Listinn hér fyrir neðan er tekinn af síðunni Green Iguana Society og hefur sáralítið verið breytt fyrir utan þýingar. Mikið af þessum mat má eingöngu gefa einstaka sinnum undir eftirliti. Mundu einnig að gefa fjölbreytilega, ekki alltaf það sama á hverjum degi. Ég á í dálitlu basli með þýðingar á nöfnunum, en þegar þetta er orðið fullþýtt munu ensku nöfnin vera innan í sviga fyrir aftan.

OFT - Fæði merkt "oft" má gefa iguana eðlunum reglulega, en ekki gleyma að breyta til.
EINSTAKA SINNUM - Best er að gefa þennan mat aðeins einstaka sinnum (nokkrum sinnum í mánuði). Að gefa eðlunni svona mat of oft getur leitt til alvarlegra heilsukvilla, en ef þetta er gefið í bland við hollari mat getur þetta aukið á fjölbreytni mataræðis eðlunnar.
NAMMI - Þessi matur virkar vel sem nammi eða umbun fyrir eðluna. Sumt af þessu getur verið reglulegur hluti mataræðisins, en flest má aðeins gefa einstaka sinnum.
BRAGÐ- EÐA LITARBÓT - Einstaka sinnum bætt við út í annan hollari mat til að láta hann virðast girnilegri í augum eðlunnar.
SJALDAN EÐA ALDREI - Vegna ófullnægjandi næringarinnihalds er í lagi að gefa þennan mat örsjaldan ásamt öðrum hollari mat.

Matur
Mynd*
Upplýsingar
Ca:P - Kalk:Fosfór, Pro - Prótín
Akarnskúrbítur (Acorn squash)

Inniheldur mátulegt magn trefja. Hýðið ætti að fjarlægja ásamt kjarnanum. Borið fram fínskorið eða rifið.
Ca:P 0.9:1 , Pro: 0.8%, Fita: 0.1%, Vatn: 88%, Trefjar: 1.5%
OFT
Júkkarót (Yucca root (Cassava))

Mjög hart. Borið fram afhýtt og rifið í smáar agnir.
Ca:P 1:1.7, Pro: 1.36%, Fita: 0.28%, VAtn: 59.7%, Trefjar: 1.8%
OFT
Valhnotukúrbítur (Butternut squash)

Mjög góður kostur fyrir reglulega matargjöf og inniheldur mikið af trefjum. Borið fram afhýtt, úrkjarnað og fínskorið eða rifið.
Ca:P 0.6:1, Pro: 1.2%, Fita: 0.2%, Vatn: 94%
OFT
Alfalfa

OFT
Kaktuslauf (Cactus leaves (prickly pear))

Mikið kalk. Borið fram fínskorið eða rifið.
Ca:P 2.32:1, Pro: 0.8%, Fita: 0.5%
OFT
Kaffifífilskál (Chicory greens)
(Escarole)


Góður kostur fyrir reglulega matargjöf og inniheldur mikið af kalki. Best þegar það er skorið í særri stykki eða ræmur. Fínskorið, rifið og stönglunum hent. Geymið skorin, þurrkaðan skammt í plastpoka með öðru grænmeti vafið í tissjú. Lofttæmið pokann.
Ca:P 1:0.9, Pro: 1.7%, Fita: 0.3%, Vatn: 92%, Trefjar: 4%
OFT (Í BLAND MEÐ ÖÐRU GRÆNMETI)
Collard greens

Mjög góður kostur fyrir grænmeti. Mikið kalk og slatti af gaitrogreni. Borið fram stórskorið eða sneytt í ræmur. Fínskorið, rifið og stönglum hent. Geymið skorinn, þurrkaðan skammt í plastpoka með öðru grænmeti vafið í tissjú. Lofttæmið pokann.
Ca:P 14.5:1 , Pro: 2.5%, Fita: 0.4%, Vatn: 91%, Trefjar: 3.6%
OFT
Kabocha squash

Borið fram afhýtt, úrkjarnað og fínskorið eða rifið.
Ca:P 0.6:1 , Pro: 1.2%, Fita: 0.2%, Vatn: 94%, Trefjar: 1.9%
OFT
Túnfífill (Dandelion greens)

Góður kostur fyrir grænmeti og er kalkríkt. Borið fram stórskorið eða sneytt í ræmur. Fínskorið, rifið og stönglum hent. Geymið skorinn, þurrkaðan skammt í plastpoka með öðru grænmeti vafið í tissjú. Lofttæmið pokann. Bæði er hægt að gefa blómin og laufin. Varist að gefa það sem þið hafið týnt sjálf úti, því oft er þetta eitrað með skordýraeitri í görðum.
Ca:P 2.8:1, Pro: 2.7%, Fita: 0.7%, Vatn: 86%, Trefjar: 3.5%
OFT
Grænar baunir (Green beans/Snap beans)

Góður grænmetiskostur. Borið fram fínskorið eða rifið. Ekki niðursoðið!!
Ca:P 1:1 , Pro: 1.8%, Fita: 0.1%, Vatn: 90%, Trefjar: 3.4%
OFT
Mangó (Mango)

Borið fram afhýtt, úrkjarnað og fínskorið eða stappað.
Ca:P 0.9:1, Pro: 0.5%, Fita: 0.3%, Vatn: 82%, Trefjar: 1.8%
OFT
Sinnepskál (Mustard greens)

Mjög góður kostur fyrir grænmeti. Mikið kalk og slatti af gaitrogreni. Borið fram stórskorið eða sneytt í ræmur. Fínskorið, rifið og stönglum hent. Geymið skorinn, þurrkaðan skammt í plastpoka með öðru grænmeti vafið í tissjú. Lofttæmið pokann.
Ca:P 2.4:1, Pro: 2.7%, Fita: 0.2%, Vatn: 91%, Trefjar: 3.3%
OFT
Okra

Borið fram fínskorið eða rifið.
Ca:P 1.3:1, Pro: 2%, Fita: 0.1%, Vatn: 90%, Trefjar: 3.2%
OFT
Papaya

Trefjaríkt. Borið fram afhýtt og fræin fjarlægð. Fínskorið eða rifið.
Ca:P 4.8:1, Pro: 0.6%, Fita: 0.1%, Vatn: 89%, Trefjar: 1.8%
Oft
Nípa

Borið fram afhýtt og tætt. Inniheldur mikið af trefjum og kolvetnum.
Ca:P 1:2, Pro: 1.2%, Fita: 0.3%, Vatn: 80%, Trefjar: 4.9%
OFT
Rófukál/næpukál/hnúðkál (Turnip greens)

Sæmilegur grænmetiskostur. Inniheldur mikið af kalki, en hefur þó talsvert magn goitrogena.Borið fram grófskorið eða sneytt í ræmur. Fínskorið, rifið og stönglum hent. Geymið skorinn, þurrkaðan skammt í plastpoka með öðru grænmeti vafið í tissjú. Lofttæmið pokann.
Ca:P 4.5:1, Pro: 1.5%, Fita: 0.3%, Vatn: 91%, Trefjar: 3.2%
OFT (Í BLAND VIÐ ANNAN MAT)
Vatnakarsi (Watercress)

Mjög góður grænmetiskostur og inniheldur mikið af kalki. Borið fram grófskorið eða sneytt í ræmur. Fínskorið, rifið og stönglum hent. Geymið skorinn, þurrkaðan skammt í plastpoka með öðru grænmeti vafið í tissjú. Lofttæmið pokann.
Ca:P 2:1, Pro: 2%, Fita: 0%
OFT
Endive

Mjög góður grænmetiskostur og inniheldur mikið af kalki. Borið fram grófskorið eða sneytt í ræmur. Fínskorið, rifið og stönglum hent. Geymið skorinn, þurrkaðan skammt í plastpoka með öðru grænmeti vafið í tissjú. Lofttæmið pokann.
Ca:P 1.86:1, Pro: 1.2%, Fita: 0.4%
OFT (Í BLAND VIÐ ANNAN MAT)
Epli

Borið fram afhýtt og úrkjarnað. Fínskorið eða rifið.
Ca:P 0.6:1 , Pro: 0.15%, Fita: 0.3%, Vatn: 84.5%, Trefjar: 1.9%
EINSTAKA SINNUM
Aspas (Asparagus)

Inniheldur mikið af prótínum. Borið fram fínskorið eða tætt.
Ca:P 0.38:1 , Pro: 2.3%, Fita: 0.2%, Vatn: 92%, Trefjar: 2.1%
EINSTAKA SINNUM
Bananar

Aðeins einstaka sinnum. Það má einnig gefa þeim hýðið, en bara ef bananinn var lífrænt ræktaður.
Ca:P 0.3:1 , Pro: 1%, Fita: 0.5%, Vatn: 75%, Trefjar: 2.4%
EINSTAKA SINNUM
Rófur og rófukál (Beets & beet greens)

Inniheldur mikið af oxalates, svo aðeins ætti að gefa þetta einstaka sinnum. Rófurnar ættu að vera fínskornar. Kálið er best grófskorið eða rifið. Stönglunum á að henda.
Rófur: Ca:P 0.4:1 , Pro: 1.6%, Fita: 0.17%, Vatn: 87%, Trefjar: 2.8%
Rófukál: Ca:P 3:1 , Pro: 1.8%, Fita: 0.06%, Vatn: 92%, Trefjar: 3.7%
EINSTAKA SINNUM
Belgávextir / paprikur (Bell peppers)

Gott til að auka á fjölbreytni og litadýrð matarinns. Borið fram úrkjarnað og fínskorið eða rifið. (næringargildið miðast við rauða papriku, en flestir belgávextir hafa svipað næringargildi)
Ca:P 0.5:1 , Pro: 0.9%, Fita: 0.2%, Vatn: 92%, Trefjar: 2%
BRAGÐ- EÐA LITABÓT
Brjómber/bjarnarber (Blackberries)

Gott sem nammi og reglulegur hluti ávaxtarhluta mataræðisins (~40%).
Ca:P 1.5:1, Pro: 0.7%, Fita: 0.4%, Vatn: 86%, Trefjar: 5.3%
EINSTAKA SINNUM
Kínakál (Bok choy)

Inniheldur mikið af goitrogenum. Græni hlutinn er borinn fram grófskorinn eða rifinn. Hvíta hlutann má gefa fínskorinn/henda í ruslið.
Ca:P 2.8:1, Pro: 1.5%, Fita: 0.2%, Vatn: 95%, Trefjar: 1%
EINSTAKA SINNUM
Spergilkál (Broccoli)


Inniheldur mikið af goitrogenum og ætti aðeins að gefa einstaka sinnum. Borið fram fínskorið eða rifið. Einnig má gefa laufin.
Ca:P 0.7:1 , Pro: 3%, Fita: 0.4%, Vatn: 91%, Trefjar: 3%
EINSTAKA SINNUM
Brusselspírur (Brussels Sprouts)

Inniheldur mikið af goitrogenum og ætti aðeins að gefa einstaka sinnum. Borið fram fínskorið eða rifið.
Ca:P 0.6:1 , Pro: 3.3%, Fita: 0.3%, Vatn: 86%, Trefjar: 3.8%
EINSTAKA SINNUM
Hvítkál

Inniheldur mikið af goitrogenum og ætti aðeins að gefa einstaka sinnum. Borið fram fínskorið eða rifið.
Ca:P 2:1 , Pro: 1.5%, Fita: 0.27%, Vatn: 92%, Trefjar: 2.3%
EINSTAKA SINNUM
Cantaloup Melóna (Cantelope)

Borin fram úrkjörnuð, afhýdd og fínskorin. Góður kostur til að sporna við vökvatapi.
Ca:P 0.7:1, Pro: 0.9%, Fita: 0.3%, Vatn: 90%, Trefjar: 0.8%
EINSTAKA SINNUM
Gulrætur (Carrots)

Bornar fram afhýddar og fínrifnar. (gulrótartoppar innihalda mikið af oxalates og það ætti aðeins að gefa þá einstaka sinnum).
Ca:P 0.6:1, Pro: 1%, Fita: 0.2%, Vatn: 88%, Trefjar: 3%
EINSTAKA SINNUM
Blómkál (Cauliflower)

Inniheldur mikið af goitrogenum og ætti aðeins að gefa einstaka sinnum. Borið fram fínskorið eða rifið.
Ca:P 1:2, Pro: 2%, Fita: 0.2%, Vatn: 92%, Trefjar: 2.5%
EINSTAKA SINNUM
Blaðselja (Celery)

Borið fram fínskorið eða rifið.
Ca:P 1.6:1 , Pro: 0.75%, Fita: 0.14%, Vatn: 95%, Trefjar: 1.7%
EINSTAKA SINNUM
Coriander (cilantro)

Góður kostur fyrir grænmeti sem gefið er einstaka sinnum. Mikið oxalate. Borið fram fínskorið.
Ca:P 1.4:1 , Pro: 2.1%, Fita: 0.5%, Vatn: 92%, Trefjar: 2.8%
EINSTAKA SINNUM
Maís (Corn)

Rosalega kalksnautt og mikið af fosfór. Gefðu þetta ekki nema eðlan hafi verið á óvenju kalkríku mataræði. Borið fram fínskorið.
Ca:P 0.03:1 , Pro: 9.4%, Fita: 4.7%, Vatn: 10.4%
SJALDAN EÐA ALDREI
Agúrka (Cucumber)

Næringarsnautt, en í lagi sem vatnsviðbót og bragðauki.
Ca:P 0.7:1 , Pro: 0.7%, Fita: 0.18%, Vatn: 96%, Trefjar: 0.8%
EINSTAKA SINNUM
Dalía/glitfífill (Dahlia)

Það er bæði í lagi að gefa blómin og laufin. Farðu samt varlega og ekki gefa blóm sem gætu hafa verið úðuð með skordýraeitri eða öðrum aukaefnum.
NAMMI
Vínber (Grapes)

Mikið oxalate. Borið fram stappað eða sneytt. Stórar eðlur geta borðað heil vínber. Inniheldur mikið vatn.
Ca:P 0.8:1, Pro: 0.7%, Fita: 0.6%, Vatn: 81%, Trefjar: 1%
EINSTAKA SINNUM OG/EÐA NAMMI
Hibiscus

Það er bæði í lagi að gefa blómin og laufin. Farðu samt varlega og ekki gefa blóm sem gætu hafa verið úðuð með skordýraeitri eða öðrum aukaefnum.
NAMMI
Hunangsdaggarmelóna (!) (Honeydew melon)

Borið fram afhýtt, úrkjarnað og fínskorið.
Ca:P 0.6:1 , Pro: 0.5%, Fita: 0.1%, Vatn: 90%, Trefjar: 0.6%
EINSTAKA SINNUM
Fóðrmergkál (Kale)

Mikið af oxalates og goitrogens, þannig að það ætti aðeins að gefa einstaka sinnum. Borið fram grófskorið eða sneytt í ræmur. Fínskorið, rifið og stönglum hent. Geymið skorinn, þurrkaðan skammt í plastpoka með öðru grænmeti vafið í tissjú. Lofttæmið pokann.
Ca:P 2.4:1, Pro: 3.3%, Fita: 0.7%, Vatn: 84%, Trefjar: 2%
EINSTAKA SINNUM
Kíví (Kiwi fruit)

Afhýtt, fræ fjarlægð og stappað eða fínskorið.
Ca:P 0.7:1, Pro: 1%, Fita: 0.4%
EINSTKA SINNUM
Linsubaunir (Lentils)

Bornar fram soðnar og fínskornar.
Ca:P 0.14:1 , Pro: 9%, Fita: 0.5%, Vatn: 67%, Trefjar: 22%
EINSTAKA SINNUM
Salatblöð (Lettuces)

Salatblöð eru mjög næringarsnauð.
Bindisalat (Romaine) - Ca:P 0.8:1 , Pro: 1.6%, Fita: 0.2%, Vatn: 95%, Trefjar: 1.7%
Jöklasalat (Iceberg) - Ca:P 1:1 , Pro: 1%, Fita: 0.2%, Vatn: 96%, Trefjar: 1.4%
Loose leaf - Ca:P 0.4:1 , Pro: 1.3%, Fita: 0.3%, Vatn: 94%, Trefjar: 1.9%
SJALDAN EÐA ALDREI
Sveppir (Mushrooms)

Mjög mikið fosfór og ætti aðeins að gefa einstaka sinnum. Bornir fram fínskornir.
Ca:P 0.05:1 , Pro: 2.9%, Fita: 0.3%, Vatn: 92%, Trefjar: 1.2%
EINSTAKA SINNUM
Skjaldflétta (Nasturtiums)

Það er bæði í lagi að gefa blómin og laufin. Farðu samt varlega og ekki gefa blóm sem gætu hafa verið úðuð með skordýraeitri eða öðrum aukaefnum.
NAMMI
Steinselja (Parsley)

Kalkrík. Borin fram fínskorin
Ca:P 2.4:1 , Pro: 3%, Fita: 0.8%, Vatn: 88%, Trefjar: 3.3%
EINSTAKA SINNUM
Pasta (soðið)

Borið fram soðið, kælt og skorið. Gefðu aldrei pasta sem unnið er m.a. úr eggjum.
Ca:P 0.1:1 , Pro: 5.2%, Fita: 1%, Vatn: 69%
EINSTAKA SINNUM
Ferskjur (Peaches)

Mikið af goitrogens. Bornar fram afhýdda úrkjarnaðar og fínskornar.
Ca:P 0.4:1, Pro: 0.7%, Fita: 0.09%, Vatn: 88%, Trefjar: 2%
EINSTAKA SINNUM
Perur (Pears)

Mikið af oxalates. Bornar fram afhýddar, úrkjarnaðar og fínskornar.
Ca:P 1:1, Pro: 0.4%, Fita: 0.4%, Vatn: 84%, Trefjar: 2.4%
EINSTAKA SINNUM
Grasker (Pumpkin)

Afhýdd. Úrkjörnuð og fínskorin eða rifin.
Ca:P 0.5:1 , Pro: 1%, Fita: 0.1%, Vatn: 92%, Trefjar: 0.5%
EINSTAKA SINNUM
Hindber (Raspberries)

Góður kostur trefjaríks ávaxtar. Borið fram stappað fyrir ungar eðlur, en stórar eðlur geta borðað heil ber.
Ca:P 1.8:1, Pro: 0.9%, Fita: 0.6%, Vatn: 87%, Trefjar: 6.8%
EINSTAKA SINNUM OG/EÐA NAMMI
Hrísgrjón (soðin) (Rice)

Borin fram soðin, vökvinn sigtaður frá og kæld.
Ca:P 0.08:1 , Pro: 2.4%, Fita: 0.2%, Vatn: 68%
EINSTAKA SINNUM
Gulrófá (Rutabaga)

Borin fram afhýdd og fínskorin eða rifin.
Ca:P 0.8:1 , Pro: 1.2%, Fita: 0.2%, Vatn: 90%, Trefjar: 2.5%
EINSTAKA SINNUM
Spagettíkúrbítur (Spaghetti squash)

Borinn fram afhýddur, úrkjarnaður og fínskorinn eða rifinn.
Ca:P 0.6:1 , Pro: 1.2%, Fita: 0.2%, Vatn: 94%, Trefjar: 1.9%
EINSTAKA SINNUM
Spínat (Spinach)

Mikið kalk, en einnig mikið af oxalates og goitrogens, þannig að þetta ætti aðeins að gefa einstaka sinnum. Borið fram fínskorið.
Ca:P 2:1, Pro: 2.9%, Fita: 0.4%, Vatn: 92%, Trefjar: 2.7%
EINSTAKA SINNUM
Jarðarber (Strawberries)

Mikið af oxalates og goitrogens. Stönglar fjarlægðir og borin fram fínskorin.
Ca:P 0.7:1, Pro: 0.6%, Fita: 0.4%, Vatn: 92%, Trefjar: 2.3%
EINSTAKA SINNUM OG/EÐA NAMMI
Sætar kartöflur (Sweet potato)

Bornar fram afhýddar og fínrifnar. Innihalda nokkuð mikið af fosfór, svo það er best að gefa þetta í stað annars appelsínuguls grænmetis einstaka sinnum.
Ca:P 0.8:1, Pro: 1.7%, Fita: 0.3%, Vatn: 73%, Trefjar: 3%
EINSTAKA SINNUM
Swiss chard

Mikið af oxalates og því ætti aðeins að gefa þetta einstaka sinnum. Borið fram fínskorið.
Ca:P 1.8:1, Pro: 0.2%, Fita: 0.1%
EINSTAKA SINNUM
Tómatar (Tomatoes)

Mikið af oxalates. Bornir fram fínskornir. Auka á litadýrð matar sem þeim er blandað út í. Geta verið súrir og sumum iguana eðlum gæti misboðið bragðið.
Ca:P 0.2:1, Pro: 0.9%, Fita: 0.3%, Vatn: 94%, Trefjar: 1.1%
BRAGÐ- EÐA LITARBÓT
Vatnsmelóna (Watermelon)

Næringarsnauð, en inniheldur mikin vökva. Borin fram afhýdd og skorin eða stöppuð í smáa bita.
Ca:P 0.9:1, Pro: 0.6%, Fita: 0.4%, Vatn: 92%, Trefjar: 0.5%
EINSTAKA SINNUM
Heilvheitibrauð (Whole wheat bread)

Mjög mikið fosfór, en er gott nammi. Snyðugt er að fela meðöl inni í brauðmolum og gefa eðlunni ef hún þarf þeirra með.
Ca:P 0.3:1 , Pro: 9.7%, Fita: 4.2%, Vatn: 38%, Trefjar: 6.9%
NAMMI
Gulur kúrbítur (Yellow squash)

Borinn fram fínskorinn eða rifinn.
Ca:P 0.57:1, Pro: 1.2%, Fita: 0.2%, Vatn: 94%, Trefjar: 1.9%
EINSTAKA SINNUM
Dvergbítur (Zucchini)

Borinn fram fínskorinn eða rifinn.
Ca:P 0.47:1, Pro: 1.1%, Fita: 0.1%, Vatn: 95%, Trefjar: 1.2%
EINSTAKA SINNUM