Ný skvísa á forsíðuna og galleríið

Bætti þessari við teiknigalleríið og á forsíðuna:
skutlugella
0 Comments

KK: Plötusnúður - KVK: Plötuskonsa?

Ég ætla að reyna að starta hérna nýju trendi (já sæææælll!!) í tilefni þess að ég heyrði skemmtilegt lag í útvarpinu áðan. Ég er reyndar búinn að vera með þetta lag í fórum mínum í nokkra mánuði, en það heitir Disco Volante og er eftir Idu Engberg sem jafnframt er ein girnilegasta plötuskonsan á markaðnum í dag (sjá hér fyrir neðan):

ida2 ida1

Mér finnst eitthvern veginn óviðeigandi að kalla stelpur plötuSNÚÐA - orðið plötuSKONSUR passar kvenkyninu mun betur. Annars er sorglega lítið um stelpur í þessum geira. :/

En,lagið sem ég talaði um hér fyrir ofan hina fríðu plötuskonsu skartar alveg æðislegum 8-bita nótum sem allir þekkja úr gömlu gráu Nintendó tölvunni og elstu GameBoy vélinni sem leynast í geymslum landans enn í dag. Ég ætla að setja hérna svona góða slummu af laginu hérna fyrir neðan (í svona frekar lásí gæðum til að halda síðunni viðráðanlegri í hleðslu), en fyrir þá sem vilja hlusta á allt klabbið frá A til Ö er hægt að finna það á YouTube (vídjóið er feil samt). :)








0 Comments

Sumarbústaðurinn

Er það bara ég eða eru lógó Verslunarmannafélags Suðurlands og Transformers lógóið eitthvað keimlík? o_O



vms65x65trans64x64
0 Comments

Aðeins meira...

Jæja, þá er síðasta færsla komin á mbl.is!

Annars er ég á leiðinni í sumarbústað á morgun... Man ekki hvert... í námunda við Flúðir alla vega og ég man ekki heldur hvenær ég kem aftur.

En þangað til býð ég góða helgi! :)
0 Comments

Nýtt og hættulegt "nígeríusvindl" á Facebook

Atli frændi minn var á Facebook í vinnunni í gær (tsk tsk) og lenti í því að frændi okkar skaut upp kollinum í Facebook Chat viðbótinni þarna neðst í hægra horninu. Þessi frændi okkar byrjaði á venjulegu nótunum en fór svo að tala um að hann væri staddur í London og hafi verið rændur... Íslenskukunnáttunni hans virðist líka hafa verið rænt í leiðinni:
facebookhoax

Svo virðist sem einhver óþokki hafi komist yfir lykilorð frænda okkar, þar sem frændi var staddur á fundi í Miami þegar þetta samtal átti sér stað og því mjög ósennilega að spjalla á Facebook í leiðinni.

Ég sendi þetta á MBL líka og vona að þeir birti þetta. Það eru margir svona af eldri kynslóðinni að nota Facebook hérlendis sem gætu alveg fallið fyrir þessu.
-Passið vel upp á lykilorðin ykkar!
0 Comments

Teiknigallerý komið upp!

massakarl

Nú er ég búinn að setja upp teiknigallerý hérna á síðunni (sjá til vinstri). Það er reyndar bara ein mynd þar núna sem er hér fyrir ofan, en nakta gellan tekur á móti ykkur í teiknigallerýinu og beinir athygli ykkar að undirsíðunni (þær verða fleiri seinna). Í stað nöktu gellunnar á forsíðunni sem nú er komin í gallerýið er kominn fágaður briti... Svona gera þetta aðeins barnvænara þó það sé alls engin áhersla hjá mér. Ég get síðan skipt út fígúrum á forsíðunni eftir hentugleika. :)
0 Comments

Feisbúkkið mitt

Feisbúkkið mitt er búið að vera bilað í rúma tvo sólarhringa núna. Ég nota það nú reyndar ekkert rosalega mikið, en það hefði verið fínt að auglýsa þessa nýju síðu mína þar.
Þegar ég skrái mig inn koma skilaboð sem segja að feisbúkkið mitt sé óaðgengilegt vegna reglubundins viðhalds og ætti að vera komið aftur í gagnið innan nokkura klukkustunda...

account unawailable

Yfir 50 klst eru liðnar - hversu margar eru nokkrar klukkustundir?

Og ég vil ekki heyra eitt einasta orð um að Facebook sé ókeypis þjónusta og því eigi þeir bara hrós skilið fyrir að gera eitthvað í þessu á annað borð því miðað við það magn auglýsinga sem þeir henda í notendur sína er þessi þjónusta langt frá því að vera ókeypis... Einnig, ef Facebook væri ekki ókeypis, þá myndi enginn nota það. :/
0 Comments

Fimm hræðilegustu lögin

Hérna er stuttur listi yfir þau lög sem flestir Íslendingar hafa heyrt og ég gjörsamlega hata. Með þeim fygir skjáskot úr viðkomandi myndböndum ofan við lögin. Gæti þurft quick time til að spila hljóðbútana.


i know you want me









Pitbull - “I Know You Want Me”
-Úff!! Þetta er eitt það allra versta!! Það inniheldur bút af built-öppinu úr lagi sem heitir “The Bomb (these sounds fall into my mind)”... Nema hvað að í þessu lagi hættir build-öppið í miðjum klíðum og í staðinn fyrir klímaxið sem maður bjóst við kemur eitthvað viðbjóðslegt reggaeton - Þetta gerir lagið flatt, rislaust og ógeðslegt!





hard knock life









Jay-Z - “It’s a Hard Knock Life”
Hörmung frá A til Ö. Það fer bara svo hryllilega í mig þegar rapparar taka lagið með börnum og eru allir að rifna á kúlinu á meðan “uhh, yeah, aaah, punk ass... take the fuck over, kids!” Það skemmir enn frekar fyrir að parturinn sem krakkarnir syngja er tekinn úr hörmulegri 80’s mynd um skrækraddaða munaðarleysingjan, Annie. :/





lonely









Akon - “Lonely”
Þetta er svona eins og flest rómansvælulögin gerast NEMA viðlagið syngur einhver helvítis STRUMPUR og svo var þetta mest spilaða lagið á djamminu yfir heilt sumar - þvílíkur moodbreaker! ARG!





gasolina









Daddy Yankee - “Gasolina”
Ég heyrði þetta lag fyrst úti á Spáni fyrir nokkrum árum og þótti lítið um, enda hata ég reggaeton (sami trommutakturinn í öllum lögunum)... Þegar ég kom heim frá Spáni var þetta lag allt í einu orðið aðalmálið. :/





paper planes









MIA - “Paper Planes”
Þetta hljómar eins og fjögura ára stelpa hafi samið laglínuna blandað með gangsta bad-ass hljóðklippum. :S
0 Comments

Flóttamaðurinn

mattiflottamadur

Matti strauk úr skólanum ásamt félaga sínum aftur í dag. Þannig eru mál með vexti að Matti og þessi félagi hans eru báðir svona... fyrirhafnarmeiri en hin börnin og það var passað upp á það að þeir myndu lenda í sínum hvorum bekknum, en það dugði ekki til því þeir hittust alltaf í frímó og voru með óspektir. Þá var brugðið á það ráð að hnikra fímínútunum hjá öðrum bekknum örlítið þannig að Matta bekkur færi út fyrst og svo, skömmu eftir að Matta bekkur er kominn inn aftur, þá fer hinn bekkurinn út. Fyrsta flóttatilraunin varð þannig að eftir að það hringdi inn úr frímínútunum faldi Matti sig og beið eftir að hinn bekkurinn færi út þannig að hann gæti hitt félaga sinn og lagt á ráðin. Þeir voru síðan allt í einu, tveimur umferðargötum síðar, komnir út í Heimilisprýði þar sem Atli frændi tók á móti þeim:

“Hva? Eruð þið bara einir?”
-”Við erum SEX ára!”

Ég var í skólanum þann daginn þannig að afi sá um að skutla þeim heim þar sem ég myndi taka á móti þeim og skutla þeim út í skóla. En afi er af gamla skólanum og stoppaði með þá í ísbúð á leiðinni. :/
Ísinn var tekinn af þeim við heimkomuna og þeim lesinn pistillinn áður en þeim var skutlað í skólann aftur...

Í dag struku þeir aftur... Við vissum ekki neitt fyrr en amma hringdi og spurði út í flóttann, en Atli úr vinnunni hafði hringt í hana eftir að aðstoðarskólastjórinn hafði litið inn og leitað að þeim. Sigrún fór á stúfana að leita að þeim á meðan ég var heima með Hrafnkel. Hún fann þá svo fyrir algjöra heppni þar sem þeir voru á hlaupunum yfir Suðurlandsbrautina á eldrauðu gönguljósi... Ég veit ekkert hvað á að gera í þessu. :/

Myndin hérna efst er óbreytt af barnalandssíðunni hans Matta þar sem hún birtist þegar hann var 9 mánaða.
0 Comments

Kaupum Ísland!

KaupIs

Ég keypti mér þessa stórskemmtilegu bók um daginn og er í framhaldi af því farinn að halda að Kjarnó (höfundurinn) sé skyggn, enda var þessi bók gefin út á því herrans ári 1996, eða fyrir 13 áum. Enn sem áður þarf Kafteinn Ísland að elda grátt silfur með Illuga, erkifjanda sínum sem hefur farið í extreme makeover, keypt upp meira og minna allt landið og boðið sig fram til forseta. Ég veit reyndar ekkert hvað Kjarnó er að gera núna, en það síðasta sem ég sá frá honum voru Furry porn myndasögublöð fyrir fullorðna sem kölluðust “Big Funnies” og átti sér stóran og dyggan aðdáendahóp sem gerir hann að fyrsta íslenska myndasöguteiknaranum sem meikaði’ða erlendis. Einhvers staðar á ég tvö svona blöð og vöktu þau óskipta athygli vina minna er fundu þau heima hjá mér... en ég hef ekki séð þau síðan 2002. :/

884067-2bf_super

0 Comments

Aðeins meira komið!

Jæja! Heimasíðan er orðin aðeins heilsteyptari núna. Tónlistin er komin upp á mun þægilegri máta en áður - nema frá gamalli tölvu séð (prófið að reyna að spila tvö lög í einu). Svo smellti ég smá svona slædsjói á ljósmyndasíðuna ásamt hlekk á Flickrið mitt og loks dældi ég öllum smásögunum inn. Í bili sér Sinnepskarlinn um gestamóttöku á smásögusíðunni, en svo sjáum við bara til.

En úr tölvunni í alvöruleikann. Matti var í heyrnarprófi í dag eftir að hafa farið illa út úr einu slíku í skólanum... í þetta skiptið mældist hann með fulla heyrn og hann sagði að heyrnin kæmi og færi, ég veit ekkert hvað þetta gæti verið.
Við settum svo Hrafnkel litla í tjékk líka og í ljós kom að greyið er með háls- og eyrnabólgu. Merkilega rólegur og afslappaður miðað við það og verður sennilega rólegri og afslappaðri þegar pensilínið fer að kikka. :P
0 Comments

Ný heimasíða!

Sko köddlehn! Ég tók mig til, svona í tilefni þess að komið er rúmlega eitt ár síðan ég bloggaði síðast og útbjó þessa nýju vefsíðu.
Gamla síðan var orðin úreld og úr sér gengin á svo marga vegu að það verður vart upp talið með góðu móti, en þar ber helst að nefna myndasíðurnar, sem innihéldu myndir sem þóttu kannski flottar þegar þær voru skoðaðar með það í huga að 16 ára drengstauli krotaði þær, en ég er ekki 16 ára lengur svo ég verð að fara í gegn um þetta og sortera burtu og bæta við. Sem stendur er samt bara nýja forsíðan og Óhappabloggið uppi, en ég kem til með að bæta við þetta með tíð og tíma. :)

Annars er helst af mér að frétta sú staðreynd að ég hætti í tölvunarfræðinni í HR, en ég fór í hana með það í huga að læra forritun sem afbrigði listar. Hins vegar varð mér fljótt ljóst að forritunin er listform tveggja andstæða; listrænnar sköpunar og stærðfræði (já, ég lít á stærðfræði sem andstæðu listænnar sköpunar). Það er erfitt að koma þessu í orð, en upplifun minni á forrituninni væri kannski best lýst þannig að ég var með auðan striga fyrir framan mig, vopnaður ógrynni listáhalda, en svo var bara hægt að gera beinar línur, lárétt eða lóðrétt. Ég er fullkomlega meðvitaður um að jafnvel með þessum takmörkunum væri hægt að gera hvaða form sem er á strigan, en sköpunarferlið á bak við væri afskaplega heftandi. Ég get, hins vegar, alltaf snúið aftur upp í HR og tekið upp þráðinn þar sem frá var horfið snúist mér hugur í framtíðinni. Ég vil þakka samnemendum mínum samveruna og óska þeim góðs gengis í náminu ef ske skyldi að einhverjir þeirra rötuðu á þessa bloggfærslu.

Nú er ég aftur kominn í gömlu vinnuna mína í Heimilisprýði og velti fyrir mér framtíðinni - uppástungur eru vel þegnar.

-Vonandi vikrar þetta nýja kommentakerfi mitt og vonandi náði nýja forsíðumyndin athygli ykkar! ;
0 Comments