life_efi_mynd
Margrét Bjarnadóttir
LIFE - EFI
28. 08. 2014 - 28. 09. 2014
 
Í sýningunni LIFE – EFI heldur danshöfundurinn Margrét Bjarnadóttir áfram að kanna það sem finna má innan í, á bak við og handan þess sem er. Orðin á bak við orðin, landslagið innan í landslaginu og hreyfingarnar handan hreyfinganna (svo fátt eitt sé nefnt). Verkin sem til sýnis verða - myndbandsinnsetningar, teikningar og ljósmyndir - varpa skæru ljósi á stöðugar vangaveltur höfundarins um tvöfalt eðli raunveruleikans og möguleikana sem búa í efanum.
Margrét hefur áhuga á sannleikanum í fleirtölu og veruleikanum í fleirtölu og bera verkin á sýningunni LIFE – EFI þess eflaust merki.

Sýningin opnar fimmtudaginn 28. ágúst kl. 17:00
LIFE - EFI er hluti af Reykjavík Dance Festival.
http://www.reykjavikdancefestival.com/
 
 
 
 
 
Grandagarğur 20 - 101 Reykjavík kob@this.is