"Intel Inside" an Iguana
Ég rakst á þessa furðulegu frétt um daginn og ákvað að birta hana hér, en hún er síðan í júní 2002:

Samkvæmt [H]ard|OCP hefur iguana gleypt Intel Pentium 4 Northwood örgjörva. Það er í lagi með eðluna og var örgjörvinn fjarlægður úr maga hennar með skurðaðgerð.

Örgjörvinn var heil 2.4 GHz ( gígarið ) og því hefur þetta verið dágóður missir á sínum tíma, en það er fyrir öllu að eðlan slapp ómeidd og ætla ég að nota mér þetta tækifæri til þess að minna iguanaeigendur á að passa upp á að smáir hlutir liggi ekki þar sem eðlan mun ná í þá, því þá mun hún mjög líklega éta þá... Jafnvel þótt hún kæri sig ekkert um það.

sams konar örgjörvi og eðlan gleypti

Fréttina má svo lesa á frummálinu HÉRNA.
|