kogb_poster-auka
Jóhanna Kristbjörg Sigurðardóttir
Frá hugmynd að aftöku - From idea to execution
09. 12. 2023 - 04. 02. 2024
 
Á sýningunni “Frá hugmynd að aftöku” sýnir Jóhanna Kristbjörg Sigurðardóttir ný verk sem hún byggir á myndrænu og táknrænu tungumáli.
Í verkum sýningarinnar leiðir listamaðurinn saman áþekkjanlegar línur og form, auk einfaldra myndlíkinga sem saman draga fram merkingu og samhengi á milli málverka, skúlptúrs, ljósmynda og myndbandsverka.

Í þróun verka sinna gengur Jóhanna út frá upphafspunkti þar sem hún skoðar samhengi hugmynda og þýðingu þeirra í hverju verki fyrir sig, en leyfir þeim svo að brotna, eða hlaðast upp, í ólíka möguleika túlkunnar í heilda-innsettningu sýningarinnar. Mótast þannig tungumál sýningarinnar útfrá upplifun, hreyfingu og túlkun áhorfandans.

Jóhanna er að mestu búsett í Antwerpen Belgíu, þar sem hún lauk meistara gráðu frá KASK & Conservatorium, 2013 auk post-graduate námi frá HISK árið 2015 og starfar hún nú sem gestaprófessor við innsetninga- og málaradeild KASK & Conservatorium, Gent, Belgíu.
Jóhanna hefur sýnt verk sín viðsvegar og má þar nefna, Kunsthalle São Paulo. São Paulo, Brasilia, S.M.A.K. Gent. Belgíu, Andersen's Contemporary. Kaupmannahöfn, Danmörku, Hafnaborg. Hafnafjörður. Íslandi, Ornis A. Gallery, Amsterdam, Hollandi, De Warande. Turnhout, Belgíu og Kling & Bang, Reykjavík, Íslandi.
 
 
johannaraud_minni
 
 
 
Grandagarğur 20 - 101 Reykjavík kob@this.is