danni_kob_vefmynd
Daníel Björnsson
BISMÚT
08. 11. 2014 - 21. 12. 2014
 
Sýningin er framlengd til sunnudagsins 21.des.
ÚTGÁFUHÓF OG "FINISSAGE" LAUGARDAGINN 20.DES. KLUKKAN 15.00


Opnun laugardaginn 8.nóvember klukkan 17.00

Daníel Björnsson opnar einkasýningu í Kling & Bang laugardaginn 8. nóvember kl. 17 sem ber nafnið Bismút. Daníel teiknar upp sýningarrýmið með lituðu ljósi og stillir þar upp nýjum skúlptúrum úr brunni sínum. Verkin snerta á umbreytingum, enda dregur sýningin nafn sitt af frumefninu bismút sem er þungur, brothættur, hvítkristallaður málmur sem umbreytist við hitun í tilkomumikinn kristal í öllum regnbogans litum. Verk Daníels draga fram hið stöðuga ferli sem núningur tímans við efni, anda og aðstæður er.

Daníel Björnsson útskrifaðist frá myndlistardeild Listaháskóla Íslands vorið 2002. Síðan þá hefur hann tekið í fjölda samsýninga og sýnt verk sín víðsvegar, austan hafs og vestan, meðal annars í Centre Pompidou í París, Berliner Liste í Berlín, Frieze Art Fair í Lundúnum, Dimensions Variable í Miami, Listasafni Reykjavíkur – Hafnarhúsi og Skaftfelli á Seyðisfirði svo fátt eitt sé nefnt. Daníel hefur um árabil starfað sem stundakennari við Listaháskóla Íslands auk þess að vera einn af stofnendum Gallerís Kling & Bang og listamannamiðstöðvarinnar Klink og Bank.

Sýningin stendur til 14. desember. Opið er í Kling & Bang fim-sun kl. 14-18 og er aðgangur ókeypis.
 
 
 
 
 
 Hverfisgata 42 - 101 Reykjavik - Iceland sími: 696 2209 kob@this.is