Hvað er salmonella?
Salmonella er baktería. Salmonella er samheiti yfir náskyldar bakteríur sem margar hverjar valda sjúkdómum í fólki og dýrum.



Hvað þýða nöfn bakteríanna?
Það ríkir mikill ruglingur yfir nöfnum salmonellubaktería (jafnvel fólkið sem vinnur með þær ruglast!), en í grófum dráttum er salmonellan sem ég ætla að fjalla um hér almennt í flokkum undir Salmonella enterica.

Þetta þýðir að þær flokkast allar undir flokkin Salmonella, flokk sem inniheldur líkar, en þó ekki nákvæmlega samskonar bakteríur. Þessar bakteríur eru nefndar eftir vísindamanninum sem að uppgötvaði þær, Dr. Daniel Salmon. Meirihluti samsetningar þessara baktería er nákvæmlega eins, og hvað DNA varðar, þá eru þær á milli 95 og 99% eins. (til samanburðar eru E.coli og Salmonlella, sem eru náskildar tegundir, með um 60-70% eins DNA).

Eins og nafnið gefur til kynna ber Salmonella enterica ábyrgð á því að valda sjúkdómum í neðri hluta meltingarvegarins (enteric þýðir gróflega "sýkir meltingarfæri"). Þrír helstu flokkar salmonellu enterica eru Typhimurium,Enteritidis og Typhi. Hver þessara flokka er skilgreindur betur hér að neðan. Þessi flokkun er hönnuð til þess að hjálpa vísindamönnum að skilgreina þessar bakteríur frá hver annari í greinagerðum og þegar þeir ræða erfðir þeirra.

Til þess að flækja málin eru flokkar Salmonella enterica flokkaðir enn frekar í "sníkjuvírusategundir". Þessi aðferð notar skilgreiningar sníkjuvírusanna til þess að greina á milli tegunda sem að eru ofboðslega líkar. Oft er ekki hægt að greina á milli þeirra öðruvísi og ástæður fyrir breytileika í skilgreiningum sníkjuvísua eru oft ókunnar.

- Salmonella enterica flokkur Typhi. (einnig nefnd Salmonella Typhi eða stytt í S. Typhi)



Þessi baktería finnst ekki í skriðdýrum. Hún veldur hinni alræmdu taugaveiki. Þrátt fyrir að taugaveiki sé fátíð hér á norðurlöndunum, er hún mjög algeng í þróunarlöndunum og veldur alverlegum, og oft banvænum einkennum. Einkenni taugaveiki eru meðal annars ógleði, uppköst, hiti og dauði (!). Ólíkt öðrum tegundum salmonellu sem fjallað er um hér að neðan, getur S. Typhi eingöngu smitað mannfólk, og ekkert annað dýr hefur fundist sem smitberi en manneskja. Aðalleið S. Typhi í mannslíkamann er í gegn um sýkt vatn. Matur getur einnig verið sýktur með S. Typhi, ef hann er skolaður eða bleyttur með sýktu vatni.

- Salmonella enterica flokkur Typhimurium (einnig nefnd Salmonella Typhimurium eða stytt í S. Typhimurium)



Þar til nýlega hefur aðalorsök matareitrunar af völdum salmonellugerla verið S. Typhimurium. Hún veldur sjúkdómi í músum sem er áþekkur taugaveikinni. En í mannfólki er bakterían ekki eins skæð og S. Typhi afbrygðið og er ekki banvæn undir eðlilegum kringumstæðum. Einkenni S. Typhimurium eru niðurgangur, magakrampi, uppköst og ógleði. Einkennin vara yfirleitt í sjö daga. Því miður getur þetta afbrygði oft reynst banvænt þeim sem hafa bæklað ónæmiskerfi, það eru börn, gamalt fólk eða fólk með bæklað ónæmiskerfi af öðrum orsökum ef þau fá ekki sýklalyf (sem ætti nú ekki að vera mikill vandi hér á landi).

Salmonella enterica flokkur Enteritidis (einnig nefnd salmonella enteritidis eða stytt í S. enteritidis)



Á síðustu tuttugu árum eða svo hefur S. Enteritidis orðið langalgengasta orsök matareitrunar í bandaríkjunum og víðar. S. Enteritidis veldur sjúkdómi sem að er næstum nákvæmlega eins og sá sem kemur af S. Typhimurium. S. Eteritidis er sérstaklega fær í að smita kjúkilngahópa án þess að í ljós komi nein einkenni og stekkur frá hana í hana mjög hratt. Margir hafa kennt of stórum kjúklingabúum um þessa skyndilegu fjölgun S. Enteritidis smita. Þar sem tugir eða hundruðir þúsunda kjúklinga lifa saman, deyja saman og eru unnir saman, eru aðstæður kjörnar fyrir salmonellu til að dreyfa sér í matvæli sem svo eru afgreidd á fjölda veitingastaða. Það vinnur síðan með að kjúklingar frá einu búi geta lent í mörgum borgum og jafnvel fylkjum og þannig sýkt milljónir manna.

------------------------------------------

Hvernig getur Salmonella valdið sjúkdómum?
Eftir að salmonella er étin, fer hún í gegn um magann yfir í þarmana. Þar festir hún sig við innveggina og með hjálp sérstakra prótína sem hún framleiðir við sérstakar aðstæður í þörmunum kemst hún í gegn. Eftir að hafa komist inn í sjúklinginn flyst hún annað hvort í lifrina eða miltað. Þetta ferðalag myndi drepa flestar aðrar bakteríur, en salmonellan hefur þróað kerfi tl þess að hindra ónæmiskerfið okkar í að vinna sitt verk almennilega. Í lifrinni getur salmonellan vaxið að nýju og færst aftur yfir í þarmana.

Auðvitað komast ekki allir salmonellugerlarnir í gegn um innvegginn og margir þeirra skolast burtu í niðurganginum sem að sýkingunni fylgir. Á svæðum þar sem skólp er illa hreinsað, getur bakterían þrifist í jarðveginum eða í ám þar til næsta manneskja, kýr, hænsni eða mús birtist.

Hvernig get ég smitast af salmonellu?
Langflest salmonellusmit eru rakin til kjötvöru, en salmonella getur grasserað á nánast hvaða matvælum sem er. Kjúklingur og egg eru langalgengustu smitberarnir í dag.

Einnig geturðu smitast frá skriðdýri ef þú snertir saur smitaðs dýrs og stingur honum upp í þig eða berð hann á mat og étur hann síðan. Þetta gildir þá um vatn vatnaskriðdýra og skítug búr einnig.

Hverjir eru í mestri hættu?
-Börn og ungabörn undir fimm ára aldri.
-HIV/AIDS smitaðir einstaklingar eða fólk sýkt af öðrum ónæmisbæklandi sjúkdómum.
-Fólk sem hefur fengið líffæraígræðslu og er á andhöfnunarlyfjum.
-Fólk sem er á lyfjum sem að hamla eða breyta ónæmiskerfinu. T.d. sterar, krabbameinsefnameðferð og líffæraviðbragðalyf (biological response modifiers)
-Fólk sem er í geislameðferð.
-Þungaðar konur (vegna hættu á að fóstrið skaðist).
-Gamalt fólk eða fólk sem þjáist af næringarskorti.

Hvernig forðast ég að smitast eða verða smitberi?
-Eftir að hafa snert skriðdýr eða búr þess/vökvann sem það lifir í skaltu þvo þér vel um hendurnar með sápu og heitu vatni.
-Þvoðu vel í a.m.k. 30 sekúndur. Best er að nota bakteríudrepandi sápu.
-Að þvo sér með vatni einu og sér gerir lítið gagn gegn salmonellusmiti.
-Haltu skriðdýrinu/unum frá eldhúsinu og öðrum svæðum þar sem matast er, matur er geymdur eða matur er hafður til.
-Ekki nota eldhúsvaskinn til þess að þrífa hluti úr búrinu eða hluti sem skriðdýrið hefur snert.
-Ekki snerta mat eftir að hafa handleikið skriðdýr eða nokkuð sem skriðdýrið hefur snert.
-ekki snerta diska, potta, pönnur eða önnur matarílát eftir að hafa snert skriðdýr eða annað sem skriðdýrið hefur snert.
-Haltu skriðdýrabúrinu, matardöllum og öðrum yfirborðum sem skriðdýrið umgengst eins hreinum og auðið er.
-ekki leyfa neinum undir 12 ára aldri að snerta skriðdýrið.
-Kenndu öllum að þvo hendurnar vel og vandlega eftir að hafa snert skriðdýrið.
-Ekki handleika skriðdýr eða neitt sem skriðdýr hefur snert ef þú hefur opin sár eða ígerðir á höndunum nema þau séu vel hulin, mælt er með gúmmíhönskum.
-Þegar þú þrífur skriðdýrabúrið skaltu forðast að fá skvettur í andlitið.
-Ef það skvettist mikið og þú þarft að handleika skriðdýrið oft skaltu íhuga að nota hlífðargleraugu, andlitsgrímu og góða hanska.
-Ekki nota baðker eða sturtubotna í neitt tengdu skriðdýrinu án þess að sótthreinsa það vel eftir á.
-Talaðu við fagmann varðandi hvaða sápur sé best að nota til þess að hreinsa hendur og yfirborð.
-Skriðdýr ættu ekki að vera geymd nærri börnum.
-Skriðdýr ættu ekki að vera geymd þar sem engin aðstaða til handþvottar er nærri.
-ef ferðast er með skriðdýrið ætti að taka með sér sótthreinsandi handsápu.

Hvers vegna að hafa áhyggjur af salmonellu úr skriðdýrum þegar salmonellusmit eru langlanglang oftast rakin til annara orsaka?
Ástæðan er einföld. Þrátt fyrir að þessi fullyrðing sé sönn, smita skriðdýr samt sem áður. Þótt einungis sé um að ræða örsmáa prósentu af öllum smitunum þá eru þau góð skotmörk fyrir heilbrigðisyfirvöld og þingmenn. Hundruðir þúsunda barna og ungabarna smituðust af salmonellu af völdum skjaldbaka á milli áranna 1960 og 1980 úti um allan heim. Þrátt fyrir að sú tala sé lág miðað við þær milljónir tilfella salmonellu sem upp koma á ári hverju af öðrum orsökum, gerir sú staðreynd að um börn var að ræða tölurnar mun meira áberandi.

Besta vörnin er að gera alltaf ráð fyrir því að skriðdýrin séu sýkt af salmonellu og hegða hlutunum eftir því: Hleypa aldrei börnum, eldra fólki og sjúkum að skriðdýrunum og passa að allt sé vel hreint og sótthreinsað og láta alla sem koma nálægt skriðdýrunum þvo sér vel um hendurnar strax á eftir. Með réttri kunnáttu og þekkingu getum við með tímanum sýnt fram á að sé rétt með farið, er engin hætta á salmonellusmiti frá skriðdýrum og hver veit nema það dugi til þess að banninu verði á endanum aflétt.