Fjarkennslu námskeið í Macromedia Flash MX
Kennari Bragi Halldórsson hönnuður

Þessi síða og fjarkennslu efni hennar var sniðið að næst nýjustu útgáfunni af Flash MX, en nú hefur komið ný útgáfa sem kölluð er Flash MX 2004. Ekki er um neinar veigamiklar breytingar á forritinu til einfaldrar hreifi mynda og margmiðlunar gerðar en forritunar möguleikar þess fyrst og fremst auknir.

Þetta gerir mér ákveðið erfitt fyrir þar sem ég tók þessa kennslu að mér með stuttum fyrirvara og ekki vannst tími til þess að uppfæra kennslu gögnin að Flash MX 2004. Flest allt stendur þó óhreyft. En fyrir þau ykkar sem náið ykkur í 30 daga útgáfu af forritinu á netinu þá er aðeins hægt að velja þá nýjustu. Ég ætla þó að leita að þeirri næst nýjustu og mun pósta hana hér inn þegar/ef ég finn hana.

Þessu til viðbótar þá er bókin Flash MX Bible ekki til á landinu sem stendur og ekki heldur Flash MX 2004, en Bóksala stúdenta hefur úrval af öðrum bókum um Flash MX 2004. Ég skil þó eftir inni allar vísanir í þessa bók fyrir þá sem næðu að komast yfir hana.

Uppbygging námskeiðsins
Farið er yfir forritið og helstu þætti þess í kennslustofu til að byrja með, í 4-5 tíma. Þar sem ekki er hægt á svo stuttum tíma að fara ítarlega í alla hluti er farið yfir öll lykilatriðin og vísað nánar í leiðbeiningar efni sem fylgir forritin. Er ætlast til að nemendur fari síðan sjálfir yfir þetta efni heima.

Síðan eru 4 verkefni sem eru miðuð við að hægt sé að leysa þau á einni viku/helgi. Á netinu er ókeypis 30 daga útgáfa af forritinu og geri ég ráð fyrir að nemendur geti notað þessa útgáfu forritsins og lokið öllum verkefnunum á þessum 30 dögum.

Ekki er skylt né nauðsynlegt að kaupa bók fyrir námskeiðið, en fyrir þá sem vilja læra sem mest um forritið verður stuðst við bókina Flash MX Bible og í verkefnum vísað í viðeigandi kafla og verkefni í henni.

Spurningar skulu sendar í tölvupósti á bragi@this.is með Flash skjalinu sem viðhengi þegar upp koma vandamál. Þær spurningar og svör sem ég tel að geti gagnast öllum/mörgum set ég inn á Upplýsinga síðuna jafnóðum

Helstu þættir forritsins
Inn í forritinu undir Help>Lessons, er farið yfir alla þessa þætti í þessari röð og er ætlast til þess að nemendur fari sjálfir yfir þau heima.

1 Teikni tólin
Sjá Help>Lessons>Illustrating in Flash Kafli 5, 8 og 9 í Flash MX Bible

2 Texta meðhöndlun
Kafli 8 í Flash MX Bible

3 Simbols, Instance and Library (tákn, eintök og safn)
Kafli 6 í Flash MX Bible

4 Layers (lagskipting)
Kafli 4 og 12 í Flash MX Bible

5 Tweens (millun)
Kafli 11 og 13 í Flash MX Bible

6 Takkar og einfaldar skipanir (Actions Script)
Kafli 6 í Flash MX Bible