Hér eru hlekkir á hitt og þetta sem mér þykir athyglivert.

3D.is


Þótt nafnið bendi til annars, þá er þessi síða bæði fyrir þrívíðar myndir og tvívíðar. Þarna skiptist fólk á verkum, hugmyndum og gagnrýnum ásamt því að spjalla bara um daginn og veginn.

Andlitsbreyting


Hér geturðu hlaðið inn andlitsmynd af þér og síðan látið síðuna um að sýna þér hvernig þú litir út ef þú værir: Svartur, hvítur, gulur, málverk, apamaður, manga teikning, karl, kona, smábarn, barn, unglingur, ungur, gamall.... Tær snilld!

b2.is


Allt fyndna draslið á netinu fer hingað eða a Geiminn.

Deiling


Heimasíða fyrir nokkra DC höbba... Headerinn er kunnuglegur! :P

Doodlebug


Þetta er brill síða! Maður krassar mynd með svona "pennadæmi" á auðan striga og vistar hana síðan svo allir geti séð þær. það er takmarkað "blek" sem þú getur notað í hverja mynd fyrir sig og aðeins eitt áhald: penni. Það er ekki hægt að stroka út eða gera undo. Bara snilld til þess að auka á sjálfstraust teiknara! Það eru nokkrir Íslendingar þarna núna, en það er auðvitað alltaf gaman að sjá fleiri! :)

Hérna er síðan hlekkur á myndirnar sem ég hef krassað þarna.


Forvm Poetivm


Hér er málgagn Málfundarfjelags vinstrisinnaðra ungskálda og kennir ýmissa grasa úr ljóðlistinni þar.

Francis Bacon


Hérna er síða tileinkuð einum af mínum eftirlætis listamönnum. Hún er stútfull af myndum, greinum, ritgerðum og blaðaúrklippum.

geimur.is


Önnur skemmtileg tenglasíða! :D

Hi5


Þetta er svona "vinanetvörk", ég kann ekki alveg á þetta, en þetta virkar voðalega snyðugt.

Hugi.is


Það er eitthvað fyrir alla (og Alla) á Huga.is ef þeir gefa sér tíma í að gramsa örlítið.

Leiðarvísir Iskurs að raftónlist


Þetta er flash síða sem að er algjör nauðsyn fyrir fólk sem vill hafa smá vit á tónlist. Það fer fátt meira í taugarnar á mér en fólk sem hatar drum 'n bass en hefur síðan ekki hugmynd um hvað það er. Þegar síðan er búin að hlaðast byrtist fyrir framan þig kort af tónlistarstefnu (þú getur hoppað á milli stefna). Þannig geturðu séð hvernig Ragga Jungle þróaðist yfir í venjulegt Jungle yfir í Drum 'n Bass yfir í Neurofunk yfir í Trancestep. Þessi hugtök eru torskilin þannig að það er hægt að smella á þau til þess að hlusta á amk. 4 tóndæmi fyrir hverja tónlistarstefnu til þess að ná áttum.

Mac Íkonar


Eins fallegir og dásamlegir íkonarnir eru sem að fylgdu með makkanum þínum, þá er alltaf gaman að breyta til. Allir íkonarnir hérna eru ókeypis og langflestir mjög skemmtilegir.

Rithringuinn


Ef þú hefur gaman að því að semja smásögur, gagnrína smásögur annara og fá gagnrýni á smásögurnar þínar, þá er þetta rétti hlekkurinn til að smella á.

Jive


Lærðu að tala Jamaikan slang. Sumt af þessu er gargandi snilld! :P

Wikipedia á íslensku


Wikipedia, ein merkasta alfræðiorðabók internetssins á íslensku, góða skemmtun! ;)