Það var hljóður sunnudagsmorgun er kafteinninn steig fram úr káætu sinni.
"Eitthvað kvikt?" spurði hann stýrimanninn á meðan hann skolaði niður nokkrum verkjastillandi með glasi af vatni enda frekar illa á sig kominn sökum svefnleysis.
-"Ekkert." svaraði sýrimaðurinn taugaóstyrkur.
Þeir höfðu verið á siglingu í rúmar tvær vikur í mannskaðaveðri, en nú, síðustu tvo daga, hafði veðrinu slotað og blankalogn var skollið á. Ekki einusinni mildur tóbaksreykurinn úr pípu áhyggjufulls kafteinsins bærðist, slíkt var lognið. Þetta þótti áhöfninni vitaskuld undarlegt þar sem þykk ábreiða biksvartra skýja hafði legið yfir skipinu allan ferðina svo vart sást munur á degi eða nótt. Þessir ráðvilltu sjómenn höfðu nú ekkert til að snúa aftur til.
Hvað hafði komið þeim í slíka aðstöðu? Til þess að skilja það verðum við að hoppa nokkrar vikur aftur í tímann.

"Almáttugur! Hvað í ósköpunum var þetta!?" Heyrðist gargað langt niður á götum höfuðborgarinnar. Íbúar hennar þustu um göturnar öskrandi, brjótandi, bramlandi, ruplandi… Deyjandi. Öll byggingin lá á reiðiskjálfi og í fjarska teygðu eldtungurnar sig hátt til himins. Óbreyttur hermaður þaut inn í herbergið móður og másandi.
"Beta-sveit?" Spurði hershöfðinginn áhyggjufullur á svip. Hermaðurinn hristi hausinn vonleysislega og hjarta hershöfðingjans tók auka slag. "Við getum ekki haldið áfram að senda mennina svona blint út í dauðann! Hvað sem að þetta er, þá nálgast það okkur hraðar en nokkru sinni! -Ég tel að tíminn sé kominn!" Gargaði hershöfðinginn og starði stíft í augun á öðrum hátt settum hermanni sem að lá kósvettur og skjálfandi í hnipri í einu horni herbergisins. Maðurinn kinkaði kolli ákaft og gerði aumkunarverða tilraun til þess að brosa. "Gott, ég læt forsetann vita, ef hann er enn á lífi."Sagði hershöfðinginn og yfirgaf herbergið.
"Sláðu inn kóðann eftir pípíð" Heyrðist óskýr rödd segja á hinum enda línunnar. Hersöfðinginn potaði ákaft í símann áður en hann náði loks sambandi.
"Góðar fréttir, vona ég?"
-"Því miður" Sagði herhöfðinginn og hikaði örlítið áður en hann hélt áfram, "Tíminn er kominn, Beta-sveitinn hvarf sporlaust um leið og þeir nálguðust víglínuna.".
-"Dauðir… Allir saman!?" Hershöfðinginn svaraði spurningunni þegjandi. "En það getur ekki verið, þeir voru þeir bestu í sínu fagi!"Aftur laust þögnin samtalið áður en að röddin tók aftur til máls "Svartara verður það ekki, ég gef skipunina og guð hjálpi okkur." Vonleysistónninn í röddinni var ólýsanlegur áður en eigandi hennar lagði símann hægt á. Hershöfðinginn gekk þungum skrefum aftur inn í herbergið með hangandi höfuð og allir viðstaddir horfu spurjandi á hann. Hann kinkaði hægt kolli og yfirgaf herbergið.

Skerandi drunuhljóð á við þúsundir eldinga skar í eyru allra íbúa höfuborgarinnar. Þær rúður sem eftir voru óbrotnar urðu að dufti. Litlu seinna klofnaði himininn handan víglínunnar. Gríðarlegum blossa laust upp og í örfáar sekúndur var sem dagur væri risinn. Allt varð hljótt, blossinn dó hægt út og himininn varð blóðrauður og drungalegur. Ekkert hefði getað lifað af handan víglínunnar.

Alpha-sveit fikraði sig hægt lengra og lengra inn á víglínuna, allir meðlimir hennar voru íklæddir ofursterkum geislavarnarbúningum sér til verndar og höfðu talstöðvarsamband sín á milli. Eldur logaði enn sumstaðar og afmótaðir málmhlutir sem höfðu bráðnað við hita sprengingarinnar lágu á víð og dreif um svæðið. Ekkert hefði getað lifað þetta af, ekkert.
"Bíðið við!! Mér fanst ég sjá eitthvað hreyfast á bak við bílhræið þarna!"
-"Það er ómögulegt! Þú sérð ofsjónir, er nokkuð gat á búningnum þínum, Púki?"
"Svona, ekki vera með nein fíflalæti. Þú og Mútta farið og athugið þetta og látið okkur svo vita."
-"Mútta… Ég hef aldrei heyrt eins fáránlegt kallnafn! Af hverju mátti ég ekki vera Púki eða jafnvel Illur? Þá gæti ég að minsta kosti dáið með örlítilli reysn." Mútta strunsaði önugur tautandi í átt að bílhræinu. "Brandur hefði jafnvel dugað eða-eða Ko….."
"Mútta, Þytur, Er allt í lagi? -Heyriði í mér!?" þeir stóðu graf kyrrir við bílhræið og bærðu ekki á sér. Alpha-sveitin rölti í áttina að þeim. Foringinn lagði hendina á öxlina á Þyt og leit framan í hann. Það sem var innan í búningi Þyts var ekki leingur Þytur. "Amáttugur! Hörf…." Dagar foringjans voru nú einnig taldir. Sama gilti um meiri hluta Alpha-sveitarinnar. Aðeins þrír voru eftir sem hlupu eins og fætur toguðu til baka í átt höfuðborgarinnar. Rauðleiddur bjarmi lá á himninum handan hæðarinnar sem skyggði á borgina. Mennirnir horfðu taugaóstyrkir hver á annan. Er þeir náðu yfir hæðina krupu þeir allir á kné… Það var ekkert eftir af borginni nema logandi rústir og einstaka sprengingar. Vonleysið var algert. Svo varð allt svart, Alpha-sveitin var nú minning ein.

Jörðin rifnaði í sundur með miklum skjálfta og drunum nálægt borginni og út úr sprungunni þustu milliónir biksvartra vera ýlandi og tístandi… Dögun krýningar nýrra konunga jarðarinnar var upp runnin.



Það var hljóður sunnudagsmorgun er kafteinninn steig fram úr káætu sinni.
"Eitthvað kvikt?" spurði hann stýrimanninn á meðan hann skolaði niður nokkrum verkjastillandi með glasi af vatni enda frekar illa á sig kominn sökum svefnleysis.
-"Ekkert." svaraði sýrimaðurinn taugaóstyrkur.
Þeir höfðu verið á siglingu í rúmar tvær vikur í mannskaðaveðri, en nú, síðustu tvo daga, hafði veðrinu slotað og blankalogn var skollið á. Ekki einusinni mildur tóbaksreykurinn úr pípu áhyggjufuls kafteinsins bærðist, slíkt var lognið. Þetta þótti áhöfninni vitaskuld undarlegt þar sem þykk ábreiða biksvartra skýja hafði legið yfir skipinu allan ferðina svo vart sást munur á degi eða nótt.
Þessir ráðvilltu sjómenn höfðu nú ekkert til að snúa aftur til.