Óhappajól
Hver er versta mögulega tímasetning á bílslysi? -Aðfangadagur.
Örlagadísirnar völdu þennan dag handa ömmu minni. Bíllinn mun ekki aka framar, en það mun amma vafalítið gera, enda slapp hún með örlitla bakverki, sem læknarnir segja munu horfna innan þriggja daga. Svo virðist sem beygt hafi verið í veg fyrir hana, en það eru mannleg mistök að aka yfir er maður sér grænt ljós útundan sér gerandi ráð fyrir því að þetta sé beygjuljós. Atvik þetta tafði talsvert fyrir hátíðarhöldum fjölskyldunnar og má lesa nánar um það hérna.
Eins og áður sagði er bíllin algerlega ónýtur... -Bíllinn sem að ég sat í í rúma klukkustund bíðandi eftir að fá þvott í gær. Sad

Svo er það gjafalistinn alræmdi:

-Skanni frá ömmu og afa. Ég var að rotna úr skannaleysi og er afar þakklátur! Laugh
-Últramegahæperüberheyrnartól frá Tótunni minni! Laugh (nei, þau eru ekki þráðlaus, enda eru þráðlaus heyrnartól stórhættuleg uppfinning sem forðast ætti eins og heitan eldinn! o_O ).
-DVD 2 af Línunni frá Gumma bróður. Verst að hún er á frönsku. Winking
-Charlie Chaplin DVD safn: fimm diskar sem innihalda 10 klassískar frá Brynju og Stefáni.
-Identity DVD myndin frá Halli Erni.
-iRobot DVD myndin frá Heiðrúnu, Snædísi og Halli.
-Oregami ("A GOOSE!!!") og fimm kveikjarar í öllum regnbogans litum frá Silju.
-Jack ünd Jones ("TIMIL ON") peysu frá púkunum á Silfurtorgi.
-Myndir af mér frá Bjarndísi frænku.
-200GB utanáliggjandi harður diskur fyrir ferðatölvuna mína frá mömmu og Togga. þá spannar ríkidæmi mitt tæp 280GB.
-Spádómabókina frá Lilju og Gulla Tótufólki.
-5000kr. frá Þóri Tótupabba.
-Konfektkassa og 5000kr. frá vinnunni.

Ég er viss um að ég er að gleyma eitthverju, en ég ætla að gera aðra tilraun til svefns þegar ég er búinn að blogga og byðst innilega forláts til þeirra sem til sín eiga að taka.

Ég tengdi skannann um leið og ég hafði tækifæri til. Skannaði ég þá inn allar ljósmyndirnar sem ég tók í haust og má eygja brot afrakstursins hér.

-Gleðileg jól! Laugh



Löng biðröð og geimverur!!
Úff Úff Úff Úff!!!!
Amma ræsti mig klukkan 11 í morgun til þess að spyrja mig hvort ég gæti farið með bílinn sinn á þvottastöð. Þar sem ég var hvort sem er vaknaður og grunlaus um orminn langa er beið mín átekta við þvottastöðina bauðst ég til þess að gera þetta fyrir hana.
Þegar ég nálgaðist þvottastöðina brá mér heldur betur í brún. Bílaröðin var slík að ég nánast óttaðist að verða bensínlaus á leiðinni aftast í hana. Biðin tók heila klukkustund, á meðan ég beið hlustaði ég á jafnlangt lag og fylgdist með fréttafólki frá stöð tvö mynda mig og aðra sem villst höfðu í þessa halarófu. Ég er farinn að halda að hluti fólksins í biðröðinni hafi ekkert verið að pæla í að láta þrífa bílinn sinn, heldur einfaldlega viljað taka þátt í þesum congadansi málmdýranna.

Annars finnst mér þetta andskoti merkilegt. Þó dettur mér í hug að um Kára hafi verið að ræða... Já, það finnst Kári á Mars líka.