22089800_1962756490717218_5179783717617367488_n
Anna K.E. & Florian Meisenberg, Ásgerður Birna Björnsdóttir, Rebecca Erin Moran, David Horvitz, Eduardo Navarro, Nancy Lupo, Sara Magenheimer, Una Sigtryggsdóttir
Teygjanlegir tímar - Elastic Hours
06. 10. 2017 - 19. 11. 2017
 
Sequences VIII: Teygjanlegir tímar í Kling & Bang.

Sýningarstjóri er Margot Norton.

Á opnuninni verður framin samhæfing við sólina eftir Eduardo Navarro, In collaboration with the Sun.

Verk Eduardo Navarro verður flutt aftur sunnudaginn 15. október kl. 16:30. Þann sama dag kl. 17:00 verður gjörningur David Horvitz, When the Ocean Sounds, fluttur.

Í tengslum við sýninguna mun David Horvitz ásamt JFDR flytja gjörninginn Watering a Glass Flower í Mengi laugardaginn 7. okt kl. 21.

Um sýninguna Teygjanlega tíma / Elastic Hours segir Margot Norton sýningarstjóri:
„Fyrsta heimsókn mín til Íslands var um hávetur. Dagsljós takmarkaðist við nokkrar klukkustundir af birtubrigðum um miðjan dag, en djúpt næturmyrkrið teygði sig frá síðdegi og langt fram yfir morgun þegar fólk var komið á fætur. Ég hef komið hingað margoft síðan þá, oftast snemma vors þegar dagsbirtan bætir sífellt við sig þannig að dagurinn er nánast klukkutíma lengri í lok vikunnar en hann var þegar ég kom. Þegar framrás tímans er með þessum hætti – svo auðgreinanleg – verður maður meðvitaðri um heiminn utan hins hversdaglega amsturs, eins og t.d. að við erum á plánetu sem snýst hægt á braut um sólu. Þessi kvika upplifun á tímanum, sem er ávallt til staðar á Íslandi, getur opnað leiðir til að veita hefðbundnum hugmyndum viðnám og ímynda sér hið óvenjulega. Eins og nóbelskáldið Halldór Laxness sagði í Kristnihaldi undir jökli (en sú skáldsaga veitti heiðurslistamanni Sequences VIII Joan Jonas mikinn innblástur): „Tíminn [er] sá hlutur sem við getum allir sæst á að kalla yfirnáttúrlegan. Hann er að minnsta kosti hvorki afl né efni; ekki dímensjón heldur; og því síður fúnxjón; – þó upphaf og endir á sköpun heimsins.

Opnunartímar
Mið til sun 12 – 18
fim 12 – 21
lokað á mánudögum/þriðjudögum

Aðgangur ókeypis
 
 
styrmiro-rn_minni_mynd
Dr. Styrmir Örn Guðmundsson og læknadeildin
WHAT AM I DOING WITH MY LIFE? - WAIDWML
03. 11. 2017 - 03. 11. 2017
 
WHAT AM I DOING WITH MY LIFE? - WAIDWML - Dr. Styrmir Örn Guðmundsson og læknadeildin.

Föstudaginn 3.nóvember í Kling & Bang mun Styrmir Örn Guðmundsson og félagar flytja gjörninginn What Am I Doing With My Life? (WAIDWML) þar sem rappað verður um heilsuna, umhverfið, lækningar og dauða.

Verkið er farandsgjörningur sem hefur ferðast víða um Evrópu og er unnið í samstarfi við heimamenn á hverjum stað. Gjörningurinn er hugsaður sem lækningarlegt inngrip sem beitir einskonar nálastunguaðferðum til að heila sambönd og samskipti.
Ferðakort farandsgjörningsins er líkami – Pólland við tærnar, Ísland er nefið og fyrir hvern líkamshluta þarfnast Styrmir aðstoðar frá ýmsum aðilum innan læknadeildar sinnar.

Örn Alexander Ámundason er sjúklingur sem þarf á góðri meðferð að halda á meðan Indriði Arnar ingólfsson bíður eftir því að vera endurlífgaður. Sem betur fer mun Styrmir, hinn sjálfyfirlýsti læknir, framkvæma aðgerðina með færum hópi sérfræðinga; skurðlækninum Ástu Fanneyju Sigurðardóttur, hjúkrunarfræðingnum Arnari Ásgeirssyni og taugasérfræðingnum Bergi Thomasi Anderssyni. Að lokum mun Benedikt Nikulás Ketilsson segulóma gjörninginn fyrir land og þjóð.

Gjörningurinn var frumfluttur á Survival Kit listahátíðinni í Riga árið 2016. Síðan þá hefur gjörningurinn verið fluttur í Autarkia í Vilníus, Broken Dimanche í Berlín, í Litháen skálanum á Biennalnum í Feneyjum, A-Dash í Aþenu, Kunstverein í Amsterdam, í Pólsku Skúlptúr miðstöðinni í Oronsko og í That Might Be Right í Brussel.

Ferðalag gjörningsins mun svo enda í Kling & Bang í Marshallhúsinu í Reykjavík föstudaginn 3.nóvember kl.19.00, þar sem Íslands-frumsýning á gjörningnum What Am I Doing With My Life? mun fara fram, ásamt opnunaratriðum 900 stig og Data Grawlix.

Allir velkomnir og engin aðgangseyrir.

Bein útsending á netinu (RÚV):

http://www.ruv.is/menning

WAIDWML
Föstudagurinn 3.nóbember kl.19.00
Kling & Bang
Marshall húsið
Grandagarður 20
101 Reykjavík
 
Ljósmyndir: Kunstverein Amsterdam - Tabea Feuerstein
 
23192773_1370100316445438_67640660_n 23146401_1370101099778693_1244057142_n 23140620_1370100683112068_991572122_n 23140241_1370100909778712_528641821_n
 
 
 
Grandagarđur 20 - 101 Reykjavík kob@this.is