkum. Ef þú hins vegar ferð inn á Mastercard (borgun.is) þá er gengið þar 144.169!! Ég hef tekið eftir því að fólk virðist ekki gera sér grein fyrir því að þegar það fer erlendis og notar kreditkortin sín (því það er búið að heilaþvo marga um að það sé lang öruggast og í raun eina leiðin til að borga fyrir hluti) þá verður skuldfært með gengi frá viðkomandi kreditkortafyrirtæki, ekki genginu frá seðlabankanum né bankagengi sem er yfirleitt þónokkuð hærra. 
Kortafyrirtækin bera það fyrir sig að þetta gengi sé ákvarðað úti og það sé hærra svo þau tapi ekki peningum ef gengisbreyting á sér stað, en maður myndi ætla að þau geti fylgst með gengisbreytingu eins og bankarnir, sérstaklega þar sem ég hef heyrt út undan mér að þeir styðist við nýjung sem er kölluð tölvukerfi.
Ungfrú Pirrpirr

#1300    Ég er kaupmaður sem hef fengið nóg af slælegum vinnubrögðum í verslun og setti upp neytendasíðu til að benda á hluti sem ég verð áskynja og ógna starfsheiðri kaupmanna almennt.  Tilefnið var hörmulegt ástand verðmerkinga í Krónunni nú um helgina en stafræna myndavélin var með í för og hér er það sem bar fyrir augu. http://verslunarblekking.blog.is/blog/verslunarblekking/
Nafnleyndar óskað

#1299    Ég fór í Mál og Menningu á Laugavegi í gær. Ætlaði að kaupa möppu fyrir unga skólastúlku með tveimur götum. Málið var að búið var að lofa fallega bleikri eða þið vitið, svona skreyttri möppu með mynd að framan. Úrvalið var ekki sem best en helbleik mappa fannst og þá heimtaði leikskólabarnið og yngri systirin eins fyrir sig. Það var auðsótt enda fljúga listilega teiknuð blöð um allt heimilið og gott að koma böndum á það líka. Ég var utan við mig og skoðaði ekki verðið. Þegar heim kom fór ég að spóla þetta allt til baka og furða mig á hvað heildarreikningurinn hafði verið hár, ég keypti fleira í þessari ferð. Sé þá að stykkið af þunnri möppu með 2 götum og NB engu svona „þverstykki“ sem heldur blöðunum niðri – tók eftir að það vantaði...kostaði 1290 kr!  Ég sé fyrir mér innkaupsverð á bilinu 70 kr. - 370 kr., já í alvöru ef ég væri að kaupa svona vörur inn fyrir slíka verslun þá myndi ég ekki panta dýrari vöru og NB þetta var ekkert Hello Kitty eða Pet Shop skreyting sem enn er mikið í tísku hjá stúlkum, heldur lásí „Ástin er“ sem ungir krakkar sem kaupa svona möppu vita varla hvað er í dag. Ég er aum í rass.... eftir þessi viðskipti, hvernig datt mér í hug að kaupa 2! Engin ást í mínu huga.
Harpa

(Sett inn 29.09.08):

#1298    Fór í Heilsuhúsið í Kringlunni, eitt af því sem ég keypti var 1 bréf  þ.e. 9 gr af geri á 99 kr, ætla að baka brauð í dag en sé að mig vantar annað bréf, skokka út í Bónus í Mosfellsbæ, þar kostar 12 gr bréf 19 kr og ég fékk 5 12 gr bréf í Bónus fyrir sama og eitt 9 gr í heilsuhúsinu. Tek fram að þau virkuðu bæði ágætlega til að hefa brauðið. Er þetta eðlilegt?
Helga í moso
(nb. Var þetta ekki lífrænt ræktað ger?)

#1297    Ég á VW Golf bifreið, og lét smyrja bílinn á N1 fyrir nokkrum mánuðum. Skömmu síðar fór að blikka "Service now" í mælaborðinu í hvert einasta sinn sem við störtuðum bílnum.  Eftir nokkrar vikur var þetta farið að pirra okkur þar sem við þurftum ekkert service now (nýbúið að smyrja). Við höfðum samband við starfsmann Heklu sem segir okkur að við getum komið við hjá þeim, en það kosti 7.500 kr að slökkva á þessu. Það kom ekki til greina að borga 7500 kr fyrir þetta, þar sem þetta er eins og vírus sem fyrirtækið hefur plantað í mælaborðið (aldrei myndi t.d. tölvufyrirtæki setja inn vírus í tölvur sem hún selur og rukka svo 7500 kr til að notandi losni við hann!). 
Ég fór því á netið, googlaði hvernig á að gera þetta, og það tók mig ca 5 sek að slökkva á þessari tilkynningu (ég eyddi ca 5 mín að finna þetta á netinu).
Dágóður sparnaður það hjá mér... en að ætla að rukka 7500 krónur fyrir þetta er arfaslakt hjá Heklu!!! 
Linda 
(ATH: ég vildi bara spyrja hvers vegna viðkomandi sneri sér ekki að N1 sem smurði bílinn?)

#1296    Langaði að benda á að ég fór í Söstrene grene og sá glerkrukku sem ég sé er verðmerkt 479kr en undir miðanum sést hvað krukkurnar kosta á hinum norðurlöndunum og meðal annars Íslandi. Við íslenska fánann stendur 259 kr sem er talsverður munur miðað við það sem varan er verðmerkt. Ég ákvað að kíkja undir nokkrar aðrar krukkur og þá var greinilega búið að fjarlægja miðann á öllum hinum krukkunum svo sæist ekki þessi mikli verðmunur!! 
Inga Lára

#1295    Ég keypti mér nýlega olíulampa erlendis sem er ekki í frásögur færandi. Þegar ég kom heim fór ég að leita mér að olíu til að nota í hann. Hef bara kíkt á tveimur stöðum eftir henni. Þ.e. í Byko og Europris. Í Byko var um tvær tegundir að ræða en í Europrís tvær stærðir af sömu tegund.
Europrís:
1 ltr. 599
4 ltr. 1.799 (verð pr. ltr 450)
Byko:
1/2 ltr 1313 (verð pr. ltr 2.626)
1 ltr. 1.599
Að sjáflsögðu er maður að kaupa magn í ódýrasta skiptið en það réttlætir ekki verðmun uppá 585%. Eru menn gjörsamlega að tapa sér!!!
Ottó

#1294    Tja ég veit ekki alveg hvort þetta teljist okur en mér fanst þetta allavega ótrúlega lélegt. Málið er að ég er með gemsann minn hjá Vodafone og nú hefur verið að auglýsa að þú getur hringt frítt í 5, ég stökk á það svaka glöð því ég varla efni á því að vera með síma.  Jæja ég skrái mig á netinu og er svaka sátt því nú get ég hringt í alla fjölskylduna frítt, síðan einhverju seinna kemur að ég eigi ekki næga innistæðu til að hringja í símavin minn og ég skildi ekkert í þessu en þá segir systir mín við mig að ég þurfi líklegast bara að fylla á inneign aftur því maður þurfi að gera það alltaf á mánaðar fresti. Það stemmir alveg þannig ég fer í hraðbanka og legg inná mig 1500 kr þetta átti að endast mér út mánuðinn því ég passa mjög vel uppá inneignina mína og hringi nánast bara í símavinina. Síðan líður vikan og ég hringi bara það nauðsynlegasta ef það er ekki í símavini en þegar ég athuga með inneignina þá allt í einu er hún farin niður í 300 kr. ég skil ekkert í þessu þar sem ég hafði ekki talað svona mikið svo ég hringi í þjónustuverið og þá segir konan mér það að þar sem það hafi liðið DEGI meira en mánuður þá hafi ég þurft að fara AFTUR á netið til að skrá símavinina á mig annars fellur þjónustan niður. 
Mér fanst þetta alveg ógeðslega súrt, þegar ég var hjá símanum þá sendu þeir þó sms og létu vita að ég þyrfti að fylla á því tíminn væri að renna út og þótt maður færi aðeins frammyfir þá þurfti maður ekki að fara í gegnum vesenið að skrá vininn aftur. Mér finst þetta virkilega ómerkilegt og ljót aðferð til að plokka peninga frá fólki, ég er alveg viss um að fleiri en ég hafa lent í þessu! ég er alveg virkilega ósátt við Vodafone og mun skipta yfir í annað símafyritæki um leið og ég finn út hvaða símafyrirtæki sé skársti kosturinn!
Ein otrúlega súr og sár.
(ATH: Mig langar að benda þessari ótrúlega súru og sáru á að hún getur fengið upplýsingar um inneign sína eftir hvert samtal og þá veit hún nákvæmlega hvað hún eyðir eftir hvert samtal og með stöðumælinum hefði hún getað sparað sér hellings pening því þá hefði hún séð strax að hún væri að borga fyrir að hringja í símavini sína. (http://vodafone.is/simi/frelsi/stodumaelir)

(Sett inn 27.09.08):

#1293    Fór á austurlenska veitingastaðinn Thai Style, Smiðjuvegi 4, fékk þar frábæran fisk m/hrísgrjónum og karrísósu á 900 krónur og stór skammtur.  Þarna er mjög heimilisleg stemming og nóg af vatni og kaffi með matnum.  Bara opið í hádeginu
Ingibjörg

#1292    Þar sem Toyota jeppinn minn var farinn að misslíta hægra framhjóli hafði ég samband við þjónustufulltrúa hjá Toyota og spurði hvort þetta væri eðlilegt á 1 1/2 árs bíl og hvort ábyrðin næði yfir þetta, hann sagði að það þyrfti að skoða þetta og ath hvort ábyrðin næði yfir þetta og ráðlagði mér að panta tíma á verkstæði Toyota í Kópavogi og koma með bílinn í bæinn til skoðunar.  Ég hafði samband við verkstæðið og skýrði þeim frá því að ég vildi láta ath hvort hjólastilla þyrfti bílinn.  Fékk tíma tók mér frí í vinnu og keyrði 100 km til Toyota í Kópavogi átti tíma kl 08:00  mér var sagt í símanum hvar hjólastilling færi fram, fór þangað en var þá sendur annað, í afgreiðsluna sem þýddi að ég var kominn þangað 7 mínútur yfir átta.  Afgreiðslumaðurinn sagði við mig að þar sem ég hefði komið of seint kæmist ég ekki að fyrr en um kl 11 það væri annar bíll kominn inn og það tæki um 3 tíma að hjólastilla bíl. ( 2,9 tíma nákvæmlega sagði hann ) kl 11:05 tóku þeir bílinn og kl:12:10 fékk ég bílinn til baka.  Að þeirra sögn var búið að hjólastilla bílinn á tæpum klukkutíma ( akstur til og frá verkstæði dregst frá ),  þegar ég spurði hvort þetta tilheyrði ábyrðinni sagði afgreiðslumaðurinn að þeir tækju enga ábyrð á bíl sem væri búið að keyra 48.000 km og ég yrði að greiða fyrir hjólastillinguna  ( tek það fram að það er ekki hægta að hjólastilla 33" breyttann jeppa á klukkutíma ) 
Mér var gefið í skyn af þjónustufulltrúa Toyota að hugsanlega næði ábyrðin yfir þetta þó svo að þeir vissu að það væri ekki rétt,  ég hefði getað sparað mér vinnutap og einhverja þúsundkalla með því að láta hjólastilla bílinn þar sem ég bý.
Spurning hvort þetta flokkast undir óheiðarleg vinnubrögð ??
Reikningurinn sem ég fékk var upp á tæpar 22.000 þús kr.  Klukkutíminn hjá Toyota verkstæðinu í Kópavogi í "hjólastillingu" kostar tæpar 22.000 þús. kr 
Er þetta OKUR. eða er þetta ÞJÓFNAÐUR ??
Þegar heim var komið fór ég á dekkjaverkstæði og lét víxla dekkjunnum fram fóru að aftan og aftur dekkin  að framan. bíllinn er lítið skárri og líklega verð ég að fara með hann í hjólastillingu hér heima.
Lárus

#1291    TAL OKUR! Tal auglýsa 1Mb tengingu á 2.990 kr (sjá heimasíðu tal), mér fannst þetta frábært tilboð, ódýrara en það sem ég var með hjá Vodafone svo að ég fer niður í Tal og tala við sölumann og spyr hann hvort þetta sé ekki örugglega það eina sem ég þarf að borga, jújú bara 2.990 kr á mánuði og svo 190 kr fyrir leigu á router, ekkert mál og ég kaupi þetta, maður er að reyna að vera vakandi neytandi. 
Svo fæ ég núna reikningin, 3990 kr! + 190 kr fyrir routerinn!, ég hringi í TAL og þá er útskýrt fyrir mér að ég þurfi að borga fyrir heimasíma til að geta fengið netið hjá þeim??? Ég er ekki búinn að vera með heimasíma í mörg ár og ætla mér ekki að vera með heimasíma, þetta kemur hvergi fram á heimasíðunni þeirra! OKUR!
Ekki láta plata ykkur af þessum auglýsingum þeirra, þegar þeir eru svo með falinn auka kostnað!!!
Óska nafnleyndar.

#1290    Ég fór nýlega í Bettís í kópavogi að kaupa ís en við fjölskyldan erum að reyna að spara og keyptum í stað margra litla ísa s.s. í brauðformi 1 líter af ís á 700 kall sem mér þótti nú heldur mikið en það var bara ísinn og ekkert meira.(semsagt engin sósa né nóakropp) við keyptum svo lítið box með heitri sósu á 90 kall og hrís sem átti að kosta 90 kall í tilefni af 90 ára afmæli Freyju en hvað?
þarna kostaði þetta "bara" 350 kall, Og í auglýsinguni sagði hann: "og nú færðu freyju hrís á 90 krónur í næstu verslun". Þetta er bara bull
Áður fyrr var Rebbi í hamraborginni og þar var hægt að fá líter af ís, heita sósu og nóakropp á 640 kall! En því miður lokaði Rebbi í óákveðinn tíma.
Óska nafnleyndar

#1289    Ég framleiði bjór sem heitir Gullfoss.  Ég var að fá tölvupóst um tuga
prósentu hækkun á skilagjaldi umbúða.
Verðið fyrir framleiðendur fer úr 11.44 kr. í 14.12 kr.  Það er ólíðandi í
því báli sem nú brennur í samfélaginu að Geir, Ingibjörg Sólrún og Hanna Birna fari fyrir hækkunum.
Við neytendur verðum að láta í okkur heyra.  Þetta er fólkið sem stjórnar landinu og það verður
að grípa inni atburðarásina sem nú er að fara með þjóðfélagið til fjandans.  Ríki og Borg ættu að frysta allar hækkanir í lágmark 6 mánuði.
Eitt er þó jákvætt nú á miðnætti hækkunarheimsendis en ÁTVR lækkar álagningu
á Gullfoss um 7% og munum við hjá Ölgerð Reykjavíkur láta lækkunina fara
beint til neytenda einnig ætlum við að berjast gegn þessari 20% hækkun á
skilagjaldi og verðið MUN lækka.
Heimir Hermannsson.

#1288    Veit svosem ekki hvort þetta sé okur en ömurleg þjónusta er það.Það var nú þannig að mig og betri helmingnum langaði í Pizzu og var Wilson´s Pizza fyrir valinu á föstudagskvöldi, hef pantað þar áður og reyndar sótt og allt í lagi nema kannski lítið af áleggi að mínu mati, en góðir prísar á tilboðum hjá þeim.
Pantaði í gegnun justeat.is (langaði að prófa það) og þar fékk ég staðfestingu á að pizzan yrði afhent kl 21.10 eftir að ég er búin að greiða fyrir pizzuna með visa í gegnum netið ásamt 700 kr heimsendingargjaldi að mig minnir,pantaði klukkan 19.50, semsagt klukkutími og 20 mín,ansi löng bið.
Klukkan 21.30 hringi ég í Wilson´s og vil kvarta (pizzan ekki komin),þeir segja mér hann sé bara rétt ókominn,hringi síðan aftur kl.21.50 fæ samband við e-h yfirmann að ég held en vona að hann sé það nú ekki þeirra vegna.Hann segir við mig að hann mæli nú ekki með því að panta í gegnum justeat.is því þeir séu nú ekki að standa sig,ég hváði,en bíddu eru þið ekki skráðir þar,jú við erum það en erum að spá í að hætta þar því þeir eru ekki að standa sig.......Hvernig svar er þetta????
Hann bætti því svo við að þeir hefðu ekki fengið staðfestingu frá justeat fyrr en kl. 20.10,okei klst að koma henni til mín á réttum tíma. 
Ég tjáði honum að það væri nú ekki mitt mál (var orðin reiður þarna) og ég mundi ekki beina mínum viðskiptum til wilson´s pizza framar og lagði á.
Um kl. 22 kemur loksins pizzan og ég spyr sendillin(sem var frá Wilson´s pizza,bíllinn merktur í bak og fyrir) hvort hann þekki þann sem tekur við kvörtunum,því ég sé ekki sáttur með þau svör sem ég fékk og þá rúmu 2 tíma sem tók að koma pizzunni til mín,hann segist vita hver það er og ég segi honum mína sögu, hann bauð mér afslátt en klaufinn ég búin að borga í gegnum netið,svarið frá honum var þetta,þetta er LÉLEGT,MJÖG LÉLEGT og fór.
Pizzan/Lumman fór í ofninn áður en hún var etin,því hún var vægast sagt köld.
Stefán B. Stefánsson.

#1287    1kg af kartöflum í Fiskisögu kostar 420 krónur!!
2kg í Bónus eru á 98 krónur.
757% munur!!
Ásdís
(ATH: 1kg kartöflupoki er á 420 kr í fiskisögu á meðan kílóverðið á 2kg kartöflum í bónus er 49 kr sem þýðir að verðmunurinn á kílóverðinu er 420 deilt í 49 eða 840 deilt í 98 og útkoman verður 8.57 sem er 857% munur en ekki 757% ;)
Björn A. )

#1286    Ég fór í Rúmfatalagerinn fyrir rétt um viku síðan var að skoða barna ferðarúm
kanna verð og spá hvort ég ætti nú ekki að kaupa fyrir barnabarnið, verðið var
þá kr. 3990 kr miði upp á vegg með merkingu. Ég var nú svo vitlaus að kaupa ekki rúmið þegar
ég skoðaði það, en ákvað í gær að fara og kaupa 1 stk. en ég átti bara ekki til eitt aukatekið orð sama rúm var komið í 4.990 ég spyr nú bara hvernig geta fyrirtæki og verslanir komist upp með slíkar hækkanir á einni viku. Hækkað um þúsund kall. 
Þetta er orðið svo dæmalaust okur á Íslandi að það hálfa væri nóg. Skil ekki verðlagseftirlit
á Íslandi heldur og til hvers eru þeir segi ég nú bara, hækkanir á öllum vörum eru í hverri viku, jafnvel hverjum degi og þeir komast upp með það.
Margrét 
(Nb. Gengi hækkar = vörur hækka, Gengi lækkar = vöru lækka ekki! Þetta er íslenska leiðin.)

#1285    Ég á heima á suðurnesjum ég lenti í þeim leiðinlega hlut að bíllinn hjá mér bilar í vikunni og endar með því að ég fer með hann í viðgerð hjá toyota seinnipart á mánudag en þetta er aygo en alltílagi með það svo hringi ég daginn eftir til að fá að vita hvað er að og þá er mér sagt að það hafi verið bilaður vír og að það sé verið að taka saman hvað það kostar og það endar með að ég er búinn að hringja 3 þennan dag til að fá verð en ekkert gerist og endar með að´bíllinn er bara sóttur en þá kemur í ljós að þeir ætla að rukka 74,000 kr fyrir viðgerð og eftir mikið þras og leiðindi þá fékk ég 5900 kr í afslátt en bara svona gamni þá er þetta sennilega hátt í 10% af verði bílsins. varahlutakosnaður var 

Plastband 2,4*92 4,8*186 1stk 40kr,
Krumputengi (Hólkar) 2stk 125kr,
Límband(teip) Svart 1stk 145kr
toyota hand-held tester  1670kr  (veit ekki hvað er)

Ívar Þór Erlendsson

#1284    Tók eftir því að hjá Europris kostar kókdósin 59 kr., sjaldgæf sjón að sjá ódýrt gos...
Jón Jónsson

#1283    Smá ábending! Bónus vídeo og Kaupþing eiga hrós skilið fyrir sannkallað ódýrt heimabíó, 1.000 kall á mánuði fyrir ótakmarkaðan fjölda DVD mynda á mánuði. Eina skilyrðið er að aðeins má hafa 1 nýja og 1 gamla mynd í einu og þegar þeim er skilað getur maður leigt aðrar tvær. Gerist vart betra á þessum síðustu og verstu tímum. Fljótt að borga sig. 
Egill 

#1282    Bendi þeim sem eru háðir tóbakinu á að Dalsnesti, Dalshrauni 13 í
Hafnarfirðinum, er með pakkann á 575kr og kartonin enn ódýrari. Áb.
þau taka samt eingöngu við peningum, láta ekki bankana svindla á sér.
Kristján 
(Nb. Það toppar nú ekki þetta: Leifasjoppa: 560 kall stk, 5600 kartonið / Sunnutorg: 570 kall stk, 5400 kartonið)
(ATH: Varðandi færslu #1282 þá kostar kartonið í Dalsnesti 5.300 kr. Það er veittur afsláttur ef þú kaupir karton en annars er pakkinn á 575
Heiða Hrönn)

#1281    Ég keypti Neutral þvottaefni sem er kannski ekki í frásögur færandi, nema hvað að á pakkanum er svona "riv her" til að opna. Kærastinn minn reif samt einhvern veginn upp lokið. Þá sést greinilega rauð lína þar sem rifið er ca 2,5 cm fyrir neðan brún kassans. Svo eru heilir 10 cm niður að þvottaefninu, frá rauðu línunni!!! Kassinn sjálfur er 27 cm og þá fyllir þvotta efnið ca 15 Cm uppí kassann!! Það er frekar grátlegt að horfa ofaní nýupptekinn kassa sem er nánast tómur! Asnalegt að hafa svona blekkjandi umbúðir.
Sigrún
(nb. Það hlýtur að standa utan á honum hvað eru mörg grömm af þvottaefni í honum?)

#1280    Ég fór í Hagkaup í Skeifunni og ætlaði að kaupa veitingar fyrir veislu og það fyrsta sem ég leitaði að var hreinn appelsínusafi.  Þar var seldur 1 líter frá Sól á kr. 399 en ekki var til sambærilegur safi frá Hagkaup.  Mér fannst þetta vera svo mikið okur að ég gekk út.  Fór í Bónus þar stuttan spöl frá og fann hreina appelsínusafann frá Bónus á kr. 99.  Ég veit ekki betur nema þetta sé sami safinn.
Alfreð Hauksson

#1279    Ég ætla að benda neytendum  Soyamjólkur á að tegundin Provamel með viðbættu kalki   kostar í Bónus 144 kr ( kostaði 118 kr í vor!)
Hinsvegar kostar hún  245 kr í MAÐUR LIFANDI, þessi nákvæmlega sama ferna!!
Svo er  annað og verra okurdæmi en það er að  Provamel soyamjólk með súkkulaði, 1. líter kostar 499 kr í MAÐUR LIFANDI en tæpar tæpar 200 kr í Bónus  !  Mér finnst þetta svakalegt dæmi um okur og græðgi !!!
Soyamjólkurneytandi

#1278    Matsalan ANNA FRÆNKA Síðumúla 17 selur SS pylsur með 1/2 litra af gosi fyrir aðeins 300 kr og stóra smurbrauðsneiðar fyrir 450 kr. Þetta finnst mér sko frábær verð. Geri aðrir betur !!!!!!!!!!!
Helga

#1277    Fyrir nokkrum árum yfirtók ég lán hjá lífeyrissjóði rafiðnaðarmanna og var það í innheimtu hjá Glitni. Innheimtukostnaður var 330kr.  Lífeyrisjóður rafiðnaðarmanna varð ásamt öðrum sjóðum, lífeyrissjóðurinn Stafir.  Þeir tóku að innheimta lánið sjálfir og hækkaði þá kostnaðurinn í 450 kr.  Þetta er kostulegt því í flestum tilfellum eru greiðendur lánanna eigendur sjóðsins sem engu fá að ráða.
Ég talaði við Guðmund Gunnarsson hjá Rafiðnaðarsambandinu sem hefur þann starfa að rífast um kjör sinna manna.  Hann sagðist engu ráða um þetta og vildi eiginlega ekki ræða þetta við mig, þrátt fyrir að þetta sé kostnaður sem skiptir þúsundum á ári fyrir hans umbjóðendur.  Einnig skondið, því hann er í varastjórn Lífeyrissjóðsins.
SÞ 

#1276    Eitt hérna sem er ekki grín, eldspítustokkurinn í 10-11 í lágmúlanum
kostar 99kr. Aldrei orðið vitni að öðru eins, þar sem eldspítur eru nú það
eina sem ég man eftir að hafa sama sem ekkert breyst í verði í minni tíð.
Gunnar Steinn Mánason

#1275    Við fjölskyldan förum reglulega í Holtagarða að versla í Bónus en stundum þurfum við einnig að fara í Hagkaup við hliðiná. Það klikkar nánast aldrei að ég þarf að fara á þjónustuborðið og láta endurgreiða mér því hilluverð er oft lægra en við kassann. Ég er ekki að ljúga því að ég þarf að gera þetta í amk annað hvert sinn!  Og ég er bara með ca 5-15 vörur í pokanum!  Ég hef beðið um að fá að tala við verslunarstjóra til að koma kvörtunum beint til hans en aldrei fengið að tala við manninn.  Hvers konar þjónusta er þetta.  Þau stórgræða á að hafa starfsmann í fullu starfi að endurgreiða krónurnar því flestir pæla ekkert í verðunum þegar á kassann er komið!
Meira um Hagkaup.  Myllu Heimilisbrauð á 294kr! Hvað er að gerast?? Var hveitið ekki að lækka verulega í heimunum um daginn?  Nei alveg rétt, það berst með árabát á annarri árinni hingað.. þess vegna eru verðbreytingar svo lengi að skila sér in :/
Kristinn Helgi Sveinsson

(Sett inn 25.09.08):

#1274    Ætlaði að taka Dísel olíu áðan í Orkunni við Miklubraut, en hætti snarlega við það, þar sem Orkan er nú búin að hækka um 10 krónur líterinn frá því í gær. Í gær og síðusu daga hefur lítirinn þar kostað um kr. 175 en er nú kr 185.
Guðmundur
(Nb. Allir hækkuðu í gær, þökk sé íslenska efnahagsundrinu og hinni geðveiku krónu.) 

#1273    Ég keypti fyrir nokkrum árum blöndunartæki, fyrir eldhúsvask í
Húsasmiðjunni í Hafnarfirði á tílboði, í kring um 6-8 þús (Man það ekki alveg)
Nú fór tæki þetta að leka, þar sem ég átti bækling og umbúðir frá viðkomandi tæki,
fer ég með mynd er var í bæklingnum og hugðist fá mér pakningar í viðkomandi tæki,
í Húsasmiðjunni, jú þeir áttu pakksett í viðkomandi tæki, en það kostaði
rúmar 3000, þrjúþúsund kr. Ég sá strax, að hér var hreint og klárt okur, svo ég gekk út.
 Var að velta því fyrir mér að kanna málin annastaðar, svo mikið lak tækið að ég tók
drykkjarvatn í könnu, svo skrúfaði ég fyrir með öryggiskrananum undir vaski í
inréttingunni. Ég var alveg harður á því að pakkningarverðið var hreint og klárt okur.
Nítjánda þessa mánaðar keypti ég nýtt blöndunartæki í eldhús  er kostaði 3140 þrjúþúsund eitthundrað og fjörutíu í Europris hér í Hafnarfirði. Þetta nýja blöndunartæki virðist vera miklu vandaðra, heldur en það gamla, þótt það kosti álíka og pakningarnar í það, þá var eftir vinnan við það gamla að skipta um pakkningar, sem hefði varla kostað undir kr.4000 hefði það verið framkvæmt á verkstæði.
Það er alveg klárt, að það borgarsig að venja komur sínar í þessar nýrri verslanir eins og Europris og sneiða hjá gömlu okurbúllunum.
Gísli grúskari

#1272    Eitt 60 cm. langt snittubrauð hjá Geirabakaríi í Borgarnesi kostar 440 krónur. Það gera rúmar 7 krónur á sentimeter! OKUR!!!
 Berglind Inga

#1271    Ég fór N1 sjoppu á Akransi til að kaupa 5 lítra af sjálfskiptiolíu. Verðið í hillunni var 2880 kr . þegar að kassanum var komið sagði daman 4620 kr. Þ.e. kassinn vildi fá 1740 kr meira en hilluverð. Þarna er rúmlega 60% hækkun sem varla getur verið eðlileg svo ég tel að N1 sé að notfæra sér ástandið í gengismálunum núna. Ég borgaði að sjálfsögðu "bara"  hilluverðið.
Hlynur Eggertsson

#1270    Fór í Nóatún í hádeginu í dag til þess að kaupa hina daglegu salatdós af barnum.  Hingað til hefur hún kostað 469 krónur, en í dag var ég krafin um 659 krónur. Ég spurði kassadömuna hvort þetta væri ekki einhver vitleysa.  "Nei, nei, það er búið að hækka!" Fyrr má nú aldeilis vera, 40,5 % hækkun!  Þetta er ósiðlegt. Á morgun kem ég með nesti sem á uppruna sinn örugglega úr einhverri annarri búð en Nóatúni.
Silja

#1269    Ég er búinn að standa í miklum framkvæmdum heima fyrir og búinn að kynnast byggingavöruverslunum meira en ég hef haft áhuga á. Einn af hlutunum sem ég hef þurft að gera er að smíða fataskápa í svefnherberginu mínu. Til þess að fest plötur saman hef ég notað vinkla og af einskærri smekkvísi ákvað ég að ekkert annað myndi duga en að hafa vinklana hvítlita þar sem hilluefnið ber þann lit. Ég kaupi mér tólf hvítlita vinkla í Byko á 35 krónur stykkið og fannst það svo sem sanngjarnt (hef borgað mun meira fyrir aðrar festingar og lít á þetta sem sanngjarnt verð). Ég hefst handa við að festa skápinn saman en um kvöldið átta ég mig á því að ég hafði ekki keypt nógu marga! Nú voru góð ráð dýr, Byko hafði lokað og ég fann hjá mér þörf til að klára verkið þetta kvöld. Ein byggingavöruverslun var opin þannig að ég brunaði í Húsasmiðjuna Skútuvogi og finn þar viðlíka vinkla og ég hafði keypt í Byko, geng upp að afgreiðslukonunni og reiði fram kortið, þá rek ég augun í verðið sem verið var að rukka mig um. 499,- krónur per stykki! Eða 4990,- krónur fyrir tíu hvítleita vinkla!!! Fari það í heitasta helvíti! Ég spyr afgreiðslukonuna vantrúa hvort að þetta væru ekki einhver mistök og fer með henni að hillunni sem ber þessa vinkla. Þar kemur í ljós að vinklarnir voru"miklu" ódýrari en tölvan hafði reynt að rukka mig um eða "aðeins" 369,- krónur stykkið! Ég bað afgreiðslustúlkuna (sem að sjálfsögðu ber enga ábyrgð á verðlaginu og því var ég allan tímann afar elskulegur við hana eins og mín er von og vísa) um að vinsamlegast skila því til yfirmanna sinna að viðskiptum mínum við búðina væri lokið þar sem ég tel mig geta vel lifað fram á næsta dag og keypt vinkla sem kosta ... ekki bara nokkrum tugum prósentum minna í Byko, heldur rúmum ellefuhundruðprósentum minna í Byko. 1100%   Ég gerði mér ekki grein fyrir því að landamæralínur Íslands og Simbabve mættust á Skútuvoginum, en þar hafiði það.
B.S. 

#1268    Mig langar til að upplýsa ykkur um verð á einum pela af rjóma. Hann kostar kr. 179 í Krónunni, en heilar 295 kr. í Bakarameistaranum í SUÐUVERI. Finnst þér þetta eðlilegt? Þvílík okurbúlla. 
Bryndís 

#1267    Matsalan ANNA FRÆNKA Síðumúla 17 selur heimilsmat í hádeginu á aðeins 800 kr og hefur ekki hækkað allt þetta ár.Geri aðrir betur!!!!!!!!!
Ólafur

#1266    Ég var að versla í lágvöru versluninni "Krónan" og keypti meðal annars Gillette Mach 3 Turbo rakblöð og greiddi fyrir kr. 1649,- og fannst ansi dýrt. Er þetta eðlilegt verð?
Snorri Gylfason

#1265    Í Europris kostar Extra tyggjópakki (þessi litli með 10 stk. í) heilar 138 krónur.
Á Select (sem ég hélt að væru nú ekki í ódýrari kantinum) kostar eins pakki 70 krónur. OKUR!
Óskar nafnleyndar

#1264    Skissubók í Office1 var verðmerkt 650 krónur í hillu en 950 í kassa. 
Nú þegar vöruverð hækkar stjórnlaust er gott að vera á verði því oftar 
en ekki láta verslanir nægja að hækka verð í kassa en ekki í hillu. Þá 
er það verðið í hillu sem gildir og hananú!
Svavar

#1263    Vil láta vita af miklum verðmun á smokkum; í Lyf og Heilsu kostar Extra safe Durex pakki 1.650 kr en í Bónus um 1.180 kr. 
S

#1262    Ég tók eftir því á Subway nýlega að til viðbótar við viðbúna hækkun á verði þá hafa brauðin snarminnkað, væntanlega til þess að hjálpa fólki í aðhaldinu nú þegar líða fer að jólum. Nammiframleiðendur hafa stundað þetta lengi, að fækka hrísbitunum í kassanum, þynna súkkulaðistykkin (hefur einhver séð Eitt sett nammið nýlega?), en kommon! Halda Subway-menn að fólk sjái þetta ekki? 
KGB

(Sett inn 24.09.08):

#1261    Mig langar að láta vita af því að ég fékk sörver sendan frá Ísafirði með Landflutningum SAMSKIP..hann var 15 kg og kostaði 4.478 að flytja hann og svo þurfti ég að senda hann til baka og ath hvað kostaði að flytja hann í flugi og það kostaði 2.100. Þetta er brjálað okur hjá Landfutnigum, er það ekki? Plús það að það tekur skemmri tíma með flugi er þetta ekki eitthvað skrítið..  ótrúlegt en satt!
Indriði Helgason

#1260    Fór í Flytjanda í dag til að senda notaðan barnavagn, sem var lagður saman með innfelldu burðarrúmi og lítilli bastkörfu ofaná, austur á Eskifjörð til óléttrar frænku minnar.
Ekki væri ég nú að velta vöngum yfir þessu nema af því að afgreiðslumaðurinn setti stimpil á nótuna sem sagði að engin ábyrgð væri á sendingunni þar sem umbúðir bæru ónógar!!!
Við höfðum sem sagt plastað margar umferðið með umbúðaplasti, glæru, utan um vagninn.
Sendingin mældist 0,40m3 og fyrir þetta borguðum við litlar 8.200- krónur sem mér þykir reyndar mjög mikið fyrir ekki stærri pakka.
Ég giska á að þyngdin hafi verið milli 15-20 kíló en afgreiðslumaðurinn sagði að þeir rúmmetramældu alltaf léttar sendingar. Sótti í sama skipti sendingu frá systur minni austan af Neskaupsstað að þyngd 35 kg og hafði hún þurft að borga undir það 3.727kr. svo greinilegt er að það munar helling á rúmmetrum og kílóum í sendingu.
Það sem ég skil ekki alveg er að hægt sé að rukka mann um fullt sendingargjald þegar engin ábyrg er tekin á vörunni?? Ég hefði haldið að inní gjaldinu væri tryggingargjald fyrir ábyrgð á sendingu - en ef engin ábyrgð er tekin - er þá samt hægt að rukka mann um fullt verð?
Ég ræddi þetta ekki við starfsfólkið á staðnum enda er það bara að vinna eftir settum vinnureglum.
Ása Gréta

#1259    Ég er með húsnæðislán hjá Kaupþingi og hef valið að fá engan gíróseðil heim heldur greiða úr heimabankanum. Mér er hins vegar gert að greiða kr. 435 í hvert skipti í svokallað „Tilkynningar- og greiðslugjald“ (!) Afborganir af láninu eru 487 og ef sama gjaldið verður alla tíð gera þetta 211.845 krónur! Ekki efa ég að þetta sé lagt á aðra viðskiptavini þessa banka sem og annarra, en mér er spurn: Hvað er verið að tilkynna mér og hvernig er hægt að réttlæta að taka gjald að því sem greitt er? (Má ekki benda kaupmönnum á þessa frábæru tekjulind?)
Ég man eftir einhverri umfjöllun um þetta fyrir einhverju síðan en svo fjaraði allt út eins og venjulega hér. Hvað varð um málið?
Auður Styrkársdóttir
(ATH: Það mætti kannski skeyta þessari hugmynd að bréfi, sem birtist á vef neytendasamtakanna 9. sept. sl., við okur #1259:
http://www.ns.is/ns/frettir/?cat_id=6413&ew_0_a_id=311680)

#1258    Maarud flögur í 10-11 á 599 kr. og 699 kr. 300g. Okur!
Úlfur 
(Nb. Kosta 499 í Hagkaup og líklega 329 í Bónus, eða eitthvað. Allir pokarnir eru eins og koma af sama lagernum, en þitt er valið vinur minn!)

#1257    Mér hefur þótt nokkuð undarlegt að verslunin Regatta, sem er m.a. í Skeifunni, hefur að því er ég best veit alltaf auglýst barnafötin á 50% afslætti!  Hef farið þangað reglulega í gegnum árin og stundum verslað, og aldrei séð annað.  Mér þykir þetta furðu sæta.  Starfshættir eru þá líklega þannig, að þeir kaupa vöruna inn á t.d. 2.000, hugsa sér að selja hana á 3.000, en merkja hana á 6.000 og 50% afsl.!!!  Það væri kannski vit í að kanna þetta nánar, þar sem að lögin segja til um að það sé óheimilt að auglýsa eða tilkynna útsölu, eða aðra sölu, þar sem selt er á lækkuðu verði, nema því aðeins að um raunverulega lækkun sé að ræða. (sjá 14. gr. Laga nr. 57/2005).  Með þessu er ég ekki að kvarta yfir verðinu þar, því að þar má oft finna góðar flíkur á ágætu verði. 
Sá hér á síðunni, að ein var að segja frá Hrís pokum sem að eru auglýstir á 90 kr. þessa dagana (í tilefni af afmæli fyrirtækisins sem framleiðir þá), sem hún keypti í Krónunni en sá þegar að heim var komið að kostaði 149 kr.!!!  Í framhaldi af því, er vert að geta að Bónus selur þessa sömu Hrís poka á 79 kr.  Munurinn heilar 70 kr.!!!  Gott hjá Bónus, enda uppáhalds búðin mín :o)
Ásta

#1256    Í ljósi kreppunnar fór ég að skoða hvar er hægt að spara og þar sem ég skoða alla mína mánaðarlegu reikninga rafrænt í einkabankanum mínum þá rakst ég á afar merkilegt okur Glitnis. Glitnir rukkar fólk sem er með skuldabréf hjá þeim tilkynningar og greiðslugjald upp á 550 ISK á meðan Íbúðalánasjóður rukkar aðeins 75 ISK. Það er því greinilegt að Glitnir getur ekki afsakað sig út úr þessu á einn eða neinn hátt. Ég er búinn að senda Glitni tölvupóst um málið en engin svör fengið.
Örvar.

#1255    Ég fékk mér lítið djúsglas á bústbarnum fyrir 590kr. innihaldið epli, gulrætur og engifer. Þarf BOOZT-barinn ekki að endurskoða gjaldskránna? Eða hvað telst "venjulegt verð" ef maður nennir ekki að tyggja matinn sinn?
Júlíana Sveinsdóttir 
(Nb. Boost-barinn er alltaf að endurskoða gjaldskránna og hún hækkar í hvert skipti. Á meðan allir halda áfram að kaupa af þeim þá munu þeir halda því áfram.)

#1254    Undarlegt verð á epla Brazza í Bónusbúðinni á Granda. Í gær kostaði 
líterinn 119 krónur en í dag aðeins 99 krónur.
Ég kaupi 2-3 lítra af Brazza í hverri viku og mér finnst það mjög 
undarlegt að hann kostar ýmist 99 kr eða 119 krónur í þessari 
Bónusbúð. Hver gæti verið útskýringin á þessum verðmun milli daga?
Óskar nafnleyndar.

#1253    Símafyrirtækið, sem ég er kúnni hjá, Tal (áður Hive og Sko) rukkar 14.90 + 4,5 kr startgjald þegar maður hringir í þjónustu símann 1817 út GSM símanum sínum. Hjá Símanum, OgVodafone og Nova eru gjaldfrjáls þjónustusímtöl bæði á meðan biðtíma og þjónustu stendur. Biðtíminn hjá Tal er gjarnan 10-15 mínútur svo hvert símtal kostar auðveldlega um 200 krónur.  ÞETTA ER OKUR !! 
Þar að auki fær maður venjulega ekki haldbærar lausnir heldur stynur viðkomandi þjónustufulltrúi því upp að hann muni búa til verkbeiðni. Ef maður hringir í 1817 er manni boðið upp á að velja einn ef maður vill koma í viðskipti hjá Tal. Merkilegt nokk þá er mjög stutt bið þar en ef maður er nú þegar kúnni og maður velur aðra valmöguleika þá er biðin mun lengri! Þetta eru aldeilis frábær þjónusta þegar maður er búinn að binda sig hjá fyrirtækinu. 
Símafyrirtækið Tal auglýsir að þeir séu með lægsa mínútu verðið. Já það er rétt, mínútan er 10 aurum ódýrari að hringja en ef maður hringir frá Nova. Það sem ekki er tekið fram er það að upphafsgjaldið er 4,50 hjá Tal en 3,50 hjá Nova. Maður þarf því að tala í 10 mínútur áður en maður byrjar að spara heila 10 aura á mínútu. Einnig er rétt að taka fram að Tal rukkar fyrir hverja byrjaða mínútu er Nova fyrir hverja hálfa mínútu. Símafyrirtækið Tal auglýsir hástöfum að það sé frítt að hringja Tal í Tal. Samt kostar 14.90 + 4.90 í upphafsgjald að hringja úr Tal í þjónustusíma Tal sem er 1817! 
Símtal sem er 1 mínúta og 1 sekúda  úr Tal síma kostar því 34,30 krónur meðan sama símtal úr Nova síma kostar 26 kónur. Símtalið er því tæplega 32% dýrara ef maður er kúnni hjá Tal. 
Með því að rannsaka sundurliðaðan símreikning minn sé ég að flest símtöl mín eru rúmlega mínuta á lengd. Næst flest símtöl eru tæp mínúta að lengd. Ég geri óttalaust ráð fyrir að ég sé típískur kúnni.
Edda Björk Ármannsdóttir, Neytandi.

Okur #1164 - 1252 eru hér.

Veistu um svakalegt okur? Láttu vita!