Það tímafrekasta við umhirðu iguana eðla er sennilega matartengt. Að kaupa, hreinsa, undirbúa og geyma mat, nánar tiltekið. Það þarf mikla umhugsun um hvernig gengið er frá matnum og hvernig hann skal borinn fram fyrir eðluna.

Hreinsun og skolun.

Eins og alltaf, þá er mikilvægt að hreinsa grænmetið og ávextina sem þú gefur eðlunni svo þeir séu lausir við mold og aðra aðskotahluti. Þrátt fyrir að þú eigir "vilta" iguana eðlu, þarf hún ekki að éta "viltan" og skítugan mat.

Skera, sneyða, rífa og tæta.

Það hefur verið sýnt fram á að auðveldara er að melta smáa matarbita heldur en stóra svo það er góður siður að venja sig á að bera allan mat fram fínskorinn fyrir eðluna. Stærri bitar geta einnig orðið til vandraæða og valdið alvarlegum heilsukvillum með því að t.d. standa í eðlunni eða stífla meltingarveginn annars staðar í líkama hennar. Að auki eru meiri líkur á því að stórir bitar skaði eðluna innan frá. Fljótlegasta leiðin til þess að skera allt svona smátt er matarblandari, en þeir geta kostað undir 3.000 kr. hérlendis. Til að auðvelda þrif, þá er best að kaupa lítin blandara í verkið. Bara passa þegar maður blandar að maturinn sé í mörgum, smáum bitum en ekki í mauki því þá bæði skemmist hann mun hraðar og minni líkur eru á því að eðlan sé spennt fyrir útkomunni. Þá getur verið gaman að blanda saman ávöxtum og ýmsum grænmetistegundum og bjóða eðlunni. Þetta er sérstaklega hentugt upp á Ca:P hlutföllin (sjá "hvað má gefa eðlunni"), en þau ættu að vera eins nálægt tveimur á móti einum og hægt er svo eðlan hafi sterk og góð bein. -Sem sagt tvöfalt meira kalk en fosfór í hverri máltíð.
Margir útbúa sallöt fyrir eðluna sína daglega, en flestum þykir þó þægilegast að útbúa svona viku skammt í einu og geyma svo tilbúna skammta í kæli eða frysti.

Sérmeðhöndlun sallatblaða.

Eftir að sallatblöð hafa verið skoluð er best að þurrka af þeim skolunarvatnið með einum hætti eða öðrum (hægt er t.d. að kaupa sérstök áhöld til þessa verks). Sallatblöðin geymast betur ef þau eru þurr á yfirborðinu. Þau ættu að geymast aðskilin frá öðrum mataskömmtum. Besta geymsluleiðin er að setja þau í plastpoka og kreysta loftið úr honum áður en honum er lokað. Margir vefja þá salatinu í tissjú, sem mun taka í sig rakann og halda þeim ferskum lengur.

Matargeymsla.

Hvort sem maturinn er útbúinn daglega eða vikulega, þá þarf að geyma matinn rétt til þess að trygga að eðlan fái hollan og ferskan mat hverju sinni. Það ætti aldrei að gefa eðlum mat sem byrjaður er að mygla, þannig að ef einhver vafi liggur á, þá er betra að henda grunsamlegum mat heldur en að taka óþarfa sjénsa. Það eru margar leiðir til þess að geyma ferskan mat í lengri tíma, t.d. þar til gerð plast ílát sem eru þá loftþétt, eða í plastpokum sem hægt er að loka auðveldlega þannig að þeir haldi loftinu frá. Oftast er mælt með þessum plastpokum, því hægt er að kreista loftið úr þeim áður en maður lokar og þannig tryggja betri endingu matarins. Svona yfirleitt mun maturinn haldast ferskur í ísskápnum í svona viku.

Að frysta mat.

Mörgum þykir þægilegast að útbúa risastóran skammt, skipta honum upp í dagsskammta og þýða svo einn skammt á dag til matargjafar. Að reyna að halda mánaðarskammti í frystinum er oftast full djúpt í árina tekið. Frystingin brýtur niður vítamínin í fæðunni, þannig að það verður að gefa duftmulið B1 vítamín blandað út í hana áður en hún er borin fram fyrir eðluna.