Flestar þessara smásaga ritaði ég upprunalega í þeim tilgangi að nota þær síðar til þess að teikna upp úr.
Bróðurpartur sagnanna tilheyrir ritstefnu sem á eitthvað skylt við töfraraunsæi. Þ.e. hversdagslegar lýsingar sem draga lesandann inn í söguþráðinn og svo gerist eitthvað atvik fyrr eða síðar sem "löðrungar" lesandann.

Þannig að það má segja að hafirðu lesið eina af sögunnum, hafir þú lesið þær allar, en hafðu markmið mitt í huga þegar þú lest sögurnar: Ég ritaði þær fyrir sjálfan mig, en leyfi þér jafnframt góðfúslega að lesa þær ef ske skyldi að þér þætti gaman að. ;)

Athugaðu að kvikni eitthverjar spurningar eða athugasemdir varðandi sögurnar, hikaðu þá ekki við að senda mér tölvupóst með því að smella á "hafa samband" á botni sagnasíðanna eða hér fyrir neðan og ég mun hafa samband við fyrsta tækifæri.