OKUR! OKUR! OKUR!
Hér eru birt okurdæmi frá lesendum (og líka ábendingar um ekki okur). Nú stöndum við saman. Nú eða aldrei!
Láttu vita um okur
Gagnlegar síður:
Neytendahorn Dr. Gunna á Vísi / Talsmaður neytanda (Gísli Tryggvason) / Nískupúkinn (Samanburður á vöru og þjónustu)
Rafræn Neytendastofa tekur á fyrirtækjum með leiðindi, vitlausar verðmerkingar (með sektum!) og óútskýranlegt okur.
Vaktin (verðsamanburður á tölvuvörum) / Gsmbensín (Hvað kostar dropinn?) / Okurvextir.blogspot.com (Hvað gera stjórnvöld fyrir skuldsett íslensk heimili?)
Skotsilfur (um persónuleg fjármál og sparnað) / Kári Harðarson (hugleiðingar um neytendamál)
Athugið: Bréfið þitt gæti líka birst í Fréttablaðinu, nema þú sér sérstaklega á móti þvi. Nöfn sendanda fylgja með nema nafnleysis sé sérstaklega óskað.

(22.11.08):

#1603    Ég fór með 14 ára í skoðun til Sigurðar Rúnars Sæmundssonar til húsa í Glæsibæ þann 18. Nóv.  Hún var 6 mínútur í stólnum – engin skemmd – var pensluð með flúor.  Fyrir þetta greiddi ég 15.800 kr!  4.600 flúormeðferð, 4.900 áfangaeftirlit og 7.100 Atferlismeðf/hegðunarmótun.  Fór með 8 ára í skoðun 23. Okt kostaði kr. 12.000 hjá sama tannlækni. Þetta er okur. Ég fór að spyrjast fyrir hjá vinum og kunningjum og ekki óalgengt að verið sé að borga 3-5000 fyrir svona skoðun.  Ég er allavega farinn í að skipta um tannlækni.
Arnar

#1602    Ég fór í Bláa Lónið í gær nema hvað að það kostar 2800 kr í Bláa 
Lónið og finnst mér það algjört okur!!!!!! Fyrir ári síðan kostaði 
1800 kr. Þetta er náttúrulega bara geðveiki.
Sunneva

#1601    Keypti mér kaffibolla í  á BSÍ og kostaði hann 300 kr ég hafði fyrr um daginn keypt mér kaffibolla á Olís og kostaði hann 98 kr og var í báðum tilfellum um að ræða kaffivél frá Gevalía og báðum tilfellum í pappaglasi, sem sagt sama vara. Þetta er OKUR hjá BSÍ!
Kaffikall


#1600    Móðurást er verslun sem leigir rafmagns brjóstapumpur ásamt öðru.  Hver dagur með brjóstapumpu á leigu kostar 350 kr, læt það vera. En ef þú leigjir pumpuna/dæluna verðuru að kaupa ákveðið unit með sem samanstendur af  einum plastpela, tappa og leiðslu. Sjá mynd. Þetta kostar 4978 kr!!!!  Ég á ekki til eitt aukatekið orð. Hvað ætli álagningin á þessu sé. Vona að einhver frá móðurást getur svarað fyrir þetta og útskýrt. Bíð spenntur. 
Nýbakaður pabbi sem lét okra á sér.
(ATH: Mér þykir leiðinlegt að þú hafir þurft að borga svo mikið. Ég eignaðist sjálfur barn í mars 2007 þegar krónan var mun sterkari og borgaði að mig minnir 2500-3000 kr fyrir þetta. Krónan hefur veikst mikið síðan þá. Ef þetta eru nýinnfluttar vörur hjá þeim má skýra þessa hækkun með veikingu krónunnar. Sorrí. Mæli þó með að finna á netinu verðið erlendis fyrir sömu vörur til að vera viss.)

#1599    Við hjónin kaupum okkur endrum og sinnum ís í ísbúðinni í Faxafeni. Fyrir nokkrum dögum keyptum við okkur ís á sunnudagsrúntinum. Þá bar svo við að minnsti sósuísinn í boxi hafði hækkað nánast nákvæmlega um kr. 100 frá því mánuði áður. Ekki er vitað til þess að laun starfsfólks hafi hækkað, eða rafmagn,e ða húsaleiga. Eina hækkunin sem réttlætt gat hækkun er kr.10 á líter af mjólk til bænda. 
Sigurður

#1598    Ég var að panta mér flug frá Akureyri til Reykjavíkur, aðra leiðina, og ákvað að nota vildarpunkta til að greiða fyrir flugið. Þetta "vildar" flug mitt kostar samtals 3.180 kr. (auk 12.000 vildarpunkta)
S.k. flugvallarskattur (departure tax og fuel charge) er 1.180 kr. 
og þjónustugjald Vildarklúbbsins er 2.000 kr. 
Þetta er okur og þætti mér gaman að vita á hvaða grundvelli 2.000 kr. þjónustugjald er ákveðið. 
Emma

#1597    Ég tók videospólu nú í kvöld í Snælandsvideo í Mosfellsbær og var rukkaður um 700 kr. Fyrir viðvikið. Mér svelgdist á  því spólan var á 600 krónur áður sem mér fannst nú alveg nóg. Þetta er okur og aftur okur. Ég vil í leiðinni geta þess að Kúlan við Réttarholtsveg er með gamla góða verðið eða krónur 500 fyrir spóluna og það nýja spólu.
Haraldur

(18.11.08):

#1596    Í Europris á Granda hefur fengist hnífaparakassi fyrir fjóra frá Fiskars. Í allt sumar kostaði kassinn rétt um 3.700 krónur. Þegar ég fór gagngert til að kaupa hann rétt eftir síðustu mánaðamót var búið að hækka hann í 4.927 krónur. Ég hætti að sjálfsögðu við. Ég spurði verslunarstjórann hverju þetta sætti. Jú, þegar nýjar vörur af sama tagi koma inn þá hækkar allt á vörunúmerinu. OK, en er það löglegt ? Mér er þó mjög til efs að þeir hafi flutt inn meira af þessari vöru þar sem sömu kassarnir hafa verið í hillunum á Granda í hálft ár og engin viðbót þar. Ekki beint roksala.
En verslunarstjórinn var mjög skýr á því að þetta væri ekki hans mál, hann sæti ekki inná skrifstofu og hækkaði verðin! En ég sé ekki betur en Europris sé uppvíst að hreinu okri að hækka gamla vöru í búðinni um ca. 35%. Útikertin í stóru dósunum hjá þeim kosta tæplega 700 krónur á meðan þau kosta tæpar 500 krónur í Rúmfatalegernum og tæpar 400 í Bónus. Neutral þvottaefnið er líka ótrúlega dýrt þar, hátt í 700 krónur í poka. Þetta voru nú bara dæmi.
Held að fólk þurfi að skoða Europris nokkuð vel. Mér finnst þeir vera úlfar í sauðagæru. Þú heldur að allt sé svo ódýrt þar af því að umhverfi búðanna er frekar dapurlegt. Fólk ætti því að skoða verðin þar sérstaklega vel. Og beina athyglinni líka að öllu því  sem maður heldur einhvern veginn og finnst að sé ódýrt en er “óvart” ekki verðmerkt. Svo kemur verðið bara á óvart. 
Ingibjörg

#1595   Ég kíkti á okursíðuna hjá þér til að athuga hvar ég fengi ódýrasta tóbakið. Sá á dæmi 1282 að Sunnutorg væri að bjóða ódýrt tóbak fyrir okkur fíklana svo ég skellti mér þangað. Þeir eru enn ódýrir en verðið hjá þeim er komið í 5990 fyrir kartonið. Datt í hug að láta vita. 
SH

#1594    Í bakaríinu við Hagamel 67, Brauðbergi kosta heil brauð frá 420-510 
krónur! Það er ekki eðlilegt verð fyrir brauð eða hvað?
Óskar nafnleyndar.

#1593    35 Watta halogen ljósaperur. Ef ég kaupi þriggja peru Halogen ljóskastara í IKEA þá fylgja með honum með þrjár perur. Þetta kostar 1199kr. Ein samskonar pera kostar 599kr. í Bónus. Ég get sem sagt keypt eitt ljós með þrem perum Í IKEA. HENT LJÓSINU og á eina peru afgangs. Já, þetta eru nákvæmlega eins Osram perur. Sama pera kostar síðan 825kr. Í Krónunni. Dobbúl Okur.
Baldvin Björgvinsson

(17.11.08):

#1592    Þann 21. okt. sl. klappaði Bakarameistarinn sjálfum sér á bakið og taldi upp
hvernig hann ætlaði að kveða niður verðbólguna.  Kynningin hans var um að
hann hefði lækkað þrjár tilteknar vörur og þar á meðal snúða úr kr. 195
niður í 99 kr.  Einnig brauð sem átti að kosta kr. 199 og það þriðja var
einhver réttur sem hann selur til neyslu á staðnum.  Það sem að
Bakarameistarinn minntist ekki á var að margar ef ekki flestar vörur hækkuðu
um leið.  Þannig að heildar tekjur hans minnkuðu ekki, heldur jukust.  Þetta
kallaði ég á sínum tíma (#1427) "hálf sannleik" og nefndi að það væri ljótt að
plata.
Núna í morgun var Bakarameistarinn búinn að hækka snúðinn upp í gamla
verðið.  Sama á væntanlega við um hinar tvær vörutegundirnar.  Þannig að
þetta klapp, sem hann klappaði sjálfum sér á bakið er ekki lengur hálf
sannleikur heldur bara helber lýgi.  Tilgangurinn var einungis að fela
hækkanir og jafnframt var hann svo óforskammaður að fá sér auglýsingu út á
þessar þrjár vörur sem hann lækkaði tímabundið.
Dolli snúður
(ATH: Já Bakarameistarinn hækkaði verð sitt, eins og allir eru í rauninni að
gera. Svo voru sett TILBOÐ ekki verðlækkanir, á snúð 99 kr. íslandsbrauð
199kr. og súpa og brauð 399 kr. Tilboðið á snúðum hætti fyrir nokkru síðan
en hin tvö ERU ENNÞÁ. Ný tilboð hafa komið inn í staðinn fyrir
snúðatilboðið eins og til dæmis svali og annað hvort snúður eða skúffukaka
á 200 kr. (bendi á það að skúffukakan ein kostar yfir 200 kr venjulega).
Ég skil vel þegar fólk er að benda á okur en mér finnst samt ósanngjarnt
að vera gera lítið úr tilboðum sem fyrir tæki eru að bjóða uppá. Svo vil
ég líka benda á það að það er hægt að taka súpuna með sér heim líka ef
fólk vill, hún er ekki bara seld til neyslu á staðnum.
Ólöf Ragnars)

#1591    Ég vil koma á framfæri þakklæti til Elko með þökk fyrir frábæra þjónustu.
Ég pantaði hjá þeim fyrirtaks djúpsteikingarpott í gegnum vefverslunina en þegar ég var í miðjum klíðum að millifæra í Einkabankanum þá rofnaði samb. við netþjóninn og ég fékk boð um að reyna aftur sem ég og gerði.
Þegar upp var staðið kom í ljós að báðar færslurnar höfðu farið í gegn. Ég hringdi í Elko (rétt fyrir lokun) fékk samband við einstaklega hjálpfúsa stúlku á skiptiborðinu og í stuttu máli sagt þá fékk ég tölvupóst frá fyrirtækinu næsta morgun þar sem ég var beðinn um reikn.nr. svo þau gætu endurgreitt mér. Greiðslan var komin inn fyrir hádegi og ekki nóg með það, ég fékk vöruna burðargjaldsfrítt!
Takk fyrir og bestu kveðjur.
Þ. Jökull Elissson

#1590    Eg er ekki kona sem prjónar alla daga, bara ég er svo léleg í því. Dóttir mín bað um jólagjöf  ég á að prjóna lopavesti, eina sem hana langar í. Ég ætla að reyna . Ég fór í Hagkaup að kaupa lopa en ég þurfti líka að kaupa hringprjóna 4 stk. ég keypti 3 stk kostaði á laugardaginn kl 12.57. 665 kr.stk. En ég fór aftur í dag kl. 16.30 þá var búið að hækka alla hringprjónana sem voru á standininum á laugardaginn í 890 kr. Er þetta eðlilegt?
Prjónakona
(Nb. Nei, gengi krónunnar er ekki eðlilegt og Ísland er ekki eðlilegt!)

#1589    Ég hringdi í Flytjanda-afgreiðslu út á landi og bað um upplýsingar þar sem ég þurfti að koma lítilli búslóð til Reykjavíkur og taldi upp lítinn sófa, tvo stóla, lítið (túbu)sjónvarp, tvö lítil sófaborð, spegil og ruslapoka með sófasessum. Ég fékk þau svör að best væri að fá tilboð í þetta. Tilboðið hljóði upp á 45.000 krónur! Það fannst mér alltof mikið svo hann lækkaði sig í 35.000 kall. Þar sem ég er fávís um þetta svið jánkaði ég því með semingi. Ég hringdi síðan á sendiferðabíl til að koma dótinu á Flytjanda og spurði sendiferðabílstjórann hvort þetta væri eðlilegt verð. Sá taldi svo alls ekki vera og þegar á Flytjanda kom þá hjálpaði hann mér og Flytjandastarfsmanni að raða fátæklegri búslóðinni á bretti og sagði mér að fá mælingu og borga skv. henni. Hann kom meira að segja með mér í afgreiðsluna og þá spurðu starfsmaður þar hvort ég hefði ekki fengið tilboð. Ég sagðist vilja fá að vita hvað flutningur kostaði skv. mælingu og endanlegt verð skv. mælingu var, haldið ykkur fast: Rétt rúmar 22.000! 
Inga Þöll 

#1588    Mér barst reikningur frá Símanum fyrir 0,07 eininga símtal frá Usa og var hann upp á 267 kr.  Heildarupphæð er 517 kr þar sem 250 kr. útskriftagjald er á honum. Ég hringdi í símann til að fá skýringar á þessu  þar sem ég hélt að seðilgjald og útskriftargjald væri það sama.
Svörin sem ég fékk voru eftirfarandi. Síminn breytti orðinu seðilgjald í útskriftargjald af því það má rukka fyrir það en ekki orðið seðilgjald. 0,07 eining er 7 sekúndur en það er rukkað fyrir heila mínútu þrátt fyrir að þú hafir ekki notað hana. 517 kr. var heildarkostanður við að hringja hjá símanum í 7 sekúndur. Ef þetta er ekki rán, hvað þá.
Heiðrún Sigurðardóttir

(17.11.08):
#1587    Þann 21. okt. sl. klappaði Bakarameistarinn sjálfum sér á bakið og taldi upp
hvernig hann ætlaði að kveða niður verðbólguna.  Kynningin hans var um að
hann hefði lækkað þrjár tilteknar vörur og þar á meðal snúða úr kr. 195
niður í 99 kr.  Einnig brauð sem átti að kosta kr. 199 og það þriðja var
einhver réttur sem hann selur til neyslu á staðnum.  Það sem að
Bakarameistarinn minntist ekki á var að margar ef ekki flestar vörur hækkuðu
um leið.  Þannig að heildar tekjur hans minnkuðu ekki, heldur jukust.  Þetta
kallaði ég á sínum tíma "hálf sannleik" og nefndi að það væri ljótt að
plata.
Núna í morgun var Bakarameistarinn búinn að hækka snúðinn upp í gamla
verðið.  Sama á væntanlega við um hinar tvær vörutegundirnar.  Þannig að
þetta klapp, sem hann klappaði sjálfum sér á bakið er ekki lengur hálf
sannleikur heldur bara helber lýgi.  Tilgangurinn var einungis að fela
hækkanir og jafnframt var hann svo óforskammaður að fá sér auglýsingu út á
þessar þrjár vörur sem hann lækkaði tímabundið.
Dolli snúður

#1586    Ég og maðurinn minn erum að reyna að eignast barn og því hef ég skoðað vel egglosunarpróf upp á síðkastið. Seinasta mánuðinn hafa þau hækkað verulega í verði rétt eins og annað hér á landi. Próf sem kostaði tæpan 3000 kall fyrir nokkrum vikum kostar núna rúmlega 4000kr í bílaapótekinu hjá Smáralind og hjá femin.is. Lyfja er enn dýrari og virðist almennt verð núna vera ca. 4000-5500 kr fyrir 7 daga próf. 
En í Hagkaup eru þó seld próf frá öðrum framleiðanda sem virka nákvæmlega eins á innan við 1800 krónur. Ég hef reyndar bara séð þessi próf í versluninni í Skeifunni. Svo ég hvet fólk í barneigngarhugleiðingum til að versla í Hagkaup frekar en apótekunum.
Harpa

#1585    Ég fór í Apple búðina til að kaupa straumbreytir fyrir konuna mína þar sem ég var svo ólánsamur að kaupa handa henni tölvu í afmælisgjöf fyrir aðeins 3 árum. STRAUMBREYTIR hjá Apple búðinni kostar 13.990kr – ÞRETTÁNÞÚSUNDNÍUHUNDRUÐOGNÍUTÍU. Eru menn algjörlega orðnir veruleika brjálæðir? Svo bera verslunarafgreiðslumennirnir fyrir sig að Dollarinn hafi hækkað svona mikið. Það er hægt að fá svona STRAUMBREYTIR á 30-40 usd út úr búð í USA. Þannig að ef sama álagning er í verslun hér og í USA og að frádregnum 2% vörugjaldi og 20% vsk (það er 5% söluskattur í USA) þá á ég að trúa því að flutningskostnaðurinn sé 50,- USD  Hvað er að gerast hérna ???????????
Gunnar Halldórsson

#1584    Te og kaffi er með yfirlýsingar um að þeir ættli ekki að hækka kaffi og te hjá sér, heldur ætli þeir að lækka.  Þetta er frekar skrítin yfirlýsing þar sem þeir hækkuðu t.d. Chai Latti úr 330kr í 370 fyrir þrem vikum.  Óþolandi neytendablekking sem ekki ætti að eiga sér stað.
Elli
(ATH: Mig langaði til að svara færslu nr. 1584  á síðunni þinni. Þar er staðhæft að við  (hjá Te & Kaffi) höfum hækkað ChaiLatte í 370 krónur fyrir þremur vikum.  Hið rétta er að verð á kaffi, te eða súkkulaði drykkjum hefur ekki hækkað síðan í byrjun mai þrátt fyrir hækkanir á öllum aðföngum, bæði kaffi, te, mjólk og gosi.  Hins vegar er yfirlýsing frá okkur á kaffihúsunum um að við höfum ekki hækkað verð á kaffi- ,te- og súkkulaðidrykkjum  hjá okkur heldur lækkað flestar gerðir af meðlæti og við það stöndum við. Kaffiheimur ehf. á og rekur 7   Te & Kaffi  kaffhús  í Reykjavík, Kópavogi og á Akureyri.
Þórunn Inga)

(14.11.08):

#1583    Ég keypti svona lyktar-dæmi á bílspegilinn hjá Löðri á 300 kr. Ég tékkaði að gamni hvað þetta kostaði við hliðina hjá N1 og þar kostaði þetta sama 795 kr......okur! Eins voru engar verðmerkingar hjá N1, ekki nema á 30% varanna.
Sylvía

#1582    Ef ég þarf að versla í apóteki þá versla ég yfirleitt í Skipholtsapóteki.
Þótt lítið fari fyrir þessu apóteki þá hefur það reynst mér ódýrast í gegnum
tíðina. Þegar verðsamanburðurinn þinn á Lyfju og Lyfjaver birtist um daginn (í Fbl)
tók ég í gamni test á Skipholtsapóteki:

Pevisone 30g 
Lyfjaver: 2434 kr.
Skipholtsapótek: 2401 kr.

Lamisil 30g
Lyfjaver: 3281kr.
Skipholtsapótek: 3244 kr.

Atacand 8 mg 98 stk
Lyfjaver: 2186 kr.
Skipholtsapótek: 2599 kr.

Nicoteinelle mint 4 mg 204 stk
Lyfjaver: 7530 kr.
Skipholtsapótek: 6256 kr.

Labello varasalvi
Lyfjaver: 207 kr. 
Skipholtsapótek: 200 kr.

Karbamid 10%
Lyfjaver: 538 kr. 
Skipholtsapótek: 459 kr.

Karfan kostar semsagt 16.176 í Lyfjaveri en í Skipholtsapóteki 15.159. Í Lyfju kostaði karfan 18.906 kr.
Langaði bara að koma þessu á framfæri.
Rögnvaldur Rögnvaldsson

#1581    Smá saga úr hversdagsleikanum:
Sparibaukur dóttur minnar hefur lengi verið stútfullur svo við mæðgurnar
gerðum okkur ferð í Kringluna í gær til þess eins að leggja spariféð inn á
reikning hennar hjá Glitni. Þegar hún svo rígmontin réttir
þjónustufulltrúanum baukinn bendir hann mér á að það kosti 190 kr.
leggja peninginn inn þar sem klukkan sé orðin meira en 16:00. Ég hef
sjaldan orðið jafn hneiksluð... að þurfa að borga fyrir að leyfa bankanum
að fá afnot af sparifé dóttur minnar... ég held nú síður!
Ég stóð í þeirri trú að bankarnir stæðu illa og ættu þar af leiðandi að
vera fegnir að sem flestir leggi inn sparifé sitt.
Ég held að það sé mjög mikilvægt að börn læri að spara og góð leið til
þess er að safna í bauk, fara svo í bankann, leggja peninginn inn og fá
verðlaun fyrir. Sú leið virðist hinsvegar aðeins vera greið þeim börnum
sem eiga foreldra sem vinna ekki á almennum opnunartíma útibúanna, það er
á milli 9 og 16 á daginn. Ef þau eru það óheppin að eiga foreldra sem
vinna á venjulegum dagvinnutíma þurfa þau að borga 190 kr. fyrir að leggja
peninginn inn, láta mömmu gera það fyrir sig í hádegishléinu hennar eða að
sleppa því að geyma peninginn í banka.
Ég er allavega búin að sjá að ég þarf að finna nýja leið til að kenna
dóttur minni að fara vel með peningana sína.
BH
(ATH: Ég lenti í því sama og sá sem skrifar þá grein.  Málið hjá mér var það að ég fór með dóttur mína í Glitni í vor, nánar tiltekið í apríl.  Hún ætlaði að leggja inn fermingarpeningana sína.  Þá er okkur sagt að það kosti hana 190 krónur að leggja þetta inn........af því að klukkan var orðin 16. Ég var heldur ósátt við þetta og sagði að mér þætti merkilegt að þetta væri rukkað, þar sem unglingunum er sendur póstur og þess sérstaklega óskað að þau leggi inn hjá Glitni!  Gjaldkerinn benti mér á að ég geti sent stelpuna í strætó í bankann til að spara þessar krónur, ef ég gæti ekki komið með hana fyrir klukkan 16!  Ég var nú ekki beint kát með þetta, ég nefnilega hef ekki áhuga á að senda ungling einan í strætó með fulla vasa af peningum. (ca.200.000kr)  Hvað finnst fólki um þessi svör og þessa "þjónustu"?  Ég veit svo sem að margir eru heima núna vegna atvinnuleysis, en þannig var það ekki í vor og gætu notað venjulegan tíma.  Þetta fer kannski að verða svona í annari þjónustu líka.  Heilbrigðiskerfið ætti kannski að taka upp aukagjald fyrir þá sem slasast eða vekjast, að ég tali nú ekki um þá sem taka léttasóttina, utan dagvinnutíma á virkum dögum!!!
Kveðja móðir)

#1580    Smá sparnaðarráð, það er mjög gott verð á hrísgrjónum í
tælenskubúðinni við Hlemm, kílóið af Jasmin hrísgrjónum er á ca. 250 kr.
BH

#1579    Mig langar að segja frá dýrum málskostnaði.  Ok, ég skulda aðila út í bæ rúmar 2 milljónir.  Mér þykir það leiðilegt og ætla mér að greiða þá skuld.  Krafan er komin í lögfræðiinnheimtu.  Á einum mánuði er málskostnaður kominn í 426.024,-  Hvernig á maður að geta klárað skuldir sínar ef ofaná þær bætist 25% í innheimtukostnað og þá er ég ekki að telja með 422.103 í dráttarvexti.  Þannig að 2milljóna skuldin mín er komin í 3 milljónir!!! 
PS. ég vil ekki gera mínum skuldurum það að setja kröfurnar í svona innheimtu, þetta er ekki til að rétta við þjóðfélagið.  Áttu ekki allir að hjálpast að?
Nafnlaus skuldari

(13.11.08):

#1578    Mig langar að hitta þig og segja þér frá mjög svo miður skemmtilegri lífsreynslu minni í samskiptum við tryggingafélagið TM.
Ég fékk nefnilega lán á mótorhjól frá þeim í sumar og þeir fara fram á að ég tryggi hjólið mitt hjá þeim, en ég hafði tryggt hjólið hjá Sjóvá fyrst. Fékk þar tryggingu á hjólið fyrir 96.000.- á ári en tryggingin hjá TM hljóðaði uppá 367.000.- á ári þegar ég spurði hvurskonar tölur þetta væru sögðu þeir að þetta væri án allra afslátta og buðu mér tryggingu hjá sér fyrir 150.000.- á ári ef ég færði öll mín tryggingaviðskipti til þeirra(kúgun*hóst*). Svo fór ég á vefinn þeirra og sá þar að ég þyrfti ekki að vera með nema 2 tryggingar hjá þeim til að fá bestu mögulegu iðngjöldin og ég er með 2 tryggingar Kaskó og ábyrgðartryggingu en þeir ætla sér ekki að lækka trygginguna meira því að þeir geta grætt svo fjandi vel á þeim sem fá lán hjá þeim því þeir þurfa að tryggja græjuna hjá þeim og þeir ráða verðinu.
Óskar nafnleyndar

#1577    Á sínum tíma fjallaði YFIRbankastjóri RÍKISbankanna um óhóflegan fit-kostnað bankanna og sagði mál að linni. 
Nú er hæstvirtur Banka- og viðskiptamálaráðherra orðinn Yfir-ríkis-bankastjóri þriggja ríkisbanka og ekkert hefur samt gerst – orð hans virka nú sem innantómt gljálfur.
Í fyrradag varð mér á að fara yfir á debet-reikningi mínum um 828.00 krónur. Við þetta ákvað bankinn sjálfkrafa að veita mér FIT-lán upp á þessa upphæð í fyrradag, sem ég greiddi ófús í dag, vegna þess að þetta 828 króna lán kostaði mig 750 krónur, sem bankinn kallar fit-kostnað. Samtals geiddi ég því 1.579 krónur til að vera viss og rúna upp aurana. 
Hvenær ætlar þessi Bankamálaráðherra að gera eitthvað af því sem hann segir. Er hann kannski með sömu ákvörðunarfælni og háir Geir Haarde? Ef svo er, þá er slæmt að þessir menn sæki sér ekki sálfræðiþjónustu til að vinna á þessari ákvörðunarfælni, en það flokkast undir sálfræðisjúkdóm og þarf að taka á.
Guðmundur Jónsson

#1576    Átti leið í SHELL Skálann á Stokkseyri í dag vantaði píputóbak og spurði afgreiðslukonnuna hvort hún ætti princ albert já hún hélt það nú já sagði ég einn pakka takk hú kom með pakkan ókey rendi depidkortinu í raufinna á kassanum og sagðum leið nítjáhundruð og fimmtíu 1.950 Íslkr Ég túttnaði allur út og spurði konuna hvort þett væru mistök nei nei það er ný búið að hækka tóbakið sagði hún já sagði ég  ég ætla að skila þessu og það var alveg sjálfsagt og hún borgaði mér til baka í peningum 1.950 Ég fór í olís á selfossi og fékk einn pakk af princ albert píputóbaki fyrir níuhundru og tíu ískr 910 kr Vill vara fólk við því að versla í útnára sjoppum.
Sölvi Magnús Gíslason Selfossi

#1575    Fór í Intersport í Lindum á föstudaginn fyrir helgi og keypti þar Adidas hettupeysu. Hún kostaði þar 9990 krónur. Sá sömu peysu í dag (miðvikudag) í Intersport í Smáralind á 11990 krónur. TVÖ ÞÚSUND KRÓNUR búnar að bætast við! En svo missti ég andlitið þegar ég fór í Útilíf í Smáralind líka í dag og sá sömu peysu á 8990 krónur! Hvað er að gerast? Það borgar sig að kanna hvað vörurnar kosta á mismunandi stöðum...
Verð svo bara að minnast á þetta. Ég fór í Toys´R Us fyrir nokkru og sá þar Lego City pakka sem inniheldur slökkvistöð og nokkra auka slökkvibíla. Sem sagt stór pakki. Hann kostaði ekki nema 20990! Gaf syni mínu NÁKVÆMLEGA sama pakka í jólagjöf síðustu jól og keypti hann í Hagkaup í kringlunni. Hann kostaði þá 7990 (frekar en 6990 man ekki hvort var). Okur? 
Óska nafnleyndar

(12.11.08):

#1574    Í apríl fór maðurinn minn í langferð sem hófst í Keflavík, hann var
með 14 kíló yfirvigt og var rukkaður útá velli um 70.000.- krónur,
fyrir alla leiðina sem var  Keflavík - Frankfúrt - Madríd - Banjul.
Honum þótti þetta okur og fór fram á að borga aðeins þann hluta sem
Icelandair átti tilkall til Frankfurt sem var  14.000.- kr. Í
frankfurt var hann síðan rukkaður um 7000.- kr og ekkert eftir það
mismunurinn semsagt 50.000.- kr.
Þegar heim var komið forvitnaðist ég um hverju það sætti að munurinn
væri svona mikill, þjónustufulltrúi Icelandair sagði mér að þeim væri
uppálagt að að rukka fyrir alla leið og að kílóið kostað 50 evrur í
Evrópu. Etthvað var ég ósátt við útskýringarnar og hafði samband aftur
við Iclandair eftir tvo eða þrjá daga og þá var sama svarið nema að
kílóið í evrópu var komið í 100 Evrur eða 12000.- íslenskar krónur.
Því miður á ég bátt með að trú því að það sé satt, 100% munur á milli
daga er ekki trúverðugur.
Ég vil koma þessu á framfæri til allra þeirra sem fara í tengiflug að
það marg borgar sig að greiða ekki yfirvigt fyrir alla leið á
upphafsstað ef að hann er ísland.
Auður

#1573    Var í Body Shop á dögunum og keypti þar dagkrem og eyeliner. En þegar ég kem heim fer ég að skoða nótuna betur og þá hafði þar verið bætt inn á einum 1700 krónum fyrir "hárvörur" sem ég keypti EKKI. Get reyndar sjálfri mér kennt um að skoða ekki nótuna á staðnum og skammast mín niður í rassgat fyrir það. En þvílíkt og annað eins svindl. Gæti trúað að nú fara bara búðir að reyna slíkt svindl og komast upp með það ef viðskiptavinir séu svona vitlausir eins og ég;)
Óskar nafnleyndar. (skammast mín þvílíkt mikið fyrir sauðaháttinn í mér)
(Nb. Ég myndi nú bara mæta í búðina og fá endurgreitt. Greinilega óviljaverk hjá þeim.)

#1572    Ég fór í verslunina Glóey í Ármúla í þeim tilgangi að kaupa fjöltengi.
Kostaði það ekki nema litlar 2200kr.
Til samanburðar má kaupa samskonar fjöltengi í heildsölunni Reykjafell á rúmlega 500kr.
 Svavar

#1571    Fór í gær í verslunina Glóey í Ármúla og keypti 1.stk Philips halogenperu G9 40w í inniljós. Þessi pera kostaði  þar 1.390 krónur. Fór í dag í Húsasmiðjuna í Grafarholti og sá eins Philips peru á 895 krónur stykkið. Afgreiðslumaður benti mér á að ég gæti líka keypt þar aðra tegund, Swedlux, en þar eru tvær perur saman á spjaldi og kostaði spjaldið 1.295 krónur og því peran á tæpar 648 krónur.
Hólmgeir

#1570    Við hjónin erum ný flutt heim frá Danmörku og eigum von á okkar
fyrsta barni.  Ég fór að leita að barnabílstól fyrir ungabarn hér á landi en
blöskraði verðið.  Fann ekkert undir 20.000 kr.  Fór á netið og fann "Autostol
Mothers Choice Midi" frá Danmörku og borgaði fyrir hann 9.980 kr kominn til
landsins á tæpar 15.000 kr.  Mjög góð kaup. 

Hér eru upplýsingar um stólinn.
http://www.pricerunner.dk/f/369/Autostole?search=mothers+choice&q=autostol+mothers+choice&ref=redirect
Autostol Mothers Choice Midi, Peter
Autostolen kan både vendes forud og bagud, har justerbar 3-punktsele, og
aftageligt, vaskbart betræk.Farve: Blå/lysBarnets vægt: 0-18 Kg (Skal
forudvendes ved 9-18 kg)Aldersgruppe: Ca. 1-4 årGodkendelse: ECE 44/03 
Óska nafnleyndar 

#1569    Ég fór í Toys r rush (Korputorgi)um helgina en ég hreinlega
hröklaðist þaðan út vegna ofurverðlags.
Hér koma smá dæmi um hækkanir í Toys r rush:
Í lok október kostaði BRIO eldavél um 3600 kr. Hún er í dag komin í
um 5900. Önnur tréeldavél kostaði þennan sama dag
tæpar 6000 en er í dag komin í um 11000. Sama dag keypti ég
svarthöfða úr starwars og með honum fylgdi bók. Það kostaði um 1800
en er í dag á 2800. Hvíthöfðagríma kostar í dag um 11.900 en var á
á 7900, en kostar í Hagkaup 6900.
Þrír star wars karlar í pakka kosta um 3400 í Hagkaup en kostar um 5500 í
Toys r rush. Stakur star wars karl kostaði í Toys r rush á bilinu 1500-1700 en er
núna kominn í ca. 2400. Sömu karlarnir kosta um 1200-1700 í Hagkaup.
Þeir hafa hækkað allar vörur í búðinni.
Ég hef skilning á að nýjar vörur séu dýrari vegna lélegs gengis, en
Toys r rush búðin á Korputorgi er mánaðargömul og þeir hljóta að hafa átt einhverjar vörurbirgðir á
gömlu gengi.
Óskar nafnleyndar

(11.11.08):

#1568    Við stöllur rákum augun í þessa rosa hækkun á 26% Gouda osti í sneiðum. Annar pakkinn, sem er bestur fyrir 22.01.09 hefur kílóverð kr 1,386.  Hinn pakkinn sem er bestur fyrir 05.02.09 hefur kílóverð kr 1,593. Þetta er hækkun upp á kr 207, eða um það bil 15% hækkun. 
Kolbrún Helgadóttir

#1567    Fór í Krónuna í Breiðholti á föstudaginn var, mig vantaði frystipoka þar sem þessi ákveðna tegund sem ég var að skoða kostaði 390 kr. (30 pokar) , ég keypti þá ekki en hefði átt að gera það, en þar sem ég var á leið úr bænum og þurfti að sækja nokkrar vörur í Rekstrarvörubúðina, þá ákvað að kaupa pokana þar.  Mér blöskraði þegar ég var að skoða nákvæmlega sömu poka í Rekstrarvörubúðinni, verðmunurinn var gríðarlegur þar sem Rekstrarvörubúðin rukkar tæpar 700kr. fyrir nákvæmlega sömu poka, sama fjölda og alles.
Gestur

#1566    Ég hef verið að fylgjast svolítið með auglýsingum í blöðunum seinasta árið og
langar að benda á slæma viðskiptasiði hjá versluninni REKKJAN.  Þannig er að
það virðist altaf vera sama "útsalan" auglýst hjá þeim hið svokallaða "king
coil Avery heilsurúm" í Queen size hefur verið síðastliðið árið á 89.000kr á
útsölu. og 99.000þúsund þegar að það er ekki útsala.  Núna auglýsa þeir grimmt
undir formerkjunum "seigjum verðbólgunni stríð á hendur" eða allavega eithvað í
þá áttina. og bjóða sama rúmið sem kostaði 89-99þús fyrir 6-8vikum á
155.000þúsund krónur vaxtalaust.  Hér er greinilega verið að hafa neytendur af
fíflum með því að láta þá halda að þetta sé á einhvern hátt vaxtalaust þegar að
greinilega er búið að velta kostnaðinum við "vaxtalausu" á viðskiptavininn, og
þá rúmlega það. Þetta er í besta falli siðlaust, ef ekki ólöglegt. Skammist
ykkar Rekkjan!
Óskar Nafnleyndar

#1565    Mig langaði að benda fólki á að skoða kílóverð vöru þegar val stendur um misstórar pakkningar. Ég, og líklega fleiri, hef stundum fallið í þá gryfju að ganga út frá því að hagstæðara sé að kaupa stærri pakkningar en minni. Ég rak þó augun í kílóverðið á Cheerios þegar ég var að versla í Krónunni um daginn, en þar var kílóverðið lægra á minni pökkum heldur en stóru, tvöföldu "fjölskyldupakkningunum". Framvegis ætla ég að gæta mig á því að skoða kílóverðið því það getur borgað sig að kaupa tvo minni pakka í stað eins stórs. Verst að þá er maður að kaupa meira af umbúðum, sem ekki getur talist umhverfisvænt;) 
Heiður Hrund Jónsdóttir 

#1564    Ég er með smá verðdæmi úr tveim búðum á Conry ch banana 6 pk og ég verslaði annað í Fjarðakaup 3.11.2008 á 259 kr en svo í Krónunni 09.11.2008 á 385 kr það munar heilum 126 krónum á þessum búðum og Krónan á að vera lágvöruverslun. En því miður gleymist Fjarðarkaup oft í verðkönnunum eins og það er flott og góð búð og ódýr.
Beta

#1563    Ég fór í Holtagarða um helgina að kíkja á jólagjafir. Ákvað að kaupa 1 stk Twister spil í einn pakkann, kíkti á verðið í Eymundsson og fékk sjokk, 5990 krónur. Kíkti svo í Hagkaup á neðri hæðinni og þar var nákvæmlega eins Twister spil fyrir 2990 krónur. Að vísu tók Hagkaup 3190 krónur þegar á kassann var komið og ég þurfti að bíða í röð við þjónustuborðið til þess að fá 200 kallinn til baka (prinsípmál). Mér finnst þetta súrt, því ég hef alltaf haldið með bókabúðum, en það er mjög erfitt þegar verðmunurinn er svona rosalegur.
Stefanía

#1562    Vill vekja athygli á verði á Starwarshjálmi. Hann kostar kr. 6,990 hjá Hagkaupum en  kr.11,990 í Toys R us! Okur!
Vignir Sigurðsson

#1561    Ég hringdi í Yggdrasil og spurði hvað Dr. Hauschka Volume Mascara kostaði og fékk upp gefið 2.983 kr. Ég átti svo erindi í Lyf og heilsu í Kringlunni og sá að þeir voru með þennan maskara á 2.183 kr. Munar sléttum 800 kr. (Langar líka að benda á að Fjarðarkaup er með Dr. Hauschka vörur, myndi halda að þær væru ódýrari þar en annarsstaðar, ég hef samt ekki séð maskarann hjá þeim).
Óskar nafnleyndar

#1560    Íslenskt Nei takk! Leið mín lá í Bónus um daginn þar sem ég ætlaði að kaupa kjúklingabringur í kvöldmatinn, ég labbaði beint inn í kjötkælinn/mjólkurtorgið og greip Íslenskar bringur... Þær voru verðmerktar á AÐEINS 3398 KR/KG og svo var gefinn 50 % afsláttur af því ,þannig að kílóið var þá komið í 1700 kall og inn í pakkanum var poki með Piri Piri sósu um 50 - 100 millilítrar að sjálfsögðu viktað með. Þar sem að mér ofbauð verðið skellti ég þeim aftur í hilluna og gekk að frystikistunum.Þar sá ég DANSKAR FROSNAR bringur á 1390 kr/kg og kippti þeim að sjálfsögðu með ( en hafði þær bara í matinn daginn eftir í staðinn ) En munurinn á íslensku og dönsku hænunni er sem sagt 2008 kr á kílóið sem er FÁRÁNLEGT ÍSLENSKT OKUR.
Ívar Örn

#1559    Ég keypti 3 flugmiða hja Icelandair til Frankfurt 14/12  og vegna ástandsins þarf að breyta dagsetningum. Í raun að stytta ferð og þá hefst nú okrið þó miðar sér dýrir  47000 þúsund á mann. Að breyta dagsetningum kostar  10000 á miða eða samtals 30000 þúsund fáranleg verðlagning fyrir að skipta einni vöru í raun í aðra. Hjá Iceland Exprss kostar þetta 2700 á miða
Guðni Þór Ingvarsson, Matthildur Hjartardóttir og Birgitta Guðnadóttir

#1558    Langar að benda fólki á að sundfatnaður sem er til sölu í sundlaugunum í Laugardal er á þrælfínu verði.  Hef verið að skoða sundfatnað og lét mér ekki detta í hug að athuga annað en sportvörubúðirnar – því mér datt ekki í hug að fatnaðurinn í Laugardalnum væri á góðum prís. (Sennilega tengt því að þeir sem koma þangað ætla í sund og eiga ekkert val). Í stuttu máli þá er fatnaðurinn þar líklega ódýrasti sundfatnaðurinn sem er til sölu, kannski stafar það af því að ekki er sérstakur starfsmaður í þjónustu ólíkt hinum búðunum. Mæli með því að aðrir byrji þarna og geri ekki sama feil og ég, munurinn hleypur mjög líklega á einhverjum þúsundköllum.
Óskar nafnleyndar

#1557    Um daginn (31.10. gengisvísitala 207) fórum við í nýju verslun Toys‘R‘Us á Korputorgi til þess að skoða jólagjöf fyrir barnabarn okkar.  Þar sáum við sparkbíl, sem okkur leist vel á, sem kostaði 5.999.  Það var nóg til af þessum bílum og við ákváðum að skoða á fleiri stöðum.  Í Hagkaupum fundum við alveg nákvæmlega eins bíl, sama merki og lit á 4.999, svo við skelltum okkur á hann og vorum harlaánægð með að hafa sparað 1.000 kall.  Í dag ætluðum við síðan að skoða fleiri gjafir fyrir barnið í Toys‘R‘Us en þegar við rákumst á sama bílinn í sama staflanum, nú á kr. 8.999 varð okkur alveg nóg boðið og ákváðum við að þessi verslun nyti ekki viðskipta við okkur meðan hún kemur svona fram við fólk. 
Hafi Toys‘R‘Us tekið „bílalán í erlendri mynt“, þ.e. ekki verið búið að greiða birgðirnar, sem voru til sölu hefur gengisvísitalan hækkað um 7% frá 31.10. til dagsins í dag, sem hefði etv. réttlætt hækkun í um 6.400 krónur ef öll gengishækkunin fer út í verðlagið, sem hún á heldur ekki að gera því við verðum að reikna með að launin og húsaleigan sé enn óbreytt hjá fyrirtækinu. 
Okkur þótti nóg um að Toys‘R‘Us væri 20% dýrara en Hagkaup en að hækka vöruna um 50% á 10 dögum og vera þá orðin 80% dýrari en keppinauturinn (verðið var enn 4.999 í Hagkaup um helgina) er hreinasta skömm
Hrönn Björnsdóttir

#1556    Ég læt mig ennþá hafa það að borga áskrfitargjaldið af Stöð 2 og Stöð 2 sport 2 (veit ekki hversu lengi ég endist). En ég rak augun í auglýsingu frá Stöð 2 í imbanum fyrir stuttu þar sem verið var að bjóða eitthvað tilboð.... Ég náði ekki innihaldinu alveg þannig ég athugaði málið á heimasíðunni hjá þeim. Það má sjá hér:
Tilboð til meðlima Stöð 2 Vild 
Ef þú ert með eina eða fleiri sjónvarpsáskriftir í Stöð 2 Vild gefst þér tækifæri á að kaupa viðbótaráskrift á tilboðsverði:
Tilboðið felur í sér þriggja mánaða áskrift á neðangreindu verði per mánuð og verður að greiðast með kreditkorti. 
Stöð 2 3.750 kr.   Stöð 2 Sport 2.655 kr.  Stöð 2 Sport 2 2.655 kr.   Stöð 2 Fjölvarp 2.250 kr
Þar sem ég er í Stöð 2 Vild þá borgaði ég 4792 kr fyrir Stöð 2 og 3832 kr fyrir Stöð 2 sport 2 fyrir síðasta mánuð...af hverju gat ég ekki borgað 2655 kr og sparið mér 1177 kr á mánuði í 3 mánuði. Jú auðvitað ég varð að hringja og láta vita að ég vildi frekar borga 2655 kr heldur en 3832.
Vonandi eru flestir sem enn eru að borga ásriftargjald (af fleiri en einni stöð og eru í Stöð 2 vild) hjá 365 búnir að hringja og láta vita að þeir vilji borga lægra áskriftargjald ef ekki þá vona ég að einhverjir sjái þetta hér.
Ólafur Sigfús Benediktsson

#1555    Langar bara benda fólki á Europris á Selfossi sem eru með frábær verð, sem og örugglega hinar búðrinar líka. 
Twix 3 í pakka 199
Pedigree hundafoður 300 grömm 89 krónur. 
850 grömm af þvottadufti á 199 krónur. 
Ullarsokkar 2 í pakka 990 krónur 
Klósettpappír 8 rúllur 179 krónur
Samt sem áður finnst mér búðin á selfossi vera langbest þar sem að allt þar er mjög hreint, fínt og þægilegt umhverfi inn í búðinni, rólegt og fínt og starfsfólkið mjög kurteist. Samt hef ég stundum lent í því en ekki oft að það sé vitlaust verð í hillu, en fæ ég alltaf endurgreitt og verðmiðanum breytt í hinum snarasta. Síðan er frábært verð á snjógöllum þarna, 5990 á 12-16 ára og 6990 á fullorðna, þetta eru nátturulega ekki verð. Mæli eindregið með að fólk leggi leið sína í Europris til að gera góð kaup, sleppið samt að kaupa snúðuna þar, þeir eru nefninlega á okurverði greyin.
Krefst nafnleyndar

(Sett inn 10.11.08):

#1554    Ódýrt! Ég er ein af þeim sem þykir sopinn góður! Þ.e. kaffisopinn. Er búin að drekka kaffi á flestum búllum bæjarins og fann frábært kaffihús um daginn. Kaffi Rót í Hafnarstræti er með gott kaffi, skemmtilegt andrúmsloft, áfengis og reyklaust og heimilslegt. Þar er kaffið vel útilátið og ekki spillir verðið. Besta verðið í bænum: stórt glas af kaffi latte á 290 kr.!!!!!!! geri aðrir betur. Vildi bara koma þessu á framfæri því aldrei er nóg hrósað heldur viljum við festast í neikvæðninni stundum.
Ástríður Ingólfsdóttir 

#1553    Í Krónunni í Mosfellsbæ er hægt að kaupa pesto frá Ora [Takk, Ora, fyrir framleiðsluna!] á 289 kr (2021 kr/kg). 
Labbaði yfir götuna í Bónus og keypt sama Pesto-sósu þar á 188 kr (1315 kr/kg).
Douglas


(Nb. "Alltaf einni krónu dýrari" hvað?) 

#1552    Ég skrapp í Nettó Mjódd í dag (sunnudagurinn 9.nóv) og komst að því að mest megnið af tilboðunum hjá þeim hefðu klárast snemma þótt að það hafið verið auglýst í Fréttablaðinu. Ekki gott mál en það sem ég vill kvarta yfir eru viðbrögð fólks sem voru að versla. Starfsfólkið sem var nánast allt einhverjir skólakrakkar að reyna eignast smá vasapeninga, fékk að heyra aftur og aftur hvað þetta væri ömurlegt og kjánlegt að allt væri búið en samt voru tilboðin auglýst í blöðunum. Auðvitað gátu þau ekki svarað fyrir það afhverju það hefði ekki verið pantað meira eða afhverju það hefði verið auglýst. Eina sem kassfólkið gat gert var að benta á vaktsjóran sem gat ekki gefið nein betri svör. Ég fylgdist með starfsmanni sem var bara að labba í gegnum búðina og ég taldi allavegana 8 manneskju sem stoppuðu hann til að spyrja um tilboðin og þegar hann sagði að þau væru búin þá var kvartað, skammast og ætt í burtu. Vill bara minna fólk á að láta ekki slæmt skap bitna á kassafólki eða lágt settum starfsmönnum heldur að fá að tala við verslunarstjóra eða hringja á aðalskrifstofu verslana. Verslunarstjórar eru venjulega ekki við um helgar og er best að ná þeim sem fyrst á daginn á virkum dögum. Til að fá samband við einhverja skrifstofu sem getur gefið svör dugar ekki að hringja í versluninar sjálfar heldur þarf að hringja í aðalskrifstofu og er hægt að finna númerið á heimsíðum verslana.
Vildi bara minna fólk á að þótt það sé kreppa að ekki öskra á litla fólkið í verslunum, heldur finna fólkið sem á að bera ábyrgðina og hafa skýr svör.
Tómar Árnason

#1551    Af hverju kostar pylsupakki með 10 pylsum frá SS 630 krónur í Bónus í dag þegar hann kostaði 498 fyrir fjórum vikum. Er ekki allt hráefnið fengið innanlands? Er ekki 18% verðbólga? Starfsmaður í Krónunni segir mér að þegar kjötvörur frá SS eru útrunnar á dagsetningu koma þeir og sækja þær úr búðunum. Vonandi fara þær ekki í pylsurnar eða 1944 réttina, ég fæ bókstaflega hroll við tilhugsunina.
Auður

(Sett inn 09.11.08):

#1550    Ég hef verið að vinna í verslun þó nokkuð lengi. Eitt sem fólk klikkar mikið á er að kaupa innpakkaða hluti eins og sveppi, kartöflur og tómata. Innpakkaðir hlutir kosta miklu, miklu meira. Ég tók svo mikið eftir þessu að sumt fólk keyptu hálfan poka af sveppum í lausu á miklu minna verði en innpakkaðir (minna magn er í innpökkuðum). Gerði einnig pitsur um daginn og keypti sveppi fyrir 200 kr í lausu sem nægði í báðar pitsurnar. 
Ein ráðlegging. Ekki kvarta í starfsfólk á kassa. Ég er nýlega hætt sem kassadama, er þó nokkuð ung og allar kvartanir bárust til mín. Haldið þið að 15 ára stelpa eins og ég ráði yfir því hvað vörurnar kosta mikið? Spurjið bara afgreiðslufólkið kurteisislega: “Má ég fá að tala við vaktstjóra eða verslunarstjóra?” þegar eithvað er að sem við stjórnum ekki yfir. Því nokkuð oft (á hverjum degi) hef ég fengið algjör skítköst yfir mig því að varan var vitlaus verðmerkt. En ég hef alltaf verið kurteis, því ég veit hvernig þetta er og verð sjálf mjög reið þegar ég sé þessar verðhækkanir en læt það ekki bitna á afgreiðslufólki.
Óskar nafnleyndar

#1549    Hér er enn eitt dæmi um, að það er ekki sama, hvar varan er keypt. Föstudaginn 31. oktÓber fÓr Ég í Krónuna í Granda. Þar kostar Ota Solgryn haframjÖl í 500 gramma pakkningu 249 kr. Í BÓnusi skáhallt hinum megin viÐ gÖtuna er boÐiÐ upp á Ota Solgryn í 950 gramma pakkningu á 289 kr.
Ásgeir G.

#1548    Af sÉrstÖkum ástÆÐum hef Ég Þurft aÐ kaupa sérinnpakkaða plástra, 8 x 4 cm að stærð.  Verðmunur er hrÓpandi.  Í Vesturbæjarapóteki kostar stykkið 42 krónur en í Lyf og heilsa á Eiðistorgi 96 krónur. Það munar um minna! 
Hneyksluð kona í VesturbÆnum

#1547    Ég hef orÐiÐ vÖr viÐ verÐhÆkkanir á hinum ýmsu stÖÐum. ÞÓ gekk alveg fram af mÉr verÐhÆkkun sem hefur átt sÉr staÐ í Toys 'r us og get Ég ekki annaÐ en skrifað. Þannig er mál meÐ vexti aÐ 6 ára dÓttur mÍn hefur látiÐ sig dreyma um nokkurt skeiÐ aÐ kaupa sér Baby born rÓlu sem hún hefur marg oft sÉÐ Í fyrr nefndri verslun. Í ferÐ okkar ÞangaÐ Í vor kostaÐi rÓlan 2.700 kr. en Í ágúst var hún komin í 3.200 kr. ÁskotnaÐist svo barninu peningur Í afmÆlisgjÖf og átti þá að fara og kaupa róluna. Það var því farið laugardaginn 25. okt. og var hún þá komin í 6.500 kr. Er hún því búin að hÆkka um rúmlega 100% á 2 mán. Og ekki nÓg meÐ ÞaÐ en Þegar viÐ vorum Í sÖmu verslun á Akureyri viku sÍÐar (1. nÓv.) þá var rÓlan komin upp Í 9.999 kr!
Er þetta eðlileg verðhækkun????
Sigurlaug

#1546    Mig langar aÐ benda á Ódýr dekk og umfelgun. Hjá KRISSA, Kistumel 10, 116 Reykjavík er meÐ umfelgun á fólksbíl 16 " á 3.800. Svo er opiÐ frá kl 19-21 Þannig aÐ Þetta eru gÓÐir opnunartÍmar.
Rannveig Valdimardóttir 

#1545    Ég ÆtlaÐi aÐ sameina vildarpunkta sem Ég á viÐ punktana sem konan mÍn á, svo einfaldara vÆri aÐ kaupa flugferÐ fyrir punkta. Þegar Ég var komin Í gegnum ferlið á síðu Vildarklúbbsins kom Í ljÓs aÐ ÞaÐ kostar 3.000 kr aÐ sameina punktana (3,000 ISK fÆrslugjald tekiÐ fyrir hverja fÆrslu.). Ótrúlegt, Ég get ekki sÉÐ aÐ Þessu fylgi einhver kostnaÐur fyrir klúbbinn. MaÐur gerir allt sjálfur á netinu, Þ.e. sameinar punktana og pantar svo ferÐina. ÞaÐ aÐ ÞaÐ kosti 3.000 kr aÐ sameina punktana er meÐ Ólíkindum og frÓÐlegt vÆri aÐ vita hvaÐa kostnaÐ maÐur er aÐ greiÐa fyrir. Ég snarlega hÆtti viÐ aÐ sameina punktana og munum viÐ panta flugiÐ Í sitt hvoru lagi og vona aÐ ÞaÐ valdi ekki frekari vandrÆÐum.
Guðmundur

#1544    Ekki aÐ ÞaÐ sÉ Í frásÖgur fÆrandi, en viÐ fÓrum fjÖlskyldan út aÐ borÐa Í gÆrkvÖld til aÐ halda upp á afmÆli 16 ára dÓttur okkar.  Fyrir valinu varÐ Ítalía, frábÆrt val ungu dÖmunnar, klassískur staÐur sem ekkert breytist Þrátt fyrir aÐ allt annaÐ taki breytingum.  Þar sem viÐ situm Þarna, Öll sex, eftir aÐ hafa borÐaÐ nÆgju okkar kom Í ljÓs aÐ einungis einn viÐ borÐiÐ kláraÐi matinn sinn og ÞaÐ meÐ herkjum.  Þeirri 16 ára hafÐi veriÐ bent á ÞaÐ hjá ÞjÓninum aÐ ÞaÐ mÆtti panta "barna" skammta Því hinir vÆru svolítið stÓrir!  Og ÞÓ barnaskammturinn hafi veriÐ pantaÐur var hann ekki kláraÐur – hvernig Ætli hinn líti Þá út? 
Þá datt mÉr Þetta Í hug; hvernig vÆri nú aÐ minnka skammtana Í staÐ Þess aÐ hÆkka verÐiÐ nú Þegar allt hráefni er aÐ hÆkka. ViÐ Þurfum ekki Þessa risaskammta og hÖfum bara gott af ÞvÍ aÐ skafa aÐeins af okkur velmegunaraukalagið. Þetta er vinsamlega ábending til veitingahúsaeigenda og p.s. maturinn á Ítalíu var mjÖg gÓÐur en afgangarnir fÓru í rusliÐ...
Ásdís Ingþórsdóttir 

#1543    Var að leita að stýrisenda i Nissan X trail 2004 model. Gerði smá könnun og kom það verulega á óvart hversu mikill munur er á verði.
Ingvar Helgason                 18,556kr og var til.
N1                                     5,896kr ekki til
Vélaverkstæðið Kistufell      3,185kr og var til

Það er greinilegt að það borgar sig að athuga með verð á varahlutum. 
Óskar nafnleyndar

#1542    Eftir að hafa verið á mótmælafundi á Austurvelli þar sem ein krafan var m.a. að ríkið ætti að endurheimta kvótann, fór ég í Kolaportið að kaupa fisk eins og ég hef gert í langan tíma. Frosin ýsuflök með roði og beini hafa kostað 600 kr/kg. Nú kostar sama vara 900 kr/kg! Afgreiðslumennirnir sögðu að það væri ekki sölufyrirtækið heldur markaðirnir sem hefðu hækkað svona. Mér er nákvæmlega sama hver hækkaði fiskinn, en ég þarf að borga 50% meira fyrir matvöruna og það er mér ekki sama um. Já það er komin kreppa og ég keypti engan fisk. Endurheimtum kvótann strax!
Kolbrún.

#1541    Fór í Krónuna Mosfellsbæ og verslaði þar tvo pakka af unnu grísakjöti og vöru báðir pakkar vel merktir á 50% afslætti en á kassa fékk ég einungi 15%. (Sjá myndir) 
Gunnar Hjálmarsson

#1540    Vil benda á breytingar hjá Íslandspósti sem verða til þess að verð hækkar verulega. Fyrir þessar breytingar var hægt að send 500-1.000 gr. pakka frá Reykjavík til austurlands á um kr. 600-700. Pakkinn var borinn út í heimahús. Nú hefur pósturinn fellt útburð í heimahús út og er kostnaðurinn sá sami og áður en fólk verður að sækja pakkan á pósthús. Ef að fólk vill láta bera pakkann heim í hús þá kostar það auka kr. 250. Þannig að sendingarkostnaður hefur í raun hækkað um allt að 30% í sumum tilfellum.
Sigþór Hrafnsson

#1539    Fimm manna fjölskylda hérna megin. Á milli vikna hefur „matarkarfan okkar“ hækkað um 4000 kr. í Bónus eða úr 16.000 í 20.000. Þetta gera 12.000 kr. á mánuði ofan á allt annað! Hversu lengi getur maður setið undir þessu og skyldi grasið vera orðið grænna hinu megin (er í það minnsta hættur að sjá staðhæfinguna frá þeim um að vera ávallt ódýrastir á markaði ... ?) Að auki ... bilið á milli vörutegunda merkta verslunum (sbr. Euro shopper og Bónus  vörur) og almennra vörutegunda hefur breikkað áberandi mikið s.l. vikur þó eru þetta allt sömu vörunar, þ.e.a.s framleiddar og pakkaðar af sömu aðilum en sérmerktar.
Svavar
(Nb. Ef þú meinar með "grasið grænna hinum megin" að það sé eitthvað ódýrara í Krónunni þá er ég nokkuð viss um að svo er ekki. Þar er flest miklu dýrara en í Bónus og hefur eflaust verið að hækka álíka mikið. En bíddú bara. Mér skilst að þegar íslenska krónadruslan verður sett "á flot" að hún hrapi ofan í ekki neitt. Við getum því örugglega búist við enn meiri hækkunin, djísús H kræst...)

(Sett inn 08.11.08):

#1538   Okkar kæra dóttir verður eins árs á morgun. Þar sem þetta er stór viðburður fyrir foreldrana og alla fjölskylduna þá var ákveðið að fjárfesta í afmælisblöðrum með tölunni einn á í Nóatúni. Móður og föður bregður þegar þau sjá að verðin eru mismunandi. Pakkning með 10 stk blöðrum með tölunni einn á kosta 499 kr á meðan sambærileg pakkning með tölunni átta á kostar 309 kr. Þegar betur er litið á blöðrunar þá eru þær allar nema tvær með mismunandi verði? Er þetta eðlilegt þegar það er sami fjöldinn af blöðrum er í pakkningunni og framleiðandinn er sá sami? 
Guðrún Þóra

#1537    Kom við á vídeóleigunni Heimamynd á Langholtsvegi í gær, keypti mér 1/2 l
af kók zero fyrir 170 krónur. Svo fór ég á einn stað í Skeifunni og síðan
í Háskólann. Ég bragða á kókinu í tímanum í háskólanum en tek strax eftir
því hvað er ógeðslegt bragð af því. Ég lít því á best fyrir stimpilinn.
Halló, maðurinn er að selja gosflösku sem er framleidd 05.maí 2008 og
rennur út 16. september 2008. Ég ætlaði að koma við með flöskuna á
vídeóleigunni en hringi í staðinn uppí Vífilfell. Þar vilja menn fá
flöskuna og bjóða mér bætur í staðinn. Hvað fæ ég spyr ég? Ertu sáttur við
18 1/2 L flöskur af kók zero? Að sjálfsögðu, sagði ég :-).
Átti svo erindi niður í skeifu og kem við á vídeóleigunni. Þar segi ég
manninum frá því að hann hafi selt mér óæta vöru og ég hafi haft samband 
við Vífilfell til að fá bætur. Maðurinn brást mjög illa við, ég átti að
koma strax til hans með kókið til að fá endurgreitt. Af hverju í ósköpunum
ég hefði farið í Vífilfell?? Af hverju ég hefði ekki komið beint til hans?
Svo tók hann flösku útúr skápnum og sagði að það væri nú ekkert að henni,
varan værií fínu lagi. Ég sagði, ég skal þá ekkert koma hérna aftur fyrst
þetta er svona mikið mál, ég vildi nú bara láta þig vita. Já það er nú
best að þú komir ekkert hér inn aftur.
Mér fannst maðurinn mjög dónalegur og bregðast alltof hart við. Ég sem
hélt að ég væri að gera honum greiða með því að láta hann vita af því að
hann væri e.t.v með útrunnar vörur hjá sér sem hann vissi ekki af. Ég
gerði ráð fyrir því að það væru aðrir sem fylltu á kælinn hjá honum. Eru
þetta eðlileg viðbrögð af hálfu eiganda sjoppunnar við þessari ábendingu?
Það er alveg á hreinu að ég mun ekki versla aftur við Heimamynd,
Langholtsvegi. Ekki ef maður má ekki benda eigandanum á að hann sé með
útrunnar vörur. Mér fannst ég græða meira sem neytandi á að láta
framleiðanda vita og láta framleiðanda hafa vöruna. Greinilegt að eigandi
Heimamyndar er ekki sammála mér.
Óskar nafnleyndar

#1536    Ég hef yfirleitt keypt rúðuvökva hjá Europris af því að hann hefur verið á góðu verði þar.
Fyrir fáum mánuðum kostaði 4 lítra brúsi 198 kr.
Í morgun bæklingur inn um lúguna „ódýrt fyrir alla“ frá Europris með sama brúsa á 396 kr.
Þetta er 100 % hækkun á örfáum mánuðum.
Óskar nafnleyndar

#1535    Ég vildi láta vita um tvö okurdæmi:
1)  Egils Orka kostar á bilinu 209-219 kr í 10-11/N1/Shell en ca. 139 kr í Hagkaup og Nóatúni!
2) ToysRus hefur greinilega algjörlega sleppt sér í verðhækkunum. Ég á einn gutta sem er Starwars aðdáandi, og maður kíkir nú á svoleiðis dót nú þegar líður að jólum. Starwars AT-AT kostaði fyrir nokkrum vikum 9.999 kr en í dag 14.999. Og síðan er það sprengjan: Starwars Millenium Falcon kostaði áður 24.999 kr (já, rándýrt enda talað um „toy of the decade“ af Starwars nördum) en í dag: 37.999 krónur! Og ekki reyna að segja mér að þetta séu nýjar sendingar sem hafi hækkað nýlega – þetta er deffinetlí sama dótið og í haust. 
Óskar nafnleyndar

#1534    Í Krónunni í Mosfellsbæ var tiltekinn kassi af Whiskas blautmat fyrir kisu á 599 kr fyrir 2-3 mánuðum (og ég keypti).
Fyrir mánuði eða svo hækkaði kassinn í 699 kr. (og ég keypti áfram).
Nú í vikunni var varan hækkuð upp í 1299 kr. (Haldiðið að ég hafi keypt?)
Douglas
(Nb. Já, er það ekki bara?!)

(Sett inn 07.11.08):

#1533    Ég fór í Krónuna og keypti Tilda Basmati hrísgrjón 1 kg á 749 krónur!!  Algjörlega fáránleg verðlagning á þessari vörutegund. Ég mun hugsa mig tvisvar um áður en ég versla aftur í Krónunni.
Magnús Gunnarsson

#1532    Ég er með Snælandsvideo mjög nálægt mér í furugrundinni í Kópavogi og 
læðist ég oft þangað niðureftir en er hættur núna.
Enn eitt dæmið er að ég hef keypt victory v á mörgum stöðum og hef 
oftast keypt þetta á 100-160 kr og var að kaupa þetta hérna í 
sjoppunni á 200 kall.
Núna áðan var búið að hækka þetta í 250 kr...Halló,,hvað er að.... 
Ekki nóg með það heldur en ég hef oft leyft dóttur minni að kaupa sér 
nammi um helgar og aldrei fær hún rétt tilbaka svo að ég þarf að fara með henni, og 
fór með henni síðustu helgi þar sem hun kaupir 3 hluti sem kosta 300 
kr og afgreiðslukonan kann greinilega aldrei að reikna og hún lætur hana borga 360 
kr. Ég tek eftir þessu og læt hana reikna þessa 3 hluti aftur og þá 
segir hún ó...Þetta hefur gert oft og er orðinn mjög
þreyttur á þessu. Dýrt og starfsfólkið ekki kurteist.
Viðar

#1531    Við erum með öryggisþjónustu hjá Öryggismiðstöðinni en ætluðum að segja því upp þar sem ég er heima í fjarnámi og við erum að reyna að skera niður.  Það kostar 96.884,40 að rifta samningnum við þau, semsagt 84.809,40 riftunargjald og 12.075 sem er 3ja mánaða uppsagnarfrestur.  Við höfum semsagt það val að bíða þar til samningurinn rennur út eftir 30 mánuði og borga þá í heildina 120.750 og vera með öryggisþjónustu, eða segja þessu upp, hafa enga þjónustu og borga tæpar 97.000kr.  Finnst ykkur þetta hægt?!  Mæli ekki með Öryggismiðstöðinni!
Ína 

#1530    Langaði að láta vita af okri þegar kemur að barnaklippingu.
Ég fór með dóttur mína sem er tveggja ára í 
Stubbalubba Hárgreiðslustofu Helenar á Barðastöðum í Grafarvogi og 
þurfti að borga 3508 kr. fyrir það !!!
Ég spurði hvort þetta væri eðlilegt verð fyrir barnaklippingu, ég 
hefði sjálfur farið í klippingu daginn áður (annars staðar) og greitt 
3100. kr ! Þá var skýringin að á laugardegi væri 10 % álag, annars 
væri verðið "um" 3000 kr.
Mér finnst þetta fáránlega dýrt og ekki síst í því ljósi að sú sem að 
klippti barnið virtist vera að snerta á skærum í fyrsta sinn og 
þurfti ítrekað að fá eigandann til þess að aðstoða sig.
Mér ofbauð þegar hún tilkynnti mér að þetta væri "komið" "hún væri 
búinn að þessu" og spurði mig "ert ekki sáttur?" en útkoman hjá henni 
var með þeim hætti að ég bað hana um að ná í eigandann til þess að 
laga þetta nú aðeins til, enda toppurinn rammskakkur og annað eftir 
því. Samt var maður rukkaður um 3508 kr. fyrir þetta.
Mun ekki skipta við þessa stofu aftur. Alveg á hreinu.
Helgi

#1529    Serrano hefur fyrir það fyrsta hækkað verðin sín á nærri öllum réttum og á sama tíma minkað skammtana mjög greinilega. Ég veit um fleiri en eina manneskju sem hafa hreinlega þurft að suða í afgreiðslufólkinu um að setja meira steikt grænmeti, hrísgrjón, baunir eða sósu, til þess að burrito-inn eða quesadillan séu eins og þau voru áður. Annars er þetta varla heil máltíð lengur.  Með queasadilla fylgir nú bara eitt hálffullt sósubox í staðinn fyrir tvö full eins og það var áður. Því miður er "appeal-ið" hjá Serrano að fara hratt niður á við þessa dagana og þeir eru að feta hættulega braut með því að styggja viðskipta sína svona með jafn augljósum hækkunum og raun ber vitni um. Því miður!
Valgeir
(ATH: Við leggjum áherslu á það við okkar afgreiðslufólk að skammtarnir séu 
alltaf eins.  Þannig að hver kúnni fái jafnmikið af baunum, 
hrísgrjónum og öðru.  Hins vegar ef að fólk biður um meira af 
hrísgrjónum, baunum eða grænmeti einsog lesandinn talar um, þá á það 
ekki að vera neitt mál.
Varðandi quesadilla sósurnar, þá gerðum við þar mistök.  Við munum hér 
eftir afhenda fulla dós af sósu með hverri quesadilla en ekki hálfa 
einsog hefur verið undanfarna viku.
Takk fyrir góðar ábendingar.
Einar Örn Einarsson
CEO Serrano Nordics)

#1528    Í framhaldi af #1492,
Í Október byrjun, fyrstu helgi eftir fall bankanna keypti ég í TOYS R US
Baby Born dúkku.  Dúkkan var í vel merktum tilboðsstafla við innganginn í
verslunina á 2.890.-ef ég man rétt, undir 3000.  Á kassa vorum við rukkuð
um 6.490 krónur og kurteis og viðmótsþýð afgreiðslustúlka sem leiðrétti
greiðsluna sagði að þetta væri lager frá Leikbæ sem þau hefðu keypt þegar
verslunin lokaði en væri jafnframt nýjasta dúkkan og ætti að hækka þessa
helgi ( Það voru nokkur bretti eftir af dúkkum við innganginn merktar á
tilboðsverði hærra verðið reyndist skráð á hillu inní verslun).  Núna sé
ég að Toys R Us er skv #1492 að selja Baby Born dúkkur á tæplega 25.000
??? Væri gaman að vita hversu margar af þeim eru úr lagernum nefnda frá
Leikbæ og þar með óháðar gengi hvað verð varðar sem þær voru þegar þær
hækkuðu fyrst úr 2.890 í 6.490. Mun ekki fara inní þessa verslun aftur.
Óskar nafnleyndar

#1527    Langar til að vekja athygli fólks á óhagstæðum matarkaupum: Lambahryggur, ef þú viktar hann fyrir matseld, og svo kjötið sem eftir er þegar búið er að hreinsa frá bein (ómeltanleg), fitu (bráðdrepandi) og annað þessháttar, þá er eftir á disknum um 9% af upphaflegu þyngdinni (þetta er niðurstaðan eftir nokkrar tilraunir frá nokkrum verslunum). Nú getur hver reiknað fyrir sig. Er ekki rétt hjá mér að 1.500 kr.kg. geri sig þá um 16,666 kr. kg. af mat,  já... Sextán þúsund sexhundurð sextíu og sex  krónur fyrir hvert kíló???
Guðjón

#1526    Ég keypti Osram Halogen peru hjá Glóey. Peran kostaði 1264 kr. Þetta
fannst mér ansi dýrt og gerði athugasemd við verðið og sagði að það
væri hátt í verðið á lampanum. Mér var að tjáð að verðið á þessum
perum hefði alltaf verið hátt. Ég hringdi í Ikea og þar eiga þeir sömu
perunar frá Osram 2 st. í pakka á 900 kr. Takk fyrir. Auðvitað er
mikill munur á stærð þessara verslana en þetta er allt of mikill
munur.
Bjarni  Már Bjarnason

(Sett inn 06.11.08):

#1525    Ég kaupi stundum (2-3 í mánuði) kjúklingamána handa dætrum mínum enda finnst þeim þeir voðalega góðir. Sirka í vor hækkuðu pakkningarnar í 558 kr pakkningin, eru reyndar seldar í Bónus með 30-35% afslætti, en ég fór í Krónuna í Lindum á mánudaginn og þá var pakkningin komin í 719kr stk. Það finnst mér biluð hækkun. Þetta er íslensk framleiðsla og ekki séns ég trúi því að þetta þurfi að hækka svona mikið á einu bretti. Ekki fræðilegur að ég tími að kaupa svona handa dætrum mínum aftur. 
Helga

#1524    66°N hafa verið duglegir að hækka vörur sínar. Úlpan sem ég keypti á síðasta fimmtudag kostaði 53.800, hafði þá hækkað um 5.000 á einni viku. Hún hækkar kanski næst á morgun? Er kanski hægt að fá rökstuðning fyrir þessum hækkunum? 657 krónur fyrir 4 lífrænar sítrónur í Samkaupum. Keypti um leið í sömu  búð poka af íslenskum gulrótum, lífrænum, fyrir 623 krónur. Pokinn innihélt 6 þokkalegar gulrætur. Man ekki eftir að hafa fyrr greitt slíkt okurverð fyrir þessa sömu tegund sem ég hef oft keypt áður.
Ingibjörg

#1523    Ég er með tvær ábendingar tengdar helsta áhugamálinu: Fyrir nokkru kom ég við ásamt góðu fólki til að fá mér drykk á barnum á Hótel Holti. Þar keypti ég tvo tvöfalda gin í tónik og var rukkaður um 3.800 krónur – þ.e. 1.900 krónur fyrir glasið. Hafði ég orð á því við barþjóninn að mér þætti þetta nokkuð dýrt og sagði hann þá að áfengið hefði hækkað svo í innkaupum. Þetta var nokkru fyrir hækkun þannig að auðvitað voru þetta hrein og klár ósannindi.
Þá er það hin ábendingin. Meðaltalshækkun á áfengi í ríkinu á dögunum var sögð hafa verið 5,25 prósent. Ég tók eftir því að þriggja lítra kútur af Tabiso-rauðvíni hækkaði úr tæpum 3.800 kr. í rúmar 5.400. Mun það vera rúmlega 42% hækkun og finnst mér nokkuð vel í lagt.
Jón H. Brynjólfsson

#1522    Hálfur líter af Egils Kristal kostar 250 krónur á Bláu Könnunni, Akureyri. Brjálæði !
Edda

#1521    Dæmi um okur. Hef undanfarið leitað að borðspili til að gefa í jólagjöf. Spilið heitir
Ticket to ride og fæst á 5270 kr í Office 1. Ég hef farið á nokkra staði
og fundið það á 5990 í Hagkaup, 7995 í Eymundsson og 10490 í Toys R us.
Það mundar 100% á hæsta og lægsta verði!
Heiðar
(Nb. Miðað við það hversu mörg dæmi um okur í TRU hingað hafa borist mætti álykta sem svo að þeir séu að missa það.)

(Sett inn 05.11.08):

#1520    Ég hef tekið eftir því að í venjulegum "sjoppum" kostar Snickers stykki svona 100-120 kall, en í Europris kosta 5 stykki 99 kr. Europris er oftast mikið ódýrara
Óli

#1519    Ég fór í Bónus í dag og keypti mér Núðlur í pakka sem kostuðu í upphafi október 18 kr. pakkinn, í dag hins vegar er verðið 38 kr.  Hvernig er hægt að réttlæta 111% hækkun á einum mánuði? Kannski hafa Bónus-menn séð sér leik á borði og hækkað núðlurnar svona mikið því varan var svo ódýr áður.  Eitthvað myndi heyrast í fólki ef mjólkin myndi hækka í rúmar 200 kr.....
Óskar nafnleyndar
(ATH frá verslun: þessar núðlur kosta 35kr í dag og hafa ekki farið hærra. hafa kostað,ef ég man rétt, megnið af árinu fyrir kreppu 23-25kr og fór örugglega upp í 28kr. í sept/okt. 3teg.lækkuðu í 18kr í okt. væntanlega vegna lækkana samkeppnisaðila. og svo aftur upp í 25-28kr. og svo upp í 35kr.)

#1518    Fór í Toys "r" us áðan og ætlaði að fjárfesta í litlu billjardborði sem ég sá í síðust viku á 24 þúsund krónur  ( fannst það í dýrari kanntinum), var búin að velta þessu svolítið fyrir mér en tók ákvörðun um að kaupa það. En það hafði hækkað og ekkert smávegis komið upp í 37.900 krónur.
Ég spurði afgreiðslustúlkuna hvernig þau gætu réttlæt þessa hækkun þar sem ég vissi að það væru til nokkur borð inni á lager(gamall lager) og hún sagði mér að það væru danir sem ættu þessu verslun og þetta væri þeirra ákvörðun.
Er ekki komin tími til að við hættum að láta taka okkur svona illilega í ra......... og hættum að versla við svona viðskiptamenn?? Maður spyr sig? Alla vegna versla ég ekki þarna aftur, það er á hreinu.
Ps Dýr sem ég kaupi þarna stundum handa syni mínum hafa hækkað um rúmlega 50%
Júlía

#1517    Hér eru nokkrar sögur...
66° Norður
Úlpur frá 66° Norður sem kostuðu 20 þúsund krónur fyrir 2 árum kosta í dag
45 þúsund krónur. Úlpur frá sama fyrirtæki sem kostuðu 37 þúsund í september kosta núna
53.800 krónur. Þetta kalla ég okur! Þessar vörur eru framleiddar í Kína þannig að ég get ekki ímyndað mér að efniskostnaður né framleiðslukostnaðurinn sé svona mikill... En ég tel að ekki sé endalaust hægt að kenna efnahagsástandinu um!

Nóatún í Nóatúni
Verðmerkingar á grænmeti og ávöxtum er verulega ábótavant, sér í lagi þeim sem hafa þegar verið verðmerktar. Yfirleitt er allt annað verð á kassanum. Viðskiptavinur benti verslunarstjóra á þetta sem tjáði honum ,, að hann gæti nú alveg svo sem endurgreitt honum þennan mismun"!
Viðskiptavinur benti þá verslunarstjóra á að honum bæri í fyrsta lagi skylda til þess að endurgreiða sér þessa upphæð og í öðru lagi að sjá til þess að verðmerkingar væru til staðar og að lokum að lágmark væri að þær væru réttar.

Nóatún við Hringbraut
Viðskiptavini var tjáð að hann gæti ekki keypt nautalund í grömmum (nánartiltekið 400 gr.) heldur yrði hann að kaupa HEILA nautalund. Viðskiptavinur spurði þá greyið barnið sem var að vinna í kjötborðinu hvort hann ætti að borða nautalundir í hvert mál út árið og að sama skapi
hver hefði efni á að kaupa HEILA nautalund. Afgreiðslu-barnið sagðist nú ekki vita það, og að fleiri viðskiptavinir hefðu verið ósáttir við þetta.
Viðskiptavinur bað þá um að fá að tala við verslunarstjóra eða yfirmann, ekki var hann að finna í versluninni á laugardegi.

Hagkaup á Eiðistorgi
Viðskiptavinur ætlaði í eitt skipti að kaupa blóðappelsínur, 5 stk. áttu
þær að kosta 500 krónur. Í annað skipti ætlaði hann að kaupa sér ferskjur, 3 ferskjur áttu að kosta 473 krónur. Í bæði skiptin fór viðskiptavinur að hlæja og sagðist ekki ætla að greiða slíkt verð fyrir fyrrgreinda ávexti.
Í hvougt skiptið gat kassadaman/drengurinn leiðrétt vöruna úr kassanum sem þegar var búið að stimpla inn. Heldur þurfti viðkomandi starfsmaður að sækja verslunarstjóra til þess. Í kringum allt þetta vesen skapaðist löng röð pirraðra viðskiptavina. Undarleg vinnubrögð þar á bæ.

Þessi viðskiptavinur vill vera nafnlaus.

#1516    Fór í Lyf og heilsu  og keypti Nicorette nefúða 3495 17 okt. fór svo aftur 4 nov. kostaði hann þá 4471 og hafði ég orð á þessari SVAKA hækkun og fékk svarið "þetta er bara svona". Er þetta í lagi?
Jónas
(Nb. "Verðbólga" heitir þetta víst. Mæli með að þú verslir frekar í Lyfjaveri. Eflaust ódýrari nefúðinn þar.)

#1515    Langaði að benda á að í gær 3/11 fór ég og vinkona mín á kaffihúsið Mílanó í Faxafeni. Við ákváðum að fá okkur eina súkkulaðiköku saman (deila í tvennt) verð kökusneiðarinnar er 890 kr. Þegar við svo ætlum að greiða reikningin er okkur sagt að 1/2 sneið sé á 620 !!! Í morgun hringi ég svo og fæ að tala við yfirmann, svarið sem ég fæ er að þetta sé þjónustugjald sem við greiddum fyrir 350 kr þar sem þau þurftu að láta okkur hafa aukadisk-aukaskeið og síðan væri aukauppþvottur !!!!!!!!! Okkur fannst illa farið með okkur þarna og við hreinlega teknar í rassgatið bakaríið.
Berglind Guðjónsdóttir

#1514    Adidasskór í 2 búðum í Kringlunni kosta 13.990 en í Intersport á Bíldshöfða kosta þeir 16.990 og þó svo að þar hafi verið tilboð um helgina um afnám VSK  af öllum skóm  kostuðu þeir 14.990. Þetta er í annað skitpið sem ég verð vör við þetta í Intersport þegar þeir þykjast vera að bjóða einhvern afslátt. 
Neytandi

#1513    Fór í Krónuna í gær og keypti heila fimm hluti, sem var mjög hentugt þar sem það er ekkert erfitt að muna fimm "hillu"verð. Þegar ég kom svo á kassann var fernt af þessu fimm ranglega verðmerkt og (surprise, surprise) var allt dýrara þegar á kassann var komið. Ég bennti afgreiðslukonunni pent á þetta en vá, hún þóttist ekki einu sinni heyra í mér fyrst. Ég náttúrulega (verandi leiðinlegi kúnninn sem ég er) lét það ekkert á mig fá og sagði þetta bara aðeins hærra næst.
Að lokum var ég beðin innilega afsökunar og var alsæl með að hafa fengið heilar 148 kr. endurgreitt.
Ég ætla samt að benda ykkur, sem finnst þetta vera óþarfa vesen á mér fyrir ekki meiri pening en þetta, á að ég skipti mér ekki af vörunum sem munaði bara 1 kr. á :)
En já, ég er allavega á því að maður eigi frekar að vera leiðinlegur kúnni en kúgaður neytandi. Passið ykkur á ofríki íslenskra kaupmanna, ég meina, þeir eru búnir að tapa hellings hlutafé og ég efast um að þeir ætli sér að taka fallið sjálfir!!
Sólveig

#1512    Hamraborg - Ísafjörður. frábær sjoppa og yndisleg þjónusta en 899 krónur fyrir Maarud SproMix snakkpoka er full mikið! Fór svo þarna í gærkvöldi og keypti grænan frostpinna á 160 krónur. Svo fór ég aftur í kvöld og keypti mér annan grænan frostpinna og þegar ég hafði fengið til baka sá ég það að ég hafði fengið vitlaust til baka, að ég hélt. Ég spurði stelpuna hvað pinninn kostaði, 230 krónur var svarið!! Ég sagði henni að ég hafði keypt hann á 160 krónur í gærkvöldi. "Já, það var allt að hækka í dag" svaraði hún. 70 krónu hækkun á einum sólarhring!??!   Stopp nú!
Ísfirðingur

#1511    Nú hafa bakaríin mörg hækkað verð á sínum vörum, líklega vegna hækkunnar á korni ofl. Sum bakaríin hafa nú haldið í sér. Ekki Gamla bakaríið á Ísafirði. Fyrir stuttu gat maður keypt sér smurða langloku með skinku, grænmeti, eggi og pítusósu á 360 kr. Í dag kostar hún 455 kr. Og þar selur Gamla bakaríið án þess að blikna kókoslengjur, sem eru að mér skilst búnar til úr afgöngum plús ótæpilegt af kökudropum og velt upp úr kókosmjöli……á 255 kr!!
S

#1510    Fór í 10-11 í Leifstöð um daginn. Maruud sprö mix poki kostaði 730kr. Þetta er bara hlægilegt okur. Þar var einnig poki af pistasíuhnetum, innlendum, og pokinn af þeim kostir um 700kr. 
Elín
(Nb. Ef þér finnst þetta mikið skaltu ekki fara til Ísafjarðar. (Best að hætta í snakkinu bara!))

#1509    Langaði til þess að segja frá einhverju jákvæðu og góðu eftir að hafa horft á kvöldfréttirnar.  Ég er ein af þeim sem get ómögulega fengið mig til að kaupa útigalla á 1 árs son minn fyrir 10-20 þús.  Finnst meira að segja full mikið að borga 7 þús fyrir einn slíkann.  Fann þá þennan líka fína galla í Rúmfatalagernum á 2.990.  Dagmamman hefur hælt þessum galla í hástert og hefur hann þolað Akureyrskt vetrarveður undanfarið með miklum sóma.  Ég vil þakka RL kærlega fyrir að reynast mér og mínum vel núna á þessum síðustu og verstu tímum (hef keypt þónokkuð af jólagjöfum þarna á mjög góðum kjörum).
EKK.

#1508    Þannig er nú mál með vexti að ég á 10mánaða gamlan strák og mig vantaði góðan snjógalla á hann, ég dreif mig á Glerártorg og ákvað að kíkja í 3búðir þar, Doremí, 66°N og Sportver sem eru helstu búðir til að fá barnasnjógalla. Í Doremí voru allir snjógallar uppseldir á svona lítil börn en stykkið átti að kosta um 9000kr... sem mér finnst hrikalega dýrt fyrir galla á svona lítið barn, ég fer í 66°N og skoða þar galla sem er mjög góður og vandaður og hann kostaði 12500kr, ég ranghvolfdi augunum og ákvað að athuga í sportver, ég skoða þar galla sem mér leist vel á og hugsaði með mér að það gæti nú ekki verið dýrara í sportver en í 66°N ég kíki á verðmiðan.... 17000KR!!!!!!!!!! FYRIR SVJÓGALLA Á 10MÁNAÐA GAMALT BARN....!!! ER ÞETTA EKKERT DJÓK???  ég endaði auðvitað með því að kaupa gallan í 66°N. Hvernig er hægt að réttlæta þetta verð... þetta er helmingi minna efni en í galla á fulorðinn en samt er þetta jafn dýrt og oft á tíðum dýrara að kaupa barnaföt en föt á fullorðna...! hvernig endar þetta? ég bara spyr.
Ónefnd

#1507    Mig langaði að segja frá því að ég keypti snjóbuxur á 2 drengi í Europris og borgaði fyrir báðar 5.580. ( 2.790 kr.stk.). Þeir eru báðir mjög ánægðir með þær. Annar segir meira að segja að þær séu svona "Tískulegar". Auðvitað er enn ekki kominn mikil reynsla á þær en þú getur rifið dýrar og ódýrar snjóbuxur jafnmikið ef þú ert níu ára. Og þær halda vel hita.... Og verð að viðurkenna, assgoti er gott að halda fram hjá 66°norður þegar þeir koma svona illa fram við mig og nota kreppu til að hækka hjá sér verðin.. Ég nota bara mitt áhrifaríkasta (og eina) vopn..Sný mér eitthvað annað.
Fanný Þórsdóttir

#1506    Var að koma úr Krónunni uppi á Höfða. Keypti hundanammi þar sem til voru 4 tegundir af sama namminu (allar með mismunandi bragði, að ég held, en þar sem það var á einhverju frummáli, öðru en því sem við lærum í skólum á íslandi, er ég samt ekki alveg viss). Allavega, þá var nammið þetta á bilinu 359 til 465 kr. kassinn, eftir því greinilega hvaða bragð er vinsælast. Ég skellti mér á ódýrasta kassann og borgaði. Á strimlinum stóð 499 kr. Sem sagt, enn og aftur verið að svindla á kúnnanum. Snéri mér að fysta íslensku mælandi starfsmanninum sem greinilega fannst þetta ekki þess virði að vera að fást yfir, en lét mig á endanum fá 140kr. til baka.
Óskar Nafnleyndar

#1505    Ef þú átt uppþvottavél og þværð 1 sinni á dag, þá fara nokkrar krónur í uppþvottaduft eða töflurnar. Vatnið hér á landi er svo hreint miðað við önnur lönd, sem nota sama magn af uppþvottadufti eða töflum, og bent er á að hver ætti að athuga sína uppþvottavél, og athuga hvort hálf tafla eða 1/3 dugi jafnvel ekki, eða teskeið af uppþvottaduftinu, og sjá hvort vélin skili ekki jafn góðum þvotti og áður. Við viljum hinsvegar ekki alhæfa að þetta virki á allar vélar, en það sakar ekki að athuga hvort þín vél spari ekki aðeins fyrir þig. (Fengið héðan).

#1504    Fékk reikning í dag fyrir árgjald fyrir næsta ár fyrir kreditkort sem ég hef ekki notað í langan tíma upp á tæp fjögur þúsund. Ákvað að segja upp þessum óþarfa og hringdi í Kreditkort hf þeirra erinda.  Þar fékk ég að vita að vissulega gæti ég sagt upp kortinu en þar sem ég hefði ekki gert það tveimur mánuðum áður en rukkunin kom þá yrði ég að borga árgjaldið (og vísað í einhverja skilmála bla bla bla). 
Mér er sem sagt boðið upp á að borga árgjald fyrirfram fyrir þjónustu sem ég mun ekki nýta mér. Það þykir mér rán. Tek það fram að ég er með annað kreditkort hjá fyrirtækinu og debetkort, hef verið í viðskiptum við fyrirtækið árum saman og alltaf borgað mitt á tíma. 
Hrafnhildur 

#1503    Mig langar að koma á framfæri smá sögu um innheimtu hjá Kreditkortum hf. Þannig er mál með vexti, að sonur minn er með Atlas plús kort, sem er fyrirframgreitt kreditkort frá Kreditkortum hf.  Hann fór erlendis með kortið í sumar og þegar uppgjörið kom frá Kreditkortum reyndist hann skulda 3 krónur, sem trúlega hefur komið til af einhverjum gengismun, þó ég sjái ekki hvernig hægt er að vera í skuld á fyrirfram greiddu korti.  Af einhverjum ástæðum gleymdi hann að greiða þessa stóru skuld, svo nú er hún orðin 583 krónur, þar sem fyrirtækið er að dunda sér við að senda reikningsyfirlit mánaðarlega yfir þessar 3 krónur og leggur á 290 kr. útskriftargjald í hvert skipti.  Þetta finnst mér alveg yfirgengilegt.  Hvernig er hægt að skulda á fyrirfram greiddu korti?  Ég hélt að kosturinn við þessi kort væri sá, að maður gæti ekki eytt meiru en því sem maður á inni á þeim?
Anna Kristín Kjartansdóttir

#1502    Ég eins og allir íslendingar sem eiga sjónvarp verð að greiða afnotagjöld RÚV. Það sem er merkilegt við það í mínu tilfelli er að það eru afar slæm skilyrði í Norðingaholti þar sem ég bý og rúllar RÚV í yfir skjáinn í bókstaflegri merkingu með miklu braki og brestum og mikill draugagangur er í sjónvarpinu og talið er einnig brenglað vegna braks og bresta.  Af þessu á ég að greiða tæplega 4000 kr. á mán. 
Leitað hefur verið svara og þau eru -  það eru svo slæm skilyrði hjá ykkur þarna uppfrá og ekkert við því að gera! 
Það sem við íbúar þurfum að gera er að kaupa afruglara og áskrift af stöð 2 til að geta horft á þennan miðil sem er skylduáskrift af  eða fá okkur ADSL og horfa í gegnum lykil símans. Ef við kjósum að vera ekki með ADSL og ekki með áfskrift af stöð 2 verðum við bara að sætta okkur við þetta og bara borga vegna þess að skilyrðin eru svo slæm - er þetta hægt?????????? 
Íbúi í Norðlingaholti. 

#1501    Ég er starfsmaður í ónefndum stórmarkaði á Íslandi. (veit ekki hvort að það sé sniðugt að segja hver hann er? Byrjar á "B" og endar á "ónus").
Allaveganna, fylgist með því hvaða banana þið kaupið, reynið að forðast þessa í grænu/glæru pokunum, af því að þeir eru rándýrir, fólk bara fattar ekki alltaf að þeir séu lífrænir og þess vegna megi ræna ykkur með réttu.
Annað sem ég vil að komi fram er að ég veit að það er mismunandi verð á goskippum eftir því hvort að maður slær inn 6* varan eða "kippa". Ég veit að það munar sirka 100 kr. á bæði Pepsi Max kippu og venjulegri kókkippu!
Ef að þið kaupið Pepsi Max kippu þá skuluð þið fylgjast með hvaða verð kemur inn, það er ódýrara að rétta kassastarfsmanni miðann sem er ofan á kippunni (Pepsi Max miðinn er einn af fáum svona sem virka!). En ef þið kaupið kókkippu og starfsmaður slær inn 6* varan, þá skuluð þið segja nei, og þið getið lagt það á minnið að kókkippa er númer 100 (getið hugsað að þið sparið sirka 100 kr. á því!)
Ég hef unnið hjá þessu fyrirtæki lengi, fyrst úti á landi, en síðan á höfuðborgarsvæðinu. Á landsbyggðinni fer fólkið sjálft með kerrurnar á sinn stað og það er allt skipulagðara og ég hef grun um að bókhaldið sé betra þar líka.
En svona fyrir utan það verð ég að segja að snúran sem liggur úr hleðslutækinu í fartölvuna mína slitnaði innaní. Ég fór í Digital Task þar sem mér var sagt að fara upp í opin kerfi og kaupa þar nýtt hleðslutæki á u.þ.b. 11þús kall.
Ég hélt nú ekki! Fór á netið og auglýsti eftir nýju hleðslutæki, keypti nánast ónotað á 5þús og nýtt batterí í tölvuna fylgdi með.
En ég veit líka núna að af því að snúran slitnaði bara þá er hægt að fara með snúruna og láta gera við hana einhversstaðar fyrir sirka 1500 kall. Tjekkið fyrst á því hvort að það sé hægt að gera við.
Ég fór í Rúmfatalagerinn um daginn og sá lak sem var verðmerkt á 498kr. en ég var rukkuð um 590kr. á kassanum. Ég benti konunni sem afgreiddi mig á muninn og hún sagðist sko alveg vita hvað stæði inni. Ég sagðist ætla að athuga það sjálf til þess að vera alveg viss. Sá muninn og kom aftur á kassann. Konan lét mig fá hundraðkall í mun (átti samt trúlega bara að vera 92kr. hvaða leti er þetta?)
-Ónefnd
ps - Afsakið, gleymdi að segja með banana,
Veljið banana með appelsínugulum miðum sem stendur á Consul (kassastarfsmenn nota venjulega bara númerið fyrir Chicita banana sem eru mun dýrari, þessir bananar eru líka á skjánum þarna og það á ekki að vera neitt vandamál að nota það).

#1500    Ég hef verið að kanna verð á stafrænum myndavélum í Elko, annars vegar í Lindum og hins vegar í Leifsstöð. Ég taldi að ég gæti skoðað vélarnar búðunum hér og svo keypt þær á hagstæðara verði í Leifsstöð, þ.e. mínus vaskurinn. Ég skráði því hjá mér týpur af heimasíðu Elko Leifsstöð og fór í Elko Lindum og ætlaði að skoða þær nánar þar. Sú könnun leiddi í ljós að verslunin í Leifsstöð er ekki með neinar nákvæmlega samskonar vélar og verslanirnar í bænum. Frekari skoðun á heimasíðum annars vegar í Leifsstöð og hins vegar í bænum sýndi það sama. Til dæmis býður Leifsstöð upp á Nikon 7,1 og Nikon 8,0, en Lindir hins vegar Nikon 7,2. Með því að hafa smávegis mun á öllum týpunum á þessum tveimur stöðum komast þeir í raun hjá því að taka vaskinn af að fullu í Keflavík, því neytandinn hefur ekkert samanburðarverð. Það læðist a.m.k. að manni sá grunur að það sé ástæða þess að ekki eru hafðar nákvæmlega sömu vörur á báðum stöðum. Það væri gaman að vita hvort það sama á við um aðra vöruflokka. Mér tókst ekki að ná símasambandi við Elko Leifsstöð til að biðja þá um að benda mér á einhverja myndavél sem fengist á báðum stöðum.
Ég vildi bara benda ykkur og öðrum neytendum á þetta, það er langt því frá víst að það sé verið að gera hagstæð kaup í Leifsstöð.
Guðrún

#1499    Fyrir höfuðborgarbúa sem vilja skreppa endrum og sinnum í líkamsrækt án þess að vera í áskrift, vil ég benda á Veggsport, Stórhöfða 17.  Þar er ekki bara boðið upp á skvass, heldur líka spinning og líkamsræktartíma og kostar stakur tími 1050 kr.
Í stóru líkamsræktarstöðvunum er varla möguleiki að ætla sér að mæta svona í eitt og eitt skipti, alla vega ekki í Hreyfingu, þar sem stakur tími kostar 2500 kr!
Þar er líka hægt að kaupa 10 tíma kort á 17.900, sem rennur út eftir þrjá mánuði.  Hjá Veggsport kosta 10 tímar 9.900 og slíkt kort rennur ekkert út.
Í World class kostar stakur tími 1650 og þar er ekki hægt að kaupa tíu tíma kort.
Margir segjast í gríni vera “stuðningsaðilar” líkamsræktarstöðvanna, þ.e.a.s. eiga kort en mæta nánast aldrei.  Ef þú ert t.d. í grunnaðild hjá Hreyfingu, sem er það allra ódýrasta sem þar er í boði, bindur þig í tvö ár og getur ekki lagt kortið inn, þá borgar þú fyrir það 4100 á mánuði.  Til þess að þetta verði hagstæðara en að borga stakan tíma í Veggsporti máttu ekki mæta sjaldnar en vikulega að meðaltali.  Auðvitað er þetta ekki alveg sambærilegt þar sem húsakynnin og t.d. spinninghjólin eru ný, flott og glæsileg í Hreyfingu.
Margir gefa sér ekki tíma fyrir líkamsrækt.  Það hlýtur þó að vera skárra en ekkert að mæta svona einu sinni í viku eða þess vegna sjaldnar.  Svo mætti hugsa sér einhverja aðra hreyfingu hina dagana, t.d. að ganga, hjóla eða skokka úti.  Þá mæli ég með Veggsporti, því það er svakalega dýrt að mæta sjaldan í stóru stöðvarnar.
Anna.

#1498    Ég er einn af þeim íslendingum sem var svo vitlaus að kaupa bíl á erlendu láni.   Hvern hefði órað fyrir þessu rugli.  Helvítis króna.   Lánið byrjaði í 27.000 en er nú 62.000.  Þetta er eins og lifa í Lísu í Undralandi.   Súrealískt í besta falli.   Ekki nóg með það að horfa á höfuðstólinn á verðtryggðum  lánum hækka en ekki lækka þá þarf maður að díla við svona rugl eins og þetta bílalán. 
En hvað um það.  Ástæðan fyrir því að ég skrifa þér er sú að fyrir um mánuði síðan þegar ég talaði við Lýsingu um frystingu í þrjá mánuði þá var dílinn -Borga bara vexti og frysting í þrjá mánuði og kostnaður var 10.000.   Ég ákvað að bíða aðeins og sjá til.    En núna er þetta bara ekki að gera sig.   Afborgun 1.okt var 47.000 og er núna 62.000 1.nóv.    Svo ég hringdi núna áðan og fæ þau svör að Lýsing sé búin að breyta skilmálum á frystingu og núna er bara hægt að frysta þannig að þú borgir helming af greiðslu í þrjá mánuði og kostnaður er 7000.
Ástæðan fyrir því að ég sendi þér línu er sú að ég er að heyra fleiri sögur af því hvernig bankar og fjármögnunarfyrirtæki eru ekki að fara að tilmælum stjórnvalda um aðstoð við heimilin.   Þegar ég spurði þjónustufulltrúann út í það hvort ekki ætti að fara að tilmælum stjórnvalda hló hún hálfpartinn að mér og sagði að þetta væru bara tilmæli og svo fékk ég 10 mínútna fyrirlestur um það hvað Lýsing ætti bágt.  Give me a break!    En mér virðist að Glitnir og Lýsing séu sýnu verst.
En þetta er bara ein af þúsundum reynslusagna sem þú heyrir þessa dagana.   En kannski eru þessar línur góðar upplýsingar fyrir þig ef þú ákveður að gera úttekt á "aðstoð" banka og fjármögnunarfyrirtækja við heimilin.  Þér er velkomið að nota tölulegar upplýsingar í þessum línum en ég bið þig í guðs lifandi bænum að bendla ekki nafnið mitt við þær.   Maður er með hauspoka af skömm að hafa látið fara svona illa með sig.   Þegar ég tók bílalánið þá hugsaði ég að ef allt færi á versta veg þá væri gengisáhættan svona hámark 50%.   Ekki óraði mig við því að hún yrði vel yfir 100%.   Og til að bæta gráu ofan á svart þá er lánið hjá mér í japönskum yenum og svissneskum frönkum.  Hvort tveggja gjaldmiðlar sem hafa hækkað hvað hæst gagnvart krónu.   :-) 
Íslenskur Skuldari  (Gerist ekki verra þessi dægrin).

#1497    Fór í Smáralind með 16 ára dóttur minni hana langaði að skoða í Jane Norman o.k. Þar sem við röltum um á milli flíkanna, þá segir dóttir mín "mamma hér eru gallabuxurnar þínar" Ég segi ha! það getur ekki verið, þetta eru allt nýjar vörur, en ég keypti mínar á útsölu í janúar á 2 þúsund kall, en jú þær héngu þarna, sömu buxurnar með sama beltinu, það var auðvelt með samanburð, því ég var í mínum. Ekki að ég ætlaði að kaupa aðrar eins, heldur bara svona eins og ég geri alltaf, þá skoða ég verðmiðann. Nei þetta getur ekki verið, þetta er ekki ný vara, Aftur! keypti mínar í janúar á Kr.2000 svo ég skoða verðmiðana á öllum c.a 10-15 brókunum sem féngu þarna alveg innað vegg. Jú allir eins og haltu þér nú, Kr. 9.450 það flaug bara í gegnum hausinn á mér. Djöf... hlýtur Jón Ásgeir að vera kominn á kúpuna. Og þetta var ekki einangrað tilfelli, ég fór annann hring, aðrar buxur sem dóttir mín keypti í jan á Kr.2000 voru á Kr. 7.450 það er EKKI í lagi að tvær flíkur sem kostuðu samtals Kr.4000 s.l janúar, séu nú seldar sem ný vara  á samtals Kr.16.900 við löbbuðum út, og erum ekki á leiðinni aftur í Jane Norman nema jú á útsöluna n.k janúar (að kaupa vörur haustsins 2009). 
Ingibjörg Kristjánsdóttir, Kjalarnesi 

#1496    Ég var að velta því fyrir mér hvort ,,villa" í kassakerfi Bónus verslana sé tilviljanakennd eða stýrð? Málið er, að ég hef of oft lent í því að sjá vöruflokk tilgreindan á strimli sem ég keypti alls ekki. Um var að ræða m.a. íslenskar gulrætur á tæpar 400,- kr., kjötmeti, fisk o.m. fl. 
Ég fékk að vísu þetta leiðrétt, en mér verður einfaldlega hugsað til þeirra neytenda sem spá lítið í þessi mál, þ.e. að yfirfara strimilinn o.s.frv.
Ég hvet ykkur til að fara vel yfir allt sem þið kaupið á strimli, því miðað við hrun og ,,kreppukló" viðskiptajöfra (sem ég kýs að kalla öll heldur fjárglæframenn), þá sé ég óhreint mjöl í hverju kaupmanns-pokahorni - eða gott sem næstum því...
Magnea Ólafz

#1495    Ég vildi koma á framfæri eftirfarandi upplýsingum um rangt bíómiðaverð (annað verð en auglýst er í blöðum): Laugardaginn 25. október sl. fór ég í Háskólabíó (Mama Mia) kl. 15.30 og keypti þrjá miða. Ungur piltur í afgreiðslunni rukkaði mig um 1000 kr. fyrir miðann, eða 3000 kr. fyrir miðana þrjá.
Ég benti honum á að í Fréttablaðinu stæði að tilboðsverð væri á miðum á þessum tíma dags og að miðinn væri auglýstur á 650 kr. Piltur skoðaði þá lengi í tölvu sinni og gaf síðan upp aðra upphæð sem ég ætti að borga, þ.e.
1950 kr.
Ekki var hægt að ráða neitt af viðbrögðum piltsins hvernig á því stóð að hann tilkynnti upphaflega um rangt verð enda sýndi hann engin viðbrögð og sagði ekki orð. Ekki heldur baðst hann afsökunar á mistökum.
Óskar nafnleyndar

(Sett inn 03.11.08):

#1494    Var í Bónus áðan og hafði varann á mér enda hafði konan mín lent í þessu áður. Var sumsé að kaupa 2 lítra Coke light sem var merkt kyrfilega á hillu á 118 kr. Greip með mér kippu, en spurði hvað hún kostaði þegar ég kom á kassann, stelpugreyið hélt að hún væri á 118 kr. eins og stóð á hillunni, en við reiknuðum bæði á farsímana okkar að verðið var 127 kr. per flösku, þegar keypt var kippa!!! Ég hélt að það væri alsiða að veita afslátt ef mikið magn er keypt, en greinilega ekki þarna, þarna er verðið hækkað!! ef maður kaupir kippu í stað einnar flösku. Okur! og svívirðilega villandi viðskiptahættir.
Reynir
(Nb. Sjitt! Lenti akkúrat í þessu í gær. Bónus skuldar mér 54 kr.)

#1493    Mig langaði að deila með þér ferð minni í versluninni þar sem Íslendingum
finnst skemmtilegast að versla þ.e Hagkaup. Ég átti leið í Hagkaup
Holtagarða í dag. Tilgangurinn var að kaupa mér fatnað. Ég var að leita að
ákveðinni tegund af gallabuxum sem virtist hvergi sjáanleg. Ég ætlaði að
spyrja einhvern starfsmann í herradeild hvort þeir væru með þessa tegund
og hvar ég gæti fundið hana. Ég get svo svarið það að ég sá engan
starfsmann sjáanlegan í búðinni. Leitaði ég um alla verslun, sá jú einn í
grænmetinu sem gat ekki hjálpað mér. Það endaði með því að ég hringdi í
1818 og bað þær um að tengja mig við Hagkaup Holtagarða. Það svaraði ung
stelpa "Hagkaup Holtagarðar góðandag" Ég sagðist vera viðskiptavinur að
versla en finndi engan starfsmann í herradeild sem gæti aðstoðað mig. Ég
þyrfti að fá aðstoð. Já, ég skal senda einhvern strax. Svo beið ég og
beið. Enginn kom starfsmaðurinn þannig að ég ákvað að labba út. Mæti ég
ekki stúlku c.a 14-15 ára í Hagkaupspeysu. Ég spyr hvort hún viti hvort
þessar buxur séu til. Ja sko ég er að fara í kaffi þú verður eiginlega að
spyrja einhvern annan. Síðan labbaði þessi stelpa áfram. Ég fór út.
Í allri versluninni var ENGINN STARFSMAÐUR sjáanlegur þegar ég fór út
(fyrir utan afgreiðsludömurnar sem hafa verið c.a 14-15 ára). Er hægt að
veita kúnnanum svona lélega þjónustu??????
Fór síðan í sömu verslun í Skeifunni, í herradeildina þar. Innan við 2 mín
kom fullorðinn starfsmaður sem spurði get ég aðstoðað? Hrós fyrir
Skeifunni, last fyrir Holtagörðunum.
Óskar nafnleyndar
(Nb. Ég hef það á tilfinningunni að þessi Hagkaupsbúð í Holtagörðum, eins glæsileg og hún nú annars er, verði ekki opin mikið lengur en fram að jólum. Það er aldrei neitt að gera þarna, enda Bónus við hliðina með helmingi lægri verð á sömu vörum.)

#1492    Fór í Toys R us á Glerártorgi á laugardaginn fyrir viku. Rak þar augun í dúkkuvagn, NÁKVÆMLEGA sama vagn og ég hafði gefið einni systur minni í jólagjöf í fyrra. Þá kostaði hann 7.999 kr. En var kominn í 15.999 kr!!!! "Þekki" eina afgreiðslustúlkuna þarna, nefndi þetta við hana, og hún sagði að þetta væri rétt, hefði hækkað úr 7.999 í 15.999 laugardaginn þar á undan. Nefndi einnig við mig að allt dúkkudót hefði hækkað um 100%, og tók nýju BabyBorn dúkkuna sem dæmi, hún kostar nú tæplega 25 þúsund krónur (heyrði reyndar að þar hafi verið 300% hækkun á ferðinni).  Var á röltinu þarna í dag, sem sagt viku seinna, DÚKKUVAGNINN ER KOMINN Í 23.999 KR!!!!!!!! Hefur sem sagt hækkað úr 7.999 í 15.999 í 23.999 á 2 vikum!!!!!! Keypti ekkert í Toys R Us í þessi skipti og ætla mér ekki að versla þar framar.
Óskar nafnleyndar

#1491    Mér hreinlega ofbauð svo svakalega í gær en ástæða þess var sú að mig
vantaði snjóbuxur á son minn sem er að verða 5 ára gamall.
Ég ákvað að skella mér bara beint í Regatta eftir að hafa séð auglýsingu frá
þeim þar sem þeir auglýsa allar vörur á 50% afslætti fram að jólum.
"Frábært" hugsaði ég "þarna er búðareigandi sem vill hjálpa til í
kreppunni". Ég strunsaði nú bara beint að snjóbuxunum og leit á þær fyrstu
sem á slánni héngu en viti menn - þær kostuðu rúmar 10.000 kr. og ég hugsaði
"ok rúmlega 5 þúsund kall - kannski aðeins of dýrt fyrir snjóbuxur?". Sá þá
aðrar aðeins gæðalegri á sömu slá sem mér leist mun betur á og gæti hugsað
mér að kaupa en ég missti andlitið niður í gólf þegar ég leit á verðmiðann
19.900 kr. "ERUÐ ÞIÐ EKKI AÐ DJÓKA" varð mér að orði og strunsaði út. Þarna
er klárlega verið að OKRA á fólki og vill ég benda fólki á að líklega er
búið að hækka fyrst um 50% og svo bjóða okkur þá hækkun í afslátt???
P:S.
Þessi búðarferð endaði svo á að barnið fékk mjög góðan og vandaðan snjógalla
frá ZO-ON í Intersport á tilboði á 8.990 kr.
Þá leiddi ferðin mig í nokkrar búðir í Smáralind og snjógallinn í Babysam
kostar rúmlega 10.000 kr. og í Polarn og Pyret eitthvað á um 14.000 kr. en
snjóbuxurnar þar eru á um 10.000 kr.
Helga Úlfarsdóttir

(Sett inn 31.10.08):

#1490     Fór í James Bönd fyrir ca.hálfum mánuði, laugardagskvöld og smá
nammikvöld. Langaði svakalega í M&M gulan, þessi með hnetunum. Hætti við
þegar afgreiðslumaðurinn sagði að pokinn kostaði 495 krónur, fannst þetta
hreinlega of mikið. Fór út í James Bönd aftur nú í kvöld, 01.11.08 .
Aftur kominn nammidagur hjá okkur hjónum. Bað um tvo popp ,en renndi svo
augum eftir hillunum ,staðnæmdist við M&M ,alltaf soldið svag fyrir þeim
gula. Ákvað að láta þetta eftir mér.Afgreiðslumaðurinn segir
þá,......þetta gerir sléttann þúsund kall. Popp kostar 200 og sá guli
kominn upp í 600. Gat ekki hugsað mér þetta OKUR og hætti við. Þvílíkt
OKUR hugsaði ég á leiðinni heim. Svo á að snúa “*Bökum Saman*” eins og
maður heyrir svo oft nú frá þessum græðgisboltum sem eru búnir að rúa
þjóðina inn að beinmerg. Nei takk James.
Björgvin Gíslason, neytandi

#1489    Verð að segja einhverju sem ég tel vera okur en það er að ég hringdi í Hróa hött til að panta grillborgara af matseðli og hugsaði mér gott til glóðarinnar þar sem það er nammidagur hjá mér á laugardögum.
Ég hringdi til að panta mér mat af grillmatseðli og ætlaði að panta mér Hróa Deluxe (hamborgari með steiktum lauk, sveppum og bearnaise sósu) og spurði hvað einn svoleiðis hamborgari (engar franskar eða gos) myndi kosta og fékk að vita að verðið væri 1.490 krónur. Ég fæ sem sagt þennan ágæta hamborgara á sama verði og ef ég mæti á staðinn og fæ hamborgara ásamt frönskum og gosi (með áfyllingu) OG súpu og brauði.  Þannig í raun og veru er miklu, miklu dýrara að panta sér af grillmatseðli og sækja matinn heldur en að koma og setjast niður á staðinn og borða þar, taka frá borð sem krefst einnig tiltektar eftir mig þegar ég er búin að borða. Þetta er mjög órökrétt og þvílíkt okur. 
Soffía

#1488    Um daginn var mælt með Múrbúðinni á síðunni og því ákvað ég að skrifa 
þessa línu. Múrbúðin er vissulega ódýr. Ég fór sem sagt þangað og var 
dolfallin yfir hvað flísar væru miklu ódýrari þarna en annars staðar. 
Sá fallegar flísar sem ég ætlaði að kaupa en eftir nokkra daga hringl 
um hvort þær væru til voru þær það ekki. Ég sá aðrar sem mér leist 
ágætlega á og við tók sama hringl og á endanum voru þær ekki heldur 
til. Þetta tók allt saman heila viku. Núna sit ég uppi með flísar sem 
ég er semí ánægð með og kostuðu helmingi meira en þær sem mig langaði 
í. Og til að bæta gráu ofan á svart sit ég uppi með heilan kassa af 
því ég týndi nótunni. Það fer samt ekkert á milli mála hvar ég keypti 
flísarnar. Það sem ég vil koma á framfæri er sem sagt: Það er 
ekki nóg að vera bara ódýr.
Sigrún

#1487 / 1487   Mig langaði að láta vita af okri. Ég var að koma úr bæjarferð. Ætlaði að kíkja á garn og fór í hannyrðarverlsunina Erlu því þar er svo ódýrt og gott garn. Þar er Alpakaull 50gr dokka frá Drops á 550kr (ætlaði að kaupa 6 dokkur í pils = 3300kr) . Eigandinn sagði mér að vegna efnahagsástandsins er ekki búið að vera hægt að fá kaupa garn til landsins og því voru ekki til allir þeir litir sem mig vantaði. Ég vissi að Föndra er með sömu garntegund og fór ég því þangað. Þar kostaði Alpakaullin hinsvegar 875kr!!!!!!!!!!!!!!!!! (sem gerir 5250kr í pilsið) nákvæmlega sama tegundin. Ég hrökklaðist út og ætla að bíða eftir næstu sendingu í Erlu þegar viðskipti með garn til landsins fara í gang. Húrra fyrir hannyrðaverlsuninni Erlu! Veitir ekki af ódýru garni svo fólk geti prjónað á sig og sína nú á krepputímum.
Solla
(ATH: Það er hægt að fá fínt garn í europris á 129 kall dokkan.
Sigurður)

#1486    Sem húsasmiður neyðist ég oft illu heilli til að fara í
byggingarvöruverslanir. Fátt kemur mér í verra skap. Þar hafa 
hækkanir verið miklum fádæmum. Bara verð á byggingavöru útaf fyrir 
sig er til þess fallið að stöðva viðhald, endurnýjun og nýbyggingar. 
Ég keypti 8 fjalir af hormónafuru í fjórða flokki, 21x120. (Álíka 
þykkt og Urtext nótnahefti með Ljóðum án orða eftir Mendelssohn, og 
álíka breitt og geisladikur með sömu tónlist), Það er svona frekar 
lélegt timbur og t.d alveg óhæft í mublusmíði. Til að setja það í 
sjónrænt samhengi þá dugar það í 32 frekar stutta girðingarpílára 
miðað við það að ég sagi gallana ekki úr, og það er jú nóg af þeim í 
þessu drasli. Þessir pílárar gætu klætt girðingu sem er álíka löng
Ford F-150. Þrrjááátíuþúsund. Þetta er hrávara!!! Hvernig á fólk að 
skilja þetta.
Skúli

#1485    Ég á tölvuprentara Canon ip 4500.Mig vantaði svarta blekhylkið og fór í Elkó en ég hef góða reynslu af því að versla þar. En þá var það ekki til svo ég fór í Max en þar var það ekki heldur  til. Þá fór ég í Office1 í Hafnarfirði og þar voru til 2 svört hylki og keypti ég 1 stykki á 2630 krónur, Daginn eftir fór ég í Elkó, þá voru svörtu hylkin komin og kostuðu 1995 kr stykkið og keypti ég 2 stykki og 1 hylki í lit á 1595 kr.Eg hefi áður kvartað yfir okrinu á hylkjum hjá Office1. Sjá færslu númer 855 á okursíðunni.
Óskar nafnleyndar.

#1484    Ég var á leiðinni í myndatöku og vantaði að láta slétta hárið á mér fyrir
myndatökuna (vegna mikilla anna með lítið ungabarn og 2 eldri börn sá ég
ekki fram á að ná því sjálf fyrir myndatökuna) ... svo ég fór að leita að
stofu sem gæti tekið við mér í þessar ca. 15 mín sem það gæti tekið. Fann
að lokum stofu í Kringlunni, Krista, þær voru svo elskulegar og indælar að
ég stökk á plássið.
Fékk fína sléttun en verð því miður að segja að mér brá harkalega þegar
kom að því að greiða fyrir þessa þjónustu - 4000 kr.
Mér brá svo mikið að ég borgaði án þess að segja múkk - og dreif mig bara út.
Þangað fer ég ekki - hvað ætli það kosti að láta klippa sig þarna???
Handlegg?
Þess má geta að ég er reglulegur viðskiptavinur á Rauðhettu og Úlfinum, og
mér þykir sú stofa heldur dýr, en fyrir ca. 1500 kr. í viðbót hefði ég
fengið klippingu þar, og innifalið í því hefði verið hárþvottur og
skemmtilegur strákur á tjattinu við mann!
---
Ég fór í Útilíf að skoða skíði fyrir mig (ég er lítil stelpa, ok, kona,
dama!) - mig langar mikið í skíði, en ég get ekki með nokkru móti skilið
hvernig það á að vera hægt að kaupa skíði fyrir minna en fótlegg með veði
í sálinni, bindingar kosta rúm 45.000 kr. skórnir kosta 45.000 kr. og
skíðin sjálf eru frá 20.000 kr.!!! s.s. að minnsta kosti 100.000 kr. fyrir skíðaiðkun! Ái!!!
Rannveig

#1483    Við fjölskyldan fórum út að borða í kvöld á Kringlukránna. Malt flaska þar fyrir barnið kostaði 420kr! Stórt gosglas úr vél kostaði 420kr! Okur ?
Olga

#1482    Langaði að benda á að varasjóður  hjá VR hefur RÝRNAÐ all verulega hjá fólki eftir að þessa staða í landinu kom upp. Þetta eru upplýsingar frá VR, í boði er að taka sjóðinn út en þá þarf maður að greiða að mig minnir 30 % skatt af litlu upphæðinni sem eftir er!! Hugsið ykkur áunninn réttindi fólks!!
Nafnlaus

#1481    Ég tel að fólk þurfi að vita að "ódýra búðin okkar"  Tiger hefur heldur betur hækkað vöruna hjá sér. Ég fer mjög oft til að kaupa servéttur og kerti í Tiger á Laugaveginum vegna þess hve ódýrir þessir hlutir hafa verið þar. Fyrir stuttu fór ég og keypti servéttur og fékk 2 pk. fyrir kr. 100.-. Fyrir 2 dögum kostaði sömu servéttur kr. 200.- einn pk. Kertin höfðu líka hækkað en ég er ekki alveg með upphæðina á hreinu í því tilviki.  Aðspurð sagði mér stúlka sem vinnur þarna að þetta hefði verið keypt inn fyrir nokkrum mánuðum, sem er ekki rétt, því að þá hefði ég ekki fengið servétturnar á 100. – kr. fyrir mánuði síðan og varla hefur Seðlabankinn leyft að gjaldeyririnn færi í servéttur á sama tíma og ég og fleiri erum í vandræðum með að senda peninga til annarra landa til að standa skil á skuldum.
Rósa Jóhannsdóttir.
(ATH: Það hefur aldrei verið neitt selt á 100 kr í Tiger, vörur eru bara á 200, 400, 800 og 1600 kr ef ég man það rétt, þannig að þetta hlítur að eiga að vera að viðkomandi hafi fengið 2 servettupakkningar á 200 kr sem varð svo aðeins ein pakkning á 200 kr.
Ég vil samt ekki rægja eða mótmæla orðum sem hún Rósa segir en Tiger var alltaf bara með 2 verð í gangi: 200 og 400 kr, svo bættu þeir við vörum á 800 kr og svo síðar að fá "fínar eða dýrar vörur" á 1600 kr. eins og t.d. "retro útvarpið" sem seldist upp.
Björn)

#1480    Má til með að benda á ódýra útivistarbúð. Ég hef verið að leita með útivistarfatnaði undanfarið en aðallega rekið mig á það hvað jakkarnir eru dýrir. Mér var hins vegar bent á verslunina IceFin í Nóatúni og þar fann ég langbesta verðið af gæða útivistarfatnaði en þó hafði ég farið víða. Ég keypti mér sérstakan North Ice Outdoor pakka sem innihélt vatnsheldan öndunarjakka og buxur, æfingajakka og buxur og einnig öndunarbol. Allur pakkinn (tveir jakkar, tvennar buxur og einn bolur) kostaði ekki nema 25.900 krónur. Við þetta bætti ég svo flísnærfötum (buxur og síðerma bolur) og kostaði það 3.900 krónur. Þarna var ég á einu bretti kominn með fullkominn útivistarfatnað fyrir minna en 30 þúsund, þegar hafði áður gert ráð fyrir að fá svona pakka fyrir ekki minna en 45-50 þúsund kall enda gerði ég ákveðnar kröfur um gæði (þar sem ég stefni á göngu upp á Hvannadalshnjúk á næsta ári). Má líka nefna það að ég gekk upp á Esjuna síðastliðinn mánudag í nístingskulda en var heitur og góður og leið feykilega vel í nýja klæðnaðinum.
Steinþór Helgi Arnsteinsson

#1479    Þoli ekki svona svindl! Var að versla í Bónus í Hafnarfirði fyrir síðustu helgi. Ákveðin að kaupa ma. stóran bita af osti og kaupi alltaf 17% Gouda. Sá svo að heimilisostur var að tilboði. Stór grænn límmiði var á umbúðunum þar sem á stóð 20% afsláttur svo ég ákveð að taka hann frekar. Þegar ég er búin að borga sé ég að ég hef einungis fengið 5% afslátt af ostinum. Ég bíð aftur í röð til þess að tala við kassadömuna sem var af erlendu bergi brotin og skildi mig illa þegar ég bar fram kvörtunina. Eftir miklar útskýringar þá segir hún á þokkllegri íslensku að þessi afsláttamiði eigi ekki við í Bónus! Þar sé bara gefin fastur 5% afsláttur af osti. Ég gerði mitt besta til að þrætta við hana og lýsti óánægju minni og sagði hreint út að verið væri að svindla á manni með þessu. Bað um að fá að tala við yfirmann en enginn var við.
Ég mun væntanlega ekki hætta að versla við Bónus vegna þessa en mér finnst þetta mjög lélegt svo ekki sé meira sagt !
Linda
(ATH: Mig langaði að benda á varðandi #1479 (ostur í Bónus). Ég hef sjálf lent í
sama basli með þennan 20% afslátt. Þá fékk ég þessi svör: Það er BÚIÐ að reikna afsláttinn, þ.e. merkta verðið er verðið með afslætti. (ef t.d. lítill ostur kostar 1000 kr/kg þá er sá stóri merktur 800 kr/kg). Katrín)
(ATH frá verslun: það stendur á ostinum á stórum grænum miða(bónus notar gula miða sem stendur"AFSLÁTTUR VIÐ KASSA") OSTA & SMJÖRSALAN  20%afsláttur, og hvort það standi á þeim miða eða verðmiðanum sjálfum.."búið er að reikna afsláttinn inn í verðið.. og verð fyrir og eftir afslátt kemur líka fram og hvergi kemur fram að um afslátt við kassa sé að ræða. ef ég man þetta rétt. og svo gefur bónus 5% afslátt við kassa af því verði til viðbótar.  þetta hefur alltaf verið vandamál og breytist lítið sama hversu ítarlegt þetta er tekið fram á vörunni .og ef einhver hefur hugmyndir að lausn, tala við osta&smjörsöluna..)

#1478    Varið ykkur á verslunum Toys R us, þetta eru hræðilegar okurbúllur.
Ég þarf að fara að huga að jólagjöfum til frænkubarna í útlöndum og ákvað
að skoða úrvalið í Toys ´re us sem er nýbúið að opna í nágrenni við mig.
Var mætt kl 10:00, búin að athuga opnunartíma á heimasíðunni, en
nei, opnaði ekki fyrren kl. 11!!
Fékk svo vægast sagt sjokk þegar ég fór að skoða dýrðina og verðin!!
Nokkur dæmi:

Spil:                Toys R us      Bónus

Draugastiginn:     5999             3198
Ticket to ride:    10499            3889
Sequence:          5999             2498
Sequence for kids  4499             2198

Sömu spil fást líka í Hagkaup og hafa að jafnaði verið eitthvað dýrari þar
en í Bónus, en ekkert á við þetta. Það væri gaman að sjá verð á þessu á
fleiri stöðum.
Ég hafði ekki möguleika á að bera saman fleiri vörur en sá að starfsfólk
Toys R us var á fullu að breyta verðum og fylgdist aðeins með því.  Var
búin að sjá í hillu álfafígúrur sem eru vinsælar hjá litlum stelpum þessa
dagana, sá meðal annars  Disney Fairies álfadúkkur 4 stykki í pakka sem
var merkt á 3999 kr, gekk svo inn í annan rekka með sömu vörum þar sem
verið var að verðmerkja og þessi sami pakki var kominn í 11999 kr!! Ég
spurði starfsmann hvort þetta gæti passað og hún svaraði að þetta væri
rétt hækkun og að svona væri Ísland í dag.
Pakki með einni 20 cm Fairies álfadúkku hækkaði úr 1599 kr í 2399 kr,
Steffi dúkka úr 1999 kr í 2999 kr. Mér ofbauð svo að horfa uppá þetta að
ég fór út úr búðinni og mun ekki venja komur mínar þangað í bráð. Skellti
mér svo í Bónus og keypti 2 spil.
Mér hefur oft blöskrað verð á leikföngum í Hagkaup, en mun örugglega
frekar versla þar í framtíðinni en í okurbúllunni Toys ´re us, sem vel að
merkja er ekki okurbúlla í Skandinavíu og USA þar sem ég hef búið.
Áfram neytendur! Halldóra

#1477    Ég var í Toys r us með dóttir minni í gær og hún vildi endilega kaupa Lego dót handa bróðir sínum og ég var ekki alveg á því fannst þetta soldið dýrt, kostaði 5299. Á meðan ég er að velta þessu fyrir mig kemur starfsmaður og rífur allar verðmerkingar í burtu, ég spyr hvað hann sé að gera og hann segir " nýtt verð, við breyta núna". Ég ákvað svo að kaupa legoið og var þá verðið komið í 7988!!!!!!!! Svo var ég með meira smá dót og ég segi þetta kostar 299, er það ekki, og jú við breyttum verði á þessu i gær var svarið!!!
Nafnlaus

#1476    Í Fjölval á Patreksfirði kostar kíló af gulrótum kr. 1254.-!
Ónefndur

#1475    Vildi bara deila þessari reynslusögu með ykkur…!!.. Passið ykkur þegar þið farið með farsímann í viðgerð….!!
Málið er þannig að ég fór með símann minn, sem er NOKIA og er ekki orðinn árs gamall í þriðja skiptið í viðgerð hjá Hátækni, sem er þjónustu aðili Nokia á Íslandi.
Þegar ég kom með símann var ég spurður hvort ég vildi fá lánaðan síma á meðan hinn væri í viðgerð, en það kostaði 900 kr á dag.  Ég sagðist vilja fá lánaðan síma en ég væri ekki tilbúin að greiða fyrir það þar sem að síminn væri í ábyrgð.  Þá var mér sagt að þar sem að ég hefði ekki keypt síman beint af Hátækni, heldur öðrum söluaðila (ELKO Leifstöð) væri alltaf rukkað fyrir leigu – en fékk samt síma án endurgjalds…!!
Ég var síðan spurður hvor ég vildi halda gögnunum sem væru inná símanum sem ég gjarnan vildi og síðan kvitta undir viðgerðarbeiðni eða eitthvað slíkt.
Þremur dögum síðar er hringt í mig til að láta vita að síminn væri tilbúinn.  Þegar ég síðan mæti á staðinn til að fá símann aftur er ég rukkaður um 1990 kr og sagt að það væri gjald sem tekið væri til að passa uppá gögn sem væru inná símanum í meðan að hann var í viðgerðinni.  Ég neitaði að borga og sagði þeim að ég vildi fá símann minn einsog hann var þegar ég afhenti hann til viðgerðar.  Þá var mér sagt það að þegar ég skildi símann eftir og kvittað fyrir hafði ég samþykkt að gögnin inná símanum yrðu varðveitt, en hvergi var tekið fram hvað það kostaði.  Þar sem að ég neitaði að borga, fór stúlkan aftur inn með símann minn til þess að “straua hann” einsog hún kallaði það, og gekk út að það að eyða þeim gögnum sem verið höfðu inná símanum mínum…!!  Eftir það fékk ég símann afhentann. 
Sem betur fer er síminn minn með lausu minniskorti og þar var mestur hlutinn af þeim upplýsingum sem ég geymi í símanum, en engu að síður misti ég gögn úr dagbók og símanúmer sem ég hafði vistað í símanum síðustu vikurnar.
Mín spurnig er hvort að sá sem er að gera við símann eigi ekki að skila honum einsog hann var þegar tekið var við honum, fyrir utan að laga hann…??
Hallgrímur Lárusson
(ATH: Vegna ábendingar á síðunni http://www.this.is/drgunni/okur.html þann 3.11’08, # 1475, vil ég koma eftirfarandi á framfæri.

Á þjónustusviði Hátækni er boðið uppá leigutæki meðan beðið er eftir viðgerð. Leigutæki kostar 990 kr, óháð því hvað viðgerð tekur langan tíma (ekki 900 kr. á dag eins og fullyrt er í ábendingunni). Þá kemur þar réttilega fram að verslun Hátækni lánar sínum viðskiptavinum síma endurgjaldslaust meðan beðið er eftir viðgerð. Mörg fyrirtæki hafa þennan hátt á í dag, þ.e. að fjárfesta í símtækjum til að geta boðið viðskiptavinum sínum aukið þjónustustig án þess að sérstaklega sé rukkað fyrir það, enda er það undir hverju fyrirtæki komið hvaða þjónustustig það býður sínum viðskiptavinum. 
Ábyrgð á símtækjum nær ekki yfir þau gögn eða hugbúnað sem símtækið kann að innihalda þegar það kemur inn til viðgerðar. Viðskiptavinir geta hins vegar afritað gögnin sín inná tölvur sínar með auðveldum hætti. Nokia býður t.a.m. upp á frían hugbúnað (http://europe.nokia.com/link?cid=EDITORIAL_215671)sem fólk getur sótt á netinu og þannig afritað gögnin sín úr símtækinu og haldið þeim til haga, líkt og fólk þekkir þegar það afritar gögn af tölvunum sínum á þar til gerða geisladiska eða harða diska. Oftar en ekki fylgja símtækjum þar til gerðir tölvukaplar til að hægt sé að afrita eða þá að hægt er að afrita í gegnum “Bluetooth”. 
Þegar sími kemur inn til viðgerðar er það megin reglan að spyrja viðkomandi hvort geyma þurfi gögn sem eru inni á símtækinu. Þetta er gert til þess að tryggja að gögn verði ekki hreinsuð út þegar símtækin eru uppfærð með nýjustu hugbúnaðarfærslu frá framleiðanda tækisins, en slíkt er alltaf gert til að tryggja að nýjasta uppfærslan sé fyrir hendi. Afritunarþjónusta er unnin samkvæmt gjaldskrá og er tekið fram við viðskiptavini þegar þeir leggja tæki inn til viðgerðar, auk þess sem viðskiptavinur kvittar fyrir því á þar til gerðan verkmiða sem hann framvísar svo við móttöku tækisins. 
Í leiðarvísi sem fylgir öllum símtækjum frá Nokia undir liðnum “Takmörkuð ábyrgð framleiðanda”, málsgrein “Aðrar mikilvægar viðvaranir” segir m.a: “Vinsamlegast mundu eftir að taka öryggisafrit eða geyma skriflega skrá af öllu mikilvægu innihaldi og gögnum á vöru þinni, vegna þess að innihald og gögn geta tapast á meðan viðgerð stendur eða endurnýjun. Nokia, í samræmi við ákvæði þess hluta sem nefnist “takmörkun á ábyrgð Nokia” hér að neðan er ekki undir neinum kringumstæðum ábyrgt, hvorki beint nér óbeint, vegna neins konar skemmda eða hvers konar tjóns sem verður vegna missis, skemmda á eða spillingar á innihaldi eða gögnum á meðan á viðgerð eða endurnýjun vöru stendur.”
Hvað varðar ábendingu #1475 þá er staðhæft að viðkomandi hafi viljað halda gögnum sínum en að honum hafi ekki verið gert ljóst að því fylgdi kostnaður. Þegar viðkomandi sótti tækið úr viðgerð kom hins vegar fram að hann hafi ekki óskað eftir afrituninni þrátt fyrir að það kæmi fram á upprunalegri verkbeiðni. Því voru gögnin fjarlægð úr símtækinu og gjaldtaka felld niður eins og vera ber ef við höfum gert mistök í þessu tilviki. 

Virðingarfyllst,
Arnar Hjaltested, forstöðumaður þjónustusviðs Hátækni)

#1474    Þvílíkt okur, það kostar 149 kr að hringja í ja.is úr Tal gsm. Þeir snúa út úr með því að segja að upphafsmínútan sé kr X og svo sé fyrsta mínútan X upphæð í krónum líka en þú getur aldrei talað það fljótt að þú losnir við þannig kostnað. Þannig að það hlýtur að vera þannig að það kostar alltaf 149 kr að hringja inn að lágmarki. Sendi til staðfestingar innhringingar mínar frá því í Júlí
Þórólfur

12-07-2008 11:47 Símaskrá - 118 00:01:00 144.00 kr. 
15-07-2008 10:42 Símaskrá - 118 00:01:00 144.00 kr. 
22-07-2008 09:38 Símaskrá - 118 00:01:00 144.00 kr. 
22-07-2008 12:32 Símaskrá - 118 00:01:00 144.00 kr. 
22-07-2008 12:39 Símaskrá - 118 00:01:00 144.00 kr. 
22-07-2008 12:49 Símaskrá - 118 00:01:00 144.00 kr. 
22-07-2008 12:50 Símaskrá - 118 00:01:00 144.00 kr. 
22-07-2008 13:00 Símaskrá - 118 00:01:00 144.00 kr. 
25-07-2008 18:31 Símaskrá - 118 00:01:00 144.00 kr. 
28-07-2008 11:34 Símaskrá - 118 00:01:00 144.00 kr. 
29-07-2008 10:32 Símaskrá - 118 00:01:00 144.00 kr. 
29-07-2008 10:41 Símaskrá - 118 00:01:00 144.00 kr.
29-07-2008 10:42 Símaskrá - 118 00:01:00 144.00 kr. 
01-08-2008 10:58 Símaskrá - 118 00:01:00 144.00 kr. 
06-08-2008 12:30 Símaskrá - 118 00:01:00 144.00 kr. 
15-08-2008 09:43 Símaskrá - 118 00:01:00 144.00 kr. 
15-08-2008 10:47 Símaskrá - 118 00:01:00 144.00 kr. 
19-08-2008 07:41 Símaskrá - 118 00:01:00 144.00 kr. 
19-08-2008 22:07 Símaskrá - 118 00:01:00 144.00 kr. 
19-08-2008 22:09 Símaskrá - 118 00:01:00 144.00 kr. 
03-09-2008 13:53 Símaskrá - 118 00:01:00 149.00 kr. 
03-09-2008 16:09 Símaskrá - 118 00:02:00 228.00 kr. 
03-09-2008 20:57 Símaskrá - 118 00:02:00 228.00 kr. 
04-09-2008 13:11 Símaskrá - 118 00:01:00 149.00 kr. 
06-09-2008 15:06 Símaskrá - 118 00:01:00 149.00 kr. 
06-09-2008 18:16 Símaskrá - 118 00:02:00 228.00 kr. 
08-09-2008 10:26 Símaskrá - 118 00:01:00 149.00 kr. 
09-09-2008 11:29 Símaskrá - 118 00:01:00 149.00 kr. 
11-09-2008 11:13 Símaskrá - 118 00:01:00 149.00 kr. 
11-09-2008 14:54 Símaskrá - 118 00:01:00 149.00 kr. 
11-09-2008 15:50 Símaskrá - 118 00:01:00 149.00 kr. 
11-09-2008 16:40 Símaskrá - 118 00:01:00 149.00 kr. 
11-09-2008 17:22 Símaskrá - 118 00:02:00 228.00 kr. 
15-09-2008 20:22 Símaskrá - 118 00:01:00 149.00 kr. 
16-09-2008 09:00 Símaskrá - 118 00:01:00 149.00 kr. 
16-09-2008 17:37 Símaskrá - 118 00:01:00 149.00 kr. 
16-09-2008 19:23 Símaskrá - 118 00:01:00 149.00 kr. 
17-09-2008 12:18 Símaskrá - 118 00:01:00 149.00 kr. 
17-09-2008 14:38 Símaskrá - 118 00:01:00 149.00 kr. 
19-09-2008 10:11 Símaskrá - 118 00:01:00 149.00 kr. 
22-09-2008 14:33 Símaskrá - 118 00:01:00 149.00 kr. 
29-09-2008 15:18 Símaskrá - 118 00:01:00 149.00 kr. 
03-10-2008 16:55 Símaskrá - 118 00:01:00 149.00 kr. 
07-10-2008 11:17 Símaskrá - 118 00:01:00 149.00 kr. 
15-10-2008 12:49 Símaskrá - 118 00:01:00 149.00 kr. 
20-10-2008 14:24 Símaskrá - 118 00:01:00 149.00 kr. 
21-10-2008 14:12 Símaskrá - 118 00:01:00 149.00 kr. 
21-10-2008 14:59 Símaskrá - 118 00:01:00 149.00 kr. 
23-10-2008 13:46 Símaskrá - 118 00:01:00 149.00 kr. 
24-10-2008 13:07 Símaskrá - 118 00:02:00 228.00 kr. 
24-10-2008 13:16 Símaskrá - 118 00:01:00 149.00 kr. 
24-10-2008 14:59 Símaskrá - 118 00:01:00 149.00 kr. 

(Sett inn 30.10.08):

#1473    Vildi láta vita af ekki okri (sem ég tel reyndar að margir viti af). Okkur langaði að fara og fá okkur kaffi einhversstaðar svona að gamni okkar og þurftum við að fara í Ikea og ákváðum að fá okkur kaffi þar, þ.e., veitingastaðnum í Ikea

svona leit þetta út:
sonurinn fékk sér kjötbollur 10 stk., m/frönskum og kokteil    kr: 595,-
og frissa fríska að drekka kr: 105,-
ég fékk kaffibolla m/ábót og eplaköku (saman á tilboði) kr 235,-
eiginmaður minn fékk smurbrauð m/hangikjöti og alles kr: 415,-
og eitt stykki Tuborg bjór (sterkan) kr., 295,-
samtals gerði þetta krónur 1.645,-

Ég get ekki ímyndað mér hvar er hægt að fá ódýrara að borða, enda var brjálað að gera, en allt hreint og þrifalegt.
Ingibjörg Þengilsdóttir
(Nb. Já, eldhúsið í sænska kaupfjelaginu er hagstætt.)

#1472    Þar sem mikið er sett inn um mismun á lyfjaverði langar mig að benda fólki á lyfjaverðskrá ríkisins hjá Lyfjagreiðslunefnd; http://www.lgn.is/lyfjaverdskra.php . Hérna er hámarksverð lyfja uppfært mánaðarlega. Síðan er um að gera að hringja á milli apóteka til að finna lægsta verðið á lyfjum. Ef apótek selur lyf á hærra verði þá skal senda þeim póst. Þess má þó geta að það er frjálst verð á öllum lausasölulyfjum.
Heiða Hrönn, lyfjatækninemi

#1471    Mig langaði að benda á útsölumarkað 66 gráðu norður. Þangað hef ég farið í mörg ár og gert ágætis kaup. Upp á síðkastið hef ég verið að leita að peysu fyrir 6 ára son minn. Ég fór fyrir u.þ.b. 2 mánuðum og sá að barna peysurnar voru á rétt rúmlega 4 þúsund og hugsaði með mér hvað þær væru búnar að hækka mikið og ákvað aðeins að bíða. Ég fór aftur núna á mánudaginn og þá kostuðu sömu peysur 6120kr. ég minntist á þetta við afgreiðslustúlkuna og hún kannaðist ekkert við einhverja hækkun.
Þetta leiddi til þess að ég fór að kíkja nánar og sá þá peysur sem ég hafði keypt í perlunni á síðasta útsölumarkaði á 5000kr, kostuðu nú 9500kr. Þegar ég minnist á þetta þá sagði stúlkan já það var einhver 20% hækkun nýlega.
Ég gekk út vonsvikin yfir því í íslenskt fyrirtæki skuli haga sér svona í kreppunni, ég hélt að við yrðum að standa saman og það er alveg öruggt að þetta fyrirtæki fær ekkert frá mér fyrr en þeir endurskoða sín mál.
Sigríður Sif Grímsdóttir, grunnskólakennari

#1470    Ég bý á Fáskrúðsfirði og bý við þá átthagafjötra að hér er bara ein verslun sem er Sparkaup Strax þetta er algjör okurbúlla og því miður neyðist ég oft til að versla þarna. Fyrir nokkrum dögum ætlaði ég að kaupa Kelloggs Special K kornfleks og viti menn 750.gr pakki kostaði 998.kr...er þetta eðlilegt ? Skuffukaka 450.gr kostaði 850.kr... Þetta eru bara tvö dæmi, þarna er líka alltaf verið að endurverðmerkja gamla vöru. Er það leyfilegt?
(Nb. Tja..? Löglegt en siðlaust, á það ekki vel við?)

Frá Einni á Fáskrúðsfirði sem reynir að forðast Sparkaup eins og heitan eldinn.
#1469    Ég hringdi í Símann í gær til að skrá mig og mína fjölskyldu í Núllið, sem er mikið auglýst núna.  Það gat ég hins vega ekki, því þetta er fyrir FJÖLSKYLDUR, ég á þrjú börn og mann, börnin eru að vísu svo ung að þau eiga ekki GSM síma, en til þess að skrá sig í Núllið þurfa að vera 3 GSM símar á heimilinu, en það kemur hvergi fram í auglýsingunum þeirra sem dynja á manni alla daga!  Við hjónin notum símana mikið okkar á milli, einmitt til að sinna fjölskyldumálum og börnunum okkar, en við erum víst ekki nógu MIKIL fjölskylda fyrir Símann og getum því ekki nýtt okkur þetta tilboð. Skítt!
Árný Guðmundsdóttir
(Nb. Yfir "Núllinu" hefur verið kvartað áður (#1144) og mig minnir að svar Símans hafi verið að þeir séu með önnut tilboð í gangi fyrir fólk sem þessi pakka passar ekki fyrir.)

#1468    Mig langar að lát fólk vita af því að ég fór í Yggdrasil heilsubúðina á Skólavörðustígnum og ætlaði að kaupa mér rosenu voide krem frá Dr. Hauschka og var búin að fara nokkrum dögum áður og sá að það var nóg til af keminu og ákvað að bíða þar til 29/10 því þá eru þeir með 10% afslátt en viti menn þeir voru búnir að hækka vöruna um 20% .
Ég var mjög reið vegna þess að ég vissi að það var nóg til að kreminu og þeir hækka vöruna bara sí...svona . Þetta er bein leið í óðaverbólgu þegar menn haga sér svona og ég er hér með hætt að versa hjá Yggdrasil og ég var að tala um þetta í minni vinnu svo svona spyrst út.
Þórunn

#1467    Það kostar 450 kr að fá sent pin nr. í pósti hjá Kreditkort hf. Eins gott að týna ekki pin.nr.
Sóley

#1466    Jæja ég var að enda við að borga 8 þúsund kall fyrir afnotagjöldin af RÚV sem mér finnst okur, horfi nánast ekkert á sjónvarp og þá hvað síst á RÚV, horfi frekar á skjáeinn eða bara eitthvað á netinu. Væri nú ekki sniðugt í kreppunni að fella niður afnotagjöldin af RÚV, þá sæi maður allavega að þessi ríkisstjórn væri að reyna að gera eitthvað fyrir mann, eitthvað annað en að hækka vexti og setja þjóðina á hausinn!
Einar Ómar
(Nb. 8000 kallinn mun vera fyrir 3 mánuði, svo allrar sanngirni sé nú gætt.) 

#1465    Ég fór í Heilsugæsluna á Egilsstöðum hitti lækni og bið um læknisvottorð vegna veitingar skotvopnaleyfis.  Læknirinn byrjar að útskýra að það sé ekki til sérstakt eyðublað fyrir vottorð vegna skotvopnaleyfis en þau séu von að skrifa það í athugasemd hvers vegna vottorðið sé.  Svo koma spurngarnar:  "Ertu almennt heilsuhraustur? Andlega hraustur? Tekurðu lyf? Hefurðu verið greindur með einhvern sjúkdóm? Ertu litblindur?" ATH Þetta voru bara spurningar engin skoðun, eða uppletting í sjúkraskrá, að lokum var hefðbundið sjónpróf.  Fæ svo útprentað A4 blað i svarthvítu. Tók vel innan við 5 mín. Svo fer ég í afgreiðsluna, "Þetta er dýrasta vottorðið."  Ég bendi á að þetta sé eins eyðublað og önnur læknisvottorð, ekkert mark tekið á því.  Vottorðið kostar 3500 kr. plús 1000 kr. í komugjald samtals 4.500.  Mér reiknast til að samkvæmt þessu kosti klukkutími hjá lækni 54.000 kr.
Sigbjörn

#1464    Ég rakst á þetta blogg hér: Iceland Express eru með erlendar flugvélar frá Bretlandi og þeirra flugvélakostnaður er því greiddur til Bretlands, þeir eru með breska flugmenn og því segja þeir að það skapi hagkvæmni fyrir sig í rekstri (þó það skapi ekki beint vinnu fyrir Íslendinga). Mér sýnist þeir því vera ferðaskrifstofa, allavega miðað við það sem þessi Andrés segir.
Hann segir að þeir geri þetta til að "bjóða ódýrari fargjöld, sem er það sem fólk mun leita að næstu misseri." Mér finnst ég ekki hafa upplifa það hingað til að fá ódýrari fargjöld hjá Iceland Express þannig ég ákvað að gera smá test og prófaði nokkrar dagsetningar:

Ísland-Kaupmannahöfn ódýrasta fargjaldið í nóvember:
Iceland Express: 32.085 kr.
Icelandair: 30.720 kr.

Ég verð að segja að þetta fer svolítið í taugarnar á mér. Þessi Pálmi Haraldsson er búinn að skuldsetja þjóðina með sínum skrípaleik með sterling og er svo núna að bulla í okkur Íslendingum með Iceland Express. Kallar þetta lággjaldaflugfélag sem er algjört kjaftæði og allir halda að þeir séu ódýrari. Í þau skipti sem ég er að skoða þetta þá eru þeir annað hvort með sömu verð eða dýrari en Icelandair!
Magnús R.

#1463    Baldvin, heiti ég og er í viðskiptum hjá Símanum.
Ég er áskrifandi af "Langbestur" pakkanum ásamt "Allt" pakkanum hjá Skjánum, sem gera 6.690 kr. + 4.856 kr., eða alls 11.546.
Samkvæmt þeim skilmálum sem ég skrifaði undir á sínum tíma, var innifalið í "Langbestur" pakkanum 80GB og var það flokkað sem ótakmarkað gagnamagn.
En núna 1. nóvember, hefur Síminn (ásamt Vodafone) breytt skilmálum sínum og sett 40GB gagna-þak á mánuði og gefið sér heimild til að takmarka hraða nettenginu ef gagnamagn fer yfir 10GB á viku.
Síminn er auðvitað í fullum rétti að breyta sýnum skilmálum, svo lengi sem þeir brjóti ekki á rétti neytenda.
En mér hefur fundist Síminn vera að nýta sér núverandi stöðu á markaði, með því að lækka gagna-þakið, í dulbúningi aukinnar þjónustu til hins "almenna" notenda.
Netið er að breytast og neysla er að færast yfir á vefinn. Sjónvarpsáhorf og önnur afþreying er að miklum hluta komin yfir á netið, hjá yngri kynslóðum. Þó mig gruni að íslendingar séu eftirbátar þeirra þjóða sem við miðum okkur við. Síminn er að takmarka möguleika neytenda til þess að nýta sér þá þjónustu, sem þeir geta fengið í gegnum netið.
----------
Ég myndi flokka þetta sem neyslustýringu.
Það er mikið magn sjónvarps-efna og -stöðva, í boði á netinu. Bæði frítt og gegn gjaldi (allt löglegt að sjálfsögðu). Þetta eru sömu stöðvar sem að Síminn er að bjóða á Skjánum, gegn "vægu" gjaldi.
Stöðvar eins og CNN, Aljazeera, BBC World News, Bloomberg, RAI1, RAI2 osfr.
Þetta er hægt að nálgast í gegnum fyrirtæki eins og Boxee, Livestation ofl.
Með 10GB gagna-þaki, eru þeir búnir að loka á þann möguleiki að fólk geti horft á þessar stöðvar gegnun Netið og þar af leiðandi þvingað þá yfir í þjónustu hjá Skjánum.
Þó svo það sé lítil prósenta af notendum, sem hafa tileinkað sér þennan möguleika. Þá er hann engu að síður til staðar og mun þetta verða vaxandi hópur, á komandi árum.
----------
Síminn hefur þjónustu-pakka sem býður upp á 12Mb niðurhal, en sá pakki mun aldrei koma að notum þegar síminn hefur sett á 10GB niðurhals-takmörk, á mánuði.
Ef notendur myndu nýta þennan 12Mb pakka, við bestu mögulegu skilyrði, myndu þeir geta klárað þetta 10GB gagnamagn á innan við 2 klukkutímum.
Þetta er 12Mb tenging sem á að virka sem slík, í heilan mánuð. En mun ekki gera það nema 8 klukkutíma á mánuði (við bestu skilyrði á erlendu niðurhali).
Jafnaðarhraðin sem Síminn er að bjóða upp á, ef við miðum okkur við stöðuga erlenda notkun og að maður haldi sig undir 10GB á viku, er 0.135Mb á sec.
0.135Mb á sec. á móti 12Mb á sec.
----------
Þar sem við búum á lítilli eyju, getum ekki neitað þvi að stór hluti net-neyslu Íslendinga fer fram á erlendum netþjónum.
----------
Þeir hafa réttlætt þessa þjónustuskerðingu, vegna óhóflegs niðurhalds 5% viðskiptavina. Þeir fara mjög frjálslega með tölur og það sjá allir sem vilja sjá. Ég viðurkenni það fúslega að ég er það sem kalla mæti "superuser" og nota netið meira en hinn "venjulegi" íslendingur gerir.
En að halda því fram að aðeins 5% notenda noti undir 10GB á mánuði, er að ég tel, rangt.
Svo ég taki nokkur dæmi...

1.
Ef þú setur upp nýtt stýrikerfi á tölvuna hjá þér og sækir allar nýjustu uppfærslur, þá er möguleiki á því að þú sért að sækja allt upp í 2GB af gögnum, það er eingöngu grunn uppsettning á vélinni.
Ef þú setur síðan upp pakka eins og t.d. Adobe og önnur "grunn" forrit og uppfærrir þau í topp, þá ertu að öllum líkindum komin í ~5GB, sem er hálft það gagnamagn sem þú mátt sækja á viku. En þú hefur sótt það á rétt rúmum klukkutíma.

2.
Nú er möguleiki á að kaupa sér forrit á netinu (gegn lægra gjaldi) eins og t.d. Adobe og sá pakki er næstum 7GB. Þá ert þú komin hátt í það magn sem þú mátt sækja þér á viku. Þannig að þér er hollast að borga hærra gjald fyrir forritið og fá það sent í gegnum Póstinn. Þetta gerir það að verkum að fyrir hinn almenna notenda þá er meira aðlaðandi að sækja þessi forrit ólöglega af einhverskonar jafninganetum hérna innanlands, en að kaupa það löglega af framleiðanda.

3.
Þeir notendur sem eiga leikjatölvur (PS3 og Xbox 360), hafa tækifæri á því að kaupa sér leiki í gegnum netverslanir þessara leikjatölva. Margir þeirra leikja eru yfir 10GB og gefst því notendum því ekki tækifæri á því að sækja sér þá án mikill hafta hjá símanum.

4.
Þónokkrir notendur, kaupa sér þætti af netverslunum svo sem iTunes store, sem er löglegt á Íslandi samkvæmt EES samningnum (eða áskrifendur af video podköstum). Neytendur eru að kaupa bíómyndir og sjónvarpsþætti sem þeir geta ekki gert innanlands, nema að hluta til í gegnum Skjáinn (þjónustu Símans). Ég tala nú ekki um að ef þeir sækja sér HD efni sem ekki er í boði á Íslandi.

10GB gagna-þak heftir þessi viðskipti svo um munar.
----------
Þetta myndi ég flokka sem innfluttningshöft og á ekki að vera við líði.
Ekki ósvipað því að þú fengir bara að fljúga til Danmörku 5 sinnum í mánuði.
En ef þú færir oftar, þyrftir þú að taka Norrænu.
----------
Mér þykir einnig vafasamt að Síminn, sem einn stæðsti hýsingaraðilinn á Íslandi, sé með þessu gagna-þakki, að ýta þungum innlendum síðum yfir á íslenska vefþjóna.
Þar sem innlendir neytendur munu þurfa að fylgjast grant með sínu gagnamagni og myndu forðast þungar erlendar síður.
----------
Ég hefði ekkert sett mig upp á móti því að geta borgað fyrir hærra verð-þak...
en Síminn er ekki að bjóða notendum sýnum upp á þann möguleika.

Þeir ættu að gefa mér tækifæri á því að vera neytandi, ekki þvinga mig til minni neyslu.
----------
Að mér vitandi eru símfyrirtækin ekki að borga fyrir gagnaflæði á Farice, heldur eru þeir að borga fyrir gagnagetu.
Síðan má taka það fram að Síminn og Vodafone (Skipti hf, Og fjarskipti ehf) eru hluthafar í Farice, þannig að þeir eru að færa pening úr vinstri hendinni, í þá hægri.
Einnig má til gamans geta, að mest af því gagnaflæði á strengjum Símans, er sjónvarpsefni en ekki netumferð almennra notenda.
----------
Comcast í Bandaríkjunum setti verðþak hjá sér og varð allt brjálað þar vestra yfir þeim höftum sem þeir settu á viðskiptavinni og fóru margir frá þeim vegna þess. Þeir ákváðu að vera með gagnaþakið í 250GB á mánuði, 62GB á viku sem er rúmlega 6 sinnum hærra en hjá símanum.
----------
Þetta var sú einkunn sem Íslensk netfyrirtæki fengu fyrir 2 árum og er ég nokkuð viss um að niðurstaðan sé mun verri í dag.
----------
Svona hluti eiga símfyrirtækin ekki að komast upp með, vegna vanþekkingu neytenda.
Það er auðvitað ekki hægt að ætlast til þess að þessi 95%, sem síminn vill meina að þeirra aðgerðir munu ekki skaða, átt sig á gjörðum þeirra. Þar sem þeir þekkja ekki mun á MBætum og bitum. Þannig að þeir sem hafa tæknikunnáttu til að mótmæla, ber skilda til þess og þess vegna sendi ég þennan póst.
----------
Ég geri mér full grein fyrir því að það er stór hluti netnotenda að nýta sér svo kallaða BitTorrent tækni eða Usenet, og sækja sér efni (löglega og ólöglega) af jafningjanetum, erlendis (og innanlands). Ég ætla ekki að verja gjörðir þeirra og veit full vel að það þarf að takmarka notkun þeirra, meðan það er verið að byggja upp betra gagnafluttningskerfi. En þessar aðgerðir Símans eru kolrangar ef þetta sem þeir eru að berjast gegn. Þeir geta takmarkað þess háttar notkun, án þess að hafa áhrif á eðlilegra og löglega notkun eins og þá sem ég talaði um hér hér að ofan (þeir vita hvers konar umferð fer um þeirra vélar).
----------
Ég vona að þessi póstur varpi smá ljósi á það sem Síminn er að gera og að það verði haft vit fyrir þeim. Þetta á einnig við Vodafone, þar sem þeir eru einnig lækka sitt gagna-þak... sama dag og Síminn.
Baldvin, viðskiptavinur Símans (eins og er...)

#1462    Vildi aðvara fólk við veitingastað í Öxnadal sem heitir Halastjarnan
vegna núverandi efnahagsástands. Við fjölskyldan vorum á leið norður 
í sumar (5. júlí) og vorum búin að frétta af spennandi og öðruvísi 
veitingahúsi sem hét Halastjarnan. Ég hringdi og pantaði borð og 
stúlkan í símanum var ekkert nema elskulegheitin. Er við komum á 
staðinn var enginn matseðill, heldur útskýrði þjóninn fyrir okkur 
hvað væri í boði. Var þetta frekar langt mál og margir réttir og við 
orðin  svöng. Við vissum nokkurn vegin hvað þetta myndi kosta en við 
pöntuðum okkur 3 skammta af lambafillet sem aðalrétt því við höfðum 
ekki lyst á 3 rétta máltíð.  Eftir dágóða stund kemur þjónninn með 
diskana og maðurinn minn fer að hlæja. Kemur þá í ljós að fillet- rétturinn samanstendur af 3 bitum og hrauk af rótargrænmeti í 
miðjunni með sósuslettum til hliðanna. Afar smart fram borið en ekki 
fleiri en 6 munnbitar af kjöti á hverjum diski. Við byrjum að snæða 
og bragðast þetta afar vel, flott eldað en afar lítið af meðlæti
þannig að ég bið um meiri sósu. Það var lítið mál að redda því. En 
mesti brandarinn var eftir og það var reikningurinn sjálfur. 18
munnbitar af lambi kostuðu 11 700 kr!!! Við bættist 1 rauðvínsglas á 
750 kr. , samtals 12450 !!! Ég spurði þjóninn hvort hann væri ekki að 
grínast og hló eiginlega í svona kjánhrolli. Okkar mistök voru að 
borga eins og aular en við vorum í góðu skapi, kvöldsólin skein og 
við áttum fyrir þessu.En þangað mun ég aldrei koma aftur. 6 ára 
dóttir mín var meira að segja það svöng að nokkru seinna  keyptum við 
pylsu og trópí á Shellinu á Akureyri handa henni .
Sigrún Bragadóttir
(Nb. Usss... Er Guðveig Teikmíhóm búin að missa það?! Og ég sem er alltaf á leiðinni á þennan legendary stað sem sjálfur Jónas segir að einn af bestu stöðum landsins? Það er nú algjört lágmark að maður verði pakkaður fyrir þennan penining.)
(ATH: Ég rakst á okur um okkur á síðunni þinni. Vildi bara koma með smá athugasemd.
Á kvöldin bjóðum alltaf uppá matseðil dagsins. 3 rétta fyrir 5300kr, 4 
rétta fyrir 6300 kr og 5 rétta fyrir 7300 kr. Gildi þá einu hvort 
valið sé kjöt eða fisk í aðalrétt. Og hefur þetta verð verið síðan 
sumar 2007.
Ef fólk kýs ekki að fara í matseðil kemur það greinilega fram á 
matseðlinum hjá okkur að forréttur kostar 1490 kr, aðalréttur fiskur 
2700 kr aðalréttur kjöt 3900 kr og eftirréttur 1490 kr. Kjötstykkið 
sem borið er fram er 200 gr og er sú viðmiðun notuð á veitingastöðum. 
Við erum lítill staður með eingöngu með 4-5 borð í boði. Við bókum 
ekki sama borðið tvisvar sama kvöldið. Við verðleggjum okkur svipað, 
ef ekki bara ódýrari en aðrir veitingastaðir með uppdúkuð borð með tau 
sérvettum og kósýheitum. Halastjarna á að vera áfangastaður en ekki 
viðkomustaður ;)

Bestu kveðjur, Sonja Eyglóardóttir, systir miss take me home
Halastjarna yfir Hálsi)

(Sett inn 28.10.08):

#1461    Keypti inn fyrir helgina  í KRÓNUNNI og keypti m.a. þvottapoka á 65kr 
(hillumerking), Fannst þetta gott verð og ákvað á fá mér fimm stykki. 
Þegar á kassann var komið hafði verið hækkað í 98 kr. Önnur vara sem 
ég keypti og mundi eftir að á hilluverðinu stóð 189 breyttist í 199 á
kassanum. Nú eru þetta ekki stórar upphæðir, en rétt skal vera rétt og 
safnast er saman kemur. Á meðan ég beið í röðinni tók ég eftir því að 
annar viðskiptavinur var að láta ungan mann leiðrétta verð fyrir sig. 
Hann hafði greinilega lent í þessu sama og ég...........með aðra vöru 
og hve margir aðrir veit ég ekki. Ég fékk þetta leiðrétt og sá svo í 
næstu ferð að þvottaklútarnir höfðu verið hækkaðir  í 98 kr. Þetta er 
hvorki í fyrsta eða annað sinn sem þetta gerist hjá mér hjá þeim og 
legg ég því til við fólk sem ætlar að kaupa inn í KRÓNUNNI að skrifa 
verðið niður á lítinn límmiða sem fólk skrifar hilluverð vörunnar niður.
Rannveig H

#1460    Ég fór í Bónus í síðustu viku eins og svo oft áður og átti að kaupa mjólkurkex. Var tvennskonar í boði, gróft og venjulegt. Ég átti að kaupa gróft en var næstum búinn að kaupa venjulegt því á þeim pakkningum stóð 50% meira....  þá heldur maður að gróði komin út úr kaupunum, færð meira fyrir minna... en það var sko aldeilis ekki....  Fólk horfði furðulostið á mig munda myndavélina fyrir framan hillurekkana í bónus.  Meðan faldi frúin sig í kælinum og þóttist ekki þekkja neytanda vaktmanninn. 
Myndinar tala sínu máli...

Gróft mjólkurkex er á 473 kr/kg þó að lítil pakkning eða 400 gr á 183kr


Venjulegt mjólkurkex er á 465 kr/kg eða 600 gr á 279 kr. 
Bottom lænið er samt að maður heldur að maður fái meira fyrir minna þegar maður kaupir pakkningu sem stendur á 50% meira...  það var ekki raunin. Nema jú, þú spara 8 kr ef þú kaupir kg af venjulegu mjólkurkexi heldur en gróft. vei.
Einar Sigurjónsson

#1459    Mig langar endilega að láta vita að hrikalegu okri hjá Listhlaupadeild skautafélagsins á Akureyri. Dóttir mín er að æfa listhlaup á skautum og í fyrra borguðum við 45.000 fyrir allan veturinn en núna takk fyrir 90.000 kr, hvað er þetta mikil hækkun???, stjórnin segir 8%hækkun en ég segi 100% hækkun. Mér finnst skrítið að það hafi engir kvartað og það hafi ekki enn verið farið með þetta í fjölmiðla því að þetta er svívirðileg hækkun.
Skautamamma á Akureyri.

#1458    Langaði að deila með ykkur svolitlu sem ég var að uppgötva í dag.
Ég fór síðastliðinn þriðjudag 21 okt að skoða kommóður í Ikea handa 
komandi barni mínu.  Fann eina voða flotta á 24.995kr
Ætluðum að kaupa hana í dag og var hún þá komin á 33.990kr 
Nákvæmlega sama kommóðudruslan!!!  Þetta er náttúrulega ekki eðlilegt, þar sem
til var fullt af vörunni síðastliðinn þriðjudag þegar ég var þar.
Hér er linkur á kommóðuna. Semsagt 9000kr hækkun á 5 dögum á gamalli sendingu!!
Halla

#1457    Langaði að segja frá því að ég fór með bílinn okkar í 
þjónustuskoðun til Bernhards í 60 þús. km. skoðun og miðað við 
sundurliðunina á reikningnum þá erum við bara frekar sátt (eins og 
hægt er að vera þegar kemur að reikningum).
En allavega kemur fram á honum að þjónustuskoðunin kosti 21.405 kr en 
við bætist ýmis kostnaður sem virðist vera eðlilegur og sanngjarn t.d. 
vinna upp á 4270 kr. bíllinn var hjá þeim í 6 tíma og fengum við 
lánsbíl á meðan.
Skipt var um síur, olíur , þurrkur, perur, bremsuklossa og ýmislegt 
annað sem  er sundurliðað á reikningi og virðist ekki vera óeðlilegt, 
en þegar allt er upptalið kostaði þetta 73.259 kr. m/vsk. og fengum 
við að dreifa greiðslunni.
Við hjónin erum allavega sátt við þá þjónustu og verð sem við fengum 
þó að það kosti sitt að vera með nýlegan bíl sem þarf að fara 
reglulega í þjónustuskoðanir.
Lárus & Sonja

#1456    Krónan er með kaffi pokana fyrir Senseo á 355 kr en fyrir um 3 vikum síðan var sá sami á 248kr , og núna í dag fór ég í Bónus og þá kostaði samskonar poki 278 kr þetta eru 77kr munnur er þetta eðlilegt, fyrir utan að það er ekkert ódýrara að versla við Krónuna lengur. Ég ber hana saman við 10-11.
Reynir Lord

#1455    Fyrir rúmlega ári ákvað ég að taka til í fjármálunum hjá mér. Ég var og er með þokkaleg laun en einhvern veginn hurfu þau alltaf. Ég hreinlega vissi ekki hvert peningarnir fóru, eftir að ég var búinn að greiða reikningana (og þá sérstaklega visa) var aldrei neitt eftir.
Þá fékk ég það snilldarráð frá skyldmenni, vönum þjónustufulltrúa hjá sparisjóði úti á landi, að hætta alveg að nota kortin. Ekki bara kreditkortið heldur debetkortið líka, því hvers konar kortaviðskipti eyðileggja tilfinningu manns fyrir peningum. Ég ákveð hversu miklum peningi ég ætla að eyða í t.d. hverri viku og tek hann út í bankanum. Kortin skil ég svo eftir læst niðri heima.
Veit þú trúir því ekki, en það er svo miklu miklu erfiðara að rétta fram hvern fimm þúsund kall í peningum heldur en að rétta fram kortið. Fékk líka fljótt á tilfinninguna hvað hlutirnir kostuðu, hvar ég væri að eyða of miklu og velti því líka miklu frekar fyrir mér hvað hlutirnir kostuðu. (hver hefði trúað því að ég væri að eyða um 4000 kalli á mánuði í ropvatn með bragðefni? krakkarnir eru sko ekkert of góðir til að drekka vatn úr krananum... og það er svo sárt að rétta fram alla þessa þúsundkalla fyrir bensínið að ég er á gamals aldri farinn að taka strætó stöku sinnum til að spara smá)
Eina vandamálið er helv... klinkið... leysi það með því að setja allt nema fimmtíu og hundraðkallana í nokkurs konar sparibauk í fatahenginu þegar ég kem heim.
Ef fólk vill komast hjá því að vera zombíar með greiðslukort og fá aftur tilfinningu fyrir peningnum - og ég ábyrgist að þegar maður fær tilfinningu fyrir peningnum köttar maður ósjálfrátt á óþarfann - þá mæli ég með þessu.
Jón Sigurðsson

#1454    Langaði að benda á hversu mikill munur er á verði varhluta í bílaumboðum hér á landi miða við í evrópu á orginal varahlutum, þar sem ég þurfti að kaupa bremsuklossa undir "Toyota" Lexus IS 200. 
Evrópu gat ég fengið þessa bremsuklossa og ég árétta að þetta voru orginal bremsuklossar frá umboðinu, þeir kostuðu miða við gengið í dag 10.200 krónur, í umboðinu hérna kostuðu þessir sömu klossar 30.000 krónur miða við að gengisvísitalan sé 162 en gengisvísitalan er í 200 núna.
Ég vill taka það fram að ekki þýðir að fela sig á bakvið það að tollar og gjöld séu mun meiri hér, þar sem sömu gjöld eiga við í þessu landi í evrópu.  Svo geta menn leikið sér að því að spá í hvað kostar að fá þetta sent heim með því að fá það fulltollað heim að dyrum með því að kaupa þetta hjá umboðinu erlendis, færi aldrei yfir 20.000 í heildina. OKUR!!!!!!!!!
Berglind Júlíusdóttir

#1453    Húsasmiðjan er algjör OKURBÚLLA og flestar vörur þar vitlaust verðmerktar. Keypti einn bor um daginn og hann var verðmerktur á 479 kr en hann kostaði 699 þegar á kassann var komið. Síðan þetta gerðist hef ég fylgst með verðmerkingum þar og það er eitthvað vitlaust á hverjum degi
Iðnaðarmaður.

#1452    Ég á ungt barn sem skipta þarf um bleyju á nokkuð oft og í kvöld 
uppgötvaði ég mér til skelfingar að bleyjurnar voru búnar. Með þungu 
hjarta fór ég í 10-11, enda engin önnur búð í nágrenninu opin á þessum 
tíma. Í 10-11 var miði fyrir neðan bleyjurnar (Pampers new baby, 
2-5kg) sem á stóð 1099 kr. Þótti mér nóg um þar sem sömu bleyjur kosta 
milli 800 og 900 kr í Hagkaup, sem þó er ekki ódýrasta búðin. Þegar ég 
kom að kassanum var mér gert að greiða 1299 krónur fyrir góssið, sem 
ég sætti mig að sjálfsögðu ekki við. Þegar ég gáði betur að sá ég að 
rangur miði (Libero new born) hafði verið staðsettur fyrir neðan 
bleyjurnar (til voru nákvæmlega tveir pakkar af bleyjum, báðir í 
þessari stærð). Á réttum miða stóð þó 1259 og fór ég með hann og 
kríaði út 40 króna mismuninn. ÞETTA GERIST AFTUR OG AFTUR OG AFTUR, að 
rangar verðmerkingar eru við vörur í 10-11, hér og þar. Þetta er ekki 
eðlilegt. Auk þess er varan forkastanlega dýr, jafnvel þótt um sé að 
ræða búð sem opin er allan sólarhringinn. Varan er á svipuðu verði í 
Lyfju við hliðina.
Einar

#1451    Fyrir jólin í fyrra keypti maðurinn minn handa mér úlpu í 66 gráður norður hann borgaði fyrir hana rúm 36.000. Þann 11 oktober síðastliðin keypti ég samskonar úlpu handa dóttir minni og borgaði fyrir hana tæpar 47.000 kr. Núna 23. oktober fór vinkona mín og ætlaði að kaupa sér svona úlpu og þá kostaði hún tæpar 54.000 kr. Athygliverð þessi hækkun á milli vikna finnst mér.
O.Magnadóttir 

#1450    Olympus DS-30 diktafónn $89.99 á amazon.com. Sama vara kostar 34.900 í Sjónvarpsmiðstöðinni. Okur!!!
Api

#1449    Fyrir nokkrum árum var í gangi átak íslenskt já takk sem var mjög góð markaðsettning en lengi vel hef ég alltaf staðið við bakið á íslenskum framleiðindum en í dag er mér nokkuð sama um íslenska framleiðendur flestir þeirra hafa nefnilega farið illa að ráði sínu í græðgisvæðinguni gegn neytendum.
Nokkur dæmi: vörur frá 66°N voru mjög vandaðar flíkur en ég á 5 stráka og keypti galla og úlpur yfirleit frá 66°N en eftir að þeir hættu að framleiða hér á landi og fóru með framleiðsluna til Kína þá einfaldlega endast þeirra flíkur ekki eins vel og áður og verðið lækkaði ekki til neytenda.
Hvað með Bónus og Krónuna allt svo ódýrt hjá þeim en hvað ef við skoðum dæmið hjá þeim, þeir stjórna matvælamarkaðinum eiga bæði dýrustu og ódýrustu búðinar opinberar tölur benda á að verðið hjá þeim sé 60 % hærra hér á landi en annarstaðar í evrópu skrítið hvað það er dýrt að flytja vörur til Íslands, þær vörur sem eru á ódýru verði hjá Bónus og Krónuni eru yfirleit útþynntar með vatni eða öðrum efnum.
Útsölur, hvað hefur maður oft séð verð áður en núna með 50 % afslátti en svo kemur í ljós að varan hefur aldrei verið á þessu verði verð áður.
Sama má segja um Bykó og Húsasmiðjuna timbrið unnið og flutt inn frá Póllandi sem var áður unnið hér á landi en hefur verðið lækkað til okkar, ekki svo ég viti, Múskó hvað. Ég get ekki beðið eftir að Bauhaus opnar svo ég get hætt að versla við þessa innlendu aðila, hvað með bankana þeir voru einkavinavæddir svo neytendur gætu fengið ódýrari þjónustu og lægri vexti, við vitum hvernig það fór. Má ég þá biðja um útlenskan banka til landsins svo neytendur komist af hér á landi
Íslenskt já takk!?
Jón
(ATH: Veit ekki betur en 66°reki verksmiðjur sínar eigin verksmiðjur í 
lettlandi og sé íslensk hönnun. hundruðir starfsmanna á íslandi svo 
endilega ekki hætta að versla þar.)

#1448    Íslendingar hafa lengi búið við eitthvert hæsta kjúklingaverð á byggðu bóli. Kjúklingur er hversdagsmatur í Evrópu en hálfgert lúxusfæði hér. Ég vil vekja athygli á svæsinni verðhækkun á kjúklingabringum í vikunni.
Kjúklingabringur frá Holtakjúklingum kostuðu 2.799 kr/kg í síðustu viku (pökkunardagur 20. okt) en eru komnir upp í 3.398 kr/kg (pökkunardagur frá 23. okt). Þetta er merkt verð á pakkningum Holtakjúklinga (sem í Bónus eru yfirleitt seldir með 10-40% afslætti eftir því hvort bringur eru með í tilboðum vikunnar eður ei) en ég skoðaði þær í Bónus Fiskislóð í dag. Þetta er 21% hækkun á einu bretti. Þar sem þetta er innleidd framleiðsla getur hækkunin varla skýrst af gengislækkun krónunnar að undanförnu!??
Dr. Kjúlli

#1447    Fór í Húsasmiðjuna/Blómaval og ómegðin vildi fá ís. Mér fannst það lítið mál þar sem Húsasmiðjan/Blómaval auglýsir ís í brauði á 10kr. Barninu fannst ekki nóg að fá ís í brauði og vildi fá dýfu á ísinn. Fyrir dýfuna þarf að borga 190kr í Húsasmiðjunni/Blómaval. Dáldið mikið okur.
Ásta

#1446    Ég nota skyssubækur mjög mikið dags daglega, og geng alltaf með eina slíka á mér. Þar sem ég er alltaf með þær í vasanum eða bakpokanum er betra að þær séu með hörðum spjöldum og þoli dálítið hnjask. Ég hef oftast notast við skyssubækur af gerðinni "Moleskine" og hef þá keypt þær úti í útlöndum á ca. 900 til 1200 kr, sem mér þykir nokkuð dýrt, en mér hefur hingað til verið sama þar sem ég tel mig vera að borga fyrir gæði. Nú er svo komið að ég er búinn með allar tómu bækurnar sem ég keypti úti og fór því á stúfana í bókabúðunum í miðbænum. Ég fór í Eymundsson og Mál&Menningu og athugaði málið. Jú, þessar bækur eru fáanlegar á landinu en mér dettur ekki til hugar að kaupa þær. Ein slík kostar litlar 4950 krónur!!! Já, þetta er ekki prentvilla, ein skyssubók með auðum blaðsíðum kostar 4950 krónur! Ekki nóg með það, þá er aðeins ein önnur tegund af skyssubókum af sömu stærð fáanleg í þessum verslunum og kostar þá 2400 krónur, sem mér þykir einnig fokdýrt...Fyrir utan að sú gerð bóka er sambærileg við skyssubækur sem fást í Tiger á 200 kr. stykkið. 
Ef að mig vantar bækur eða ritföng í framtíðinni mun ég ekki fara í Mál&Menningu eða Eymundsson heldur leita annara leiða. T.d. er hægt að panta þessar bækur frá amazon.com og kosta þær þá ca. 1800 krónur (að sendingarkostnaði meðtöldum). 
Óskar nafnleyndar. 

#1445    Ég er hætt að versla í Aktu Taktu!! Þeir voru að hækka 1/2 líter af pepsi max, (íslensk framleiðsla) um 20 kr, úr 170 í 190.. Ég er nokkuð viss um að það hækkaði líka e-ð í sumar. Þeir eru líka að selja Hreysti súkkulaði frá Freyju. Ég man að ég keypti það fyrr í vetur fyrir 290 krónur, svo kom ég um daginn og þá kostaði það allt í einu 390 krónur, eitt súkkulaðistykki takk fyrir! Þetta sama súkkulaði kostaði svo ekki "nema" ca 230 í 10-11, sem er nú ekki ódýrasta verslunin.
Annað, ég versla mjög mikið hjá Serrano, nú hef ég tekið eftir því að þeir hafa minnkað alla skammta mjög mikið, t.d. bað ég um quesadillas um daginn, og þeir ætluðu að sejta ca 1 msk af osti, quesa þýðir ostur svo að þetta er OSTAtortilla... Þessum quesadillas fylgja tvær sósur í boxi, boxin voru alltaf fyllt með sósu, nú eru þau hálf... Það versta sem hefur gerst hjá Serrano er að þeir hafa breytt quacamolinu, ég er fastagestur á quacamole og það er ekki hægt að plata mig. Þetta er greinilega bara útþynnt með ferska tómatsalsanu (mildu sósunni)... Maður borgar 150 krónur aukalega fyrir quacamole og það er bara ca 50% (eða meira) tómatsalsa.. Alveg greinilega vatnskenndara og bara ógeðslegasta quacamole sem ég hef smakkað (og þá er meðtalið dósa quacamole! og þá er nú mikið sagt..)
Guðrún
(ATH frá Einari Erni Einarssyni hjá Serrano: 1. Að í Quesadilla sé 1 msk af osti.  Það er fráleitt.  Í Quesdilla eru settar 4 kúfaðar matskeiðar af osti.
2 Hún segir að við höfum breytt guacamole-inu.
Þetta er einfaldlega rangt.  Það eina, sem við höfum gert síðustu vikur er að við færðum guacamole-gerðina útá staðina.  Þannig að í stað þess að guacamole-ið hafi verið búið til í vinnslueldhúsi nokkrum klukkutímum fyrir opnun staðarins, þá er það núna búið til oft á dag útá hverjum stað.  Gæðin hafa að sama skapi aukist gríðarlega.  Hlutföllum og uppskriftum hefur ekki verið breytt í meira en tvö ár.
3 Hún segir að sósuskammtarnir hafi minnkað.
Við erum að fylgja því betur eftir að skammtarnir séu réttir, þar sem við tókum ítrekað eftir því að fólk var að skilja eftir gríðarlega mikið magn af sósum, sem fór til spillis.  Við gerum þetta til að reyna að halda kostnaði niðri, enda er það ekki auðvelt þegar að á okkur dynja verðhækkanir frá birgjum nánast vikulega. 
Mér finnst það greinilegt að Guðrún hefur verið einstaklega óheppin með þessa heimsókn varðandi fyrstu tvo hlutina og ég henni hefur verið það bætt upp með gjafabréfum.)

#1444    Fimm geisladiskar í póstkröfupakka að andvirði 1.500 krónur. - Sendingarkostnaður með Íslandspósti: Reykjavík - Austurland 1.600 krónur. - Okur
Gunnar Geir Kristjánsson

#1443    Ég var að kaupa safndiskinn hans Vilhjálms Vilhjálmssonar (Myndin af þér) í Elkó á krónur 2.295,-. Það verð er um 200 krónum lægra en í Max, 400 krónum lægra en í Skífunni og Hagkaupum, og 900 krónum lægra en í Pennanum-Eymundsson í Kringlunni. Með því að versla í Elkó fékk ég 3 pakkningar fyrir minna verð en 2 pakkningar kosta í Pennanum-Eymundsson.
Verð á bleki í Epson R-300 prentara er einnig miklu hærra í Pennanum-Eymundsson en í Elkó eða Office 1. Verðmunurinn á því nemur 600-700 krónum. 
Penninn-Eymundsson virðist því vera okurbúlla sem vara ætti neytendur við.
Matthías Kristinsson

#1442    Fór í Húsasmiðjuna í gær og keypti plastlok fyrir loftræstigat á baðinu. Þetta er lítill plast kragi með stillanlegu loki í miðjunni og smellt í gatið á baði eða í geymslu. Svipað lok fékkst í í Byko en var of stórt og kostaði þar um 1300 kr. Í Húsasmiðjunni kostaði þetta lok, sem er fyrir 75 mm gat litlar 4.245 kr.! Ef þetta er ekki rán um hábjartan dag þá veit ég ekki hvað rán er! 
Eiríkur Þ. Einarsson

#1441    Fór í Krónuna í Lindinni í dag til að versla vel. Svokölluð mánaðarverslun. Um 10% af öllu sem ég verslaði var vitlaust verðmerkt inni í búð miðað við verð á kassa. Hækkanir eru farnar upp úr öllu valdi. En verst var þó þar sem tilboð voru á Snakki og Osti Það voru stærðarskilti fyrir ofan brettin hjá snakkinu en samt 20% vitlaust verðmerkt. og hjá ostinum var stórt skilti sem tiltók kílóverð 1109 kr kíló af AB osti en var rukkaður um yfir 1.500 kr kílóið.
Þegar krakkarnir á kassa voru beðnir um að taka þessa hluti til athugunar var okkur sagt að þetta yrði skoðað einhverntímann kannski (orðrétt.)
Fórum að lokum til Hamborgarabúllu Tómasar.3 Hamborgaratilboð 2 með beikon en einn nakinn. 3.700 kr máltíðin. Klént skammtað og fóru flestir svangir út og verðið fyrir þessa hörmung var ca 1090 fyrir soninn og 1.300 kr skammturinn fyrir okkur hvort. Það þykir mér frekar frekt fyrir lítið. Maturinn var þó góður svo allri sanngirni sé gætt.
Hugi

#1440    Vildi koma því á framfæri að það skiptir verulegu máli hvert farið er með
lyfseðillinn sinn. Ég hringdi í Lyfju Lágmúla og síðan í Lyfjaver á Suðurlandsbraut, það var 2.400,- kr. mism. á einu lyfi sem ég þarf að taka – Lyfjaveri í hag! Já ótrúlegur munur, lyfið heitir Valtrex 500 mg, 42 töflur og er frá GlaxoSmithKline. Ég fór að sjálfsögðu í Lyfjaver og leysti lyfseðilinn út þar, sá þá að kalk og fleiri lyf eru á lægra verði þá þeim.
Lilja 

#1439    Ég nota lyf að staðaldri og í Lyfju hef ég nú í nokkur ár borgað um 3000-3300 fyrir skammtinn (hækkar smá á hverju ári) í hverjum mánuði, nýlega fór ég í Rima apótek og viti menn, þar kosta lyfin 1700 krónur! Þetta er um 20.000 kr okur á hverju ári
En frábært hjá Rima apóteki þau eiga hrós skilið
Sunna Rós Víðisdóttir
(Nb. Lyfja er ekki á vondu kalla listanum fyrir ekki neitt.)

#1438    Má til með að segja frá þjónustunni á verkstæði Opinna Kerfa. Fór þar í apríl sl. með tiltölulega nýja Hewlett Packard fartölvu og í ljós kom að móðurborð tölvunnar var bilað og þurfti að fá nýtt í tölvuna. Tölvan var í ábyrgð (keypt í des. 2006) og allt í góðu með það, nema að það tók smá tíma að fá varahlutinn í tölvuna, með tilheyrandi bið fyrir mig.
Ég lenti svo í því í gær (26.okt) að hið nýja móðurborð (6 mánaða gamalt) bilaði og þurfti ég því að fara aftur með tölvuna í morgun (27.okt) á verkstæði Opinna Kerfa. Þar var mér sagt að biðtíminn væri 10 dagar en ég gæti keypt flýtiviðgerð á tölvunni og þá tæki þetta 2 daga. Í ljós kom að þessi þjónusta kostar 10.000 kr (þrátt fyrir að tölvan er í ábyrgð auk þess að móðurborðið er tiltölulega nýtt).
Ég benti á að mér þætti ósanngjarnt að borga 10.000 kr fyrir þessa þjónustu, sér í lagi þar sem móðurborðið, hið bilaða, er 6 mánaða gamalt og ég má illa við því að vera án tölvunnar í 10 daga. Úr varð þó að ég keypti þessa þjónustu, en þykir þetta ansi blóðugt.
Guðni E

(Sett inn 24.10.08):

#1437    Fór með Landcruiser í þjónustskoðun til Toyota v. 90.000 km. og fékk áfall þegar ég átti að greiða reikninginn.  Skoðunin kostar Kr. 62.000  og í viðbót er reikningur fyrir varahlutum uppá 7.137.    Þessar þjónustuskoðanir eru nokkuð reglulega og ansi stór hluti af rekstrarkostnaði bíla.  Gaman væri að heyra frá öðrum hvað þetta kostar í öðrum umboðum og hvað þetta kostaði fyrir nokkrum mánuðum.
Örn

#1436    Ef mann vantar t.d varahlut eða þarf að leita að
þjónustu þá borgar sig að hringja á þá staði sem selja viðkomandi
vöru/þjónustu og bera saman verð. Oft sparast mikill peningur með því einu
að hringja nokkur símtöl.
Ég varð fyrir því óláni að bremsudiskarnir og klossarnir fóru á bílnum mínum. Ég ákvað
að gera verðsamanburð. Ég gat fengið diska frá 3.900 kr parið uppí 9-10 þ
parið (2 diskar saman), klossana gat ég fengið frá c.a 5.100 og uppí 8-9 þ
krónur. Ég fékk bremsudiskana í Fálkanum á 3.900 og bremsuklossana á
5.100. Fálkinn er mun ódýrari verslun en aðrar sambærilegar búðir á
höfuðborgarsvæðinu.
Tryggvi Rafn

#1435    Hér er dæmi um eitt svívirðilegasta okur sem ég hef orðið vitni af:
Ég var staddur í Sandholtsbakarí hér í Reykjavík um helgina. Ég ætlaði
að kaupa mér bakkelsi með kaffinu (eins og maður gerir í bakaríum). Rek ég
þá augun í girnilegar tebollur með súkkulaðibitum í afgreiðsluborðinu. Ég
spyr afgreiðslukonuna hvað þær kosti? 395 kr, var svarið. Ha? Já 395 kr.
Vá sagði ég. Af hverju er þetta svona dýýýýýrt? Ja, það er kreppa, hveitið
er svo dýrt og allt hráefnið og svo þarf að borga laun og svona líka. Þau
hafa hækkað ofan á hráefnishækkanir. Tek það fram að allt hafði hækkað
mjög mikið síðustu tvær vikur. Ég versla þarna nokkuð oft. Já okei, sæll
ertu ekki að grííínaaaast? Nei greinilega ekki. Ég gekk rakleiðis útúr
þessu bakaríi og fer í Bakarameistarinn.. Þar voru
tebollur með súkkulaði seldar á 220 kr (dýrt en ekki eins mikið okur og á
fyrri staðnum). Ég mun framvegis halda mig við Bakarameistarann en sleppa
Sandholtsbakaríi. Reyndar var ein skýringin fyrir þessu svakalega okri sú að þarna er allt bakað frá grunni (það er ekkert keypt forbakað og hitað) Mér finnst það frekar léleg útskýring.
Svekktur bakaradrengur
(ATH: Ég fór aftur í Sandholtsbakarí í morgun og sá að það var búið að breyta verðinu,
tebollur með súkkulaði voru komnar niður í 230 kr. Ég spurði
afgreiðslukonuna af hverju þetta væri ódýrara nú en í gær. Sko þannig er
að það voru vitlausar verðmerkingar í gær, þetta verð sem þú sást átti við
verð á heilu brauði.
Mikilvægt er að rétt skal vera rétt. Tebollur með súkkulaði kosta 230 kr í
Sandholtsbakarí EKKI 385 kr.)
(ATH: Ég get ekki orða bundist varðandi dæmi númer 1435. Í mínu hverfisbakaríi sem heitir Bernhöftsbakarí og er á Bergstaðastrætinu og er örstutt frá Sandholt kostar súkkulaði tebollan ekki nema 175 krónur og það er 25% ódýrara en í Bakarameistaranum. Ég bar reyndar saman nokkur verð saman milli Bernhöftsbakarís og Bakarameistarans er ég kíkti þangað í vikunni og var í mörgum tilvikum um 25% verðmunur dæmi: Vínarbrauðslengja 650 krónur í Bakarameistaranum 450 krónur í Bernhöftsbakarí tæplega 45% verðmunur, Speltbrauð í Bakarameistaranum 480 krónur 395 krónur í Bernhöftsbakarí tæplega 22% munur. Ég hvet alla til að versla við þetta gamla rótgróna bakarí sem er leiðandi í sanngjörnu verði á bakkelsi, þau eru enn að bjóða öll rúnnstykki á 50 krónur og er það sönn búbót í kreppunni, enda kosta þau 145 krónur í Bakarameistaranum. Það á að verðlauna þá sem eru í raun ódýrir en ekki þá sem eru okrarar en lækka sig í þremur vörutegundum til að plata fólk.)

#1434    Ekki okur. Ég fór í gær í björgunarfélagið Vöku Eldshöfða til að láta
setja vetrardekkin undir fyrir mig. Umfelgun og jafnvægisstilling á 4.800
krónur. Verðið hefur ekki breyst í 3-4 ár. Þetta kalla ég frábært verð og
vildi benda þeim sem eru að setja bílinn á vetrardekk á að nýta sér
þjónustu Vöku. Vaka er staðsett að Eldshöfða í Grafarvogi og síminn er
567-6700.
Tryggvi Rafn

#1433    Rúmfatalagerinn er að missa sig eins og hinar búðirnar, varan þarf að kosta meira til að borga nýju fansí búðina í Mosó??  Sá svona borðdúk sem var kallaður vaxdúkur í gamla daga – hann var á 399 kr. meterinn í rúllu, asnaðist ekki fyrr en viku seinna til að fara og kaupa, þá var hann hækkaður í 599.  Þetta eru kannski ekki háar tölur – en ansi mörg prósent. 
HG

#1432    Þeir hjá 66°north hafa verið að hækka vörur sínar á þessu ári margsinnis og get ég vitnað um Þórsmerkur dúnúlpuna sem er búin að hækka eftirfarandi á árinu: 
1 apríl um 15% 
júlí um 10% 
sept um 10% 
október 15% 

Þetta er náttúrulega ekki í lagi og það er örugglega ekki hægt að kenna auknum launakostnaði á framleiðslu á þessari tilteknu úlpu þar sem hún er framleitt í Kína þar sem allir vita hvernig er farið með vinnuaflið þar, algjör láglauna kjör.
Mæli með því að Íslendingar taki sér höndum saman og sniðgangi svona græðgi og hættum að versla við svona fyritæki.
Óskar nafnleyndar

#1431    Fór í Krónuna þann 21/10 að kaupa canderel töflur í kaffið, hilluverð 357 kr, kassaverð 499kr og kaupi líka frón kremkex, hilluverð 279, kassaverð 369 og keypti tvennt af hvoru og tók eftir þessu þegar ég var búinn að borga og fékk leiðréttingu upp á 464kr.
Rannveig
(Nb. Passið ykkur í Krónunni, þeir eru með allt niðrum sig í verðmerkingunum)

#1430    Var að koma út Bónus og er heldur betur í hissa yfir verðbreytingum. Í síðustu viku voru Bónusbringur á um 1700 kr/kg enn í dag 2220 kr/ kg. Vá þetta er 30% hækkun, hvar er eftirlitið? Aðrar bringur hafa hækkað líka eða úr 2900 í 3300 kr/kg.
Viðar 

(Sett inn 23.10.08):

#1429    Fór í Bónusvideo í Lágmúla og ætlaði þar að kaupa notaða DVD
mynd (Köld Slóð) enda þrælmerkt trekk í trekk að 1 notuð DVD mynd
kosti 500, 5 kosti meira og 10 enn meira (en hagstæð heildarkaup). Þegar
ég kem á kassa ætlar afgreiðslustelpan að rukka mig um 690 kr fyrir
myndina. Þegar ég segi að það kosti 500 skv. góðum og skýrum
verðmerkingum segir hún að hún verði að hlýða kassanum. Greinilega
ekkert hægt að segja við hana þanng að ég segist ekki ætla að fá
myndina og geng út hugsandi Bónusvideo þegjandi þörfina. Hún toppar
síðan kvöldið og spyr hvort ég ætli ekki að fá gosið og nammið
(sem er okrað á). Ég segi nei, fer í 10-11 og kaupi þar nákvæmlega
sama súkkulaði og kók ásamt mynd. Svipaðar okurbúllur en verðin
stóðust allavega!!!
HR

#1428    Fjarðarkaup, furuhnetur (man ekki frá hvaða aðila) = 180gr. = 594kr. 
Sjæse!!  Skilaði þeim á þjónustuborðinu, fékk endurgreitt með brosi á 
vör.
Óskar nafnleyndar
(Nb. Þetta er a.m.k. þriðja okurdæmið sem hingað kemur af furuhnetum! Kannski verða furuhnetur fyrsta "fórnarlamb" kreppunnar!?)

#1427    Þriðjudaginn 21. okt. sl. birtist í Fréttablaðinu grein byggð á upplýsingum
frá Bakarameistaranum. Greinin gekk útá hvað hann ætlar að gera til að kveða
verðbólguna niður og hvað hann hafði lækkað ákveðnar tilteknar vörur.  Vara
sem ég kaupi oft hjá honum eru músli rúnstykki og laugardags morguninn 18.
okt. kom í ljós að hvert rúnstykki hafði hækkað úr 135 kr. uppí 145 kr. eða
um 7,4%.  Í kjölfar þessarar greinar ákvað ég að líta við hjá
Bakarameistaranum í morgun (miðvikudag 22.okt.).  Þá kom í ljós að varan
hafði ekkert lækkað og er því enn 7,4% hærri en laugardaginn 11. okt.  Þetta
vekur upp þá spurningu hvort að Bakarameistarinn sé að blekkja okkur
neytendur.  Þ.e. að fleiri vörur hafi hækkað en þær sem hafa lækkað.  Og þá
um leið hvort að hann sé ekki að auka heildar tekjur sínar í stað þess að
lækka þær eins og gefið var í skyn.  Það er lágmark að okkur neytendum sé
sagður allur sannleikurinn og það er engum til framdráttar að vera með hálf
sannleik.  Það er ljótt að plata.
Dolli snúður
(Nb. Það er aðeins meira um þetta í Fbl í dag. Eftir því sem ég kemst næst er ekki um að ræða lækkun á öllu sem þeir selja heldur bara tilteknum vörum, t.d. á snúðum (það ætti að gleðja þig Dolli snúður), þeir fara í 99 kr úr 195 og svo Íslandsbrauðið, sem er á 199 kr.)

#1426    Nú veit get ég ekki alveg sagt að mín saga fjalli um okur. Mér finnst hún fjalla um blekkingar. Blekkingar sem við erum alltof oft beitt og snúa að börnunum okkar. 
Þannig er mál með vexti að í nokkur ár hafa börnin mín tekið þátt í Leikjaskóla barnanna hjá íþróttafélaginu Haukum á Ásvöllum. Þegar elsti drengurinn var þar þá þurfti ég aldrei að borga krónu. Enda starfið vel styrkt af Hafnarfjarðarbæ og eflaust fleirum. Það sama var upp á teningnum með yngri guttann þar til í fyrra. Þá fór gjaldið úr 0 kr. upp í 2.000 kr. Ekki svo há tala en mikil hækkun ef talið er í prósentum. Þessi hækkun var tilkynnt oftar en einu sinni og tekið fram að um væri að ræða skráningargjald  í Hauka. Núna í haust skrái ég þennan fyrrnefnda yngri gutta og yngsta barnið í Leikjaskóla Hauka. Ég fór á heimasíðu Hauka og smellti þar á krækjuna um Leikjaskóla barnanna og las þar upplýsingarnar um skólann, hvenær hann byrjaði og hvernig skipulagið væri á honum. Engar upplýsingar um verð eða neitt í þeim dúr. Í skráningarferlinu kom aldrei fram hvað þetta kostaði svo ég ákvað að leita að verðinu í krækjunni fyrir æfingagjöld. En þar er það strax tekið fram að “Eftirfarandi upplýsingar um æfingagjöld gilda aðeins um boltadeildir félagsins, það er handknattleiks, körfuknattleiks og knattspyrnudeild.”.
Þar sem börnin mín æfa ekkert að eftirtöldu þá las ég ekki lengra og gerði þau mistök að halda að verðið væri óbreytt frá fyrra æfingarári.
Nú er svo komið að ég er búin að fá rukkun fyrir æfingagjöldin og hljóðar hún upp á heilar 8.000 kr. Það gerir 4.000 kr. á barn og 100% hækkun fyrir mig. Ég leitaði skýringa og fékk þau svör að verðið stæði sko víst á heimasíðunni og hvað skildi ég eiginlega ekki við þetta?? Svo komu þau svör að Hafnarfjarðarbær hefði dregið úr styrk til íþróttaiðkunar barna yngri en 6 ára. Fór úr 2.000 kr. á mánuði niður í 1.000 kr. á mánuði.
Mér finnst það slæmt mál að Hafnarfjarðarbær dragi úr niðurgreiðslunum en það er efni í annan pistil. Það sem mér finnst líka slæmt í þessu er að Haukar gera ekkert til að láta foreldra vita. Ég fann að lokum upplýsingarnar á netinu hjá þeim. Þær eru undir æfingagjöld þrátt fyrir að þar standi að “Eftirfarandi upplýsingar um æfingagjöld gilda aðeins um boltadeildir félagsins, það er handknattleiks, körfuknattleiks og knattspyrnudeild.”.
Íþróttastjóri Hauka margsagði það við mig í samtali okkar að Leikjaskóli barnanna tilheyrði ekki boltadeild Hauka en upplýsingarnar væru samt þar. Svo ekki væri við þau að sakast. Ég hefði bara átt að lesa betur.
Ég segi: Börnin mín eru ekki að iðka íþróttir sem tengjast boltadeild Hauka og því á ég ekki að þurfa að lesa lengur. Upplýsingarnar sem gefnar eru tengjast aðeins boltadeildinni!!
Mér finnst þetta illa gert hjá þeim, illa unnið og illa að þessu staðið. Í stað þess að viðurkenna mistökin strax og játa það að þetta væri ekki nógu gott þá var farið í það að klína sökinni á bæinn og okkur foreldra. Er upplýsingaskylda þeirra enginn? Ég taldi að gjaldið væri það sama því hækkunin var ekki básúnuð út núna eins og síðast. Mér finnst hækkuninni hafa verið troðið upp á mig í því skyni að þetta sé nú fyrir börnin og fólk fer nú varla að hætta við að borga þó þetta hafi hækkað. Ég meina, hver færi skrá krakkann úr Leikjaskólanum þegar barnið væri byrjað?? Fólk borgar hvort eð er.
Nei, takk. Ekki ég. Ég tek ekki þátt í svona og skráði því börnin úr Leikjaskólanum og ætla ekki að sækja hann aftur. Ekki hjá Haukum allavega. 
Og að lokum, þá finnst mér ég knúin til að taka það fram að ég hef alveg efni á því að borga 8.000 kr. í íþróttir fyrir börnin mín. Málið snýst ekki svo mikið um það fyrir mér heldur að hækkunin var falin og mér var ekki gefinn kostur á því að ákveða sjálf hvort ég vildi borga þennan pening. Sú ákvörðun var tekin fyrir mig og henni á að þröngva upp á mig. 
Guðbjörg, íþróttastjóri Hauka, sagðist ætla að bæta upplýsingaflæðið á heimasíðunni og hafa þessar upplýsingar aðgengilegri. Ég hrósa henni fyrir það og vona að hún standi við það. 
Móðir úr Hafnarfirðinum

#1425    Ég fór í dag í Lýsingu og lét frysta bílalánið mitt eins og margir íslendingar eru að gera. Nema hvað að þeir rukkuðu mig litlar 7 þús. kr fyrir ómakið sem tók 3 mínutur. Nú voru þeir ekki að gera mér neinn greiða því ég borga alla vexti og hluta af höfuðstólnum líka áfram næstu 3 mánuði, en lánið er fryst í þann tíma. Þetta stóð nú svolítið í mér en lét þó til leiðast. Síðan þegar ég kem heim sé ég á textavarpinu að ríkisstjórnin sé að ítreka tilmæli sín og frystingu erlendra mintkörfulána og enfremur að ekki verði tekið gjald fyrir. OKUR??? JÁ
Jónas

#1424    Ég vildi bara láta vita af góðri þjónustu. Ég keypti mér gleraugu í
kringlunni um daginn. Í Auganu kostuðu gleraugun sem mig langaði í 45.000
kr. Ég ákvað að skoða í fleiri búðir og leita að hagstæðara verði. Sem
betur fer fór ég inn í Gleraugnasmiðjuna því þar voru nákvæmlega sömu
gleraugun, meira en 10.000 kr ódýrari.
Harpa Stefánsdóttir

#1423    Keypti álpappír (200 m.) frá Shop Rite í Krónunni. Í hillu sá ég ekki betur en að rúllan kostaði rúmar 300 kr. Þegar heim var komið stóð á kassakvittuninni að rúllan kostaði 899 kr. !!!!  Þetta kallar ég okur ! Ég ætla að skila rúllunni !!
Sigrún 

(Sett inn 22.10.08):

#1422    Okurvextir.blogspot.com. Hér verður fylgst með því hvað stjórnvöld ætla að gera fyrir ofur-skuldsett íslensk heimili. Miklu hefur verið lofað, ekkert efnt ennþá.

#1421    Ég var svo óheppin að týna kortinu mínu en þurfti að kaupa í matinn og átti 1500 kr. í lausu svo ég fylgdist auðvitað extra vel með því hvað hlutirnir kostuðu. Fór fyrst í Nettó og lagði saman verðin á öllu sem ég keypti og mér til ánægju kostaði það nokkrum krónum minna en ég hafði reiknað. Svo vantaði mig pizzabotn og hann var ekki til í Nettó og reyndar ekki í Bónus heldur svo ég keypti svona forbakaða pizzu og verðið á henni 298 kr., átti því nóg til að kaupa líka pizzaost þar sem hann kostaði skv. miðanum á körfunni 139 kr. Þegar ég kom á kassann þá kom upp 438 kr. fyrir pizzuna og 228 kr. fyrir ostinn. Ég var ekki með svo mikinn pening heldur bara rétt fyrir "uppsettu" verði. Sú sem var á kassanum kallaði á aðra stelpu og hún þrætti ekkert fyrir þetta heldur setti inn í tölvuna sem bara "vara". Ég hefði aldrei tekið eftir þessu ef ég hefði verið að kaupa mikið og ekki að fylgjast með verðinu. Semsagt...fyrir bara þessar 2 vörur hefði ég borgað 229 kr. aukalega og hver veit hvernig aðrar vörur eru verðmerktar??? Eins gott að fylgjast vel með og láta ekki hafa sig að fífli!
Ásta Sólveig

#1420    66North úlpa hækkaði úr um 39.000 í rúml. 45.000 frá í gær! Í gær var farið í leiðangur í allar búðir sem selja úlpur til að finna eina slíka í afmælisgjöf fyrir unglingsstúlku. Henni leist best á úlpu í 66North, sem að vísu var afar dýr eða um 39.000 en þar eð þetta var dúnúlpa, afmælisgjöf og dugar í nokkur ár, þá var ákveðið að slá til. En viti menn; frá því í gær hafði úlpan hækkað úr um 39.000 í rúmlega 45.000 kr.! ,,Við getum ekkert að þessu gert," sögðu aumingja afgreiðslustúlkurnar. Er þetta viðunandi? Að sjálfsögðu var úlpan ekki keypt.
Þessu til viðbótar má minnast á að búið var að spyrjast fyrir um hvort hægt væri að skipta greiðslunni þar eð þetta var svo dýrt (þó eru til margar enn dýrari úlpur hjá 66North) en svarið var að ekki sé boðið upp á slíkt.
Bryndís 

#1419    Var í Bónussunnudaginn 19.okt en þar voru frosnar danskar svínalundir á TILBOÐI. Það merkilega var að danskt strikamerki ásamt þyng lundarinnar vara á pakkningunni, þar voru flestar lundirnar um 560 grömm, hinumegin á pakkningunni var íslenskt strikamerki ásamt þyngd sem í öllum tilvikum var ca. 50-60 grömmum meiri en danski miðinn sagði til um. Ekki það að það setji mig á hausinn - EN prinsipsins vegna ! Ég fór með lund á kassann og bað stúlkuna um að vigta hana - hún benti mér bara á miðann sem á stóð 563 gr. og þá ´benti ég henni á íslenska miðann og hún bara hváði - sló inn tölur sem stóðu við íslenska strikamerkið og tjáði mér svo að lundin væri 603 gr.  - en ekki 563 gr. einsog stóð á danska miðanum !! skondið.
Sigga

#1418    Vildi bara benda á ekki okur sem veitir sko ekki af í dag en mig langar að
benda á efnalaug í Borgartúni (Borgarefnalaugin) sem er með mjög ódýra hreinsun. T.d er verð á jakkafötum 1.500 kr og og skyrtan þar kostar 250 stk ef maður kemur með
3 eða fleiri. Þetta er mikið ódýrara en annarsstaðar og langar mig að mæla með þessu
fyrir þá sem þurfa að hreinsa. Hver króna skiptir máli. Áfram svo!
Jakkalakki

#1417    Langar að benda á smá siðleysi sem er í gangi hjá fjármálafyrirtæki. Þannig er mál með vexti að ég er með bílasamning hjá Lýsingu. Þar sem þeir gefa til kynna á heimasíðu sinni að þeir sem eru með bílalán/samninga hjá þeim geti fengið að semja um að fá að borga helming af afborgun svo fremi sem lán/samningar séu í skilum, ákvað ég að sækja um slíkt enda hefur afborgun hækkað frá 26 þús. á mánuði upp í meira en 40 þús. (Svo ég tali ekki um hvað verðmæti bílsins hefur rýrnað). En vitið þið hvað? Það kostar 7000 krónur að breyta láninu/samningnum þannig að þetta sé hægt! Skyldi þá líka kosta 7000 krónur ef ég vildi borga meira inn á lánið en mér ber þar sem það er líka breyting á samningnum ekki satt? Sjálfri hefði mér fundist eðlilegt í ljósi aðstæðna í samfélaginu að þetta kostaði ekkert (eða allavega minna en venjuleg breyting sem er yfirleitt vegna sölu á bílnum) ssl. hjá aðilum sem eru í skilum með sínar greiðslur og alltaf hafa staðið í skilum með sín lán og eru ekki að reyna að semja vegna þess að þeir eru komnir í vanskil hvort eð er. En nei! Ef Lýsing getur grætt á neyðinni sem ríkir hvers vegna þá ekki að græða?
Óskar nafnleysis

#1416    Ég fór í Björnsbakarí við hringbrautina í morgun.  Skellti mér á einn snúð
og kaffibolla.  Þetta kostaði mig litlar 429 kr.! 199 fyrir karamellusnúð
sem var ekki einu sinni nýbakaður og kaffi búið til í svona Senso vél eða
eitthvað álíka á 230 kr. Tvöhundruðogþrjátíu krónur.
Þetta er morgunmatur sem ætti að kosta topps 300 kr og þá er ég að tala um
10/11 style.  Sanngjarnt verð væri svona 250 kall!
Heimir Björnsson

#1415    Bakaríið Kornið auglýsti lækkun á brauðum hjá sér sem er gott mál
og hef ég ekki nýtt mér það ennþá. Þetta ýtir eftir öðrum og Bakarmeistarinn
stökk fram og gerði enn betur "Íslandsbrauð" á 199 kall, góður díll það.
Í morgun kl: 8:35 ætlaði ég að nýta mér þetta ofurtilboð Bakarameistarans
í verslun þeirra í Húsgagnahöllinni, en viti menn ekkert "Íslandsbrauð" á 199 kall
til, afgreiðslukonan var hálf vandræðaleg enda "tilboðsbrauðið" rækilega auglýst 
á afgreiðsluborðinu. Það er ekki komið en kemur vonandi í næstu sendingu....
humm hugsaði ég, kl: 17 í dag eða bara seinna.
Þetta er afleit hugmyndafræði þeirra Bakarameistara manna, kynna sig sem
einhverja bjargvætti og draga að sér kúnna og engin vara til. Keypti hundsvekktur
fjallabrauð á 450 kall en ætla aldrei að versla við Bakarameistarann aftur þar
sem þetta er ekkert annað en skrum að haga sér svona.
Fúll neytandi
(Nb. Eigum við ekki að vona að um byrjendamistök hafi verið að ræða?)

#1414    Ég fór í Hagkaup í Smáralind til að kaupa boxer nærbuxur.  Þarna fann ég pakka með 2 stykkjum á 1299 kr. sem mér fannst í sjálfu sér ekkert svakalega slæm kaup.  Þegar ég kom heim með varninginn ætlaði ég að stinga þessu með í afmælispakka og tók því til við að plokka miðann af.  Undir verðmiðanum leyndist þá eldri verðmiði sem sagði 999 kr.  Þetta er 30% hækkun. 
Hvernig er hægt að réttlæta svona hækkun.  Verðið hefur verið reiknað út með ásættanlegri framlegð á 999 kr. þegar varan kom upprunalega í vöruhús.  Svo líður tíminn og allt er að hækka í þjóðfélaginu vegna gengishruns.  Af hverju ætti þessi vara samt að hækka?  Maður gæti skilið það þegar ný sending mun koma í hús en auðvitað eiga þeir að selja þessa sendingu fyrst á upprunalega verðinu.   Svona græða menn á lýðnum sem er meðvitaður um að vöruverð er að stíga allverulega í landinu.  Hvernig væri að kaupmenn legðu sitt á vogarskálarnar í baráttunni við verðbólgudrauginn og héltu verði niðri þar sem það er mögulega hægt?
Guðrún
(Nb. Mér er sagt að verslanir hafi allt upp í 2 mánuði til að greiða fyrir vörur sem þær panta að utan. Þegar varan kemur í hús þarf að verðmerkja vöruna á því gengi sem þá er. Svo fer allt í pikkles og gengið rýkur upp. Þá panikka búðirnar og hækka, hækka, hækka... Kannski er þeim smá vorkunn.)

#1413    Maðurinn minn hringdi í Max1 í dag til að fá upp verð á balancera 4 vetrardekk á felgum og setja þau undir. Verðið þar uppgefið í síma tæp 7 þúsund. Honum fannst það
heldur hátt svo ég fór á Nesdekk í hádeginu og ætlaði þá bara að láta balancera þau þar, en datt í hug að athuga hvað kostaði að láta setja þau undir líka. Mér var gefið upp 3600 kr en þegar ég kom svo og greiddi var verðið þar var tæp þrjúþúsund fyrir allann pakkann. Töluvert mikill munur.
Ingibjörg 

#1412    Ég má til með að benda á gífurlegar hækkanir á matvöru hjá 10-11 undanfarið. Um helgina kom ég við í versluninni við Eggertsgötu og hugðist kaupa 1/2 líter af sódavatni. Allt sódavatn í hálfslítra flöskum kostaði þar orðið 199kr. Blár toppur og kristall án allra plús og aukanafna á 199kr. Í Bónus í Kringlunni kostar léttkolsýrður Toppur 69 kr í dag, mánudag. 
Elín Björk. 

#1411    Finnst aðeins hafa hallað á Melabúðina í umræðunni um okur, en er með magnað dæmi.  Konunni finnast lífrænar döðlur alveg svakalegt sælgæti og því er stundum keyptur pakki af þeim. Vorum í Melabúðinni um helgina og sáum 500g pakka af Organic Days döðlum á 239 kr.  Henni fannst þetta nokkuð ódýrt en rámaði í að hafa keypt samskonar pakka í Krónunni í ágúst á c.a. 800 kr.  Ég fór því í dag í Krónuna á Granda og athugaði með verðið á döðlunum.  Sami pakki frá sama framleiðanda með sama magni kostaði 1435 íslenskar nýkrónur.  Munurinn er svo mikill í % að ég kann ekki að reikna það.  En það mætti kaupa 6 pakka í Melabúðinni fyrir verðið á einum í Krónunni.
VH

#1410    Ég var í Bónus áðan og keypti þar poka af N.F. Þorskbitum, en á miðanum fyrir ofan kælinn stóð áttahundruð og eitthvað, ég man ekki nákvæmlega, en það var í kringum 850. Þegar ég kem heim sé ég að á kassakvittuninni stendur 998.
Elías

#1409    Ég keypti mér kjól í versluninni Zöru í lok september á 6.595,-. Ákvað síðan eftir að skila honum og fá endurgreitt eftir 10 daga umhugsunarfrest og gekk það greiðlega. Á leið minni út úr versluninni sá ég kjólin á slá og var verðið komið í 7.990,- 
Ég hefði aldrei trúað því að verslun eins og Zara mundi hækka verðið um 20% á aðeins 10 dögum og hvað veit ég nema kjóllinn hafi kostað 5.500,- viku áður en ég keypti hann.
Saga

#1408    Þetta er kannski ekki okur en mig langar að láta vita um slæma viðskiptahætti. 
Málið er að ég var búin að vera hjá Sko með símaþjónustu í 2 ár og fór svo að kaupa mér nýjan síma hjá Nova og ákvað að nýta mér tilboðið hjá þeim að skipta yfir og fá 2000 krónur í inneign á mánuði. Ég ætlaði mér svo að skipta aftur yfir þegar árið væri búið. En daginn sem að skiptin fóru fram þá átti ég inneign hjá Sko eða Tal eins og það er núna. Ég fékk tölvupóst frá þeim þar sem að kom fram að skiptin væru komin í gegn og að eftir 30 daga myndi vera farið yfir notkunina hjá mér og mér þá sendur reikningur ef að ég skuldaði þeim eitthvað. Ég sendi þeim þá póst til baka og spurði þá hvort að það væri þá ekki hægt að færa inneignina yfir, og þá spurði ég þá hvort að það væri ekki hægt að endurgreiða mér. En þá var mér sagt það að það væri ekki gert. Mér finnst frekar lélegt hjá þeim að þeir hefðu sent mér reikning ef að ég skuldaði þeim 30kr en þeir gátu ekki endurgreitt mér 590kr. Þetta finnst mér léleg vinnubrögð og þetta komast þeir upp með því að þeir vita það að ég er ekki að fara með þetta í inniheimtu eða neitt þannig.
Erna Sigrún

#1407    Ég fann á netinu tunnu sem er hönnuð fyrir kúkableyjur og er seld í Ólafíu og Oliver. Tunnan er slíkum kostum gædd að slæm lykt á ekki að sleppa út úr tunnunni þó bleyjurnar í henni séu á floti. Eníhá, plastdallurinn er skráður á netinu á 6950 kr. en þegar ég kom á staðinn föstudaginn var verðið 9950 kr. 
Hjalti

#1406    Ég sá að okurkvartari  nr 1283 var að hrósa bónusvidjó og kaupþing fyrir framtak sitt að leiga eins margar spólur og þú vilt í mánuði fyrir aðeins 1000-1250 kr. (fer eftir því hvort að þú sért í vexti eða ekki) 
Ég tel farir mínar ekki sléttar við Bónusvidjó í þessu máli. Ég fékk semsagt tölvupóst frá Kaupþing með þessu dúndurtilboði og link inn á síðu bónusvidjó þar sem ég gæti skráð kreditkortið mitt og þannig skráð mig,þar sem þetta á að vera dregið af kortinu þínu mánaðarlega. Ég hugsa með mér að þetta sé fínt tilboð, (ég hef reyndar ekki lagt það í vana minn að versla við bónusvidjó, finnst þeir okra) en ákvað að taka þessu tilboði,  þar sem bónusvidjó er nálægt heimili mínu. 
Svo nokkrum dögum seinna þá ætla ég að fá fría spólu en nei...afgreiðslumaðurinn segir að ég sé ekki búin að greiða fyrir áskriftina. Mér fannst það nú heldur undarlegt þar sem að ég vissi að það væri heimild inná kreditkortinu mínu. Ég spyr strákinn hvað gæti verið að og hann vissi nú fátt um það og vísaði á yfirmenn í Lágmúla. 
Svona tveim vikum síðar er ég mætt upp í Lágmúla á föstudagskvöldi með betri helmingnum og ætla að fá fría spóu og eiga  notalega stund. Við veljum okkur spólur með þessum nýja glataða kerfi. (Maður pikkar á einhver tölvuskjá og leitar þannig af myndum) Svo þegar ég kem í afgreiðsluna, þá á að rukka mig 700 kr og ég segi við strákinn að ég sé í vexti og er í þessu tilboði. Hann segir að ég sé skráð en það sé ekki búið að greiða áskriftina. Þá varð ég frekar pirruð og segi að ég hafi skráð mig á netinu fyrir örugglega 3 vikum síðan og þetta væri nú bara einhver mistök hjá þeim. Þá svarar strákurinn að það sé ekki hægt að skrá sig á netinu heldur aðeins hjá þeim.Og að maður verði að koma á milli 9-17, einmitt á tíma sem flestir eru að vinna. Nú já, hvers vegna gat ég þá skráð mig spyr ég? Nei hann fullvissaði mig um það að það væri sko ekki hægt. (hvers vegna er ég þá inni í tölvukerfinu ef ég hef aldrei skráð mig hjá þeim?) Ég spyr hvort að ég geti nú ekki samt fengið spóluna ókeypis þar sem hann sér að ég er skráð, hann neitar því og við urðum að greiða hundfúl fyrir spóluna því að klukkan orðin margt og við of sein að fara annað.
Ég geri þriðju og síðustu tilraun núna um daginn og er þá annar strákur að vinna. Við veljum spólu jada jada en þegar ég segi að ég er skráð í þetta tilboð þá segir hann að ég sé ekki búin að greiða. Þá fýkur aðeins í mig og ég segi við hann að ég skilji þetta ekki þar sem meira en mánuður er síðan ég skráði mig og þetta sé bara algjört rugl. Hann spyr mig hvort að ég hafi skráð mig hjá þeim og ég segi nei á netinu. Þá fæ ég aftur það svar að það sé ekki hægt að skrá sig á netinu. Núna er ég hoppandi ill en er samt kurteis og segi að Jú það er víst hægt! Hann segir að hann skuli bara kippa þessu í liðin og skrá mig. En viti menn þegar hann ætlar að reyna að skrá mig þá kemur í sjálfsögðu í ljós að ég er þegar skráð! (AF ÞVÍ AÐ ÉG SKRÁÐI MIG Á NETINU)
En svona til þess að reyna að hugga mig þá segir strákurinn, Já ég er nú líka helvíti fúll yfir þessu sko, ég fæ prósentur fyrir að skrá fólk!!
Ég átti ekki til orð yfir þessum dónaskap og til þess að bæta gráu ofan á svart þá sá ég núna á heimabankanum mínum að þeir eru búnir að rukka mig tvöfalt eða semsagt 2000 kr!!!!!!
Ég er mjög mjög ósátt og ætla sko að skrá mig úr þessu bara strax í gær og er bara hálf sár við sjálfa mig fyrir að hafa fallið fyrir þessu „dúndurtilboði“.
Birna Helena, reið og sár

#1405    Ég verð að láta vita af því að það er okrað á skólafólki. Ölgerðin hefur sett upp sjálfsala í skólum og ef maður setur kortið sitt í sjálfsalann og hættir svo við að kaupa þá tekur hann samt 1 krónu af kortinu. Ég veit að 1 króna er ekki mikið, en er þetta leyfilegt? 
Vibekka
(Nb. Er þetta nú bara ekki eitthvað rugl?!)

#1404    Ég held að okur ársins hljóti að vera knippa af hvítlauk (4 í neti) í 10-11 í Grímsbæ í dag. Mig vantaði tilfinnanlega hvítlauksrif en hætti snarlega við þegar þessir 4 laukar áttu að kosta 579 krónur. Ég fór í Bónus og keypti eins knippi frá sama fyrirtæki á 48 krónur!
Jóna Kristinsdóttir

#1403    Skaust inn í Virku í gær og keypti 75cm rennilás fyrir gömlu úlpuna.
Fannst hann ekkert sérlega ódýr, en þar sem ég eyðilegg nú ekki rennilása
á hverjum degi gátu 2.063 kr. svo sem verið eðlilegt verð.
Mín síðasta atlaga að saumavél fyrir 25 árum endaði með samansaumuðum
buxnaskálmum - hnébót og bakhlíð kyrfilega krossað í bak og fyrir - því
hafði ég vit á að skokka næst niður í Saumsprettuna í Aðalstræti.
Þar var mér tilkynnt að herlegheitin kostuðu 4.500 kr... nema hvað, ef ég
vildi nota rennilásinn dýra fengi ég 500 króna afslátt!
Sem betur fer fór ég réttu megin fram úr í morgun, reiknaði eldsnökkt og
þáði ísetningu með öllu.
Næst lá leiðin upp í Virku aftur - þeim til hróss verð ég að segja að
lásinn dýra fékk ég endurgreiddan möglunarlaust.
Nú hef ég efni á þremur kreppubjórum og get svo gengið heim hlýjum skrefum
brosandi framaní Bola gamla Vetrarson.
Vilhjálmur Hjálmarsson

-----
Okur #1253 - 1402 eru hérrrrrrrrrrrrrrrrrrrrna.

Veistu um svakalegt okur? Láttu vita!