Breytingar á forritun milli Flash MX og MX 2004
25/02/05 09:16
Aðal breytingin á forrituninni milli Flash MX og MX 2004 sem þið finnið fyrir við lausn Verkefnis 3 er sú að þegar þið veljið skipun, eins og „if“, að þá kom skipunin „on (release)“ sjálfkrafa á undan. Þetta átti alltaf við alla takka. Í MX 2004 er þetta ekki sett inn sjálfkrafa heldur verður maður að skrifa þetta inn fyrst á undan öðrum skipunum eins og „goto“ og fyrrgreindri „if“.

Það er þannig gert að skrifað er „on (“ og þá kemur upp val gluggi á eftir fyrri sviganum og þar velur maður „release“, sviga lokað. Þetta er aðal breytingin.

Hin er sú að ekki eru allir „krullu svigar(veit ekki annað íslenskt orð) „{“ settir inn sjálfkrafa. En allar skipanir verða að byrja á og enda á svona sviga, vera innan hans. Samt geta verið aðrir svigar þar fyrir innan, í rauninni er þetta rétt eins og í öllu skrifuðu máli, allir svigar verða að lokast í skrifuðum texta og geta innihaldið aðra sviga. Ef þið því fáið villu meldingu á verkefnið, lesið hana vel og sjáið hvort þar er minnst á að vanti að svigi lokist. Eins að bera ykkar forritun vel saman við skíringa myndirnar sem fylgja kennslu efninu.

Þessi tvö atriði eiga að duga til þess að ljúka verkefninu.

PS
Svo eru þeir búnir að flytja til hvar sumar skipanirnar eru, en ekki er erfitt að finna nýju staðina.

Hljóð í Flash
08/02/05 08:56
Ég er búin að rekast á eina breytingu á Flash MX og Flash MX 2004. Ég fékk þessa fyrirspurn:

Hef verið að kljást við 1. og 2. verkefni í Flash og búin að ná þessu nema hvað ég átta
mig ekki á því hvernig ég set inn hljóðið þegar gæinn lemur á fluguna á nefinu á sér! Finn
ekki Common Library undir Windows ogg ekki skjalið Sounds.fla. Fór í Help og las
leiðbeiningar þar sem ég fór eftir en græddi ekkert á því! Hvað næ ég í þessi hljóð?

Málið er það að búið er að taka út hljóð bankann sem fylgdi forritinu. Inn á Verkefna síðuna hef ég sett tengil á Flash skjal sem þið getið náð í og er þessi hljóð banki.

Þið opnið þá fyrst Flash skjalið með hljóðunum og með Library'ið opið (sem sýnir ykkur hljóð fælana) þá oppniði ykkar eigin skjal. Þá sjáið þið að hljóð Library'ið helst opið.

Að öðru leiti getið þið fylgt leiðbeiningunum. Það er, valin er lykilreitur á tíma línunni, smelt á hljóðið og það dregið inn á reitinn eða vinnuborðið. Birtist þá viðkomandi hljóð í val glugganum niður í Properties. Ef fleiri en eitt hljóð er sett inn svona getur maður valið á milli þessara hljóða fyrir ramman og breitt og prófað fram og til baka.

Lagfæring á tenglum á verkefni
1/02/05 12:03
Tenglarnir á verkefnin voru gallaðir hjá mér og vísuðu ekki á rétt verkefni. Ég er nú búin að laga það.

Yfirferð mín á Verkefni 1
28/01/05 13:46
Ég er búin að fara yfir Verkefni 1 og þarf ég ekkert að breyta því, ekki skiptir máli hvort fólk er með Flash MX eða Flash MX 2004.

Upplýsingar
26/01/05 13:03
Hér mun ég setja inn fyrirspurnir og svör við þeim sem ég tel að geti komið öllum að gagni, auk þess almennar ábendingar og upplýsinga.

Eins ef ég er að bæta tenglum inn á tengla síðuna um bækur og vefi með kennslu leiðbeiningum.

Syndicate