SKOÐA SÝNINGUNA

18. október 012

Ívar Valgarðsson
Aðdragandi. 2009
Ídráttarvír, (þúsund metrar, sjö litir),
220 v rafstraumur ,100 w ljósapera
Þvermál u. þ. b. 180 cm

18. október 022

Finnur Arnar Arnarson
Innsetning, 2009

“Verkið sýnir verksummerki á aðfangadagskvöld þegar búið er að opna pakkana.” FA.

18. október 018

Erla S. Haraldsdóttir
Betlandi Kona/ Begging Woman, 2009
C – type photo print on dibond,
ljósmynd á ál, klippimynd/collage
111 X 165 cm

“Þetta er mynd af betlandi konu sem ég geng alltaf fram hjá þegar ég fer á vinnustofuna mína í Kreuzberg í Berlín.
Hún situr þarna flest alla daga og horfir  biðjandi á fólkið, endutakandi sömu orðin við þá  sem ganga framhjá,
Ég reyni að forðast augnaráð hennar þegar ég labba framhjá henni og “loka á hana”. En hún er orðin partur af mínum hversdagsleika og partur af hinum “svíðandi” raunveruleika sem er til staðar og sem er einmitt raunveruleiki. Þessvegna ákvað ég að gera mynd af henni, til að fá tækjifæri að skoða hana akkúrat eins og hún er þegar hún situr þarna á gangstéttinni.
Þetta er mynd sem á eftir að vera í teiknimyndavideói sem er í vinnslu með upptökum frá Berlín og Íslandi.”
EH.

18. október 015

Þóroddur Bjarnason
Árni, 2009
Akrýl á striga
280×110 cm

“Árni er verk um hvern einasta einstakan Árna, og um leið er það verk um allan þann hóp manna sem eiga það sameiginlegt að heita Árni.  Verkið á að vera ágengt í rýminu og tala sterkt til allra þeirra Árna sem sjá nafnið sitt uppblásið og upphafið fyrir framan sig.” ÞB.

18. október 02318. október 013

Hildigunnur Birgisdóttir
108 fokheldar bænir, 2009
Bænaperlur fundnar í Breiðakri 17 og 19,
lakk og poliester þráður

Tinna

Helga G. Óskarsdóttir
Leynilegt landslag IV, 2009
Teikningar á pappír, stækkunargler
í spónaplötu

“Helga leitar oft fanga á þeim svæðum tilverunnar sem eru vart sýnileg okkur í daglegu amstri. Ekki það að viðföng hennar séu ósýnileg heldur myndu þau frekar teljast óáhugaverð, óþörf og oft beinlínis óæskileg.

En þarna finnur Helga fegurðina, á þeim stöðum þar sem við myndum alla  jafna ekki leita hennar. Nú rannsakar hún fokhelda veggi ófædds  heimilis og birtist hluti niðurstaðna hennar hér í blýants og  pennateikningum. Helga hefur komið stækkunarglerjum fyrir í rýminu sem  gestir geta gengið um með og gert sínar eigin rannsóknir og jafnvel  notið hrárrar fegurðar rýmisins.” HÓ.

tinna2

tinna3

18. október 027

Kristinn G. Harðarson
Innbrot, þrír ánamaðkar og íslenska
kartaflan. 2009
Vatnsmálning á vegg
Stærð eftir aðstæðum

“Verkið er í formi myndasögu, þrír bútar, allt næturstemningar, sem tengjast á óljósan hátt. Einn hlutinn segir frá innbrotsþjófi við iðju sína, annar er um vinina þrjá, ánamaðkana, sem una sér vel á sínum heimavelli, en sá þriðji veitir innsýn í líf kartöflumóðurinnar og hennar fórnfúsa starf.” KGH.

18. október 016

Sara Björnsdóttir
Konkrít realismi/concrete realism. 2009
Blýantur á steinsteypu
Stærð breytileg

18. október 025

Ingólfur Örn Arnarsson
Án titils 1995/2009
Steinsteypa, grunnur, vatnslitur

60 x 20 x 5 cm

“Röð upptalningar á efnisþáttum verksins er í senn hluti merkingar þess frá vegg til skynjunar áhorfandans. Útþynntur litur efnisheimsins hylur hluta yfirborðsins og kallast  á við ytra umhverfi.” IA.

18. október 019

tinna 4

Rúnar Helgi Vignisson
Mál-verk: Breiðakur 17, 2009
Mál á pappír
50 x 70 cm
2009